Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Karl tekur undir það. „Þessu fylgir mikil tilhlökkun og spenn- ingur, en enginn kvíði,“ segir hann. Báðir verða þeir á launum hjá utan- ríkisráðuneytinu á meðan þeir starfa á Sri Lanka. Aðspurður segir Teitur að hann hafi skráð sig á viðbragðslista Ís- lensku friðargæslunnar, að ein- hverju leyti til að svala ævin- týraþörf en einnig af löngun til að láta gott af sér leiða. Karl segist hafa unnið í mörg ár hjá lögregl- unni og friðargæslustarfið sé að hluta til nátengt þeim störfum. Norðmenn hafa undanfarið haft 23 borgaralega friðargæsluliða á sínum vegum á Sri Lanka en verk- efni þeirra er að hafa eftirlit með því að farið sé eftir skilmálum frið- arsamkomulagsins milli stjórn- valda og tamíla, skæruliðahreyf- ingar sem um áratuga skeið hefur barist við stjórnarher landsins. Ný- lega ákváðu Norðmenn hins vegar að fjölga eftirlitsmönnum í 49 og taldi utanríkisráðuneytið á Íslandi nauðsynlegt að leggja þar hönd á plóg. TVEIR Íslendingar, þeir Karl Sæ- berg afbrotafræðingur og Teitur Þorkelsson fréttamaður, sem báðir eru á viðbragðslista Íslensku frið- argæslunnar, eru farnir til Sri Lanka. Þar munu þeir taka þátt í eftirliti á vegum Norðmanna vegna friðarsamkomulags sem nýverið komst á í landinu fyrir milligöngu Norðmanna, eftir áratugalangt borgarastríð. Teitur verður fjöl- miðlafulltrúi norrænu sendinefnd- arinnar en Karl mun sinna eftirliti með framkvæmd vopnahléssamn- ingsins. Teitur verður í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, en Karl verð- ur í norðausturhluta landsins. Gert er ráð fyrir því að þeir dvelji í land- inu í að minnsta kosti sex mánuði. Karl og Teitur segja í samtali við Morgunblaðið að þeir hafi fengið að vita það fyrir um það bil mánuði að til stæði að senda þá til Sri Lanka. Síðan þá hafa þeir m.a. notað tím- ann til að kynna sér landið, sögu þess og stjórnmálaástand. „Ég er hæstánægður yfir því að vera að fara,“ segir Teitur, „spenntur og stoltur,“ bætir hann við. Morgunblaðið/Kristinn Teitur Þorkelsson fréttamaður og Karl Sæberg afbrotafræðingur halda til Sri Lanka í dag en það tekur þá um 27 tíma að komast á leiðarenda. Þeir hlakka til og kvíða engu Tveir Íslendingar farnir til eftirlitsstarfa á Sri Lanka Greinilegt er á oddvitum flokk- anna, Jóhanni Hanssyni frá B-lista og Cecil Haraldssyni frá T-lista, að mikil bjartsýni ríkir um þetta sam- starf og tekið er fram í greinargerð með samkomulaginu að samstarfið eigi að byggjast á heilindum, gagn- kvæmu trausti og virðingu fyrir mis- munandi áherslum á málefni. Gárungar hafa nefnt bæjarstjórn- ina tilvonandi Arabíustjórnina, þar sem fyrstu viðræður um nýja bæj- arstjórn fóru fram í prestsbú- staðnum á Seyðisfirði sem kallaður er Arabía eftir Ara Arnalds, sem byggði hann á Tanganum við Lónið 1928 og bjó í honum til 1937. NÝR meirihluti í bæjarstjórn hefur verið myndaður á Seyðisfirði. Að meirihlutanum standa Framsóknar- félag Seyðisfjarðar, sem bauð fram B-lista, og Tindar, félag jafnaðar-, vinstrimanna og óháðra, sem buðu fram T-lista. Þeir hafa tvo fulltrúa hver í bæjarstjórn, en D-listi sjálf- stæðismanna fékk þrjá fulltrúa og missti þannig hreinan meirihluta sem hann hafði undanfarið kjörtíma- bil. Nýi meirihlutinn hefur undanfarið unnið að samkomulagi um hvernig vinna skal að málefnum bæjarfélags- ins og nefndaskipan, auk þess sem unnið er að ráðningu bæjarstjóra. Nýr bæjarstjórnar- meirihluti myndaður Seyðisfirði. Morgunblaðið. UM 300 manns voru viðstaddir þegar nýr jeppi var kynntur al- menningi í fyrsta sinn í Evrópu í Þórsmörk síðastliðinn laugardag. Það var Bílabúð Benna, umboðsaðili SsangYong, sem efndi til jeppaferðar Musso- eigenda, og notaði tækifærið til að kynna nýja jeppa Ssang- Yong, Rexton, í nátt- úrufegurðinni í Bás- um. Jeppinn, sem var frumsýndur sem hug- myndabíll á bílasýn- ingunni í París fyrir tveimur árum, er talsvert stærri og mun betur bú- inn en Musso-jeppinn. Alls flutti Bílabúð Benna þrjá Rexton-jeppa með leynd til Þórsmerkur og fékk sérstakt leyfi yfirvalda til að skjóta upp flugeldum í náttúrukyrrðinni við afhjúpun bílanna. Bíllinn verð- ur sýndur um næstu helgi hjá Bíla- búð Benna. Rexton frumkynntur í Þórsmörk Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Margmenni fylgdist með þegar SsangYong Rexton var afhjúpaður í Þórsmörk. SAMKVÆMT mati sérfræðinga bandaríska álfyrirtækisins Alcoa á sviði umhverfismála er talið að álver í Reyðarfirði verði í hópi þeirra um- hverfisvænustu í heimi. Er þar eink- um miðað við umhverfisvæna orku frá vatnsaflsvirkjun við Kárahnjúka, litla losun mengandi efna frá ál- verinu og skipulagða umhverfisvökt- un í Reyðarfirði. Sérfræðingarnir komu hingað á dögunum og skoðuðu aðstæður á Austfjörðum, líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Í greinargerð Alcoa segir að skoð- aðar hafi verið matsskýrslur og úr- skurðir Skipulagsstofnunar um ál- verið í Reyðarfirði og Kárahnjúka- virkjun. Þar sé markvisst unnið að því að draga sem mest úr umhverfis- áhrifum framkvæmdanna. Áhrifin eru þó sögð vera fyrir hendi, einkum landröskun fyrir lífríkið á hálendinu. Síðan segir að Alcoa hafi skoðað um- hverfisþætti virkjunarinnar sérstak- lega og komist að því að áhrifin séu vel skilgreind og hægt sé að hafa stjórn á þeim til að koma í veg fyrir óafturkræf áhrif á lífríkið á Austur- landi. Vitað sé af áhyggjum af jarð- vegseyðingu og árstíðabundnum flóðum. Tekið er undir með heimamönnum á Austfjörðum um að bættar vega- samgöngur að ósnortnum svæðum á hálendinu séu skref í jákvæða átt. „Áform Landsvirkjunar og stjórn- valda um að vanda alla hönnun á þessum vegum mun greiða fyrir að- gangi að mikilvægum svæðum fyrir ferðaþjónustuna, um leið og komið verði í veg fyrir tjón á vistkerfinu með slæmri umgengni um landið,“ segir m.a. í greinargerðinni. Undir lokin segir að þótt Alcoa sé ánægt með umhverfisþátt verkefn- isins á Íslandi verði áfram unnið að öllum þáttum málsins áður en loka- ákvarðanir verði teknar í júlí nk. Alcoa ræðir við umhverfissamtök Alcoa hefur að undanförnu rætt við talsmenn alþjóðlegra umhverfis- verndarsamtaka vegna áforma fyr- irtækisins hér á landi. Jake Siewert, upplýsingafulltrúi Alcoa, sagði við Morgunblaðið að of snemmt væri að segja til um afstöðu þessara samtaka eða niðurstöðu viðræðnanna. Enn væri verið að skiptast á upplýsingum og skoðunum. Meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru samtök Word Wildlife Fund í Noregi og Bandaríkjunum en þess má geta að síðarnefndu samtökin eiga fulltrúa í stjórn Alcoa. WWF í Noregi hafa opinberlega lýst yfir andstöðu sinni við álvers- og virkj- anaframkvæmdir á Austurlandi og að sögn Michaels Ross, upplýsinga- fulltrúa WWF í Bandaríkjunum, taka þau samtök undir með þeim norsku á meðan gagnasöfnun og við- ræður eiga sér stað vestan hafs. Álverið með þeim umhverf- isvænustu Greinargerð umhverfissérfræðinga Alcoa um álver á Austurlandi RÚMLEGA 250 konur í Bandalagi kvenna í Reykjavík héldu upp á 85 ára afmæli þess í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardag. Sýning um sögu samtakanna var opnuð í Ráð- húsinu og mun hún standa fram á fimmtudag. Bandalag kvenna í Reykjavík er regnhlífarsamtök allra kvenfélaga í Reykjavík og eru aðildarfélög þess tuttugu talsins, að sögn Hildar G. Eyþórsdóttur, formanns þess. Þar á meðal eru kvenfélög kirkna og stjórnmálaflokka og líknarfélög kvenna. Tólf nefndir starfa innan banda- lagsins, t.d. orlofsnefnd húsmæðra, nefnd um málefni aldraðra, starfs- menntunarsjóður ungra kvenna og umhverfisnefnd. Sex nefndir kynna starfsemi sína á sýningunni. Segir Hildur að alls starfi á annað þúsund kvenna með aðildarfélögum banda- lagsins. Bandalag kvenna í Reykjavík 85 ára Morgunblaðið/Þorkell MAÐUR sem grunaður er um aðild að hvarfi Valgeirs Víðissonar árið 1994 var í gær úrskurðaður í áfram- haldandi gæsluvarðhald til föstudags- ins 7. júní nk. Hann hyggst ekki kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Ekkert hefur spurst til Valgeirs frá 18. júní 1994. Í upphafi var málið rannsakað sem mannshvarf en síðar bárust upplýsingar um að honum hefði verið ráðinn bani. Skv. heimild- um Morgunblaðsins er maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Valgeiri að bana. Að kröfu lögreglunnar í Reykjavík var maðurinn framseldur frá Hol- landi þar sem hann afplánaði dóm fyr- ir fíkniefnasmygl og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi frá 22. maí sl. Nokkr- ir aðrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Framlengt til föstu- dagsins Í gæsluvarðhaldi vegna mannshvarfs ♦ ♦ ♦ DREGIÐ hefur úr búferlaflutning- um af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins, en flutningar innan- lands frá höfuðborgarsvæðinu hafa haldist stöðugir, skv. nýjum tölum um búferlaflutninga á fyrsta fjórð- ungi ársins 2002. Fram kemur í Hagvísum, sem Þjóðhagsstofnun gefur út, að ef svo heldur fram sem horfir verði flutn- ingar fólks af landsbyggðinni minni í ár en verið hefur um langt árabil. Fleiri flytja til Íslands Umskipti virðast hafa orðið í flutn- ingum til Íslands og frá. Á seinni hluta ársins 2000 nam nettóaðflutn- ingur fólks til Íslands um 200 manns á mánuði en síðan dró úr og á síðasta ársfjórðungi í fyrra fluttu fleiri burt af landinu en hingað komu. Á fyrsta ársfjórðungi í ár eru hins vegar að- fluttir aftur orðnir fleiri en brott- fluttir þótt enn séu fleiri íslenskir ríkisborgarar sem fara frá landinu en koma, skv. upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar. Dregur úr búferlaflutn- ingum af lands- byggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.