Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 43 MENNTASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 156. sinn 31. maí síðastlið- inn. Brautskráðir voru 133 stúd- entar, 7 úr fornmáladeild, 17 úr ný- máladeild, 48 úr eðlisfræðideild og 61 úr náttúrufræðideild. 6 nem- endur hlutu ágætiseinkunn og hæstu einkunn á stúdentsprófi náði Martin Ingi Sigurðsson, eða 9,34, og er hann dúx árgangsins. Semidúxinn er Katrín Guðlaugsdóttir og hlaut hún einkunnina 9,26. Höskuldur Pétur Halldórsson, nemandi í 3. bekk, fékk hæstu einkunn á ársprófi, ágætis- einkunn 9,9 og er hann dux scholae í ár. Fjölmargir nemendur voru heiðraðir fyrir framúrskarandi ár- angur og við athöfnina söng Kór Menntaskólans í Reykjavík. Í skólaslitaræðu sinni vék Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að húsnæðisvanda skól- ans. Í máli hans kom fram að 15. apríl síðastliðinn stóðu Skólafélag MR, Framtíðin og foreldrafélag MR fyrir fjölmennum fundi um húsnæð- ismál skólans í Ráðhúsi Reykjavíkur að viðstöddum menntamálaráð- herra, borgarstjóra og borg- arfulltrúum. Þar voru stjórn- málamenn hvattir til að slíðra sverðin og leita leiða til að fjár- magna framkvæmdir og var meðal annars vísað til þess að menningar- söguleg verðmæti lægju undir skemmdum auk þess sem skólinn væri stærsti vinnustaðurinn í mið- borg Reykjavíkur. Sagði Yngvi það vera ánægjuefni að sjá foreldra og nemendur leggja skólanum lið með þessum hætti, en pattstaða hefur verið í málinu um skeið vegna ágreinings ríkis og borgar um þátt- töku í kostnaði. Í vetur samþykkti borgarstjórn tillögu borgarstjóra um styrk til skólans og er það von Yngva að þar með hafi verið stigið fyrsta skref til sátta. Morgunblaðið/Ásdís 133 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum í Reykjavík UMFERÐIN gekk vel fyrir sig. Lögreglan hafði eftirlit með ölvunarakstri og voru 12 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Alls voru 42 teknir fyrir hraðakst- ur um helgina. Á Suðurlandsvegi var einn ökumaður tekinn á 125 km hraða og annar á 113 km hraða. Þessa helgina hafði lögregla afskipti af 24 ökumönnum sem gátu ekki framvísað ökuskírteini. Á sunnudag var strætisvagni ekið aftan á fólksbifreið á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu, á leið til vesturs. Við áreksturinn kastaðist fólksbifreiðin yfir gatnamótin. Hemlaför eftir vagninn mældust tæplega 30 metrar. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki við áreksturinn. Hjólaði út í Elliðaá Lögreglan aðstoðaði hjólreiða- mann í Öskjuhlíðinni sem hafði dott- ið af hjóli sínu á höfuðið og rotast við það en hann var ekki með reiðhjóla- hjálm. Hann hafði farið kollhnís fram fyrir sig. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Öðrum hjólreiðamanni varð á um helgina er hann fór ekki nægilega gætilega og hafnaði út í Elliðaá. Meiddist hann lítilsháttar á höfði og var fluttur á slysadeild. Nokkuð var um innbrot um helgina. Á föstudagsmorgni var brotist inn í fyrirtæki í austurbæn- um og þar var m.a. myndavél stolið. Á svipuðum tíma var brotist inn í nokkur fyrirtæki í miðborginni og þaðan stolið tölvum, ýmsum tölvu- búnaði, myndavél og síma. Brotist var inn í skartgripaverslun, hurð spennt upp með kúbeini og töluverð- um verðmætum stolið. Í Breiðholt- inu var lögreglan kvödd til aðstoðar þar sem hópur unglinga grýtti eggj- um í nemendur. Höfðu þeir yfirgefið skólann þegar lögreglan kom á vett- vang en rætt var við foreldra þeirra. Í austurhluta borgarinnar var drengur laminn af fimm skólafélög- um, áverkar voru við auga, á baki og hruflaðist hann á hendi. Á laugardagskvöldi var tilkynnt um nokkra unglinga sem höfðu farið inn í nýbyggingu til að taka upp kvikmynd. Krökkunum var vísað út þar sem þeir höfðu ekki tilskilið leyfi. Ekki leyfi fyrir framhalds- skólaskemmtun Um helgina var fjölmenni í mið- borginni, veður var gott og nýút- skrifaðir stúdentar voru áberandi með hvítu kollana. Aðfaranótt sunnudags var lögreglu tilkynnt um samkvæmi í miðbænum og vísaði frá framhaldsskólanemendum þar sem leyfi lá ekki fyrir skemmtuninni. Tveimur stúlkum var vísað út af vín- veitingahúsi þar sem þær voru undir aldri. Móðir annarrar stúlkunnar fór með stúlkurnar heim. Dyraverðir óskuðu aðstoðar lög- reglu vegna gruns um að gestir inni á staðnum væru með fíkniefni. Á öðr- um gestinum fannst fíkniefni og var hann færður á lögreglustöð. Nokkuð var kvartað yfir hávaða í heimahús- um um helgina. Í einu slíku útkalli var lögreglan kvödd í Seljahverfið aðfaranótt laugardags. Þegar lög- reglan knúði dyra og ræddi við þá sem voru innandyra komu þeir auga á áhöld til fíkniefnaneyslu í íbúðinni en engin efni fundust. Á laugardagsmorgni tilkynnti verktaki í miðborginni að undanfarn- ar helgar hefði hann orðið fyrir því að rúður væru brotnar í vinnuvélum, olíulok brotin upp á þeim og möl sett í eldsneytistanka svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdir á lóðinni munu standa yfir í allt sumar. Á sunnudagsmorgni hafði maður samband við lögreglu og sagðist hafa verið rændur í Vesturbænum af tveimur mönnum. Skömmu síðar náði lögreglan öðrum manninum í húsagarði rétt hjá og var hann vist- aður í fangageymslu lögreglunnar. Hins mannsins er leitað. Úr dagbók lögreglu 31. maí–3. júní Margir nýstúdentar með hvíta kolla EKKI verður sagt að veiði hafi byrj- að vel í Norðurá, en á hádegi í gær luku fyrstu hollin veiðum eftir tvo og hálfan dag. Stjórn SVFR náði aðeins fjórum löxum og hópur sem veiddi í Stekknum og Munaðarnesi tók tvo laxa. Haraldur Eiríksson leiðsögu- maður, sem var á neðra svæðinu með nokkrum þaulvönum köppum, sagði umhugsunarefni hversu lítið væri af laxi í ánni. Mjög kalt var framan af í Norður- árdalnum og sérstaklega erfitt að veiða fyrsta daginn, en síðan hlýnaði og sjatnaði í ánni. En allt kom fyrir ekki. Einn stór slapp í Stekknum, 16 til 18 punda fiskur að mati Haraldar. Dró bátinn „á haf út“ Veiðifélagar tveir sem veiddu í Þingvallavatni úr tveggja manna kaj- ak á föstudagskvöldið lentu í því að stórurriði tók fluguna hjá öðrum þeirra. Rauk ferlíkið síðan „á haf út“ eins og því var lýst uns draga tók af honum. Fiskurinn þreyttist fljótt með hlassið í eftirdragi og eftir nokkra stund var 11 punda urriði dreginn upp. Félagarnir veiddu einnig tíu vænar bleikjur. Frést hefur af öðrum stórurriða, 9,5 punda, úr Þingvalla- vatni, en vantar upplýsingar um hvar hann veiddist. Hann mun hafa veiðst á maðk. Byrjar vel á urriðasvæðunum Þær Hólmfríður Jónsdóttir á Arn- arvatni, umsjónarmaður urriðasvæð- is Laxár í Mývatnssveit, og María Kristjánsdóttir, ráðskona í veiðihús- inu í Laxárdal, voru sammála um að urriðaveiðin hefði farið vel af stað og fiskur væri feitur og fallegur. Í gær- morgun var búið að bóka 60 urriða í Laxárdal síðan á laugardag og taldi María vanta a.m.k. helmingi meira, því margir veiðimenn ættu eftir að skrá afla sinn. Sama var uppi á ten- ingnum hjá Hólmfríði, 60 voru þar bókaðir, en margir óskráðir þar eð margir veiðimenn hafa þann sið að skrá alla fiska í lok ferðar á meðan aðrir skrá allt jafnóðum. Púpur veiddar andstreymis og straumflugur voru að gefa nokkuð jöfnum höndum, Black Ghost, Rektor og Pheasant tail voru nefndar. Stærstu fiskar hjá Hólmfríði voru 5 punda, en rúmlega 4,5 pund hjá Mar- íu. Laxi landað í Norðurá sl. laugardag. Róleg byrjun í Norðurá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson LANDVERND heldur fund í dag, þriðjudaginn 4. júní, til að fjalla um umhverfisáhrif fyrirhugaðs uppi- stöðulóns í Þjórsárverum, sk. Norð- lingaöldulón, á Grand hóteli Reykja- vík kl. 16.30. Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis. Erindi halda Arnþór Garðarsson prófessor í dýrafræði við Háskóla Ís- lands og Hörður Kristinsson grasa- fræðingur við setur Náttúrufræði- stofnunar Íslands á Akureyri og Gerður Steinþórsdóttir bókmennta- fræðingur og áhugamaður um úti- vist. Fulltrúar sveitarfélaganna vestan og austan Þjórsár greina frá viðhorfum heimamanna til áform- aðra virkjanamannvirkja. Veggspjöld með upplýsingum frá framkvæmdaraðila um framkvæmd- ina verða á staðnum, segir í frétta- tilkynningu. Fundur um áformað Norð- lingaöldulón SIGLINGASTOFNUN veitir árlega viðurkenningar á sjómannadaginn til eigenda og áhafna skipa sem tald- ar eru hafa sýnt góða framkvæmd á öryggisreglum og umhirðu á undan- förnum árum. Á sjómannadaginn hafa öryggismál ávallt verið ofarlega á baugi og því tilhlýðilegt að veita viðurkenninguna á þeim degi. Hún á að vera hvatning fyrir áhafnir og eigendur skipa að halda öryggismálum í sem bestu horfi. Á sjómannadaginn 2. júní sl. var útgerð Haraldar Böðvarssonar hf., Akranesi, og áhöfnum og eigendum skipanna Óskar KE 5, Sóleyjar SH 124, Brimness BA 800, Súlunnar EA 300, Jóns Kjartanssonar SU 111 og Dala Rafns VE 508 veitt viðurkenn- ing. Viðurkenningar til skipa FRANSK-íslenska verslunarráðið, Austurbakki hf., Karl K. Karlsson hf. og Bourgogne standa fyrir kynn- ingarviku hvítvína frá Búrgund í Frakklandi, hinn 4.-11. júní, á Vín- barnum, Kirkjutorgi 4. Vínáhugamenn munu geta kynnt sér hina ríku vínræktarhefð Bourg- ogne og smakkað mikil gæðavín frá héraðinu, segir í fréttatilkynningu. Frekari upplýsingar má nálgast á www.vin.is. Bourgogne- vínsmökkun MIÐVIKUDAGINN 5. júní nk. kl. 16.00 mun Sonja Richter, verkfræð- ingurá lagnadeild Rb, halda erindi í Lagnakerfamiðstöð Íslands á Keldnaholti um rafefnafræðilegar tæringarmælingar. Fyrirlesturinn er liður í Ph.D.-námi Sonju Richter við Háskóla Íslands. Sonja mun fjalla um notkun rafefnafræðilegra aðferða til tæringarmælinga, annars vegar í tilraunastofu og hins vegar í raunverulegum kerfum. Að fyrir- lestrinum loknum verður gestum boðið upp á að skoða aðstöðuna sem komið hefur verið upp í Lagnakerfa- miðstöð. Leiðbeinendur Sonju eru dr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, deildarstjóri við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, og dr. Fjóla Jónsdóttir, dósent við Háskóla Ís- lands. Verkefnið er styrkt af Rannís og Norrænu orkurannsóknaráætl- uninni. Það tengist enn fremur norrænu verkefni sem styrkt er af Norræna iðnaðarsjóðnum, Orkuveitu Reykja- víkur og Hitaveitu Suðurnesja. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Fyrirlestur um rafefnafræði- legar tæringarmælingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.