Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞORRI Íslendinga, sér í lagi yngri kynslóðir, þekkja skiljanlega lítið til sænsku listakonunnar Siri Derkert (1888-1973). Vafalítið hefur tímabilið í augum hinna síðarnefndu samasem merki við fornöld samkvæmt seinni tíma menntunargrunni. Sérstæð tækni hennar, hrá og ófegruð, með hugmyndina í forgrunni, þó atriði sem falla að ýmsum hliðum framúr- stefnu nú um stundir. Listakonan kom til hálfsmánaðar dvalar á Íslandi 1949, en fór ekki til síns heima fyrr en að átta mánuðum liðnum, reynslunni ríkari af þessu furðulega landi. Ferðaðist vítt og breitt og kynntist nokkrum Íslend- ingum, heimsótti meðal annars Hall- dór Laxness, en hún var mjög upp- numin af bókum hans og lá yfir þeim, einkum vegna hins sérstaka frásagn- armáta, vildi helst geta málað eins og hann skrifaði: „Einfalt að sjá við fyrstu sýn, en felur í sér hið stóra samhengi og er fagurt í bæði orðum og lýsingum.“ Siri kom víða við í myndlistinni á ferli sínum, en eitt fékkst hún ekki við sem var að myndlýsa bækur, en gerði þó eina undantekningu sem eru riss við sög- una, Ungfrúin góða og húsið, eftir Laxness. Má telja nokkurn viðburð að jafn þekkt listakona í útlandinu skyldi myndlýsa sögu eftir Laxness, en þó liðu einhverra hluta vegna hátt í fjórir áratugir áður en myndirnar komu fyrir augu Íslendinga, en það gerðist í Norræna húsinu vorið 1989, og nú hafa þær ratað þangað aftur. Þegar þessi myndriss Siri Derkert eru skoðuð, þau vegin og metin, megum við ekki líta framhjá því að hún var af sömu kynslóð og braut- ryðjendur okkar í sígildum módern- isma, Ásgrímur, Kjarval og Jón Stef- ánsson, en var þó lengstum mun róttækari í vinnubrögðum sínum, mannlífið í næsta nágrenni meira í forgrunni, þótt einnig leitaði hún til landslagsins. Eftir nám við Listhá- skólann í Stokkhólmi hélt hún til Parísar 1913, þar sem fyrir voru vin- konur hennar Ninnan Santesson sem var í læri hjá myndhöggvaran- um Bourdelle og Lisa Bergstrand, seinna þekktari sem rithöfundur undir nafninu Elisabeth Bergstrand Poulsen. Auðvitað var þetta á Montparnasse á þeim árum sem ver- öldin var ung, heimurinn stór og túr- hestamergðin víðs fjarri. Siri lenti þar beint í flasið á kúbismanum sem þá var ásamt fútúrismanum brenn- heit núlist í listaborginni. Er tímar liðu varð hún mjög náin finnska mál- aranum Valle Rosenberg sem var í kafi í þeim stílbrögðum og hann tók að þræða með henni söfn og sýning- ar. Mikill samgangur var á milli nor- rænna listamanna í París, ekki síður en á tíma Jóns Stefánssonar fáeinum árum áður (1908-10), en allt í allt munu um 30.000 listamenn af ótal þjóðernum hafa lifað og starfað í borginni á þeim árum. París var þá hinn eini og sanni suðupottur núlista og strax á haustsýningunni 1913 gafst Siri tækifæri til að kynnast öll- um hliðum ferskra viðhorfa og helstu bógunum. Rússunum líka, en þeir voru þegar farnir að vekja athygli; Chagall, Larionov og Gontscharowa, að auki var frumstæð list frá Marr- okkó og Litluasíu inni í myndinni. Hið fjarlæga og framandi, eksotíska, var það heitasta og stöllurnar drifu sig til Alsír 1914, sem þá var algör opinberun fyrir norðurálfubúa. Er þær sneru aftur til Parísar hálfum öðrum mánuði seinna, eftir dýrmæt- ar og yfirþyrmandi lifanir suðurfrá, var ekki laust við að þeim fyndist í fyrstu sem siðmenningin hefði glatað sitthverju af ljóma sínum. En það gleymdist fljótlega í hringiðu listar- innar í París og endurfundina við fé- lagana á Rotonde, Dome og Select. Dvölin í París og ferðin til Alsír voru stefnumarkandi fyrir listsköp- un Siri allt lífið, hún sóttist eftir hrárri nálguninni og félagsskap við fólk, eitthvað sem bar í sér ferskt og óspillt blóðrennsli. Það er út og í gegn megininntakið í list hennar og kemur berlega fram í hrifmestu riss- unum við sögu Laxness af Ungfrúnni góðu. Einföldun og niðursneiðing forma í anda kúbismanns reyndust einungis þreifingar á leið hennar til upplifaðri vinnubragða og meiri fyr- irferðar. Hins tjáríka, sársaukafulla, hástemmda, lifana verundarinnar einhverstaðar á milli hins spurula upphafna og sjúklega, en umfram allt með þanþol lífsneistans í lúkun- um. MYNDLIST Norræna húsið/ anddyri Opið á tímum Norræna hússins Til 11. ágúst. Aðgangur ókeypis. RISS VIÐ SÖGU LAXNESS: UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ SIRI DERKERT Mynd- lýsing Bragi Ásgeirsson „Þótt Rannveig hefði eina nótt í báti hallað sér uppað brjósti Jóns Guð- mundssonar stud. med. & chir. og sofnað þar í söltum andvara nætur- innar, þá var hjarta hennar ósnortið að morgni.“ Siri Derkert: Sjálfsmynd, riss, líklega frá árinu 1936. ÞÓRUNN Marinós- dóttir sópransöngkona og Kolbrún Sæmunds- dóttir píanóleikari halda einsöngstónleika í Tónleikasal Söng- skólans, Smára, Veg- húsastíg 7 í Reykjavík á morgun, miðvikudag, kl. 20. Þórunn þreytir nú í vor burtfararpróf frá Söngskólanum, og eru tónleikarnir liður í því. Aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni eru m.a. norrænir, fransk- ir og þýskir ljóða- söngvar, sönglög eftir Jón Ásgeirsson, aríur úr Grímu- dansleiknum eftir Verdi, Töfra- flautunni eftir Mozart og Ævintýr- um Hoffmans eftir Offenbach og verk fyrir sópran og flautu eftir Handel og Delibes. Þar leikur Dagný Marinósdóttir á flautu með Þórunni, en hún lauk einnig burt- fararprófi nú í vor, í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þórunn er fædd í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Verzlunar- skóla Íslands. Hún fluttist ung á Seltjarnarnes og hóf tónlistarnám sitt þar 5 ára gömul, lærði á fiðlu til 16 ára aldurs og lék í Strengjasveit Sel- tjarnarness. Hún hóf söngnám sitt hjá Helgu Rós Indriða- dóttur en innritaðist í Söngskólann í Reykja- vík 1997 og hefur numið þar síðan undir handleiðslu Dóru Reyndal og Kolbrúnar Sæmundsdóttur. Þór- unn söng í Kór Verzl- unarskólans og tók þar þátt í söngleikja- uppfærslum þar og hefur í vetur starfað með Nemendaóperu Söngskólans. Jafnframt námi sínu við skólann hefur hún sótt námskeið í söng- tækni og túlkun hjá Lorraine Nub- ar í Nice í Frakklandi og námskeið í óperuvinnu og túlkun hjá Mörthu Sharp, Dario Vagliengo og Dóru Reyndal í Svarfaðardal. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við kirkjuathafnir og ýmis önnur tæki- færi. Kolbrún Sæmundsdóttir píanó- leikari er kennari við Söngskólann í Reykjavík. Burtfararprófs- tónleikar frá Söngskólanum Þórunn Marinósdóttir Í SJÓMINJASAFNI Íslands, Vest- urgötu 8 í Hafnarfirði, stendur yfir sýning á verkum Jóns Gunn- arssonar. Viðfangsefnið er sjó- mennska og lífið við sjávarsíðuna. Sjómennskan er nærtækt viðfangs- efni fyrir Jón Gunnarsson, f. 1925, en hann kynntist snemma sjó- mannsstörfum af eigin raun. Sjór- inn og lífsbaráttan á hafinu við Ís- land hafa mótað listamannsferil hans þar sem myndir frá sjávarsíð- unni, brim og sæbarðar strendur, sjómenn, bátar og togarar á hafi úti hafa verið hans helsta myndefni og einkenni, samhliða sterkri til- finningu fyrir náttúru landsins. Jón Gunnarsson stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum 1947–49 undir handleiðslu þeirra Kurt Zier skólastjóra og Kjartans Guðjónssonar myndlistarmanns. Síðasta þrjá og hálfan áratug hef- ur Jón haldið yfir tuttugu einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga bæði hér heima og erlendis. Sýningin verður opin alla daga kl. 13–17 til 1. júlí. Jón Gunnarsson málar sjóinn og lífsbaráttuna á hafinu. Sjómenn, brim og sæbarðar strendur MARTIAL Nardeau flautuleikari efnir til tónleika í Salnum í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Efnisskrána tileinkar Martial starfi sínu sem flautukennari og tónlistarmaður í Kópavogi, en yfirskrift tónleikanna er „Martial Nardeau og flauturn- ar“. Til liðs við sig á tónleikunum, sem innihalda einleiksverk, dúetta og tríó, hefur Martial fengið Guð- rúnu Birgisdóttur flautuleikara og kennara við skólann og að auki Hildi Þórðardóttur og Rakel Jens- dóttur, en þær luku báðar loka- prófi í flautuleik undir handleiðslu Martials. Fyrst á efnisskrá tónleikanna eru Tríó eftir F.J. Haydn og Kvartett í E-dúr eftir F. Kuhlau. Fyrrnefnda verkið er umritað af tónskáldinu fyrir þrjár flautur. Tríóið er hugsanlega eitt af 100 tríóum fyrir bariton, víólu og selló sem tónskáldið samdi á árunum 1762 til 1775. Kvartett í E-dúr eftir F. Kuhlau var saminn árið 1829. Í dag er Kuhlau einkum þekktur fyrir tónlist sína fyrir píanó en einnig fyrir margskonar flaututón- list. Á efnisskrá eftir hlé eru verkin Rún, Við stokkinn og Afagull eftir Mist Þorkelsdóttur. Þá verða flutt tvö verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Níu samhverfðar rissur fyrir altflautu og dúóið Dropaspil. Verk- in Afagull og Dropaspil voru samin síðast liðinn vetur fyrir Martial og Guðrúnu og hafa aðeins verið leik- in einu sinni áður opinberlega. Tónleikarnir „Martial Nardeau og flauturnar“ eru hluti af tón- leikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs og eru jafnframt þeir síðustu í röðinni á þessu starfsári. Tónleikar tileinkaðir kennarastarfi Morgunblaðið/Sverrir Martial Nardeau hefur fengið þrjá flautuleikara til liðs við sig fyrir tónleika sem hann tileinkar tónlistarstarfi sínu í Kópavogi. Frá hægri: Martial, Guðrún Birgisdóttir, Hildur Þórðardóttir og Rakel Jensdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.