Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hreiðar Valtýs-son fæddist á Ak- ureyri 14. mars 1925. Hann varð bráð- kvaddur 25. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Valtýr Þorsteinsson útgerð- armaður frá Rauðu- vík í Árskógshreppi, f. 23. apríl 1900, og Dýrleif Ólafsdóttir húsfreyja frá Stein- koti í Árskógs- hreppi, f. 16. okt. 1899. Systir Hreið- ars var Valgerður Þóra Valtýs- dóttir, f. 15. nóv. 1934, d. 29. apríl 1960. Hún var gift Haraldi Val- steinssyni bankamanni, sonur þeirra er Heimir Valdimar Har- aldsson viðskiptafr. og lögg. end- urskoðandi, f. 1955. Hreiðar útskrifaðist frá Versl- unarskóla Íslands árið 1948 og hinn 25. desember sama ár kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Elsu Kristínu Jóns- dóttir, f. 10. nóv. 1928, frá Brim- nesi í Árskógshreppi. Hún er dóttir Jóns Kristjáns Níelssonar verslunarmanns frá Brimnesi og Petreu Jónsdóttir húsfreyju. Börn Hreiðars og Elsu eru: 1) Valtýr Þór, f. 10. jan. 1949, við- skipta- og rekstrarhagfræðingur. Hann starfar á Akureyri, kvænt- ur Katrínu Jónsdóttur, f. 1949, svæða- og viðbragðsfræðingi og eiga þau fjögur börn: A) Hreiðar Þór, fiskifræðingur, f. 1967, sam- býliskona Ásbjörg Benediktsdóttir, f. 1970. Þeirra synir eru Valtýr Steinar, f. 2000, og Baldvin Hrafn, f. 2002. Hreiðar á Halldísi Unu, f. 1993, frá fyrra sambandi og Ásbjörg á Björgvin, f. 1992. B) Áshildur Hlín, háskólanemi, f. 1979, C) Kristín Líf, f. 1985. D) Marín Björt, f. 1987. 2) Val- gerður Petra, f. 7. apríl 1961, leiðbein- andi á Seyðisfirði, gift Herði Eyj- ólfi Hilmarssyni vélvirkja, f. 1959, og eiga þau þrjú börn: A) Hafþór, f. 1985, B) Elsa, f. 1989, C) Hilmir, f. 1995. Hreiðar og Elsa bjuggu allan sinn búskap á Akureyri, en dvöldu að jafnaði sumarlangt á Raufarhöfn og seinna á Seyðis- firði til ársins 1988. Hreiðar starfaði að útgerð, síldarsöltun og fiskverkun, fyrst með föður sínum, en er hann féll frá 1970 stjórnaði Hreiðar rekstri skipa og landvinnslu frá Seyðisfirði og Ak- ureyri. Árið 1988 var landvinnsl- an á Seyðisfirði seld, en frá þeim tíma gerði hann áfram út síldar- og loðnuskipið Þórð Jónasson EA 350 fram á mitt síðasta ár. Hreið- ar sat í stjórn ýmissa félaga er tengdust útgerð og fiskvinnslu. Útför Hreiðars verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn, ég er sest við skrifborðið þitt og ætla að prófa að skrifa lítið bréf til þín. Þetta eru nú bara hugsanir sem ég ákvað að setja á blað. Ég veit ekki alveg hvar eða hvernig ég á að byrja þetta kveðju- bréf því þetta er fyrsta og síðasta bréfið sem ég mun skrifa þér. En fyrst og fremst langar mig að þakka þér fyrir allt, því þú hefur svo sannarlega stutt mig í gegnum lífið, pabbi minn. Frá því ég var lítil stelpa hef ég alltaf verið pabbastelpa, ekki svo að skilja að ég hafi ekki líka verið mömmustelpa en það var bara öðru- vísi. „Jæja, Peddý mín, hvað segirðu litla stelpan mín?“ varstu vanur að segja þegar þú vildir að við spjöll- uðum almennilega saman. Og seinni ár var ég vön að segja: „Pabbi, ég er nú ekki lengur litla stelpan.“ Þá sagðir þú: „Jú, í mínum huga ert þú og verður alltaf litla stelpan mín.“ Hér koma örfáar minningar tengdar börnunum mínum því að börnin mín hafa alltaf og munu ætíð bera mikla virðingu fyrir þér því þú varst þeim svo sannarlega góður afi, sérstaklega held ég að Hafþór eigi eftir að sakna þín sárt því hann hafði það fyrir reglu að byrja á því að hringja í þig þegar hann hafði góðar fréttir að færa. Dóttur minni henni Elsu hefur alltaf þótt gott að kúra hjá afa og ömmu en gallinn við að hafa hana uppi í rúmi er sá að henni lætur illa að liggja kyrr og ég man að þú hafðir einu sinni á orði: „Eins og það er nú gott að sofa hjá einni Elsu þá er það hræðilegt að sofa hjá tveimur Elsum.“ Þegar Hilmir litli kom í heimsókn til ömmu og afa vildi hann alltaf horfa á Tomma og Jenna og þá helst með afa og þú horfðir aft- ur og aftur á sömu spóluna með hon- um og hlóst alltaf jafn mikið. Alltaf varst þú reiðubúinn að rétta okkur hjálparhönd þegar illa áraði og gjafmildur hefur þú alltaf verið við allt og alla. Þú varst okkur alltaf stoð og stytta, elsku pabbi minn, og ég veit að ég mun búa að því alla æv- ina að hafa átt þig að og notið leið- sagnar þinnar, því sanngjarnari, traustari og gjafmildari mann er erf- itt að finna. Laugardaginn 25. maí fékk ég þau skilaboð að hringja í bróður minn, eitthvað hafði komið fyrir hann pabba minn. Ég fékk strax sting fyr- ir brjóstið og hugsaði allt það versta, en ég verð að viðurkenna það að ég var engan veginn tilbúin fyrir þessar hræðilegu fréttir. „Pebba mín, pabbi þinn er dáinn.“ Þvílíkt sjokk, þvílík líðan sem helltist yfir mig. Mér fannst allt hrynja. En ég veit að lífið heldur áfram og ég verð að sætta mig við þennan mikla missi og vera sterk því ég veit að þú verður áfram hjá mér og mínum þótt ég sjái þig ekki meir. Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir Valgerður Petra Hreiðarsdóttir (Pebba). Elsku afi minn, ég vil helst segja þér að mér gekk vel á prófum nú. Ég veit að það var það sem þú vildir, að mér gengi vel í skólanum. Það sem ég minnist mest er þegar þú sagðir mér alltaf söguna um Búkollu, alltaf sömu söguna, mér þótti hún alltaf jafn skemmtileg. Og ég man þegar ég og bræður mínir horfðum á Tomma og Jenna og þú hlóst alltaf jafn mikið. Og þegar þú sagðir: Það er nú gott að sofa hjá einni Elsu en tveimur er hryllilegt. Ég man þegar þú og hún amma mín fóruð í Hag- kaup að kaupa föt á mig. Þú varst al- veg að leka niður af pirringi. En ég vil helst þakka þér allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum saman. Þín ástkæra dótturdóttir Elsa Harðardóttir. Ástkæri afi minn. Mig, barna- barnið þitt, langar að tjá mig með nokkrum orðum og þakka góða sam- fylgd og segja það sem þig langaði mest af öllu að heyra í sambandi við mig. Þig langaði mest að fá þær fréttir að mér gengi vel í skóla. Og ég tala þá ekki um í menntaskóla. Markmið mitt var að ná skólapróf- unum því ég vissi að það myndi gleðja þig einna mest í lífinu. Og þar sem ég hringdi í þig þann 23. maí fréttirðu það að ég hefði loksins náð öllum prófunum mínum. Þannig að ég veit og vona að við skiljumst að í miklum friði. Þinn ástkæri dóttursonur Hafþór Harðarson. Ég hef verið stóran hluta ævi minnar kringum ömmur mínar og afa. Hingað til hefur mér fundist að þau yrðu alltaf til staðar, eina breyt- ingin á stórfjölskyldunni væri sú að ný börn bættust í hópinn. En eitt sinn verða allir menn að deyja og nú var röðin komin að honum Hreiðari afa mínum. Fyrstu minningar mínar um afa Hreiðar eru frá Norðursíld á Seyð- isfirði og Bjarmastíg á Akureyri. Það var gaman á báðum stöðum þótt tómstundirnar væru mismunandi. Í Bjarmastíg fékk grúskarinn í mér nóg að gera, því þar var fjöldinn all- ur af bókum og blöðum sem ég gat sökkt mér í. Á Seyðisfirði var hins- vegar það mikið að gera við leiki og störf að lítill tími var til lestrar. Í fyrstu var ég þar með foreldrum mínum, en frá um tíu ára aldri sáu amma Elsa og afi Hreiðar ein um mig á sumrin. Við vorum nokkrir jafnaldrar á verbúðunum í algjörri strákaparadís. Þarna voru mörg hús með alls kyns leyniklefum þar sem við gátum pukrað, nóg var af fiski að veiða við bryggjuna, fullt af skemmtilegu fólki að vinna hjá afa og stutt í náttúruna. Við félagarnir vorum uppátækjasamir og fórum stundum yfir strikið. Þá skammaði afi okkur, en aldrei að ósekju. Síðar minnkaði tíminn sem fór í leiki og meiri tími fór í vinnu. Þá fór ég að taka eftir stjórnunaraðferðum afa. Þótt mikið af vinnu hans færi fram á skrifstofunni var hann oft á ferð niðri í frystihúsi. Hann var óhræddur við að óhreinka hendurn- ar, þótt ég muni í raun aldrei eftir öðru en hann hafi verið snyrtilega klæddur, yfirleitt í jakkafötum. Afi var sá maður sem ég tel að komist næst því að vera sannur séntilmaður. Hann var duglegur, heiðarlegur, ósérhlífinn, föðurlegur og ætíð sam- kvæmur sjálfum sér. Þegar ég var yngri fannst mér hann þó stundum svolítið íhaldssamur. Síðar gerði ég mér grein fyrir að þetta er ekki löst- ur, heldur hluti af því að vera sjálfum sér samkvæmur. Afi var þó nýjunga- gjarn að mörgu leyti, hann fékk sér t.d. farsíma löngu áður en þeir urðu almennir. Þó hló hann að þeirri hug- mynd minni að hann fengi sér tölvu, taldi þær ekki áreiðanleg tól. Mér fannst hann þó ekki taka fortölum mínum fjarri undir það síðasta en ekki vannst mér tími til að sannfæra hann endanlega. Ætli ég snúi mér ekki að því núna að sannfæra ömmu um að fá sér eina slíka. Segja má að Seyðisfjarðarárin hafi verið gullaldarárin mín með afa og ömmu. En alltaf voru tengslin sterk. Ég bjó í kjallaranum hjá þeim í nokkur ár eftir að ég stofnaði fjöl- skyldu. Þá fæddist fyrsta barnið mitt, Halldís, og var hún jafnframt fyrsta barnabarnabarn ömmu og afa. Þá var gott að eiga þau að á hæð- inni fyrir ofan til að líta eftir barninu. Virðulegi forstjórinn virtist alltaf hafa gaman af að hjálpa ömmu við barnagæsluna. Ég minnist einnig með söknuði sjómannadaganna í Bjarmastíg, því þá bauð afi jöxlunum á Þórði Jónassyni heim en margir hverjir voru búnir að vera hjá honum í áratugi. Ég fékk snemma mjög jákvæða mynd af sjávarútvegi vegna veru minnar í kringum fyrirtækið hans afa og á Seyðisfirði mátti oft finna ýmsar forvitnilegar sjávarlífverur til að skoða. Þetta lagði grunninn að starfi mínu sem fiskifræðingur. Við afi ræddum oft um sjávarútvegsmál á seinni árum. Þótt hann væri gamall í hettunni leitaði hann oft álits míns á ýmsu varðandi lífríki sjávar sem hann virtist telja mig hafa meira vit á en hann. Ekki veit ég hvort svo var í raun og veru en hann virti alltaf skoðanir mínar, þótt við værum kannski ekki alltaf sammála. Einhvern tímann tekur allt enda, afi minn, nú kveð ég þig með sökn- uði. Minnumst þess þó að í raun felst eilíft líf í börnum okkar. Engin vafi er á því að minning þín lifir áfram því þú hefur afrekað svo margt en hluti af þér lifir einnig áfram í öllum af- komendunum. Hreiðar Þór Valtýsson. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar jörðin. Svo orti skáldið Tómas Guð- mundsson og eru orð að sönnu. Á stundum eru örlögin svo grá- lynd að manni verður orðs vant. Það sem virtist svo augljóst og sjálfsagt að varla tæki umræðu er snögglega farið á annan og verri veg en nokkur gat gert sér í hugarlund. Þannig varð okkur við s.l. kosningadag er við hjónin fréttum snöggt og ótíma- bært lát Hreiðars Valtýssonar. Hann spjallaði við okkur í síma kvöldið áður, eins og reyndar svo oft. Var glaður og gamansamur og sagði m.a. að á morgun, kosningadaginn, ætluðu þau hjónin að kjósa en halda síðan rakleiðis austur í sumarbústað þeirra í Aðaldal og vera þar fram yfir helgina. Hann var frískur og glaður eins og ávallt og hlakkaði til. Þessi ferð var farin en hún endaði annan veg en til var stofnað. Það er alltaf jafn sárt að sjá á bak vinum sínum, ekki hvað síst þegar þeir eru heilir heilsu og í fullu fjöri. Hreiðar Valtýsson var einn þeirra sem ávallt var gleðigjafi, hress og léttur í lund með gamanyrði á vörum. Hann fæddist á Akureyri 14. mars 1925, sonur Valtýs Þorsteins- sonar útgerðarmanns og Dýrleifar Ólafsdóttur. Dýrleif og Valtýr eign- uðust síðar stúlku, Valgerði Þóru. Á þessum árum var líf fátæks ungs fólks erfitt í höfuðstað Norðurlands og Valtýr og Dýrleif brugðu á það ráð vorið 1928 að flytja út með Eyja- firði að Rauðuvík þar sem bæði var haft til sjós og lands eins og sagt var. Þarna bjó svo fjölskyldan næstu árin og með ótrúlegum dugnaði og hag- sýni jukust efnin. Hreiðar var ungur að árum þegar hann tók að leggja föður sínum lið við báta- og skipa- smíðar. Ekki efar sá sem þetta ritar að sú vinna hafi orðið honum góður skóli því Hreiðar var afbragðs smið- ur, laginn og útsjónarsamur. Eftir próf frá Verslunarskóla Ís- lands hélt Hreiðar aftur á heima- slóðir og nú hafði fjölskyldan flutt til Akureyrar. Umsvif Valtýs Þor- steinssonar höfðu aukist verulega og það var sjálfgefið að Hreiðar tæki þátt í þeirri starfsemi. Það gerði hann svo sannarlega, bæði á sjó og landi. Fyrirtækin, Útgerð Valtýs Þorsteinssonar og síðar Norðursíld, voru með stöðvar á Hjalteyri, Rauf- arhöfn og Seyðisfirði auk Akureyrar sem var miðstöð starfseminnar. Þeir feðgar Valtýr og Hreiðar voru um- svifamiklir í útgerð og vinnslu, síldarsöltun og einnig frystingu, eftir að fyrirtækið reisti frystihús á Seyðisfirði. Þar dvaldi Hreiðar Valtýsson með fjölskyldu sína mik- inn hluta ársins um langt árabil. Stjórnaði uppbyggingu, veiðum og vinnslu. Síldin kom og síldin fór. Eftir mikla síldargengd við Austurland flutti síldin sig um set og var um tíma aðeins veiðanleg norður í Íshafi. Mikla athygli vakti framtak þeirra feðga er þeir tóku flutningskip á leigu, breytti því í fljótandi síldar- stöð og söltuðu nýveidda síld á mið- unun. Eftir fráfall Valtýs Þorsteins- sonar tók Hreiðar við rekstri fyrirtækisins. Hann var farsæll stjórnandi og sagði sjálfur að vel- gengni ætti hann góðu starfsfólki að þakka. Hann minntist oft á Hörð Björnsson skipstjóra í því sambandi. Hörður var í mörg ár skipstjóri á Þórði Jónassyni. Hann var áður skipstjóri á öðru skipi útgerðarinn- ar, Ólafi Magnússyni. Hreiðar var gæfumaður í einkalífi. Hann kvæntist unnustu sinni, Elsu Jónsdóttur, á jóladag 1948. Þau voru grannar á Árskógsströnd og þekkt- ust frá æskudögum. Þau voru ein- staklega samhent og samtaka og gagnkvæm ást þeirra og virðing var auðsæ. Þetta var tvöfalt brúðkaup. Hin brúðhjónin voru Kristín Jóhanns- dóttir og Jón M. Jónsson en hann var bróðir Elsu. Hreiðar og Elsa eignuðust tvö börn, Valtý Þór og Valgerði Petru, sem bæði eru gift og eiga börn. Það var einmitt gegnum fjöl- skyldubönd sem ég kynntist þessu góða fólki en María kona mín og Elsa eru systur. Er ekki að orðlengja að mikill vinskapur var og er með þess- um tveim fjölskyldum alla tíð. Fyrir einstaka heppni eignuðumst við hjónin fyrir nokkrum árum land austur á Fljótsdalshéraði og höfum verið þaulsætin á Austurlandi síðan. Stuttu síðar keyptu Elsa og Hreiðar land í næsta nágrenni og byggðu hús. Síðan þá hefir verið tvöföld ánægja að fara austur, til þess að njóta fegurðar Héraðsins og sam- vista við fólkið okkar. Vægt er til orða tekið þegar sagt er að við söknum Hreiðars Valtýs- sonar. Mestur er þó missir Elsu og barnanna. Þjóðskáldið okkar Jónas Hall- grímsson segir í kvæðinu Ferðalok: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast, fær aldregi eilífð aðskilið. Mikill öðlingur er nú horfinn yfir móðuna miklu. Hreiðars Valtýsson- ar verður minnst sem farsæls fram- kvæmdamanns og þess manns sem var bæði veitull og góðgjarn. Hann var maður sem vildi allra vanda leysa og kom hvarvetna fram til góðs. Við Mæzý biðjum góðan Guð að vernda og styrkja Elsu og eftirlif- andi ættingja. Sveinn Sæmundsson. Í dag er kvaddur kær vinur, mág- ur og svili. Kallið kom óvænt og snöggt. Þess vegna er áfallið þyngra. Glaður og reifur fór hann að heiman á fögrum sumardegi, búinn að kjósa, sáttur við Guð og menn. Leiðin lá austur í Aðaldal í sumarbústað þeirra Diddu, þangað komst hann ekki heldur fór í aðra og lengri ferð. Ótal minningar koma upp í hug- ann, svo samofinn lífi mínu og fjöl- skyldunnar allrar var hann. Traust- ur, öruggur og alltaf til staðar jafnt í gleði sem sorg. Hann var minn fyrsti vinnuveitandi þegar ég saltaði á Kveldúlfsplaninu á Hjalteyri, næst var ég barnapía þegar ég passaði dóttur hans, prinsessuna hana Pebbu, og var í vist hjá þeim Diddu. Símtölin verða víst ekki fleiri, þar sem umræðan var um allt milli him- ins og jarðar og oftar en ekki bar veðrið á góma. Yfirleitt hafði hann vinninginn hvað hitastig og sólskins- stundir varðaði. Að öðrum kosti batt hann enda á umræðuna sem skjót- ast, því veðrið var ávallt betra fyrir norðan. Góðar og glaðar stundir á sólarströnd, í borgarferð, í bústöðum þeirra og síðast en ekki síst heima á Akureyri þar sem heimili þeirra stóð alla tíð opið og allir voru þangað vel- komnir. Ánægðastur var hann í hlut- verki veitanda, að gleðja aðra og njóta með öðrum, ekki sitja einn að sínu. Þeim fækkar óðum sem þessir kostir prýða og orðið sem lýsir hon- um best er öðlingur. Ætíð mun ég minnast Hreiðars er ég heyri góðs manns getið. Missirinn er mikill, mestur þó hjá systur minni sem sér á eftir sínum besta vini eftir rúmlega fimmtíu ára samleið, börnum, tengdabörnum og fjölskyldunni allri. Guð veri með þeim. Helga og Ingi. Hreiðar var alla sína starfsævi tengdur útgerð og atvinnulífi, en fað- ir hans, Valtýr Þorsteinsson, hóf bú- skap á Rauðavík við Árskógsströnd 1928, annaðist bátasmíðar og hóf þar eigin bátaútgerð og síðar síldarsölt- un. Hreiðar tók snemma þátt í rekstrinum sem fór ört vaxandi eins og greint er frá í stuttri síldarfrétt í Akureyrarblaðinu Degi hinn 4. júlí 1956: „Fyrsta síldin, sem berst á land við Eyjafjörð, var söltuð á Hjalteyri sl. föstudag. Akraborgin lagði þar upp 800 mál og tunnur. Feðgarnir Valtýr Þorsteinsson og Hreiðar Valtýsson sonur hans, sem nú eru mestu útgerðarmenn á Norð- urlandi, hafa þarna söltunarstöð …“ Mikill uppgangur var í fyrirtæk- inu á þessum árum, mörg skip í rekstri og síldarsöltun sem fór vax- andi. Með tilkomu síldveiðiskipanna Ólafs Magnússonar EA 250 og Þórð- ar Jónassonar EA 350 sem smíðuð voru í Noregi og komu til landsins 1960 og 1964 varð mikil breyting á rekstri fyrirtækisins samhliða upp- byggingu síldarsöltunarstöðva Norðursíldar á Raufarhöfn og Seyð- isfirði, en auk þess fór um tíma fram HREIÐAR VALTÝSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.