Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svanur Jónssonfæddist í Árbæ í Holtum 15. júlí 1918. Hann lést 26. maí síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Jónssonar (f. 28. ágúst 1879, d. 4. nóv. 1933) frá Litlu- Tungu og Guðlaugar Ólafsdóttur (f. 2. júní 1878, d. 17. des. 1957) frá Efri-Sum- arliðabæ, er gerðust ábúendur í Árbæ ár- ið 1904. Þau eignuð- ust níu börn; Hrefnu, f. 5. sept. 1905, d. 11. apríl 1991; Jón, f. 11. nóv. 1907, d. 19. des. 1910; óskírður, f. 18. jan. 1909, d. 24. jan. 1909; Ólafur, f. 4. maí 1910, d. 3. nóv. 1968; Eva, f. 15. des. 1911, d. 13. des. 1992; Nanna, f. 10. okt. 1913, d. 18. mars 1979; Nói, f. 9. jan. 1915, d. 9. mars 1956; Ágústa, f. 11. júlí 1916, d. 10. júlí 1948, og apríl 1954. Barnabarnabörn Svans eru fimm. Svanur fór mjög snemma á ver- tíð. Hann fluttist til Reykjavíkur 1937. Eftir að Svanur fluttist til Reykjavíkur stundaði hann ýmsa vinnu jafnhliða utanskólanámi í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann varð stúdent 17. júní 1945 og stundaði nám í verkfræði við Há- skóla Íslands. Hann hugðist fara í áframhaldandi nám til Þýskalands, en varð frá að hverfa vegna ótryggs ástands eftirstríðsáranna. Á þessum árum vann hann ýmis störf, s.s. við húsbyggingar og byggði meðal annars Langholts- veg 187, sem var heimili hans alla tíð. Hann starfaði einnig við pípu- lagnir og fór í Iðnskólann í Reykja- vík. Alltaf var hann samt viðloð- andi sjóinn og keypti fimm tonna trillu, Birgi RE 323. Hann reri á sumrin, en vann annars við pípu- lagnir. Keypti síðar stærri bát og fór þá alfarið að stunda sjóinn. Hann var kominn yfir sjötugt er hann keypti þriðja bátinn, sem hann reri á til dauðadags. Útför Svans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Svanur, f. 15. júlí 1918, d. 26. maí 2002. Svanur hóf búskap árið 1950 með Fríðu (Málfríði Guðrúnu) Magnúsdóttur (f. 17. júní 1912, d. 29. júní 1986.) Fríða átti fyrir Kristínu Maríu Níels- dóttur, f. 15. júní 1943, maki Hörður Bjarna- son. Börn þeirra: Haukur, Hjördís, Hörður. Níels Birgir Svansson, f. 25. nóv. 1950, maki Hugrún Hraunfjörð Hugadótt- ir. Börn þeirra: Birgir Elfar, Andri Geir, Davíð Svanur, Eiríkur Níels. Ágústa Valdís Svansdóttir, f. 31.7. 1952, börn af hjónabandi með Frank Chiodo, Michael Frank Chiodo, Karenína Kristín Chiodo, (þau skildu), maki Erlingur B. Thoroddsen, barn þeirra Rakel Fríða Thoroddsen. Hulda, f. 13. Það leitar margt á hugann, þegar ég rita þessar línur til að minnast Svans Jónssonar, tengdaföður míns. Margs er að minnast, en hæst í minningunni eru þó stundirnar, sem við áttum með honum á Langholts- veginum, þegar öll fjölskyldan var þar saman komin heima hjá honum. Þótt fjölskyldan væri orðin stór var ætíð nóg pláss þar sem hann var ná- lægt. Hann var einstaklega barngóð- ur maður og það fór ekki framhjá neinum hve hann ljómaði þegar ung- viði kom í heimsókn. Rakel Fríða, dóttir okkar, fór ekki varhluta af gæsku hans. Hún talaði ætíð um að fara í heimsókn til afa, en Svanur leit til með henni, þegar hún var yngri. Þau mynduðu mjög sterk tengsl og töluðu oft saman í síma. Hann var börnunum sínum ákaflega kær. Svanur var einstaklega þægilegur maður. Hann var lítillátur, nægju- samur, orðvar og traustur. Þótt hann hefði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum hafði hann fæst orð um þær, hann kaus heldur að hlusta á hvað aðrir höfðu að segja, en kom oft með vel ígrundaðar athugasemdir. Hann var bókhneigður og var vel að sér í flestum málum. Maður kom ekki að tómum kofunum hjá honum. Þegar ég lít til baka og reyni að muna hvernig Svanur kom mér fyrir sjónir er fundum okkar bar saman í fyrsta skipti fyrir einum áratug finnst mér eins og ég hafi þekkt hann alla tíð. Þá var hann hálfáttræður trillukarl, sem ók nær daglega á milli Reykjavíkur og Suðurnesja, fór í róður, landaði og ók á bílnum sínum heim til Reykjavíkur aftur eins og ekkert væri. Þetta var hans líf. Ég man sérstaklega eftir atviki, sem mér verður ætíð minnisstætt, en það var milli jóla og áramóta, árið sem hann varð áttræður. Hann hafði orð á því á jóladag, er við vorum í heim- sókn hjá honum, að hann ætlaði að fara á milli hátíðanna og færa bátinn, sem var í Grindavík, til Reykjavíkur, því það spáði svo vel. Ég hitti hann svo á gamlársdag og spurði hvernig hefði gengið að færa bátinn. „Hann er í Grindavík ennþá,“ svaraði hann og brosti, „við vorum lagðir af stað og renndum aðeins fyrir ufsa. Það var mjög gott. Ætli við kíkjum ekki á hann aftur eftir áramótin.“ Einn kunningi minn í Grindavík, sem vinnur við að þjónusta báta og þekkti Svan, sagði mér að undanfar- in vor hefði Svanur verið farinn að hringja í sig um páska til að fá fréttir af aflabrögðum trillukarla. Hann vildi fá að vita hvar þeir væru að skaka og hvernig þeir öfluðu. Þegar hann taldi fiskinn vera farinn að gefa sig að fullu hafði hann jafnan á orði að nú væri tími til að setja á flot. Yngri trillukarlar undruðust oft hvað Svanur fiskaði vel á stöðum sem þeir voru sjálfir búnir að berja án þess að verða varir. Oft vændu þeir hann um að vera göldróttan, þá brosti Svanur jafnan og kvað þá skorta þolinmæði. Hann þekkti mið- in og straumana og vissi hvar átti að renna út frá því. Svanur naut virðingar kollega sinna. Sín á milli nefndu þeir hann gjarnan „Senatorinn“ eða einfald- lega „1918“. Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta Svani Jónssyni virðingu mína. Erlingur B. Thoroddsen, Raufarhöfn. SVANUR JÓNSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur +     :          5> >A>   $)# B7  &8 (       *!           6      (  $!  !#'!'%! >( #2  ##$  . ;81 "))  .#) 5 "(# #")) '  $$""#  "  #")) #)(- ( >( #")) 128  #$ 0  01$ 0  0  01*      .  = ?->   , 1)6  &8 ( &      '! ! "         1!  !#'!'%! 81 ;* !"##$ #)8*81 ;##$ $ #&#)*            (         >> ' >>'* >A> D #"7  &8 ( &     '#! ! - ( '   ")) 8 )  #) ##$ 2* #"))  * #) ##$ 2 8 E   $ ( #) #"))   #  ;##$ ; 01$   ; 0 * ,         ;       ;              (  ?@>A* *5 - ; !0  #  0F #( #)) !#( ! (7 &        (       +#$ ) :     , 4  .  4            + #' #"))  . ' ##$ -    #")) 5 "! ,*' ##$ $0. 8#")) 0  01$ 0  0  01* +             (         > 2G 2H> '  ;2. #)1!  5 #)!  &8!  #( #)) !#(>$ 1I " (  &  < .     #! ! "  )   < .   0!  !#$!%%! ; '( # 081##$ 2&  ;.##$ #) -  9)#)#"))  %; ##$  081 #  #"))  081(!$; ##$ "281 #"))  281; ##$ -  9)'# 0 )#)8#"))   ; #"))  ; + 8##$  ; '( # ##$  ( ! #"))  0  01$ 0  0  01* =         ?' ? =% ?  2!  J  ; ; &) :   , 4    ! ! 28   <9)#")) 2$ K ! <9)##$ '(# 0 )' D <9)2  ! '&8;##$  '&8;##$ %$, &'&8;##$   #  !##$ ) ;%2$ K##$* Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.