Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 11 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Bjarna Ó. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Aalborg Portland Íslandi hf., vegna fréttar í Morgunblaðinu 1. júní sl. undir fyrirsögninni „Laust sement kostar 1.000 kr. danskar í Færeyj- um“. „Eins og fram kemur í yfirskrift greinar þá er haldið fram að laust sement kosti 1.000 danskar í Færeyj- um. Hér verður ekki gerð athuga- semd um þessa fullyrðingu enda má gróft sagt einu gilda hvað endurselj- endur á sementi í Færeyjum selja sementið á þar. Aalborg Portland A/S dreifir ekki sementi innan Færeyja og ræður því ekki endursöluverði í Færeyjum. Það skal engu að síður upplýst að þetta verð í Færeyjum er sennilega eitthvað ódýrara en það verð sem þurfti að greiða á Íslandi fyrir samkeppni á sementsmarkaði. Í umræddri grein Mbl. tel ég að verið sé að rugla saman epli og app- elsínu, þ.e. innflutningsverði annars vegar, sem er u.þ.b. 600 kr. danskar eins og áður hefur komið fram, og út- söluverði hins vegar, sem samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum Mbl. er 1.000 kr. danskar. Ekki veit ég hver tilgangur Mbl. er með þessum skrif- um. Ég tel að sá blaðamaður Morgun- blaðsins sem skrifaði grein um sam- keppni á sementsmarkaði s.l. fimmtu- dag hafi gert efninu nokkuð góð skil og að hér hafi ekkert nýtt komið fram sem upplýsi um háttsemi samkeppn- isaðila á sementsmarkaði. Að lokum ber að geta þess að Sam- keppnisstofnun hefur nýverið ákvarðað um verð og samkeppnis- hætti hvað varðar Aalborg Portland Íslandi hf. Samkeppnisstofnun taldi ekki ástæðu til að aðhafast. Á næst- unni mun verða ákvarðað um sam- keppnishætti Sementsverksmiðjunn- ar hf. Undirritaður mun bíða rólegur en samt með ákveðinni eftirvæntingu eftir þeirri ákvörðun samkeppnis- ráðs.“ Athugasemd frá Aal- borg Portland Íslandi hf. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað Halldór Pál Halldórsson í embætti skólameistara Menntaskól- ans að Laugarvatni til fimm ára frá 1. september 2002 að telja. Halldór hefur gegnt stöðu skóla- meistara Menntaskólans að Laug- arvatni síðastliðið skólaár í fjarveru Kristins Kristmundssonar skóla- meistara, sem hefur fengið lausn frá embætti að eigin ósk frá og með 1. september 2002. Ráðuneytinu barst ein umsókn um embættið sem send var skóla- nefnd Menntaskólans að Laugar- vatni til umsagnar. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til mennta- málaráðherra einhuga með því að Halldóri Páli Halldórssyni yrði veitt embættið. Halldór Páll skipaður skólameistari á Laugarvatni ÞYRLA varnarliðsins náði í hjart- veikan rússneskan sjómann um borð í togarann Nivenskoe á laugardag en togarinn var þá staddur á Reykja- neshrygg. Beiðni um aðstoð barst Landhelg- isgæslunni um klukkan 13 og var sjó- maðurinn kominn á Landspítala – háskskólasjúkrahús við Hringbraut um átta klukkustundum síðar. Stærri þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, hefur verið í viðhaldsskoð- un en búist er við að hún komist í gagnið í næstu viku. Hjartveikur Rússi á Reykja- neshrygg SIGRÍÐUR Jónsdóttir, varaforseti Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands, ÍSÍ, og Guðrún Sigurjóns- dóttir, formaður Samhjálpar kvenna, hafa fyrir hönd sinna sam- taka gert með sér samning sem kveður m.a. á um að ákveðinn hluti af söluverðmæti af bolum sem seld- ir verði í Kvennahlaupi ÍSÍ 16. júní nk. renni til Samhjálpar kvenna. Í samstarfssamningnum, sem und- irritaður var í gær, segir að ef seld- ir verða 12.000 Kvennahlaupsbolir eða fleiri renni 50 kr. af hverjum seldum bol til Samhjálpar kvenna. „Ef salan nær ekki þessu marki er fjárhagslegur stuðningur ekki mögulegur,“ segir í samstarfs- samningnum. Samhjálp kvenna er félagsskapur kvenna sem hafa fengið krabbamein í brjósti. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ, segir að markmið samningsins sé m.a. að vekja athygli kvenna á mikilvægi reglulegrar hreyfingar. „Með því að taka þátt í Kvenna- hlaupinu eru konur ekki bara að styrkja sjálfar sig heldur einnig að stuðla að því að styrkja aðrar konur sem hafa átt um sárt að binda vegna krabbameins.“ Undir þetta tekur Guðrún Sigurjónsdóttir, for- maður Samhjálpar kvenna. „Með þessu erum við að vekja athygli á forvörnum gegn brjóstakrabba- meini,“ segir hún og bendir á að rannsóknir hafi sýnt að hreyfing virðist vinna á móti krabbameini. Guðrún segir að um 1.600 konur séu á lífi á Íslandi í dag sem hafi greinst með brjóstakrabbamein, en um 160 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein hér á landi. Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 13. skipti hinn 16. júní nk. Gert er ráð fyrir að um 20.000 konur hvaðan- æva af landinu taki þátt í hlaupinu. Það mun fara fram á yfir hundrað stöðum á landinu, en einnig verður hlaupið á nokkrum stöðum erlend- is. Þátttökugjald er 800 kr. og er innifalið í því bolur og verðlauna- peningur. Heimasíða Kvenna- hlaupsins er sjova.is. Morgunblaðið/Golli Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna, og Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ. Minna á mikilvægi hreyfingar FJÁRLAGANEFND mun í næstu viku funda um málefni Sólheima í Grímsnesi, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Nefndin mun fara yfir skýrslur Ríkisendurskoð- unar vegna Sólheima og ræða við- brögð stjórnvalda við þeim vanda sem kominn er upp í rekstri stað- arins. Fundað um málefni Sólheima LÖGREGLUMENN frá Ísafirði og Bolungarvík, með fíkniefnahund sér til halds og trausts, fundu um 15 g af hassi, 18 g af amfetamíni og 2 g af kókaíni í bifreið sem þeir stöðvuðu á Hrafnseyrarheiði á föstudag. Þrír menn voru í bílnum og geng- ust þeir við að eiga fíkniefnin auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Ætluðu sjálfir að nota fíkniefnin RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eykur lítil- lega fylgi sitt, samkvæmt nýrri símakönnun Gallup, sem fram fór dagana 29. apríl til 29. maí sl. Alls sögðust 59% aðspurðra styðja rík- isstjórnina, samanborið við 57% í könnun Gallup í apríl. Í Þjóðarpúlsi Gallup segir að breytingar á fylgi flokkanna sem eru á Alþingi hafi verið litlar und- anfarna mánuði. Helstar eru þær að fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hefur dalað nokk- uð og virðist sem að Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hafi bætt sig að sama skapi, að mati Gallup. Samkvæmt könnuninni nú fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 42% fylgi, Framsóknarflokkurinn 17,3%, Samfylkingin 21,3%, Vinstri grænir 16,7% og Frjálslyndi flokk- urinn tæp 2%. Rúmlega 18% voru ekki viss um hvað þau myndu kjósa eða neituðu að gefa upp af- stöðu sína. Rúm 5% sögðust ætla að skila auðu eða ekki kjósa ef þingkosningar færu fram núna. Úrtakið í könnuninni var 2.293 manns á aldrinum 18 til 75 ára, valið af handahófi úr þjóðskrá, og var svarhlutfallið 70%. Vikmörk í könnuninni eru 1–3%. Aukin ánægja með Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen Gallup spurði einnig í símakönn- un úr sama úrtaki dagana 8. til 22. maí sl. um ánægju kjósenda með ráðherra Sjálfstæðisflokksins, en Gallup hefur fyrir sið að spyrja um álit á störfum allra ráðherra rík- isstjórnarinnar tvisvar á ári. Helstu niðurstöður að þessu sinni eru þær að ánægja kjósenda með störf Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra og Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra hefur aukist en minnkað hjá öðrum ráð- herrum flokksins. Mest er ánægjan með störf Geirs en 54% segjast vera ánægð með hann. Það er aukning um 1,4 prósentustig frá síðustu könnun í nóvember í fyrra þegar 52,7% sögðust ánægð með hans störf. Flokksmenn fjármálaráðherra hafa ekki verið ánægðari með hann síðan í júní árið 2000, eða 81% nú. Geir og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra eiga það sammerkt sam- kvæmt könnuninni að ánægja framsóknarmanna með þá hefur aldrei mælst jafn lítil, eða rúmlega 43% framsóknarmanna sem eru ánægðir með Davíð og rúm 45% með Geir. Alls sögðust 48% kjós- enda vera ánægðir með Davíð, samanborið við 51,6% í nóvember sl. Sjálfstæðismenn hafa hins veg- ar ekki verið jafn ánægðir með Davíð síðan í apríl árið 1999, en rösk 87% sögðust vera ánægð með formann sinn. Fylgismenn allra flokka eru ánægðari með störf sjávarútvegs- ráðherra en í nóvember sl. og mælast tæp 30% kjósenda ánægð með hann. Síðast sögðust 25,7% vera ánægð með Árna. Í könn- uninni sögðust tæp 40% ánægð með Tómas Inga Olrich mennta- málaráðherra, rúm 32% voru sátt við Sólveigu Pétursdóttur dóms- málaráðherra og tæp 19% með Sturlu Böðvarsson samgönguráð- herra. Síðast sögðust 34,6% vera ánægð með Sólveigu og 32% með Sturlu. Könnun Gallup á fylgi flokkanna Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina INGI Sigurðsson byggingatækni- fræðingur verður bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum á komandi kjörtíma- bili, en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Vest- mannaeyja. Í kosningunum 25. maí sl. fékk D- listi Sjálfstæðisflokks þrjá fulltrúa kjörna og B-listi Framsóknarflokks og óháðra einn fulltrúa en sjö eru í bæjarstjórn. Á sunnudag tókst sam- komulag á milli viðræðunefnda flokkanna um skiptingu fulltrúa, embætta og formennsku í stjórnir og nefndir á vegum bæjarstjórnar á næsta kjörtímabili. Andrés Sig- mundsson af B-lista verður formað- ur bæjarráðs fyrstu tvö árin en síð- an tekur fulltrúi af D-lista við seinni tvö árin. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa ekki ákveðið hver verður forseti bæjarstjórnar fyrstu tvö árin en gert er ráð fyrir að það verði Guðjón Hjörleifsson, fráfar- andi bæjarstjóri. Síðan tekur full- trúi B-lista við seinni tvö árin. Eftir er að ljúka gerð málefna- samnings en gert er ráð fyrir að því ljúki innan skamms og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa ekki komið upp nein ágreiningsefni við gerð hans. Þess má geta að Ingi Sigurðsson, verðandi bæjarstjóri, er kunnur knattspyrnumaður og leikur með liði ÍBV í Símadeildinni. Ingi Sig- urðsson verður bæjarstjóri Sjálfstæðismenn og Framsókn saman í Eyjum FYLGI Framsóknarflokksins hefur aukist verulega samkvæmt skoðana- könnun DV sem gerð var um helgina, en flokkurinn bætir við sig 4,3 prósentustigum frá því í könnun DV í mars síðastliðnum. Framsókn- arflokkurinn mælist með 26,5 pró- senta fylgi þegar er litið til þeirra sem afstöðu tóku og er það mesta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur mælst með hjá DV í 8 ár. 39,7 prósent sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 17,5 prósent Samfylkinguna, 12 prósent vinstri- græna og 4,5 prósent Frjálslynda flokkinn. Fylgi vinstrigrænna mæl- ist 3,3 prósentustigum minna en í mars, frjálslyndir bæta við sig fylgi, fylgi Sjálfstæðisflokksins er óbreytt og fylgi Samfylkingarinnar er einnig svipað og í síðustu könnun. Af öllu úrtakinu sögðust 17,8 pró- sent styðja Framsóknarflokkinn, 27,7 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 3,2 prósent Frjálslynda flokkinn, 12,2 prósent Samfylkinguna og 8,3 pró- sent vinstrigræna. Úrtakið var 600 manns. Skiptingin milli kynja og höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, var jöfn. Aukning á fylgi Framsóknarflokksins HESTAMAÐUR axlarbrotnaði á laugardagskvöld þegar hann féll af baki eftir að hestur hans fældist vegna flugelda sem skotið var upp í Lindahverfi í Kópavogi. Flugeldunum var skotið upp í óleyfi en aðeins má skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld og á þrettándanum, nema lögregla veiti leyfi fyrir öðru. Skömmu áður hafði annar hesta- maður slasast þegar hann datt af baki við hesthúsahverfið Heimsenda við Vatnsendahæð. Var hann meðvitund- arlaus þegar að var komið. Slösuðust við að detta af baki STUTT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.