Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 15 SJÓARINN síkáti var haldinn í Grindavík um helgina og náði há- marki á sjómannadaginn. Þessi sjómanna- og fjölskylduhátíð er orðinn fastur liður í lífi ansi margra og eru mörg dæmi þess að gamlir vinir, ættingjar og fleiri venji komu sína í bæinn á hátíðina. Nokkrir áhugasamir voru á tjaldstæði bæjarins, margir gistu í heimahúsum og nokkuð var um uppsett fellihýsi í heimkeyrslum Grindvíkinga þetta árið. Dag- skráin var fjölbreytt að venju en hún hófst með sundlaugarteiti fyrir unglingana í 8.–10. bekk á föstudagskvöldið. Böll voru öll kvöldin og Festi troðfullt á laug- ardagskvöldið á sjómannadags- ballinu. Á laugardeginum var fjölmenni í skemmtisiglingu á Geirfugli og þá tók við kappróður. Mjög marg- ar sveitir tóku þátt þetta árið og greinilegt að gamla góða stemmningin er að koma aftur. Margar landsveitir voru í bún- ingum en engin þó í jafn sér- kennilegum búningum og sveit Hafurbjarnar sem mætti á sund- bolum við góðar undirtektir áhorfenda. Margir tóku daginn snemma á sunnudaginn og skelltu sér í Grindavíkurhlaupið en þar var hægt að velja um 3,5 km, 5 km eða 10 km. „Já, þetta hlaup er búið að ná góðri fótfestu. Þetta er sjöunda árið og hlaupararnir koma víða að auk þess sem fjöldi þátttak- enda fer vaxandi. Við erum með fleiri aldursflokka en tíðkast í öðrum hlaupum og hlaupaleið- irnar eru skemmtilegar. Margir af þátttakendum sem koma lengra að eyða síðan deginum hér enda ekki ólíklegt að einhverjir þeirra vinni í útdrætti veitingar í boði veitingahúsanna í bænum,“ sagði Ágústa Gísladóttir, umsjón- armaður hlaupsins. Hátíðarhöld voru með hefð- bundnu sniði á sjómannadaginn sjálfan, meðal annars með því að aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Svo skemmtilega vildi til að í þetta sinn voru það hjón sem heiðruð voru sérstaklega, heið- urshjónin Jóhanna Pétursdóttir og Steinþór Þorvaldsson sem kynntust á sjó og unnu mikið saman á sjó. Í kjölfarið fylgdi sjó- mannadagsræða Túrillu hinnar færeysku við góðar undirtektir nærstaddra. Þá tóku við hefð- bundin skemmtiatriði á bryggju- svæðinu en auk þess var þar hægt að finna eitthvað fyrir alla allt frá Sprell-leiktækjum til hand- verkssýningar í íþróttahúsinu Hjónin Jóhanna Pétursdóttir og Steinþór Þorvaldsson voru heiðruð á sjómannadaginn. Sævar Gunnarsson óskar Steinþóri til hamingju. Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti er fastur liður í bæjarlífinu Hjón heiðruð á sjómannadaginn Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Áhöfn Geirfugls var fjölmenn í skemmtisiglingunni á laugardag. BORGARKVARTETTINN heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20. Félagarnir í Borgarkvartettinum hafa sungið víða undanfarin tvö ár og eru um þessar mundir í tónleikaferð um landið. Þeir komu meðal annars fram á árshátíð Starfsmannafélags Reykjanesbæjar á liðnum vetri. Borgarkvartettinn skipa Þorvaldur Halldórsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Ásgeir Páll Ágústsson og Atli Guð- laugsson. Efnisskráin er fjölbreytt og samanstendur af lögum úr söngleikj- um, dægurlögum og ýmsum klassísk- um smellum. Meðal annars syngur Þorvaldur Halldórsson Á sjó í nýrri útsetningu fyrir kvartett. Agnar Már Magnússon leikur undir á píanó og gestasöngvari á tónleikunum er Kristjana Helga Thorarensen. Borgar- kvartettinn með tónleika Njarðvík BROTIST var inn í sumarbústað á Vatnsleysuströnd í fyrrinótt. Fjölda verkfæra var stolið, samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Keflavík. Lögreglan hafði afskipti af þrem- ur ökumönnum sem óku yfir lög- leyfðum hámarkshraða á Garðvegi í fyrrakvöld. Sá sem hraðast fór mældist á 141 km hraða á klukku- stund en á þessum vegi er 90 kíló- metra hámarkshraði. Verkfærum stolið Vatnsleysuströnd/Garðvegur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.