Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 17 w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 15 Heilir sturtuklefar í horn Innifalið í verði: sturtubotn með vatnslás, blöndunartæki með sturtusetti Tilboðsverð kantaðir: 70x70 cm kr. 48.950,- stgr 80x80 cm kr. 50.250,- stgr Tilboðsverð rúnnaðir: 80x80 cm kr. 65.780,- stgr 90x90 cm kr. 67.450,- stgr Frístandandi sturtuklefar Öryggisgler • Með öllu Stærðir: 80x80 cm, 90x90 og 90x120 Verð frá: 59.900,- stgr Baðkars- sturtuhlífar úr öryggisgleri Verð frá: 14.900,- Handlaugar í borð Verð frá 8.950,- stgr Handlaugar á vegg Verð frá 3.950,- stgr Handlaugar á fæti Verð frá 9.450,- stgr WC með stút í vegg eða gólf Með setu festingum Tvöföld skolun Verð frá 17.250,- stgr Innbyggingar WC Verð sett með öllu kr. 43.800,- stgr Einnar handar blöndunartæki Handlaugar og eldhúsvaskar Verð frá: 6.900,- Eldhússtálvaskar í úrvali 3. til 15. júní (ath. takmarkað magn) sumartilboðDÚNDUR V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíða: www.i-t.is SJÓMANNADAGURINN var hald- inn hátíðlegur á hefðbundinn hátt á Skagaströnd þrátt fyrir að hitastigið væri ekki nema 4°C og rigningar- súld. Fólk lét það ekki á sig fá og mætti á hátíðarhöld dagsins eins og ávallt áður. Athygli vakti að þetta mun vera í fyrsta sinn síðan Skag- strendingur hf. var stofnaður 1968 að ekkert skip fyrirtækisins var í höfn á Skagaströnd á þessum sjó- mannadegi. Hátíðarhöldin hófust að venju með skrúðgöngu frá höfninni til kirkju þar sem messað var fyrir fullri kirkju klukkan ellefu. Að messu lok- inni var lagður blómsveigur að minn- isvarða um drukknaða sjómenn frá Skagaströnd. Eftir skemmtisiglingu upp úr hádeginu hófust skemmtiat- riði á Hafnarhússplani. Að venju hóst dagskráin með kappróðri en síðan sýndu félagar úr Slysavarna- félaginu Landsbjörgu björgun með fluglínutækjum þar sem menn voru dregnir milli bryggja í höfninni. Á planinu fóru síðan fram ýmsir leikir þar sem mesta athygli vakti reiptog milli togarasjómanna og kvenna úr heilsuræktarhópi vetrarins. Gerðu konurnar sér lítið fyrir og unnu tog- arajaxlana en þess verður þó að geta að þær voru lítillega fleiri en þeir. Dagskráin hélt síðan áfram fram eftir degi með kaffisölu í skólanum, kvikmyndasýningu og síðan var dansað fram á rauða nótt í félags- heimilinu Fellsborg. Morgunblaðið/ÓB Þrátt fyrir að hitastigið væri ekki nema 4 gráður létu menn sig hafa það að fara í koddaslag og lenda í ísköldum sjónum. Sjómannadagur í leiðinlegu veðri Skagaströnd TILLÖGUR Hafrannsóknastofnun- ar sem kynntar voru á laugardag skyggðu á gleði Hólmara á sjó- mannadag. Þar er lögð til mikil skerðing á hörpudiskskvóta í Breiðafirði næsta fiskveiðiár. Ef sjávarútvegsráðherra fer að tillög- um Hafrannsóknastofnunar skerðist kvótinn um 39% á milli ára og á síð- ustu þremur árum hefur hann minnkað um meira en helming. Fyr- ir Stykkishólm hefur þetta mikla þýðingu þar sem stærsti hluti skel- veiða er stundaður frá Stykkishólmi. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra er þetta grafalvarlegt mál fyrir staðinn, bæði fyrir fyrir- tæki og bæjarfélagið í heild, þar sem veiðar og vinnsla á skel eru svo þýð- ingarmikill þáttur í atvinnulífinu. Það stefnir í að aflinn á næsta fisk- veiðiári verði innan við helmingur þess sem var fyrir 3 árum. Þessi mikla skerðing hefur keðjuverkandi áhrif á sveitarfélagið. Óli Jón vill minna á að skip sem stunda skel- veiðar á Breiðafirði voru skert í þorskkvóta á sínum tíma, vegna þessarar auðlindar sem skel var, en nú hefur ástandið heldur betur breyst. Hann segist vona að fyrir- tæki, sem mest eigi undir í skelveið- um og vinnslu, standi þetta áfall af sér. Hann óskar eftir því að starfs- menn Hafrannsóknastofnunar komi vestur og skýri fyrir hagsmunaaðil- um hvað sé að gerast varðandi hörpudiskinn. Hann segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef til frek- ari skerðingar komi. Fyrir báta sem stunda skelveiðar hefur þetta þau áhrif að hér áður voru þeir á veiðum í sex mánuði á ári, en verði tillögurnar staðreynd stendur skelvertíðin ekki yfir nema þrjá mánuði. Skelkvóti skertur um 39% Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hætt er við að bátar sem gerðir eru út á hörpudisksveiðar verði mikið bundnir við bryggju á næsta fiskveiðiári. Stykkishólmur L-LISTI Félagshyggju við Fljótið og D-listi, framboð sjálfstæðismanna, hafa gert með sér meirihlutasam- komulag um samstarf í sveitarstjórn á Austur-Héraði kjörtímabilið 2002– 2006. Hefur meirihlutasamkomulag- ið verið lagt fyrir og staðfest af full- trúaráði og félagi framboðanna. Soffía Lárusdóttir, oddviti D- listans, verður forseti bæjarstjórnar en Skúli Björnsson, oddviti L-listans, formaður bæjarráðs. Birni Hafþóri Guðmundssyni var boðin staða bæjarstjóra en hann hef- ur af persónulegum ástæðum ákveðið að taka ekki stöðuna. Hefur því verið ákveðið að auglýsa stöðu bæjar- stjóra. L-listi og D-listi ná saman á Austur-Héraði Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.