Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ein tegund frétta sem kemur svo við kvikuna á mér að ég get orðið gráti næst við að heyra þær eða lesa. Þessar fréttir eru kannski í grundvallaratriðum ólíkar inn- byrðis en þó eiga þær það sameig- inlegt að þar koma börn við sögu sem hafa orðið fyrir áfalli eða þurft að sæta illri meðferð. Ég veit ekki hvers vegna mér þykir svona erfitt að takast á við þessar fréttir. Kannski er það vegna þess að ég get ekki varist þeirri hugsun að börnin hafi sjálf ekki gert neitt af sér hér í lífinu annað en að fæðast og að ógæfu þeirra megi í flestum tilfellum rekja til gjörða fullorðins fólks, fólks sem ætti að leggja sig í líma við að vernda þessi litlu líf og styrkja í stað þess að brjóta þau niður. Ég held að flestir séu mér sam- mála um þetta. Samt sem áður les maður á hverju degi um börn sem lifa við stöðugan stríðsótta, börn sem hafa misst foreldra sína vegna átaka eða slysa, börn sem hafa verið misnotuð, börn sem eru í ánauð vegna peningagræðgi ein- stakra manna, börn sem eru barin, svívírt og særð. Og með hverri slíkri fréttinni finn ég hvernig ákveðin löngun innra með mér verður æ djúp- stæðari: að pakka drengnum mín- um litla inn í bómull á meðan hann er að vaxa úr grasi og þannig vernda hann fyrir öllu því illa sem gæti orðið á vegi hans og skemmt lífsgleði hans og vilja. Ég hugsa að mörgum öðrum foreldrum sé svipað innanbrjósts. Samt vitum við öll að þetta er ekki hægt. Einhvern daginn á dreng- urinn minn eftir að reka sig á í líf- inu enda er það sjálfsagður og eðlilegur hluti af uppvextinum að læra að takast á við erfiðleika og vinna úr þeim. En þá er líka eins gott fyrir barnið að upplifa að það sé elskað skilyrðislaust og ekki síður að tekið sé á vandamálunum af sanngirni. Þetta ætti að vera sjálfsagt mál en er það ekki. Í síðustu viku mátti lesa um mann sem hafði misnotað mágkonu sína og dóttur þegar þær voru níu til tólf ára gamlar og voru brotin alvarleg og ítrekuð. Hann hlaut þriggja ára fangels- isdóm. Þrjú ár fyrir að eyðileggja tvær barnssálir, fyrir að ráðast að helgustu véum þeirra og vanvirða, fyrir að valda þeim sársauka og erfiðleikum um ókomna tíð. Þær voru heppnar. Stúlkan, sem var misnotuð í sex ár frá átta ára aldri af frænda sínum var ekki eins heppin. Þar gekk gerandinn frjáls út úr dómssalnum vegna tæknilegra mistaka við rannsókn málsins. Eftir sat stúlkan með þau skilaboð frá samfélaginu að þetta sem hann gerði henni hafi bara verið í lagi. Móðir hennar hefur lýst því hvernig dóttirin lifir í stöð- ugum ótta um að frændinn láti til skarar skríða á ný og hver láir henni það? Hann er jú þarna úti einhvers staðar, frjáls til að gera hvað sem honum dettur í hug. Því það er bara í lagi. En það er ekki í lagi. Rétt- arkerfið er heldur ekki í lagi að senda þessi skilaboð frá sér. Ítrek- að má lesa fréttir af sýknudómum yfir mönnum sem hafa fótum troð- ið líf lítilla barna með kynferð- islegu ofbeldi. Sönnunarbyrðin er svo sterk að það er nánast óger- legt að fá menn dæmda fyrir þessi brot. Í þeim tilfellum sem það þó tekst og dómarar fallast á sekt þeirra eru dómarnir svo vægir að bæði börnin og aðstandendur þeirra hljóta að spyrja sig hvort allar yfirheyrslurnar og erfiðið við kærur og málarekstur hafi verið þess virði. Skilaboð kerfisins eru kannski ekki að þetta hafi verið í lagi heldur miklu fremur að þetta hafi nú ekki verið svo slæmt. Skilaboðin til samfélagsins eru þau að það borgi sig ekki að kæra. Og hvað verður svo um þessi litlu börn? Rannsóknir hafa ítrek- að sýnt að þeir sem beita aðra kynferðislegu ofbeldi hafa í mörg- um tilfellum þurft að sæta slíku of- beldi sjálfir í æsku. Raunar er það svo að glæpamenn og ofbeldis- menn almennt eiga oftar en ekki að baki sögu um erfiðar aðstæður á uppvaxtarárum, sögu um áföll og illa meðferð. Einhverju sinni voru þessir menn lítil börn, litlar varnarlausar sálir sem kiknuðu undan því álagi sem lífið lagði á þær á mótunarárunum. Á sama tíma var fullorðna fólkið ekki vert þess trausts sem þessar sálir báru til þess. Það er kannski þetta sem veld- ur því að kökkur kemur í hálsinn við lestur slíkra frétta. Það er þessi tilfinning um óendanlegan vítahring þar sem illt sprettur af illu og óttinn við að einhvern tím- ann gæti mínu barni verið kippt inn í þennan hring. Þetta eru vissulega dapurlegar hugsanir og myrkar. En ljósið í myrkrinu er hins vegar það að þetta virkar á hinn veginn líka. Gott sprettur af góðu og þannig eru ástúð og sanngirni í æsku lík- legar til að geta af sér sanngjarna einstaklinga sem bera virðingu fyrir öðru fólki. Eitt mikilvægasta skilyrðið fyr- ir því að geta búið barni sínu slíkar aðstæður er að hafa tíma til þess. Í dag upplifa margir foreldrar hins vegar að þessi tími sé ekki til stað- ar vegna þess að samfélagið krefst stöðugt meira af þeim á öðrum sviðum. Ég er sannfærð um að ef við viljum öðlast betra samfélag þar sem minna er um glæpi og illvirki en er í dag þá verðum við að breyta áherslunum. Við þurfum að styðja foreldra í því að vera for- eldrar þannig að börn þeirra vaxi upp við það öryggi og þá ástúð sem er þeim jafnnauðsynlegt og maturinn sem við veitum þeim daglega. Sömuleiðis þurfum við að skapa réttarkerfi sem tryggir þessum sömu börnum réttláta og sanngjarna málsmeðferð sé á þeim brotið. Allt annað jafngildir því að refsa þessum börnum sem flest hafa lít- ið annað gert af sér en að vera til staðar eftir að hafa fæðst í þennan heim. Glæpurinn að fæðast „Einhverju sinni voru þessir menn lítil börn, litlar varnarlausar sálir sem kiknuðu undan því álagi sem lífið lagði á þær á mótunarárunum. Á sama tíma var fullorðna fólkið ekki vert þess trausts sem þessar sálir báru til þess.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is FÖSTUDAGINN 31. maí voru yfirlæknir og deildarstjóri ung- lingadeildar kölluð á fund af sviðsstjórum geðsviðs LSH þar sem tilkynnt var að þjón- ustusamningur Barna- og unglingageðdeildar Landspítala háskóla- sjúkrahúss (BUGL) við Barnaverndarstofu og SÁÁ myndi renna út á miðnætti því ekki hefði tekist að fram- lengja samninginn eins og vonir stóðu til. Á fundinn höfðu sviðs- stjórar með sér undir- rituð uppsagnarbréf lækningafor- stjóra og sviðsstjóra hjúkrunar og var verkefni fundarins að gera ráð- stafnir vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp var komin. Farið var yfir starfsmannalista BUGL þannig að strax væri hægt að undirbúa þá fækkun sem var nauðsynleg í þeirri stöðu sem var upp komin. Óhjá- kvæmilega þyrfti að hætta þeirri þjónustu sem tiltekin er í samningn- um frá og með miðnætti þegar samningurinn rynni út. Í framhaldi var fundur haldinn með starfsfólki BUGL og hin nýja staða kynnt og fjölmiðlar upplýstir enda varðar starfsemi einu barna- og unglinga- geðdeildar landsins marga, auk þess sem hún er fagleg undirstaða sem ýmsir þjónustuaðilar ríkis og sveitarfélaga reiða sig á en of langt mál er að fara nánar út í þá hlið málsins að sinni. Eftir að málið kom síðan til umfjöll- unar í fjölmiðlum um helgina gerist það að Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra lýsir því yfir að þjónusta BUGL verði ekki skert og að áfram verði unn- ið að nýjum samningi sem verði afturvirkur til 1. júní. Yfirlýsing ráðherra er afdráttar- laus og mikilvæg fyrir bæði almenning og samningsaðila. Nauðsynlegt er að gera grein fyr- ir aðdraganda þeirrar stöðu sem upp er komin. Þjónustusamningi þessum var komið á fyrir tveimur árum að frumkvæði og tilstuðlan Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu. Tilgangurinn var að auka og samhæfa þjónustu aðila samningsins við börn undir 18 ára sem glíma við geð- og hegð- unarraskanir, sérstaklega þau sem eiga einnig við vímuefnavanda að stríða. Staðreyndin er nefnilega sú að skörun þessara vandamála er oft til staðar hjá sama einstaklingi þannig að ekki er alltaf ljóst hvert forráðamenn ungmennisins eiga að leita eftir þjónustu. Samningur þessi gilti í 2 ár en honum var sagt upp af hálfu Barnaverndarstofu fyr- ir 3 mánuðum og rann út sl. föstu- dag eins og fram hefur komið. Áður en ástæður uppsagnar verða raktar er rétt að nefna hverju samning- urinn áorkaði. Stærsta atriðið er aukið öryggi þar sem þjónusta barnageðlæknis er tryggð, eftir þörfum, allan sólarhringinn gagn- vart unglingum sem koma til neyð- arvistunar á vegum sveitarfélaga að Stuðlum sem og á meðferðardeild Stuðla. Auk vaktþjónustunnar er regluleg þjónusta barnageðlæknis og hjúkrunarfræðings BUGL við Stuðla tryggð sem og þjónusta barnageðlæknis við unglingadeild Vogs. Þá var einnig veigamikið at- riði í samningnum að farið var út í breytingar á unglingadeild BUGL þar sem hluti af göngudeildarað- stöðu var tekinn undir starfsemi unglingadeildar og flytjanlegt bráðabirgðahús sett upp í staðinn sem göngudeildaraðstaða. Auk þess voru 2 herbergi unglingadeildar sérstaklega innréttuð til að auð- velda móttöku unglinga í illviðráð- anlegu ástandi vegna geðraskana sem geta verið af ýmsu tagi. Mönn- un deildarinnar var styrkt, reyndar að stærstum hluta með því að nú Þjónustusamn- ingur BUGL Ólafur Ó. Guðmundsson Sjúkrastofnanir Yfirlýsing ráðherra er afdráttarlaus, segir Ólafur Ó. Guðmunds- son, og mikilvæg fyrir bæði almenning og samningsaðila. ÓPÍUMFÍKN er einhver sú erfiðasta fíkn sem þekkt er og er það mál flestra að um krónískan og mjög erf- iðan sjúkdóm sé að ræða. Víða hefur við- haldsmeðferð verið beitt í nær fjóra áratugi og því talsverð reynsla til staðar. Því miður er það pólitísk ákvarðana- taka fremur en læknis- fræðileg sem ræður hvaða viðhaldsmeðferð- arúrræði er beitt og ekki fyrr en vandamálið er orðið nægilega stórt og truflandi fyrir sam- borgarana að gripið er til aðgerða. Nú í maí var ráðstefna í Ósló á veg- um EUROPAD (europian opiad addiction treatment association) sem ég sótti, en þar voru um 500 manns sem starfa að viðhaldsmeðferð og kynntu sínar rannsóknir. Neyslan er fjármögnuð í flestum tilfellum með afbrotum. Í Hollandi voru gerðir út- reikningar hvað viðhaldsmeðferð kostaði. Niðurstaðan var sú að fyrir hverja krónu sem fór í viðhaldsmeð- ferð skiluðu 3-4 krónur sér til baka eingöngu innan dómsmálakerfisins með minna álagi á löggæslu, dóms- kerfi og fangelsin. Þá er ekki með- talið allt það tilfinningalega tjón sem fólk verður fyrir þegar brotist er inn hjá því. Sjúklingar eru sjaldnast í vinnu heldur uppteknir af neyslunni og því að verða sér út um peninga til að fjármagna hana, tengsl við ætt- ingja verða erfið og fólk oft búið að afskrifa ættingja með tilheyrandi til- finningalegu tjóni, sem jafnvel getur lagt fullfrískt fólk í rúmið. Ópíumfíklar eru einnig mjög dýrir innan heilbrigðiskerfisins. Alls konar sýkingar á borð við lifrarbólgu B og C auk HIV sýkinga. Slæmt næringarástand stuðlar að verra heilsu- fari. Víða er því þannig háttað að þröskuldinum er haldið háum hjá þeim sem eru í við- haldsmeðferð. Oft er gert skriflegt sam- komulag við sjúkling- inn og meðferð hætt ef sjúklingur brýtur það. Þessu er öðruvísi farið hjá t.d. sykursjúkum. Ekki veit ég til að þeim sé vísað úr meðferð eða meinað um insúlin ef sykurgildið er hátt við eftirlit og í ljós kemur að sjúklingurinn hefur ekki farið eftir ströngustu fyrirmælum læknisins um mataræði, hreyfingu, eigið eftirlit með sykurmælingum, insúlíngjöfum og svo framvegis. Ég veit heldur ekki til þess að fólk sé að leyna því að það sé með sykursýki eða skammist sín eitthvað hræðilega fyrir það líkt og fíkniefnaneytendur gera margir hverjir, en það skapast vegna for- dóma sem höfum sjálfsagt fengið gegnum uppeldið. Í apríl birti SÁÁ tölur um ópíum- fíkla sem höfðu komið á Vog árið 2001, stöðug fjölgun hefur átt sér stað í þessum hópi fíkla og því tími til kominn að við förum að veita þessum sjúklingum meðferð sem byggist á reynslu, rannsóknum og án fordóma. Þrátt fyrir aukningu hérlendis eig- um við engan veginn í sama vanda og nágrannaþjóðir okkar. 108 einstak- lingar sem komu á Vog árið 2001 sprautuðu sig með ópíumefnum, en í Frakklandi eru 150.000 á viðhalds- meðferð eða 0,25% þjóðarinnar, en þar er meðferðin í höndum heilsu- gæslulækna. Sambærileg tala hér á landi væri því um 700. Hver ástæðan fyrir þessu er kann ég enga skýringu á. Landfræðileg lega, lítill markaður, íslenskir ópíumfíklar erlendis? Sterk fjölskyldubönd, íslensk áfengismeð- ferð? Allt í bland eða eitthvað allt annað, hver veit? Verið er að nota röng lyf ef læknar telja sig vera að lækna ópíumfíkn með stuttverkandi ópíum eins og morfíni eða contalgyni sem er morfin en í ákveðnum felu- búningi. Þann felubúning má þó fjar- lægja með því að leysa lyfið upp, en það er einmitt það sem fíklar gera og sprauta því svo í æð. Á meðan mannfólkið er jafn mis- jafnt og það er kemur engin ein stofn- un til með að geta nýst öllum og það er langur vegur frá að SÁÁ sé fyrir alla. Jafnvel þrátt fyrir góðan vilja til að brydda uppá nýjum meðferðarúr- ræðum eins og víkingameðferð, kvennameðferð, unglingameðferð, göngudeildarmeðferð, spilafíkla- meðferð o.s.frv. þá eru alltaf ein- hverjir sem ekki geta nýtt sér það sem í boði er. Sjúklingar sem ekki geta verið hjá okkur þurfa að eiga aðra möguleika á meðferð annars staðar. Við sem að þessu störfum get- um ekki tekið það nærri okkur að ein- hverir fáir geti ekki nýtt sér meðferð- ina heldur verðum við að hafa gaman af fjölbreytileika mannlífsins. Ég vil þó meina að SÁÁ sé þannig uppbyggt að það gagnist sem flestum og rekst- urinn er mjög markviss og ódýr sam- félaginu. Viðhaldsmeðferð höfum við stundað í talsverðum mæli undanfar- in 3 ár, en ekki eins og við myndum óska því til þess vantar okkur fé. Lyfjakostnaður fyrir hvern einstak- ling er 360.000 á ári, svipaður kostn- aður og þrjú innbrot í bíla og fíkillinn afrekar hæglega á einni nóttu. Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er sjálfsögð mannréttindi til að sjúk- lingar og aðstandendur þeirra geti öðlast betra líf og borgar sig þar að auki. Ópíumfíkn og viðhalds- meðferð Einar Rúnar Axelsson Vímuefni Viðhaldsmeðferð óp- íumfíkla, segir Einar Rúnar Axelsson, er sjálfsögð mannréttindi. Höfundur er læknir hjá SÁÁ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.