Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS fa s t la n d - 8 2 7 5 B A N G ! 100% VEIÐI STÓRAUKIÐ ÚRVAL Í STÆRRI OG ENDURBÆTTRI SKOTVEIÐIDEILD B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ALLIR VILJA KOMAST Í ÚRSLITALEIKINN / B12 Stjórn KSÍ hefur ákveðið að þessagreiðslu hljóti félög sem tóku þátt í Símadeild karla árið 2000 og hlýtur hvert þeirra rúmlega 1,6 millj. ísl. kr. Liðin eru: KR, Fylkir, Grindavík, ÍBV, ÍA, Keflavík, Breiðablik, Fram, Stjarnan og Leiftur. Knattspyrnu- samband Íslands fær um 18 milljónir í sinn hlut en fjögur félagslið fá að auki greiðslur frá UEFA vegna þátt- töku sinnar í keppni á þeirra vegum. KR fær 13,3 milljónir þar sem liðið tók þátt í forkeppni Meistaradeild- arinnar auk þess sem félagið fékk meistarabónus. Fylkir fær 9,3 millj. ísl. kr. vegna forkeppni og fyrstu umferðar Evr- ópukeppni félagsliða. ÍA lék í forkeppni Evrópukeppni félagsliða og fær 4,6 millj. ísl. kr., en Grindavík sem tók þátt í tveimur um- ferðum Getraunakeppni Evrópu [Intertoto keppninnar] fékk greidd- ar 6,23 millj. ísl. kr. í september 2001. Samtals eru þetta um 62 millj. ísl. kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg KR-ingar fengu afhentan Íslandsbikarinn í knattspyrnu kvenna á sunnudaginn eftir að síðasti leikur þeirra á Íslandsmótinu var að baki, stórsigur á Val, 9:0. Leikmenn liðsins skokkuðu að sjálf- sögðu sigurhring með verðlaunagripinn og var vel fagnað. Frá vinstri eru þær Hrefna Jóhann- esdóttir, Olga Færseth, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir fyrirliði og Ásthildur Helgadóttir. UEFA styrkir ís- lensk félagslið TÍU íslensk félagslið í knattspyrnu fá greiðslur frá Knattspyrnu- sambandi Evrópu, UEFA, í ár líkt og áður en um er að ræða hluta af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild Evrópu. Fénu skal varið til barna- og unglingastarfs hjá þessum félögum. ÁSMUNDUR Arnarsson, annar markahæsti leik- maður úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á síðasta tíma- bili, hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Völs- ungs á Húsavík. Ásmundur, sem er Húsvíkingur að upp- lagi og lék 16 ára með fé- laginu í efstu deild árið 1988, gekk til liðs við Völs- ung á miðju sumri, frá Fram, og skoraði 11 mörk í síðustu 10 leikjum liðsins. Völsungar, sem komu upp úr 3. deild, höfnuðu í 4. sæti 2. deildar og hafa nú sett stefnuna á 1. deild. Ásmund- ur þjálfar Völsung RÓBERT Gunnarsson og Þorvarð- ur Tjörvi Ólafsson byrjuðu vel með sínu nýja félagi í danska handbolt- anum í gærkvöld en þá var leikin fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni. Róbert skoraði 9 mörk og Þorvarð- ur Tjörvi 5 þegar lið þeirra, Århus, vann Tvis Holstebro á útivelli, 30:27. Góð byrjun í Danmörku FÉLAGASKIPTANEFND Hand- knattleikssambands Íslands úr- skurðaði í gærkvöld að HSÍ bæri að staðfesta félagaskipti Birkis Ívars Guðmundssonar landsliðsmark- varðar úr Stjörnunni yfir í Hauka. Birkir Ívar ákvað snemma í sumar að ganga til liðs við Haukana en Stjörnumenn neituðu að skrifa und- ir félagaskiptin nema gegn 1.400 þúsund króna greiðslu. Í samningi Birkis Ívars við Stjörnuna var ákvæði um að hann gæti farið frá félaginu fyrir 30. júní í sumar fyrir 400 þúsund krónur og þá upphæð voru Haukar tilbúnir til að greiða, og vísuðu málinu til nefndarinnar. Í framhaldi af þessari niðurstöðu má búast við því að Haukarnir vísi einnig máli Robertas Pauzuolis til sömu nefndar. Hann gekk til liðs við Hauka frá Selfyssingum í sumar en þeir síðarnefndu vilja fá fyrir hann mun hærri greiðslu en Hauk- ar eru tilbúnir til að borga. Haukar unnu mál Birkis Ívars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.