Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 B 9  PÓLVERJAR áttu í töluverðum erfiðleikum á útivelli gegn hálfat- vinnumönnunum frá San Marínó, en Pawel Kaczorowski og Mariusz Kukielka skoruðu mörk Pólverja á síðasta stundarfjóðungi leiksins. Liðin eru í fjórða riðli.  SVÍAR náðu ekki að leggja Letta að velli í Riga en fimm leikmenn vantaði í lið Svía frá því á HM og varð markalaust í viðureigninni. Sví- ar hafa ekki tapað leik í undan- keppni fyrir stórmót í 19 leikjum í röð. Marian Pahars, leikmaður Southampton, komst næst því að skora en hann skallaði knöttinn í þverslá. Ungverjar sátu yfir í fyrstu umferð fjórða riðils.  ARMENÍA og Úkraína skildu jöfn, 2:2, í höfuðborg Armeníu, Yer- evan, í sjötta riðli. Sergiy Serebr- ennikov og Gennadiy Zubov skor- uðu fyrir gestina í fyrri hálfleik. Heimamenn jöfnuðu á síðasta stundarfjórðungi leiksins með mörk- um frá Artur Petrosian og hann var síðar felldur í vítateig Úkraínu. Sarkisian skoraði úr vítaspyrnunni.  SPÁNVERJAR unnu Grikki örugglega í Aþenu, 2:0. Raúl Gonz- ález og Juan Valerón skoruðu mörkin. Norður-Írar sátu yfir í fyrstu umferð sjötta riðils.  TYRKIR unnu lið Slóvakíu, 3:0, í sjöunda riðli. Arif Erdem skoraði tvö mörk fyrir Tyrki og lagði upp eitt, sem Nihat Kahveci skoraði. Liechtenstein og Makedónía skildu jöfn, 1:1, í hinni viðureign riðilsins. Englendingar sátu yfir í fyrstu um- ferð.  VIÐUREIGN Króatíu og Eist- lands í áttunda riðli var markalaus. Belgar töpuðu hinsvegar mjög óvænt gegn Búlgaríu á heimavelli sínum í Brussel. Zoran Jankovic og Petrov skoruðu mörk gestanna gegn máttlitlu liði Belga. Andorra sat hjá að þessu sinni.  WALES gerði góða ferð til Hels- inki þar sem Finnar voru lagðir að velli, 2:0. John Hartson og Simon Davies skoruðu mörkin eftir und- irbúning Ryans Giggs.  ÍTALIR áttu í basli með lið Aserbaídsjan á útivelli í níunda riðli, í borginni Baku. Tarlan Akhmedov skoraði sjálfsmark fyrir heimaliðið en Alessandro Del Piero skoraði glæsilegt mark beint úr auka- spyrnu. Júgóslavar sátu yfir í fyrstu umferð.  RÚSSAR unnu Íra örugglega, 4:2, í Moskvu í tíunda riðli og það sama er að segja af viðureign Sviss gegn Georgíu, 4:1. Albanar sátu yfir. FÓLK RUDI Völler stillti upp átta leik- mönnum úr silfurliði Þjóðverja frá því á HM í sumar gegn Litháum í Kaunas á laugardaginn í undan- keppni EM, og gat landsliðsþjálfar- inn vel við unað er hann varð vitni að 2:0 sigri liðsins. Liðin eru í 5. riðli ásamt Íslendingum, Skotum og Færeyjum. Michael Ballack skoraði fyrsta mark leiksins en heimamenn fundu engar leiðir í gegnum vel skipulagt lið Þjóðverja. Varnarmaðurinn Stankevicius gerði síðar út um vonir Litháa er hann skallaði knöttinn klaufalega í eigið mark er hann reyndi að bægja fyrirgjöf frá Tor- stein Frings frá marki. Rudi Völler sagði eftir leikinn að hann hefði verið ánægðastur með hve ákveðnir leikmenn þýska liðsins voru. „Menn þöndu brjóstið eins og þeir gátu þegar þeir gengu inn á völl- inn. Þannig á það að vera, sjálfs- traustið var í lagi og góður leikur okkar á HM í sumar hefur haft mikil áhrif á hugarfar leikmanna. Við hefðum samt sem áður átt að skora fleiri mörk en stigin þrjú eru kær- komin,“ sagði Völler. Benjaminas Zelkevicius þjálfari Litháens sagði að lið sitt hefði ætlað sér eitt stig gegn sterku liði Þjóð- verja. „Við ætluðum að leika vörnina af krafti og treysta á skyndisóknir. Það gekk ekki eftir enda við erfiða andstæðinga að glíma,“ sagði Zelk- evicius. Stuðningsmenn Þjóðverja gerðu aðsúg að forseta þýska knattspyrnu- sambandsins, Gerhard Mayer-Vor- felder, eftir leikinn og köstuðu bjór- flösku, kveikjurum og smámynt að honum, auk þess sem þeir kölluðu hann „mafíuforingja“ og kröfðust þess að hann segði af sér. Vorfelder er umdeildur í heimalandi sínu þar sem hann hefur verið undir smásjá efnahagsbrotadeildar landsins í sambandi við rekstur ýmissa fyrir- tækja sem hann kemur að. Wiltord bjargaði Frökkum Sylvain Wiltord bjargaði andliti Evrópumeistaraliðs Frakka er hann skoraði sigurmark liðsins af um 25 metra færi á útivelli gegn landsliði Kýpur á Níkósíu, 2:1. Kýpurbúar komust yfir strax á 13. mínútu með marki frá Yiannis Okkas en hann vippaði knettinum snyrti- lega yfir Gregory Coupet, markvörð Frakka. Djibril Cisse jafnaði leikinn fyrir Frakka eftir sendingu frá Zin- edine Zidane. Þetta er fyrsti sigurleikur Frakka í sl. fimm leikjum og fyrsti sigur liðs- ins frá því að liðið féll úr keppni á HM í sumar. „Ég hafði meiri áhyggj- ur af því hvernig við lékum í upphafi leiks og það var það sem angraði mig allt þar til við jöfnuðum. Við vorum búnir að fara í gegnum þá hluti sem við ætluðum að leggja áherslu á en þegar í leikinn var komið gerðum við fátt rétt,“ sagði Jacques Santini, þjálfari Frakka. Þjóð- verjar sterkir Varnarmenn Skota slakir „ÉG var mjög undrandi á hversu slakir Skotarnir voru í fyrri hálfleik og þá einkum og sér í lagi varnarmenn þeirra. Við vorum aðeins með einn mann í fremstu víglínu og í bæði skipt- in sem ég skoraði hafði ég allan tíma í heimi til að leggja bolt- ann fyrir mig,“ sagði John Petersen, kennarinn í liði Fær- eyinga og vinsælasti knattspyrnumaður þjóðarinnar um þessar mundir, sem skoraði bæði mörk þeirra í jafnteflinu gegn Skotum í Tóftum, 2:2, á laugardaginn Petersen, sem lék með Leiftri á Ólafsfirði fyrir nokkrum árum, skoraði mörkin tvö á fyrstu 12 mínútum leiksins. „Ég átti ekki von á að það yrði svona létt að glíma við Skot- anna. Ég ætlaði vart að trúa því þegar við vorum komnir í 2:0 eftir tólf mínútur en ég vissi það líka að leikurinn væri ekki búinn. Ég fékk gott tækifæri á að koma okkur í 3:0 og ef það hefði tekist þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Petersen. HOLLENDINGAR hófu undankeppni EM með lát- um er þeir unnu Hvít- Rússa, 3:0, í Minsk og er augljóst að leikmenn liðsins ætla sér ekki að missa af lestinni á lokakeppnina í Portúgal árið 2004, en Hol- lendingar komust ekki í lokakeppni HM í sumar. Edgar Davids og Patrick Kluivert skoruðu með tveggja mínútna millibili er langt var liðið á fyrri hálf- leik. Jimmy Floyd Hassel- baink þurfti aðeins þrjár míntútur til þess að skora eftir að hann kom inná sem varamaður fyrir Ruud van Nistelrooy á 69. mínútu. Maxim Romashenko var vísað af leikvelli á 83. mín- útu eftir samskipti sín við Hasselbaink. Stórsigur í Minsk Mikil og hörð gangrýni hefur verið að undanförnu í Skotlandi á störf Berti Vogts sem hafði stýrt skoska landsliðinu í fimm leikjum án þess að sigra. Fyrirsagnir blaða þar í landi voru allar á einn veg og leitt að því líkum að nýr maður verði fenginn til starfsins á næstunni. „Neðar verður ekki komist,“ sagði í fyrirsögn Sunday Herald. Markaskorarinn Ferguson er einn þeirra sem gagnrýndi Vogts eftir leikinn og sagði m.a. að árangur yrði að nást í leikjum, en í Skotlandi er það mál manna að jafntefli gegn smáþjóð á borð við Færeyjar jaðri við smán. „Tíminn er að renna út. Við getum ekki ávallt sagt að Berti þurfi tíma, þetta var sjötti leikur okkar án sigurs. Við verðum að ná betri ár- angri og við vorum niðurlægðir í fyrri hálfleik af Færeyingum,“ sagði Ferguson. David Taylor formaður knatt- spyrnusambands Skotlands lýsti hinsvegar yfir fullum stuðningi við Vogts og segir hann réttan mann í starfið. „Við horfum til lengri tíma en áður og Vogts er að vinna í því að breyta innviðum skoskrar knatt- spyrnu,“ sagði Taylor en skoskir fjöl- miðlar benda hinsvegar á að slíkar stuðningsyfirlýsingar hafi oftar en ekki leitt af sér brottrekstur skömmu síðar. Skotar riðu ekki feitum hesti fráviðureign sinni gegn Færeying- um í 5. riðli undankeppni EM í knatt- spyrnu en liðin eru í riðli með Íslend- ingum, Þjóðverjum og Litháum. Færeyingar skoruðu tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi leiksins og var þar að verki John Petersen, en hann lék á sínum tíma með Leiftri frá Ólafsfirði. Skotar náðu að jafna leik- inn sem fram fór í Tóftum og skoraði Barry Ferguson jöfnunarmarkið. Paul Lambert skoraði það fyrra. Vogts var jarðbundinn eftir leik- inn og sagði hreinlega að skoska liðið væri ekki betra en liðið hefði sýnt í síðustu leikjum. Paul Lambert fyr- irliði Skota segir að leikmenn verði að taka á sig sökina og ekki sé hægt að skella skuldinni á þjálfarann. „Úrslitin í Færeyjum voru óviðun- andi. Með allri virðingu fyrir lands- liði Færeyja er ekki hægt að sætta sig við jafntefli á móti þeim. Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur af okkar hálfu og hver sem mótherjinn er gengur ekki að gefa tvö mörk í for- gjöf. Við náðum sem betur fer að bjarga okkur fyrir horn í síðari hálf- leik og með smáheppni hefðum við getað unnið leikinn. Ég er mjög leið- ur fyrir hönd þjálfarans og ég finn til með honum. Úrslitin hafa ekkert með hann að gera. Vogts hefur að mínu mati staðið sig vel en við leik- mennirnir verðum að líta í eigin barm. Í knattspyrnunni er skuldinni alltaf skellt á þjálfarann þegar illa gengur en við verðum að gefa Vogts tíma og standa þétt að baki honum. Það segir sig sjálft að við verðum að gera betur þegar við sækjum Íslend- inga heim í næsta mánuði. Það þýðir lítið að ætla sér að hefja leikinn þar í síðari hálfleik,“ sagði fyrirliðinn en Íslendingar og Skotar eigast við á Laugardalsvellinum hinn 12. októ- ber. AP Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, ræðir við einn leikmanna sinna, Steven Thompson, á meðan leikur Færeyinga og Skota stóð yfir á leikvellinum í Tóftum á laugardag. Vogts og samherjar sluppu fyrir horn, náðu að jafna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir snemma leiks. Skotar gagn- rýna störf Vogts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.