Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 B 5  ATLI Sveinn Þórarinsson, leik- maður Örgryte í Svíþjóð, lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Ungverja- landi á laugardaginn. Það var þó stutt gaman hjá Atla Sveini, sem var skipt inn á fyrir Ívar Ingimarsson þegar venjulegum leiktíma var lokið og spil- aði aðeins í 1 mín., og 50 sekúndur.  ATLI Sveinn varð þar með 41. leik- maðurinn sem fær tækifæri í sex landsleikjum Íslands á þessu ári.  BIRKIR Kristinsson lék sinn fyrsta landsleik á þessu ári og þann 72. frá upphafi. Hann er þar með orðinn jafn Ólafi Þórðarsyni í 4.–5. sæti yfir landsleikjahæstu leikmenn Íslands frá byrjun.  BIRKIR hafði varið mark Íslands í 210 mínútur samfleytt án þess að skorað væri hjá honum þegar Zsolt Löw kom Ungverjum yfir í leiknum á laugardaginn. Birkir hélt hreinu síð- ast þegar hann spilaði, megnið af seinni hálfleik gegn Póllandi í fyrra, og þar á undan varði hann mark Ís- lands í 1:0 sigurleik gegn Norður-Ír- landi fyrir tveimur árum.  KJARTAN Sturluson, markvörður Fylkis, var kallaður inn í landsliðshóp Íslands á síðustu stundu þegar í ljós kom að Árni Gautur Arason gæti ekki leikið vegna meiðsla.  SÆVAR Þór Gíslason úr Fylki þurfti einnig að draga sig út úr hópn- um vegna meiðsla en enginn kom í hans stað og Ísland var því með 17 menn í stað 18 í sínum leikmannahópi.  ÓLAFUR Stígsson, Gylfi Einars- son og Kjartan Sturluson sátu á vara- mannabekk Íslands og komu ekkert við sögu í leiknum.  ÞAR með hefur enginn leikmaður spilað alla sex landsleiki ársins. Árni Gautur, Sævar Þór og Ólafur Stígs- son voru þeir einu sem höfðu verið með í öllum fimm leikjunum. Auk þeirra hafa nú Hjálmar Jónsson og Marel Baldvinsson spilað fimm lands- leiki á þessu ári.  GÁBOR Király, markvörður Ung- verjalands og félagi Eyjólfs Sverris- sonar hjá Herthu Berlín í Þýska- landi, leit kunnuglega út í markinu. Király leikur jafnan í gráum síðbux- um í markinu hjá Herthu og hafði greinilega tekið þær með sér til Ís- lands. FÓLK Sigurður Jónsson, þjálfari FH-inga, var „njósnari“ á leik Litháa og Þjóðverja fyrir Atla Eðvaldsson landsliðsþjálfara en þjóðirnar, sem eru í riðli með Íslendingum í undan- keppni EM, áttust við í Litháen á sama tíma og Íslendingar öttu kappi við Ungverja. Þjóðverjar, silfurliðið frá HM í sumar, unnu sannfærandi sigur, 2:0, í leik sem þeir höfðu und- irtökin í að sögn Sigurðar. „Þjóðverjarnir voru með leikinn í sínum höndum og þó svo að þeir virt- ust bara vera í fyrsta gírnum áttu Litháarnir aldrei möguleika. Ég bjóst við Litháunum mun sterkari og ég verð að segja að leikur þeirra var mjög ómarkviss og það mér kom mér á óvart hversu illa skipulagðir þeir voru. Þeir vissu greinilega ekki hvernig þeir áttu að mæta Þjóðverj- unum. Lithárnir eru með hættulega leikmenn í fremstu víglínu en þeir fengu úr litlu að moða enda lá liðið mjög aftarlega. Ég var hissa hversu ánægðir forystumenn knattspyrnu- sambandsins í Litháen voru með úr- slitin en þeim fannst 2:0 tap fín úrslit. Það virkaði mjög lítil stemning í lithá- íska liðinu enda skilst mér að einhver ónægja sé hjá leikmönnum þar sem ekki er búið að semja um bónus- greiðslur,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Íslendingar taka á móti Litháum á Laugardalsvellinum hinn 16. október og spurður um möguleika íslenska liðsins í þeim leik sagði Sigurður að þeir væru góðir. „Við eigum að vinna þetta lið á heimavelli þó svo að leikur Litháanna að þessu sinni hafi kannski ekki verið alveg marktækur. Þjóðverjarnir eru með það sterkt lið og það kom í ljós mikill styrkleikamunur á liðunum. Við megum samt alls ekki falla í þá gryfju að ætla að vanmeta Litháana. Það þurfa allir í íslenska liðinu að vera í toppstandi og ég trúi ekki öðru en að strákarnir rífi sig upp og komi allt öðruvísi stemmdir til leiks í leikina í haust. Mér skilst að þeir hafi ekki spilað vel á móti Ungverjunum en ég hef fulla trú á þessum leikmönnum. Þeir eru metnaðarfullir upp til hópa og ég held að þeir láti leikinn við Ung- verja sér að kenningu verða. Úrslitin í Færeyjum voru okkur hagstæð og ég tel gott tækifæri til að gera góða hluti í riðlinum,“ sagði Sigurður. Leikmönnum íslenska landsliðsinsog landsliðsþjálfaranum varð tíðrætt fyrir leikinn um að hann væri prófsteinn á getu liðsins og þegar nið- urstaðan liggur nú fyrir, það er 2:0 tap á heimavelli fyrir Ung- verjum, sem bæði eru töluvert lægra skrifaðir á knattspyrnuvellinum og hefur gengið illa síðustu misserin, er óhætt að segja að liðið sé nánast á byrjunarreit og eigi töluvert langt í land að stilla saman strengi sína. Fyrri hálfleikurinn var svo sem í lagi hjá íslensku strákunum. Ungverjar byrjuðu að vísu betur en þegar mest- ur hrollurinn var farinn af leikmönn- um náðu Íslendingar undirtökunum og stjórnuðu að mestu ferðinni. Rún- ar Kristinsson og Eiður Smári Guð- johnsen höfðu sig mikið í frammi, Rúnar á miðsvæðinu þar sem hann réð að mestu ríkjum og Eiður í fremstu víglínu, sífellt skapandi en skorti herslumuninn á að brjóta á bak aftur ungversku vörnina. Eiður var ekki langt frá því að skora frá- bært mark á 20. mínútu. Hann reyndi að skjóta knettinum yfir Gabor Kir- aly, markvörð Ungverja, af um 40 metra færi, en Kiraly, félagi Eyjólfs Sverrissonar hjá Herthu, þurfti að hafa sig allan við og handsamaði bolt- ann naumlega. Íslendingar hertu mjög sókn sína undir lok fyrri hálf- leiksins og einhvern veginn hafði maður það á tilfinningunni að mark lægi í loftinu. Eiður og Hermann Hreiðarsson áttu tvö ágæt skallafæri og Lárus Orri skaut í varnamann og þaðan fór knötturinn rétt framhjá. Ungverjar ná undirtökunum Fyrri hálfleikurinn var markalaus en frammistaða íslenska liðsins við- unandi þó svo að sóknarleikurinn sigldi yfirleitt í strand á síðasta þriðj- ungi vallarsins. Síðari hálfleikurinn var vægt til orða tekið ákaflega dapur af hálfu Ís- lendinga. Ungverjar, sem höfðu legið mjög til baka með lið sitt í fyrri hálf- leik mættu mjög ákveðnir til leiks. Þeir byrjuðu á því að klippa Rúnar og Eið Smára út úr leiknum og við það náðu þeir smátt og smátt undirtök- unum í leiknum. Íslendingar áttu mjög undir högg að sækja og fyrsta viðvörun þess sem koma skyldi var þrumuskot varamannsins Krisztians Lisztes sem small í þverslánni á 62. mínútu leiksins. Mínútu síðar náði ís- lenska liðið sinni bestu sókn í leikn- um. Brynjar Björn og Jóhannes Karl léku vel saman upp hægri vænginn, Jóhannes átti góða fyrirgjöf á Eið Smára en viðstöðulaust skot hans úr vítateignum fór yfir markið. Ung- verjar voru miklu líklegri í sínum sóknaraðgerðum en markið sem þeir skoruðu á 76. mínútu var mjög slysa- legt og skrifast alfarið á Birki Krist- insson markvörð, sem leysti Árna Gaut Arason af hólmi. Zsolt Löw skoraði með föstu skoti sem fór beint á Birki en einhverra hluta vegna fór boltinn á milli handa hans og í netið. Markið kom eins og reiðarslag en þurfti svo sem ekki að koma óvart eins og leikurinn þróaðist. Eiður Smári fékk stuttu síðar gott færi til að jafna metin eftir góðan undirbún- ings Marels Baldvinssonar en skot Eiðs af markteignum fór yfir ung- verska markið. Íslenska vörnin lét svo taka sig í bólinu fimm mínútum fyrir leikslok. Sofandahátturinn var algjör og Pal Dardai fékk nægt rými til að munda skotfótinn og skora með föstu skoti sem Birir átti enga mögu- leika á að verja. Slakt og taktlaust Það er erfitt að draga út einhverja jákvæða þætti í leik íslenska liðsins því í heildina séð var liðið slakt og taktlaust. Það sáust þokkalegir kafl- ar hjá liðinu í fyrri hálfleik, mest fyrir tilstilli Rúnars Kristinssonar, en síð- ari hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá íslensku leikmönn- unum. Liðið koðnaði gjörsamlega niður og lét Ungverjunum eftir að ná undirtökunum í leiknum. Baráttu- og andleysið sveif yfir vötnum, leikgleð- in engin og lið sem fær dæmdar á sig níu rangstöður í einum leik er ekki með einbeitinguna í lagi. Sóknarleik- urinn var mjög bitlítill, Eiður Smári reyndi eftir fremsta megni að búa eitthvað til upp á eigin spýtur en hann var þreyttur í síðari hálfleik auk þess Ungverjar lokuðu sendingar- leiðunum til hans. Sendingarfeilar voru mjög áberandi í síðari hálfleikn- um hjá íslenska liðinu og því gekk illa að koma boltanum í spil úr öfstustu vörn. Birkir Kristinsson gerði sig sekan um sjaldséð mistök í fyrra marki Ungverjanna. Líklega hefur sólin blindað Birki og skrýtið að hann skyldi ekki vera með derhúfu í seinni hálfleiknum. Frammistaða varnar- mannanna var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Brynjar Björn Gunnars- son fann sig engan veginn í bakvarð- arstöðunni og átti dapran dag. Lárus Orri og Hermann náðu ágætlega saman í miðvarðastöðunum en voru illa á verði í síðara marki Ungverj- anna. Arnar Þór Viðarsson var sprækur til að byrja með en átti eftir það erfitt uppdráttar og þá sérstak- lega með sendingar sínar. Rúnar Kristinsson var eins og áður segir mjög áberandi í fyrri hálfleik en eftir að Ungverjar lokuðu á hann í seinni hálfleik misstu Íslendingar undirtök- in í leiknum. Ívar Ingimarsson, sem lék með Rúnari inni á miðsvæðinu, náði sér ekki á strik og virkaði þung- ur og sömu sögu er að segja af væng- mönnunum. Hjálmar Jónsson byrj- aði vel en datt fljólega út úr leiknum og var linur í návígjum. Jóhannes Karl hefur oftast leikið betur en var engu að síður duglegur. Eiður Smári sýndi lipra takta í fyrri hálfleik og var skásti maður liðsins ásamt Rúnari en Ríkharður Daðason spilaði líkt og margir íslensku leikmanna langt undir getu. Íslenska liðið olli miklum von- brigðum og var nánast í sama farinu og í síðari hálfleiknum gegn Andorra á dögunum. Eitt geta íslensku lands- liðsmennirnir þakkað fyrir. Leikur- inn var ekki í keppni heldur æfing fyrir stóru verkefnin í haust og þegar á hólminn er komið telja þeir leikir en ekki vináttuleikir. Leikmenn ís- lenska liðsins og þeir sem að því standa verða hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd að álíka frammistaða boðar ekki gott. Breyt- inga er þörf á leik liðsins og ekki síst hugarfari því ekki var að sjá á vel flestum leikmönnum íslenska liðsins að þeir hefðu vilja eða áhuga til að standa sig í prófinu sem þeir þreyttu og féllu á. Botninum er vonandi náð og þegar alvaran tekur við í næsta mánuði gerir maður þá kröfur til liðs- ins að það taki sig saman í andlitinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það hitnaði heldur betur í kolunum undir lok leiksins þegar íslenska liðið bjó sig undir að taka hornspyrnu. Gábor Király, markvörður Ungverja, féll skyndilega við og hélt því fram að Lárus Orri Sigurðsson hefði stigið harkalega ofan á fót sinn. Í framhaldinu hljóp mönnum kapp í kinn en finnska dómaranum Jari Maisonlahti tókst af röggsemi að róa leikmenn niður áður en allt fór úr böndunum. Dapurleg frammistaða ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu féll á lokaprófinu sem það þreytti fyrir átökin í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði þegar það mætti Ungverjum á Laugardalsvelli á laugardaginn. Brún- in var létt á íbúum höfuðborgarsvæðisins í blíðviðrinu um helgina en Adam var ekki lengi í paradís hjá því fólki sem mætti í Laugardalinn til að berja íslensku landsliðsmennina augum. Það varð fyrir gífur- legum vonbrigðum enda ekki nema von því íslenska liðið náði sér engan veginn á strik, tapaði verðskuldað fyrir baráttuglöðum Ung- verjum og þegar einn mánuður er þar til átökin í undankeppni EM hefjast er ekki hægt annað en að vera áhyggjufullur fyrir hönd Atla Eðvaldssonar landsliðsþjálfa og lærisveina hans. Guðmundur Hilmarsson skrifar Litháarnir illa skipulagðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.