Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 B 11 Fyrir keppnina töluðu ökumennum að sérleiðirnar væru margar hverjar mjög grófar og hefðu ef til vill átt að gera formlegar athuga- semdir og fá ákveðnar leiðir felldar út þar sem sumar hverjar voru ein- ungis færar jeppum. Sökum þessa mikla brottfalls bíla úr keppninni fór spennan óhjákvæmilega sömu leið og datt botninn úr öllu eftir að Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guð- jónsson á Rover Metro féllu úr keppni í upphafi annars keppnisdags eftir að bensíndæla bilaði. Fram að því óku Sigurður Bragi og Ísak en Baldur og Jón vissu af 140 sekúnda refsingu sem Metro-menn fengu í upphafi keppni og gátu þar af leið- andi hlíft bílnum í gegnum mestu ófærurnar. „Það er með ólíkindum að við skyldum þurfa að ganga í gegn- um allar þessar bilanir,“ sagði Ísak. „Það leit ekki út fyrir að það yrði góð byrjun á rallinu þegar við sprengjum þrjú dekk á leiðinni á fyrstu sérleið og fáum mikla refsingu fyrir að mæta of seint. Við vorum að keyra mjög vel þar sem allt var í lagi eða þar til bens- íngjafarbarkinn slitnar á Hekluleið en við náum að bjarga því og klára sérleiðina. Á laugardeginum gekk allt vel þar til við vorum búnir að setja á okkur hjálmana og ræstum bílinn þá gekk það ekki. Við reyndum að finna bilunina en fundum ekkert en líklegast hefur þetta verið bens- índælan,“ sagði Ísak en það má segja að keppnin hafi verið búin eftir Hekluleiðina þar sem þeir tapa átta mínútum á feðgana vegna þessarar bilunar. Pössuðum okkur alls staðar „Við byrjuðum strax á annarri sér- leið að fara í varnarkeyrslu,“ sagði Baldur. „Þetta var mjög óvenjulegt því strax á fyrstu sérleið falla Gunn- ar og Björn út og Sigurður Bragi og Ísak fá refsingu fyrir að mæta of seint en þetta var ekki alveg það sem maður vildi. Eftir ruglið á sérleiðinni um Gunnarsholt var þetta komið nið- ur í 40 sekúndur og hættum við þá þessari varnarkeyslu og ákváðum að sækja aftur og það entist eina og hálfa leið því þá bilaði eitthvað í Metro. Þetta er búið að vera meira og minna öruggur akstur þar sem við pössuðum okkur alls staðar. Ég tel mig hafa fengið ofboðslega lítið út úr þessari keppni en þetta var bara svona núna. Ég hefði viljað sjá keppi- nauta okkar lengur inni því það er alltaf skemmtilegra að vera að slást og Siggi Bragi er að keyra vel,“ sagði Baldur að keppni lokinni. Til saman- burðar við keppnina í fyrra þá var Baldur með 140,93 kílómetra meðal- hraða á Tröllhálsinum en núna var meðalhraði hans einungis 114,69 sem er litlu hraðar en þeir Þorsteinn og Ragnar voru að aka á Renault Clio sem er með drif á einum öxli. Vegna þeirrar yfirburðastöðu sem þeir feðgar voru með gátu þeir leyft sér að hrekkja þjónustulið sitt verulega á sérleiðinni um Djúpavatn þegar þeir stöðvuðu bíl sinn viljandi utan í veg- kanti og hleyptu Sighvati og Úlfari fram úr sér og létu þannig líta út eins og þeir hefðu orðið að hætta keppni vegna bilunar. Allt of grófar sérleiðir „Mér fannst þetta rall vera leið- arlega séð alltof gróft, sérstaklega til að byrja með. Þótt það hafi oft verið mikil afföll í þessu ralli tel ég að hægt sé að finna betri vegi. Við sjáum það að á tveimur leiðum dettur nánast helmingurinn af bílunum úr keppni. Ég var búinn að gera athugasemd við þetta fyrir keppnina; að mér fyndist þetta of gróft en þetta er eitthvað sem verður örugglega lagað því það er synd hvað margir detta út því þetta skemmir bara keppnina í rall- inu,“ sagði Baldur sem var engu að síður glaður yfir því að sigra þótt slagurinn við stýrið væri ekki mikill. Sighvatur og Úlfar stóðu sig vel og hefur það án efa hjálpað að þeir keppa á jeppa en ekki venjulegum rallíbíl. Þeir voru ánægðir með keppnina þar sem þetta hentaði þeim vel en voru á því að þetta eru ekki hentugar sérleiðir fyrir rall eins og þetta þar sem þetta færi alltof illa með bílana. „Ég sagði það fyrir keppni að þetta myndi líklega kosta marga bíla ef menn myndu skilja skynsemina eftir heima og ekki aka eftir aðstæðum eins og kom í ljós. Það eru menn að ljúka rallinu sem voru nokkuð nettir og höfðu þá eitt- hvað út úr því,“ sagði Úlfar Eysteins- son, sem telur að margar sérleiðir í þessari keppni ættu frekar heima í sérstöku jepparalli eins og haldið er víða erlendis og hafa þeir meðal ann- ars tekið þátt í slíkum keppnum í Bretlandi og vilja koma slíkri keppni á fót hérlendis. Hvalfjörður var felldur út á síð- ustu stundu. Fyrsta sérleið seinni keppnisdags átti að vera ekin um gamla þjóðveginn no. 1 í Hvalfirði en þegar undanfarabílar höfðu farið af stað og fyrstu keppendur að gera sig klára til að fara inn á leiðina var sér- leiðin felld niður vegna öryggis- ástæðna. „Þetta kom í ljós þegar menn voru að setjast yfir þetta í gær- kvöld vegna þess hversu dagurinn í gær var grófur og sumir bílarnir voru orðnir skemmdir og maður veit ekki nákvæmlega ástandið á þeim. Það var því ákveðið að taka enga áhættu á þeim rosalega hraða sem hér væri að láta menn keyra hana,“ sagði Ólafur Guðmundsson, öryggis- fulltrúi LÍA, þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir að sérleiðin hafði verið felld niður. „Mér fannst allt í lagi að Hvalfjörðurinn skyldi vera felldur út,“ sagði Baldur. „Ég var búinn að segja það fyrir keppnina að þetta væri allt of hröð leið en mér fannst ekki alveg rétt að þessu stað- ið, bæði þar sem fólk var komið inn á leiðina til að horfa á og við mættir með bílana á dekkjum fyrir malbik og fá bara að vita þegar við erum að starta inn á leiðina að hún verði ekki keyrð. Þetta finnst mér ekki gott mál þar sem þetta á að vera á hreinu áður en keppnin fer á stað. Þetta er eitt- hvað sem menn þurfa að læra af og gera betur næst,“ sagði Baldur. Ljósmynd/Gunnlaugur Briem Baldur Jónsson og Jón Ragnarsson á fullri ferð á Subaru-bifreið um hinn slæma veg á sérleiðinni við Stöng í Þjórsárdal. Keppnin fjar- aði snemma út FEÐGARNIR Baldur Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Leg- acy sigruðu í Rallý Reykjavík, sem fram fór um helgina, með svo miklum yfirburðum að þeir hefðu getað sleppt því að aka tæplega 39 kílómetra sérleið um Kaldadal. Í öðru sæti urðu þeir Sighvatur Sigurðsson og Úlfar Eysteinsson á Jeep Cherokee en þeir voru rúmlega 20 mínútum á eftir feðgunum að aka sérleiðirnar. Bræðurnir Þor- steinn P. Sverrisson og Ragnar Sverrisson á Renault Clio end- uðu í þriðja sæti. Af þeim 20 áhöfnum sem hófu keppni náðu einungis sjö að ljúka henni sem er óvenju lágt hlutfall en keppn- in hefur verið gagnrýnd fyrir að vera allt of gróf og þoldu bílar engan veginn álagið. Morgunblaðið/Jim Smart HK úr Kópavogi sigraði í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar og fékk bikarinn af- hentan eftir lokaleik sinn á föstudagskvöldið. HK sigraði þá Selfoss, 7:2, í Fagralundi. Leikmenn HK, með Gunnleif Gunnleifsson markvörð í aðalhlutverki, fögnuðu árangri sumarsins af mikilli innlifun og sungu sigursönginn sinn, um hana Rabarbara-Rúnu, áður en Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, færði þeim sigurlaunin. HK vann sér sæti í 1. deild á næsta ári ásamt Njarðvík og koma liðin tvö, sem bæði léku í 3. deild í fyrra, í staðinn fyrir ÍR og Sindra. JÚGÓSLAVAR tryggðu sér Heims- meistaratitilinn í körfuknattleik á sunnudag er þeir lögðu Argentínu að velli í framlengdum úrslitaleik, 84:77, og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1963 að lið nær að verja HM titil sinn en Júgóslavar unnu einnig árið 1998 og það vekur athygli að Brasilía afrekaði það síðast fyrir tæplega fjórum áratugum. Þetta er í fimmta sinn sem Júgó- slavar verða heimsmeistarar en þeir sýndu styrk sinn í úrslitaleiknum með því að ná að vinna upp átta stiga forskot Argentínumanna á síð- ustu tveimur mínútum leiksins. Svetislav Pesic, þjálfari liðsins, andaði léttar eftir sigurinn því hart var deilt á liðið eftir riðlakeppnina þar sem tveir leikir töpuðust en liðið vann einnig tvo. Dejan Bodiroga fór fyrir liði Júgóslava að þessu sinni með 27 stigum en Peja Stojakovic skoraði 24. „Það var yndislegt að verja tit- ilinn og það var ekki fyrr en við fór- um að leika saman sem lið að hlut- irnir fóru að ganga hjá okkur,“ sagði Bodiroga. Argentínumenn voru ósáttir við að fá ekki vítaskot undir lok venju- legs leiktíma, í stöðunni 75:75, er brotið var á Hugo Sconochini í snið- skoti en grískur dómari leiksins dæmdi ekkert og því var framlengt. Nowitzki bestur Þjóðverjar fengu bronsverðlaunin eftir sigur á liði Nýja-Sjálands, 117:94. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Þjóðverja, hann skoraði flest stig að meðaltali í keppninni eða 24 og var útnefndur sem verð- mætasti leikmaður keppninnar, MVP. Gríðarlegur áhugi var á Nýja- Sjálandi og fylgdust um 900 þúsund íbúar landsins með beinni útsend- ingu frá undanúrslitaleik liðsins gegn Júgóslavíu en um 4 milljónir búa í landinu. Áhorfið var betra en þegar ruðningslandslið Nýja-Sjá- lands lék á ÓL í Sydney árið 2000. Júgóslavar vörðu titilinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.