Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það var margt jákvætt við leikokkar í fyrri hálfleiknum en ef maður horfir á leikinn í heild sinni þá voru Ungverjarnir einfaldlega betri að- ilinn í seinni hálfleik og virðast vera í betra leikformi en við. Úrslitin voru vissulega ekki þau sem við vonuð- umst eftir, við áttum að geta betur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Morgunblaðið eftir leikinn við Ung- verja á laugardaginn. „Ég held að Ungverjarnir hafi komið með nýja áætlun til síðari hálfleiks. Þeir lokuðu okkur Rúnar betur af en áður og það virtist virka ágætlega. Við náðum ekki að taka boltann niður og spila honum og vor- um alltof lengi að byggja upp frá vörninni. Samt fékk ég færi sem ég hefði átt að skora úr, en ég býst við því að hefði ég verið kominn í betri æfingu, þá hefði ég nýtt þessi færi. Það hefði verið sérstaklega gaman að skora þegar ég reyndi að lyfta boltanum yfir markvörðinn í fyrri hálfleiknum en hann gerði vel og var fljótur til baka. En ég hef engar áhyggjur af þessu, er ánægður með að hafa spilað í 90 mínútur og við- urkenni fúslega að ég var orðinn frekar þreyttur undir lok leiksins.“ Eiður sagði að það tæki sig vænt- anlega 2–3 vikur í viðbót að komast í fulla æfingu. „Þetta var aðeins annar leikurinn minn frá því á síðasta tíma- bili sem ég spila frá upphafi til enda og það er ekki nóg. Ég finn fyrir eymslum hér og þar og þarf fleiri leiki. En hjá Chelsea virðist Ranieri ætla að láta mig spila mikið, eins og til dæmis gegn Arsenal á dögunum þar sem ég var með allan tímann þó ég væri orðinn þreyttur þegar á leið,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. Hefði nýtt færin í betri æfingu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári Guðjohnsen fékk nokkur færi til þess að skora í leiknum við Ungverja. Hann segir að væri hann í betri æfingu hefði honum lánast að nýta eitthvert þeirra. Hér er Eiður að fylgjast með knettinum ásamt Ungverjanum Flóríán Urbán. Eftir Víði Sigurðsson IMRE Gellei, þjálfari ung- verska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu sinna manna á Laugardals- vellinum á laugardaginn. Hann kvaðst hafa átt von á mjög erfiðum leik. „Við viss- um að íslenska liðið væri sterkt og í mikilli framför og það var því mjög gott að ná að sigra hér. Fyrri hálf- leikur var okkur afar erf- iður, en í seinni hálfleik tókst okkur að komast fram- ar á völlinn. Við nýttum okk- ar marktækifæri vel og sig- urinn er okkur afar kær- kominn, ekki síst vegna þess að okkur hefur gengið illa gegn Íslendingum á undan- förnum árum. Við höfðum heppnina með okkur, en ég er ánægður með okkar leik og vonast til að við getum haldið áfram á þessari braut þegar að leikjum Evrópu- keppninnar kemur.“ Mjög kærkom- inn sigur Rúnar sagði að Ungverjar spiluðuallt öðruvísi knattspyrnu en Skotar. „Ég býst við því að Skotarnir spili 4-4-2 eins og önnur bresk lið en Ungverjarnir notuðu 3-5-2, sem við erum óvanir að spila gegn. Það tók okkur fyrstu 10 mínúturnar að venjast því sem þeir voru að gera en síðan fannst mér við ná undirtök- unum og halda þeim í fyrri hálfleik. Spilið gekk oft vel og við náðum ágætlega til Eiðs Smára og Ríkharðs í framlínunni, þó að við sköpuðum okkur kannski ekki mörg marktæki- færi. Í síðari hálfleiknum tókst okk- ur hins vegar engan veginn að koma boltanum hratt út úr vörninni, út á bakverðina, og þaðan á sóknarmenn- ina eða í gegnum miðjuna. Alltof margar sendingar mistókust, ein- faldar sendingar, sérstaklega í seinni hálfleiknum, og ég er óánægð- ur með það, bæði með sjálfan mig og allt liðið. Allir gerðu sig seka um ein- föld mistök og það virtist vera komin þreyta í einhverja leikmenn í síðari hálfleik eftir mikil hlaup í þeimfyrri. Það er kannski ekki alveg eðlilegt og við hljótum að geta gert betur næst.“ Hver er skýringin á þessum mun á milli hálfleikjanna, lékuð þið verr eða Ungverjarnir betur? „Ég held að eftir fyrri hálfleikinn hafi Ungverjunum tekist að finna lausnir á hvernig þeir ættu að bregð- ast við okkar leik, og okkur tókst ekki að vinna gegn því og breyta hlutunum okkur í hag á ný. Ungverj- ar náðu undirtökunum á vellinum og héldu boltanum, við lentum í því hlutverki að hlaupa á milli þeirra og það var mjög erfitt. Þeir spiluðu með þrjá menn inni á miðjunni, á móti okkur Ívari, og okkur gekk mjög erf- iðlega að setja pressu á þá og þeir náðu oft að fara í gegn. Ég á ekki von á því að þessi staða komi upp gegn Skotum, en hún gæti gert það gegn Litháum og öðrum liðum sem beita þessari leikaðferð.“ Voru Ungverjarnir svipaðir að styrkleika og þú áttir von á? „Nei, þeir komu mér á óvart. Ég átti alls ekki von á þeim lélegum en ekki svona góðum. Þeir reyna að spila góðan fótbolta og halda bolt- anum vel innan liðsins, og sjálfs- traustið hjá þeim óx eftir því sem leið á leikinn. Eftir á að hyggja er þetta mjög gott lið, eins og flest Austur- Evrópulið hafa jafnan verið. Ung- verjar hafa verið í lægð í mörg ár en eru að koma upp með ungt og efni- legt lið sem á eftir að standa sig vel í þessari Evrópukeppni og gæti kom- ist í úrslit á stórmóti eftir 2-4 ár. En Ungverjarnir voru ekki slíkir snill- ingar að við hefðum átt að geta bet- ur, sérstaklega eftir að hafa haft yf- irhöndina í fyrri hálfleiknum.“ Eru þessi úrslit slæm fyrir sjálfs- traustið í liðinu? „Nei, alls ekki. Við vorum fúlir í fimm mínútur í búningsklefanum en síðan ræddum við málin, Atli og við leikmennirnir, og vorum sammála um að standa uppréttir, brosa og vera sáttir við lífið. Við höfum áfram gaman af því að spila fótbolta, það kemur dagur eftir þennan dag, leik- ur eftir þennan leik, og nú höfum við allt að vinna gegn Skotum.“ Voru viðbrigði að koma aftur í þína gömlu stöðu eftir að hafa leikið sem sóknarmaður með Lokeren? „Hjá Lokeren spila ég svipaða stöðu og Eiður gerir með landslið- inu, sóknarmaður sem kemur aftur á miðjuna og hjálpar til. Þetta er skemmtileg staða, ég get bæði tekið þátt í spilinu og skotið mér inn í víta- teiginn og reynt að skora og ég hef notið mín vel í henni með góða menn fyrir aftan mig. En ég hef spilað sem miðjumaður í 10–15 ár og veit hvað ég á að gera þar, það er erfiðara að fara aftur fram ef eitthvað er,“ sagði Rúnar Kristinsson. Gerðum okkur seka um einföld mistök „VIÐ viljum að sjálfsögðu vinna alla leiki, en sem betur fór töpuðum við engum stigum gegn Ungverjum. Við munum taka með okkur það jákvæða úr þessum leik og nýta mistökin til að bæta okkur. Það er engin spurning að við komum sterkari til leiks í október þegar við förum að berjast um stigin við Skota,“ sagði Rúnar Kristinsson, fyr- irliði Íslands, við Morgunblaðið en hann lék sinn 95. landsleik gegn Ungverjum á laugardaginn. Eftir Víði Sigurðsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rúnar Kristinsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum við Ungverja, einkum í fyrri hálf- leik þegar hann fékk að leika lausum hala. Í þeim síðari gáfu andstæðingarnir honum betri gætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.