Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 B 3 Atli segir að að landsliðið hafi átíðum leikið ágætlega og nokk- ur góð marktækifæri gefist. „Eiður [Smári Guðjohnsen] fékk nokkur góð færi sem hann nýtir á góðum degi. Hefði það gerst hefði eng- inn verið óánægður. Ríkharður [Daðason] fékk einnig hálffæri sem ekki tókst að nýta. Í heild fengum við þrjá til fjóra möguleika á því að skora, en því miður lánaðist ekki að skora úr þeim, því fór sem fór.“ Fyrri hálfleikur var lengst af ágætur hjá íslenska liðinu en í síðari hálfleik tókst því ekki að fylgja því eftir. Hvernig stóð á því? „Fyrstu fimmtán til tuttugu mín- úturnar í síðari hálfleik voru ágætar en síðan náðu Ungverjarnir yfir- höndinni, skora mark upp úr skyndisókn og þá urðum við von- sviknir. Um leið fóru við að láta dómsgæsluna fara í skapið á okkur, töpuðum rónni og hættum að leika eins og ætlað var, létum kraft ráða ferðinni of mikið á kostnað hugs- unar og því tókst ekki að jafna.“ Ungverjarrnir voru grimmari en íslenska liðið í síðari hálfleik, ekki satt? „Það er rétt, Ungverjarnir voru ákveðnari í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Auk þess þá fengum við ekk- ert gefið af dómara leiksins, sem dæmdi vel. Öll vafaatriði féllu hins vegar Ungverja megin og það skipt- ir máli þegar dæmið er gert upp. Með þessu er ég ekki að leita eftir afsökun fyrir tapinu heldur benda á hversu stutt getur verið á milli sig- urs og ósigurs eftir því hvorum megin vafaatriðin falla.“ Hvernig stóð á þessum mun sem var á íslenska liðinu í fyrri hálfleik og í þeim síðari, átti að gera eitt- hvað annað í síðari hálfleik en í þeim fyrri? „Nei, alls ekki. Það var engin ástæða til þess. Því má ekki gleyma að á fyrstu 20 mínútum síðari hálf- leiks fengum við tvö til þrjú góð færi. Við erum hins vegar að þreifa okkur áfram með aðrar áherslur í leik liðsins. Fram að fyrra marki Ungverjanna þá fannst mér við leika eins og lagt var upp með, það er að stöðva andstæðinginn fram- arlega á vellinum, þetta kom okkur kannski í koll þegar á leikinn leið. En upp úr þessari leikaðferð þá sköpuðust þau færi sem við fengum, fyrst og fremst vegna þess að við vorum að vinna boltann mjög fram- arlega á vellinum. Við verðum að nýta leiki sem þessa til þess að æfa okkur í breyttum leik.“ Nú eftir leikinn er sagt að menn eigi að taka það jákvæða með sér úr þessum leik og nýta í þeim næsta. Hver eru þessi jákvæðu atriði? „Við vorum oft og tíðum með mjög hugmyndaríkan sóknarleik. Ég held að við höfum sjaldan séð eins markvissa sóknaruppbyggingu hjá íslenska liðinu og að þessu sinni. Við vorum að opna svæði og leika boltanum. Það tókst frábærlega vel í fyrri hálfleik og á köflum í þeim síðari. Þegar við sóttum voru allir fjórir sóknarmennirnir mjög framarlega á vellinum, varnarmennirnir komu einnig fram og reyndu að leika knettinum. Síðan voru „síðustu“ sendingarnar slæmar og það er at- riði sem verður að laga. Við verðum hins vegar að sýna leikmönnum traust til þess að bæta það atriði og vera afslappaðri við það. Fyrst og fremst þá finnst mér lið- ið vera sterkara við uppbyggingu sóknarinnar en nokkru sinni áður.“ Atli sagði ennfremur að hann hefði verið ánægður með frammi- stöðu Lárusar Orra Sigurðssonar í stöðu miðvarðar. „Lárus var líklega að leika einn sinn besta landsleik til þessa. Þá kom Brynjar Björn [Gunnarsson] á óvart í bakvarð- arstöðunni.“ Er það markmið hjá þér nýta að Brynjar í bakvarðarstöðuna í næstu leikjum? „Ég vildi sjá hann í þessari stöðu í leiknum vegna þess að hann hefur svo mikinn drifkraft. Þegar Brynjar fer af stað þá stöðvar hann ekkert, í hlaupi upp völlinn með boltann er Brynjar alveg óþreyt- andi. Ef boltainn tapast þá er hann fljótur að koma sér aftur í vörnina. Ég er sannfærður um takist okkur að nýta hann í þessa stöðu þá erum við komnir með frábæran leikmann til þess sem Brynjar er. “ Hvað þótti þér það versta í þess- um leik? „Fyrst og fremst hvað auðveldar sendingar misfórust þegar leik- menn voru ekki undir neinni pressu. Þetta atriði verður að laga. Tíma- setningar sendinga voru einnig slakar og fyrir vikið vorum við oft dæmdir rangstæðir. Þá verðum við að koma í veg fyrir að fá á okkur skyndisóknir, við eigum að beita skyndisóknum, en verðum með öll- um ráðum að forðast að fá þær á okkur,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari. Margt jákvætt í leik okkar Morgunblaðið/Árni Sæberg Atli Eðvaldsson í samtali við fréttamenn eftir leikinn við Ungverja. Atli segir að þrátt fyrir von- brigðin með tapið hafi margt gott verið við leik íslenska liðsins, en ýmislegt verði þó að bæta. „AUÐVITAÐ eru það vonbrigði að tapa leiknum, ekki síst þar sem við fengum færi til að skora og vinna, en það voru hins vegar Ung- verjarnir sem nýttu sín færi en ekki við,“ sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftir að íslenska landsliðið tapaði, 2:0, fyrir því ungverska á laugardaginn á Laugardalsvelli. Ívar Benediktsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.