Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 B ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  Í fyrsta riðli undankeppni EM átt- ust við Slóvenía og Malta í Slóveníu. Heimamenn unnu góðan sigur, 3:0, og skoruðu Ermin Siljak og fyrirlið- inn Sebastjan Cimerotic mörk Slóv- ena en þeir komust yfir á 37. mínútu er Darren Debono leikmaður Möltu skoraði sjálfsmark.  FRAKKAR hófu titilvörn sína sem ríkjandi Evrópumeistarar með naumum sigri á Kýpur, 2:1, eftir að hafa verið marki undir í fyrri hálf- leik. Lið Ísraels lék ekki.  ÞAÐ bar mest á viðureign Norð- manna og Dana í Ósló í öðrum riðli. Jafntefli varð niðurstaðan í leik lið- anna en bæði lið skoruðu tvö mörk. John Carew jafnaði fyrir Norðmenn í uppbótartíma en Jon Dahl Tom- asson hafði komið Dönum í tvígang. John Arne Riise jafnaði fyrir Norð- menn í fyrra skiptið.  RÚMENAR gerðu fína ferð til Bosníu og skoruðu þrjú mörk gegn engu. Christian Chivu og Dorinel Munteanu skoruðu á 8. og 10. mínútu og Ioan Ganea bætti því þriðja við á 27. mínútu. Lúxemborg sat yfir.  MOLDAVÍA átti ekki möguleika gegn Austurríkismönnum í Vín en liðin eru í þriðja riðli. Andreas Her- zog skoraði tvívegis úr vítaspyrnu á fyrsta hálftíma leiksins en í báðum tilvikum var Thomas Flogel felldur í vítateignum. Hans Krankl stjórnaði Austurríki í fyrsta opinbera leik sín- um sem landsliðsþjálfari.  HOLLENDINGAR unnu Hvít- Rússa örugglega á heimavelli, 3:0, en Tékkar léku ekki í fyrstu umferð. Það var eins og ungversku leik-mennirnir hefðu vaknað í vondu skapi í blíðunni á Austur- landi og þeir spiluðu mjög fasta og grófa knatt- spyrnu. Íslenska liðið sótti og skap- aði sér nokkur góð færi sem yf- irleitt komu eftir góðar fyrirgjafir frá Skagamönnunum Hjálmi Dór Hjálmssyni og Ellert Jóni Björns- syni. Á 30. mín var ungverskum leik- manni vísað af leikvelli eftir nokk- uð gróft brot. Ungverjarnir hófu seinni hálf- leikinn því einum færri. Á fyrstu mínútunum var íslenska liðið hepp- ið að fá ekki á sig mark þegar einn sprækasti leikmaður Ungverja, Szabics, átti hörkuskot í þverslána af stuttu færi en á 14 mín. fékk hann svo að líta sitt annað gula spjald og voru því Ungverjarnir níu það sem eftir lifði leiks. Um miðjan hálfleikinn kom svo eina mark leiksins þegar Grétar Rafn Steinsson skoraði með góðu skoti úr miðjum teignum eftir laglegt spil upp miðjuna. Eftir það gerðist fátt markvert en Íslendingar sóttu en Ungverjarnir vörðust. Ungverj- ar fengu dauðafæri þegar um tíu mínútur voru til leiksloka en skutu framhjá. Ólafur Þórðarson, þjálfari ís- lensku strákanna, sagðist eftir leikinn vera sáttur við leik sinna manna og vildi ekki taka neinn út úr sem hefði spilað sérstaklega vel, allir hefðu skilað sínu. „Ungverj- arnir komu ekki inn á völlinn með því hugarfari að skemmta áhorf- endum, þeir léku óþarflega grófa og leiðinlega knattspyrnu,“ sagði Ólafur en hann var var sáttur við baráttuna hjá strákunum og hann væri alltaf ánægður með sigur. Markaskorarinn Grétar Rafn sagði að þetta hefði verið baráttu- leikur og þannig væru landsleikir alltaf, hvorugt liðið vildi tapa og því einkenndust leikirnir af mikilli baráttu. Nýir leikmenn hefðu kom- ið inn í liðið og þeir hefðu staðið sig vel. Áhorfendur á Vilhjálmsvelli voru um 700 og hafa sennilega verið sáttir að sjá sigur í fyrsta lands- leiknum sem leikinn er á vellinum þó að íslensku strákarnir hefðu kannski átt að nýta betur þá yf- irburði sem þeir höfðu í leiknum. Naumur sigur – en sanngjarn VEÐURGUÐIRNIR skörtuðu sínu fegursta þegar landsleikur U -21 árs landsliða Íslands og Ungverjalands hófst á Vilhjálmsvelli á Eg- ilsstöðum síðastliðinn laugardag. Veður til að leika knattspyrnu gerist ekki betra. Leikurinn var nokkuð fjörugur á köflum og en það voru íslensku strákarnir sem höfðu yfirhöndina allan leikinn þó að Ungverjarnir ættu tvær til þrjár hættulegar skyndisóknir í hvorum hálfleik. Grétar Rafn Steinsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og þar við sat í fyrsta opinbera landsleiknum sem fram fór á Egilsstöðum. Jóhann G. Gunnarsson skrifar Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Haraldur Guðmundsson, varnarmaðurinn sterki í liði Keflvíkinga, sækir hér að einum leikmanna Ungverja í landsleik Íslands og Ungverjalands skipuð leikmönnum 21 árs og yngri á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum á laugardaginn. Íslendingar unnu verðskuldaðan sigur, 1:0, í harðri viðureign. GUÐMUNDUR Viðar Mete, varn- armaður íslenska 21 árs liðsins, var næstum því á heimavelli í leiknum gegn Ungverjum á Egilsstöðum á laugardaginn. Guðmundur Viðar er fæddur og uppalinn á Eskifirði og spilaði með Austra í yngri flokkun- um en hann hefur búið í Svíþjóð frá 10 ára aldri og leikur þar með topp- liði Malmö í úrvalsdeildinni. Hann lék á laugardaginn sinn fyrsta op- inbera knattspyrnuleik á Austur- landi frá því hann flutti til Svíþjóðar fyrir ellefu árum síðan. Óli Fossberg, kunnasti knatt- spyrnudómari Austfjarða um langt árabil, er afi Guðmundar og mætti að sjálfsögðu til að fylgjast með dótt- ursyni sínum á Egilsstöðum. Ekki séð hann áður í landsliðstreyjunni „Það var stórkostlegt að fá að sjá strákinn í landsleik hérna fyrir aust- an og ég mun búa lengi að því. Hann dvaldi hjá okkur á Eskifirði í sólar- hring áður en hann fór til móts við liðið. Guðmundur hefur spilað á þriðja tug landsleikja fyrir yngri landslið Íslands en ég hef ekki haft tækifæri til að sjá hann í landsliðs- peysunni fyrr en nú, og það var svo sannarlega tími til kominn. Ég hef hinsvegar farið tvisvar til Svíþjóðar til að fylgjast með honum þar og í bæði skiptin flakkaði ég um landið í nokkrar vikur og sá hann í mörgum leikjum með Malmö. Þó Guðmundur hafi búið svona lengi í Svíþjóð er hann mikill Íslendingur. Svíarnir lögðu hart að honum að gerast sænskur ríkisborgari til að geta not- að hann í sín yngri landslið, en hann vildi það alls ekki, hjá honum kom ekki annað til greina en að leika fyrir Íslands hönd,“ sagði Óli í samtali við Morgunblaðið. Kærkomið fyrir Austfirðinga að fá þennan leik Hann sagði að leikurinn á Egils- stöðum hefði verið kærkominn við- burður fyrir austfirska knattspyrnu- áhugamenn. „Það var frábært að fá þennan landsleik hingað austur, ekki síst vegna þess að það voru þrír Austfirðingar í liðinu, Guðmundur, Ármann frá Hornafirði og Valþór frá Neskaupstað, og það kom fjöldi manns á leikinn af fjörðunum til að fylgjast með þeim og þessum við- burði. Þetta var stór stund fyrir okk- ur Austfirðinga,“ sagði Óli Fossberg. Hann dæmdi knattspyrnuleiki fyrir austan og víðar um land frá 1968 til 1984 og sinnti eftirlitsstörf- um fyrir KSÍ um árabil eftir það. Kom að sjá dóttur- soninn Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Guðmundur Viðar Mete ásamt afa sínum, Óla Fossberg, fyrir 21 árs landsleikinn á Egilsstöðum á laugardaginn. Óli sá þar dóttursoninn spila í landsliðsbúningnum í fyrsta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.