Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 B 7 Ég hef mjög gaman af því aðkeppa, en að leggja Andre í úr- slitaleik á U.S. Open er líklega end- irinn á sögunni,“ sagði Sampras eftir sigurinn. „Það gæti verið gaman að hætta núna, en...“, bætti kappinn við, en Sampras er 31 árs gamall og næst elstur til að sigra á mótinu, Ken Rosewall sigraði árið 1970, þá 35 ára gamall. Sampras hefur gengið allt í óhag síðan hann sigraði á Wilbledon fyrir tveimur árum, var meðal annars sleginn út í fyrstu umferð Opna franska mótsins og féll út á síðasta Wimbledon fyrir George Bastl, sem fékk að vera með vegna þess að ann- ar tennisleikari forfallaðist á síðustu stundu. „Þetta gæti verið toppurinn hjá mér, að ná að rífa sig upp eftir tvö gríðarlega erfið ár er mjög ljúft. Ég gæti hætt núna og verið sáttur við það sem ég hef gert á ferlinum. En mér finnst enn eins og ég eigi að geta átt nokkrar ánægjustundir á tenn- isvellinum,“ sagði Sampras eftir sig- urinn. Þetta var í fimmta sinn sem hann vinnur á þessu móti og alls hef- ur hann sigrað 14 sinnum á stóru mótunum. Agassi sagði Sampras hafa leikið mjög vel. „Hann hefur enn ótrúlega gott auga fyrir leiknum og hann er hættulega góður. Ef einhver heldur því fram að Sampras sé búinn að vera sem tennisleikari þá er sá hinn sama fáfróður um tennis,“ sagði Agassi. Munurinn á þeim í úrslitaleiknum lá fyrst og fremst í uppgjöfunum en Sampras fékk 33 ása en Agassi að- eins sjö. Serena í sérflokki Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem Williams-systur leika til úrslita á stórmóti og hefur sú yngri, Serena, haft betur í öll skiptin. Hún virðist í sérflokki þessa stundina því Serena tapaði ekki einu setti á mótinu. Á einu ári hefur Serena tekið völd- in í baráttu systranna um efstu sætin á stórmótunum fjórum en fyrir ári síðan var það Venus sem sigraði Ser- enu í úrslitum á opna bandaríska meistaramótinu. Serana þakkaði föður sínum, Rich- ard Williams, fyrir að hafa stutt við bakið á systrunum í gegnum tíðina en faðir þeirra hefur verið mikið í sviðsljósinu þar sem hann hefur sterkar meiningar um flesta hluti sem snúa að tennis. Það vekur at- hygli að Serena lagði systur sína að velli í maí á þessu ári á mótaröð at- vinnukvenna sem fram fór á Ítalíu. Var það aðeins í annað sinn á ferli þeirra sem sú yngri hafði lagt þá eldri að velli. Frá þeim tíma hefur Serena ekki gefið færi á sér. Serena hefur leikið 44 leik á árinu og tapað fjórum þeirra og sigrað á fimm mótum til þessa. Faðir þeirra hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að halda þeim systrum frá ýms- um smærri mótum sem flestir bestu tennisleikarar heims taka þátt í en þessi aðferð hefur hinsvegar skilað sigrum á stórmótum undanfarin ár. Sampras sterkastur SERENA Williams og Pete Sampras sigruðu í einliðaleik á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem lauk um helgina. Serrena lagði eldri systur sína, Venus, að velli í tveimur settum og Sampras lagði Andre Agassi í fjórum settum. Heimastúlkur réðu ferðinni í fyrrihálfleiknum en áttu í erfiðleik- um með að brjótast í gegnum vörn ÍBV. Hulda Frí- mannsdóttir og Ás- dís Jóna Sigurjóns- dóttir fengu þó báðar upplögð færi en skallar þeirra hittu ekki í markið. ÍBV fékk tvö næstu færi. Fyrst átti Laufey Ólafsdóttir hörkuskot sem Sandra Sigurðardóttir varði mjög vel en næst vippaði Bryndís Jóhann- esdóttir yfir Söndru en boltinn fór í markslána. Undir lok hálfleiksins komst Þorbjörg Jóhannesdóttir inn fyrir vörn ÍBV, vippaði yfir Petru Bragadóttur markvörð en Sigríður Ása Friðriksdóttir bjargaði naum- lega í horn. Strax á eftir átti Þóra Jóna Árbjörnsdóttir hörkuskot upp í samskeytin hjá ÍBV en Petra sló boltann í slána, hann barst svo aftur fyrir markið og Þorbjörg skaut föstu skoti og enn glumdi í markslánni. Síðari hálfleikur var jafnari en heimastúlkur fengu færin. Á 58. mín- útu komst Þorbjörg ein í gegn og náði að pota boltanum fram hjá Petru en Erna Sigurjónsdóttir kom til bjargar á síðustu stundu. Þór/KA/ KS fékk hornspyrnu og upp úr henni kom skalli frá Þóru Pétursdóttur sem ÍBV bjargaði á línu. Nokkru síðar komst Ásdís Jóna ein í gegn en Petra varði frábærlega. Nokkuð dró af heimaliðinu er á leið og Eyjastúlkur voru mun sterkari síðasta kortérið. Margrét Viðars- dóttir átti gott skot fram hjá marki Þórs/KA/KS og síðasta færið fékk Sara Sigurlásdóttir en Sandra varði hökuskot hennar. Leikurinn var ágætlega leikinn af beggja hálfu og aðeins vantaði að klára færin sem sköpuðust. Í liði gestanna var Sigríður Ása Friðriks- dóttir mjög traust í vörninni, yfirveg- uð og skilaði boltanum vel frá sér. Petra var góð í markinu, Elena Ein- isdóttir sterk og Bryndís Jóhanns- dóttir sýndi skemmtilega takta. Lið heimamanna var jafnara en Sandra og Ásdís Jóna léku einna best og Hrafnhildur Guðnadóttir sýndi mik- inn dugnað og var hörð í návígjunum. Færin fóru í súginn ÞAÐ verður ekki annað sagt en að leikmenn Þórs/KA/KS og ÍBV hafi gleymt skotskónum heima er stúlkurnar mættu til leiks í frábæru veðri á Akureyri á sunnudag. Fjölmörg góð færi litu dagsins ljós en ekkert var skorað. Þetta þýddi að Þór/KA/KS spilaði sinn þriðja leik í röð án taps og alls náðu þær tíu stigum úr fimm síðustu leikjum sínum í deildinni. Eins og menn eflaust muna féll liðið úr deildinni sl. sumar en fékk sætið aftur því Þróttur sem átti að flytjast upp í staðinn þáði ekki sæti sitt. Fimmta sætið varð hlutskipti liðsins í ár sem verður að teljast mjög ánægjulegt fyrir stelpurnar en ÍBV end- aði í næsta sæti fyrir ofan. Einar Sigtryggsson skrifar Valsstúlkum var mjög brugðiðþegar Olga Færseth skoraði fyrsta mark KR áður en tvær mín- útur voru liðnar af leiknum en þær hafa séð það svart- ara. Þeim tókst með mikilli baráttu að komast inn í leikinn en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks kom annað mark KR frá Ásthildi Helgadóttur. Tveggja marka forysta KR var nokkuð þungur bakki til að taka með til búningsherbergja í leikhléi því eftir hlé náðu gestirnir sér aldrei á strik og mörkin tóku að hrannast upp. Fallegast var 8. mark KR og annað Ásthildar þeg- ar hún þrumaði aukaspyrnu af um 40 metra færi upp í markhornið. „Þetta var frábær sigur í dag og góður endir á sumrinu,“ sagði Guð- rún Jóna Kristjánsdóttir fyrirliði KR eftir leikinn. „Við vorum ekki að spila sérstaklega vel framan af sumri en það var eins við hefðum vaknað við tapið á móti ÍBV og hófum þá að spila eins og mann- eskjur og lið. Allir lögðu sig fram og það skilaði okkur þessum góðu sigrum og það voru oft ekki neinir smásigrar. Við höfum skorað fullt af mörkum og erum með þrjár markahæstu konurnar en enginn af þeim er eigingjörn. Það var ekki erfitt að ná upp stemmningu í liðið fyrir leikinn í dag, okkur tókst það á móti ÍBV í síðasta leik og skor- um sjö mörk og nú níu mörk. Stemmningin er mjög góð í liðinu og allir tilbúnir að leggja sig fram svo það var ekkert mál að fara í leikinn. Allt eru þetta frábærar íþróttakonur og það þurfti ekkert sérstaklega að hvetja okkur áfram í dag,“ sagði fyrirliðinn en reyndi samt að láta í sér heyra. „Ég reyni að öskra svolítið og hvetja þær áfram og vona að það gangi. Von- andi verður allur mannskapurinn áfram og líka sömu þjálfarar og vonandi gengur þetta aftur.“ KR- stúlkur voru vel að sigrinum komnar og sýndu styrk liðsins með því að halda sínu striki þrátt fyrir að mörkin létu á sér standa. Einn- ig var hætta á að leikmenn mættu værukærir til leiks því fyrir leikinn var ljóst að þær fengju bikarinn af- hentan, hvernig sem úrslit yrðu. Sá vandi lét hinsvegar lítið á sér kræla. Skammast mín Valsstúlkur gátu með sigri krækt í annað sæti deildarinnar að því gefnu að Breiðablik hefði sigur á Stjörnunni. Þeim tókst að þrauka þar til mínúta var til leikhlés en virtist síðan þverra móður og Rósa Júlía Steinþórsdóttir fyrirliði Vals var ekki sátt við leikinn. „Ég skammast mín. Það var ekki nóg að standa sig í fyrri hálfleik því það vantaði einhvern vilja og metnað til að halda í annað sætið í deildinni, sem við misstum frá okk- ur. Við hættum hreinlega og gerð- um ekki neitt. Munurinn var ekki of mikill í hálfleik, við skoruðum þrjú mörk í bikarleiknum en það vantaði einhvern neista og dagur- inn í dag var alls ekki okkar svo að mig langar mest að hverfa ofan í jörðina. Ég vil samt óska KR-ing- um innilega til hamingju með sig- urinn, þeir eiga hann algerlega skilið,“ sagði fyrirliðinn. Annað sætið til Blika Breiðablik tryggði sér annað sætið í deildinni með stórsigri á Stjörnunni, 8:2. Blikakonur höfðu mikla yfirburði í leiknum og greinilegt var að þær ætluðu sér að taka silfrið. Stjarnan, liðið sem olli mestum vonbrigðum á leiktíð- inni, átti ekkert svar við góðum leik Blikanna sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Breiðablik skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og upphafið í seinni hálfleik var eins og góður handboltaleikur - fimm mörk á sjö mínútna kafla. Margrét Rannveig Ólafsdóttir og Erla Steinunn Arnardóttir léku best í liði Breiðabliks en hjá Stjörnunni stóð vart steinn yfir steini og fær enginn leikmaður hrós fyrir góða frammistöðu. Botnliðin gerðu jafntefli Grindavík og FH, tvö neðstu lið- in, gerðu jafntefli, 2:2, í leik sem hafði litla þýðingu. Þetta var eina stig beggja liða í síðustu umferð- inni en fyrir leikinn var ljóst að Grindavík er fallið úr úrvalsdeild- inni og FH þarf að leika við Hauka um áframhaldandi sæti í deildinni. Það er endurtekið efni frá því í fyrra en þá vann FH tvo sigra á Haukum af sama tilefni. Gerður Björg Jónasdóttir skor- aði bæði mörk Grindavíkur í leikn- um en þær Olga Steinunn Stef- ánsdóttir og Gerður Sif Stefáns- dóttir, 16 ára nýliði, svöruðu fyrir FH-inga. Morgunblaðið/Árni Sæberg karinn á sunnudaginn. Hér hefur Guðrún Jóna Kristjánsdóttir fyrirliði bikarinn á loft við mikinn fögnuð. u KR-konur kór- ónuðu sumarið KR-KONUR kórónuðu frammistöðu sína í sumar með 9:0 sigri á Val í Vesturbænum á sunnudaginn og í leikslok fengu þær afhentan Ís- landsmeistarabikarinn, sem fer eflaust upp á hillu við hlið verð- launagripsins fyrir bikarkeppnina. Liðið tapaði einni viðureign í sumar en snarbætti leik sinn eftir það og bætti markametið í deild- inni, skoraði 83 en fékk á sig 6. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.