Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 12
 ÍSLANDSMEISTARAR Njarðvík- ur sigruðu Breiðablik, 86:73, í fyrsta leik Reykjanesmótsins í körfuknatt- leik, en fyrsta umferðin var leikin í Grindavík í gærkvöld. Á eftir unnu heimamenn í Grindavík sigur á Keflavík, 93:81. Haukar sátu hjá í fyrstu umferð.  HEIÐAR Helguson lék ekki með Watford sem sigraði Walsall, 2:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn.  KATRÍN Jónsdóttir og stöllur hennar í Kolbotn sigruðu Asker, 3:1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Katrín var í byrjunar- liðinu að vanda en var skipt út af á 60. mínútu. Kolbotn er í efsta sæti deild- arinnar með 34 stig, Trondheims-Örn hefur 31 og Asker í þriðja sæti með 29 stig en fimm umferðum er ólokið.  PAUL Gascoigne hefur gert samn- ing við nýsjálenska knattspyrnuliðið Auckland Kingz en þessi litríki leik- maður hefur verið í atvinnuleit frá því hann sagði skilið við enska 1. deild- arliðið Burnley í vor.  KASPER Schmeichel, 15 ára sonur Peters Schmeichels markvarðar Manchester City, skrifaði um helgina undir unglinasamning hjá Manchest- er City. Kasper er markvörður eins og karl faðir hans og þykir mikið efni.  ALAN Smith, framherji Leeds sem skoraði mark Englendinga í leiknum við Portúgal á laugardaginn, hefur varað Rio Ferdinand, félaga sinn í enska landsliðinu sem fór frá Leeds til Manchester United í sumar, við því þegar hann mætir með United á Ell- and Road í Leeds á laugardag. Smith segir að stuðningsmenn Leeds séu mjög heitir út í Ferdinand og að þeir muni láta hann heyra það í leiknum.  DAVID O’Leary, sem rekinn var úr starfi sem knattspyrnustjóri Leeds í sumar, mætir á sinn gamla vinnustað á laugardaginn þegar Leeds tekur á móti Manchester United í ensku úr- valsdeildinni. O’Leary mætir á Ell- and Road í hlutverki sjónvarpsmanns en hann hefur verið ráðinn til Sky- Sport þar sem hann mun annast lýs- ingar á knattspyrnuleikjum.  EDGAR Davids, landsliðsmaður Hollendinga í knattspyrnu sem leikið hefur með Juventus, er nú sterklega orðaður við Roma. Félögin hafa átt viðræður um félagaskiptin og þykir líklegt að Juventus láti Davids fara til Rómarliðsins fyrir 18 milljónir punda.  KLAUS Toppmöller, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Bayer Leverkusen, skrifaði í gær undir nýj- an samning við félagið sem gildir til ársins 2005. Toppmöller tók við liðinu fyrir síðustu leiktíð og undir hans stjórn hafnaði það í öðru sæti á þrenn- um vígstöðvum – í deildinni, bikar- keppninni og í Meistaradeildinni.  TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn Vladimir Smicer sem leikur með Liv- erpool verður frá næstu vikurnar en hann varð fyrir því óláni að tábrotna í leik með Tékkum á móti Júgóslövum um helgina. FÓLK Sigfús Sigurðsson stóð sig vel ífyrsta leik sínum í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina en keppni í deildinni hófst á föstudagskvöldið. Sigfús skoraði 5 mörk en þau dugðu þó Magdeburg skammt því liðið tapaði fyrir sterku liði Lemgo á útivelli, 29:26. Lemgo leiddi í hálfleik, 14:11, og í síðari hálfleik hélst sá munur nema hvað Magdeburg náði að minnka muninn í eitt mark, 19:18. Ólafur Stefánsson var markhæstur í liði Magdeburg með 6 mörk, tvö úr vítum og þeir Oleg Kuleschov, Nenand Perunicic og Sigfús skoruðu 5 mörk hver. Gylfi Gylfason var rétt eins og Sigfús að spila í fyrsta sinn í 1. deildinni og hann gat fagnað með sínum mönnum í Wilhelmshavener. Nýliðarnir tóku á móti Nordhorn og sigruðu, 21:19, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 10:8. Gylfi skoraði 3 mörk, þar af eitt út vítakasti. Sigurður Bjarnason skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar sem tapaði fyrir Flensburg á útivelli, 32:25, eftir að staðan í hálfleik var 17:10. Gústaf Bjarnason og félagar hans í Minden töpuðu fyrir HSV Ham- burg, liði sem reist var á rústum Bad Schwartau, 22:20, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 11:6. Gústaf skoraði 3 mörk í leiknum. Óvæntustu úrslitin í fyrstu um- ferðinni áttu sér stað í Lübbecke þar sem gömlu félagar Julians Duranona í Tus N-Lübbecke lögðu meistara Kiel, 24:22. Atli Hilmarsson og lærisveinar hans í Friesenheim unnu fyrsta leik sinn í suðurhluta þýsku 2. deildar- innar, 28:23 gegn Gensungen. Hall- dór Sigfússon, sem lék undir stjórn Atla hjá KA, skoraði 5 af mörkum Friesenheim og komu fjögur þeirra af vítalínunni. Halldór þótti einn af bestu leikmönnum Friesenheim. Magdeburg lá fyrir Lemgo Eyjamenn og Fram hafa mæsttvívegis í deildinni í sumar. Fyrst léku liðin á Laugardalsvelli þriðjudaginn 28. maí og í þeim leik höfðu Eyjamenn betur, sigruðu 2:1 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar á 13. mínútu og Atla Jóhannssonar á 55. mínútu. Mark Fram gerði Ásmundur Arn- arsson á 42. mínútu en hann gekk síðar til liðs við Völsung og verður því fjarri góðu gamni í kvöld. Atli Jó- hannsson verður ekki í leikmanna- hópi ÍBV í kvöld. Síðari leikur liðanna í deildinni var í Vestamannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð og þar höfðu Framarar betur, 1:0, og gerði fyrirliðinn, Ágúst Þór Gylfason, eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Hvoru liði um sig hefur því tekist að sigra einu sinni, í báðum tilvikum á útivelli þannig að búast má við hörkuleik í kvöld á Laugardalsvelli, sem er raunar heimavöllur Fram en leikurinn skráist sem ÍBV–Fram enda völlurinn hlutlaus. Heimir Hallgrímsson, sem tók við þjálfun ÍBV á dögunum þegar Njáli Eiðssyni var sagt upp störfum, kom til Reykjavíkur í gær ásamt leik- mönnum sínum. „Þetta verður bar- áttuleikur, það er alveg ljóst. Við gerum okkur vel grein fyrir hversu mikilvægur leikurinn er og ég hefði ekkert á móti því að rúlla yfir Fram- ara, en á satt best að segja ekki von á slíku,“ sagði Heimir í samtali við Morgunblaðið í gær. Allir leikmenn ÍBV eru heilir og til í slaginn nema þeir Bjarnólfur Lár- usson og Atli Jóhannsson, sem eru báðir í leikbanni, Atli fyrir brottvís- un í leik við KR á dögunum og Bjarn- ólfur fékk tveggja leikja bann eftir þann leik vegna fjölda gulra spjalda í sumar. „Það munar auðvitað um þessa tvo en ég verð með fullskipað lið engu að síður,“ sagði Heimir. Hann sagði nokkra leikmenn liðs- ins þegar komna til Reykjavíkur vegna náms en þeir sem væru í Eyj- um fóru upp á land í gær. „Við hög- um undirbúningi fyrir leikinn annars eins og venjulega. Ég á ekki von á að það verði æfing hjá okkur uppi á landi. Við gistum hjá ættingjum og vinum, hittumst síðan í mat og á fundi fyrir leikinn en að öðru leyti held ég að við reynum að trufla skólastrákana sem minnst,“ sagði Heimir. Liðin á svipuðum slóðum í deildinni Staða liðanna í deildinni er svipuð, Fram í næstneðasta sæti með 14 stig en Eyjamenn tveimur sætum ofar með 17 stig. Bæði lið gerðu 1:1-jafn- tefli í síðustu umferð, ÍBV á KR-velli og Framarar á Skipaskaga. Fram hefur ekki unnið leik síðan liðið vann Eyjamenn síðasta dag júlí- mánaðar og mönnum þar á bæ finnst tími til kominn að gera breytingu þar á. „Leikurinn leggst vel í mig. Við er- um með fullmannað lið, allir heilir og enginn í banni,“ sagði Kristinn Rún- ar Jónsson, þjálfari Fram, við Morg- unblaðið í gær. „Við gerum okkur vel grein fyrir mikilvægi leiksins. Sæti í úrslitaleik bikarsins er í húfi og þangað vilja öll lið komast. Leikir liðanna í deildinni voru jafnir og ég á ekki von á öðru en að sú verði raunin í þessum leik líka,“ sagði Kristinn Rúnar. Leikmenn Fram hittast venjulega tveimur tímum fyrir heimaleiki en að þessu sinni verður eitthvað meira gert. „Menn vinna eitthvað fram eft- ir degi en hugmyndin er að gera eitt- hvað aðeins meira en venjulega. Undanfarið höfum við komið saman í Framheimilinu eða í Laugardalnum fyrir leiki, en nú verður þetta eitt- hvað öðruvísi. Ég get ekki sagt að ég finni fyrir einhverri spennu í strák- unum. Ég er samt með ungt lið sem er ekki vant þessari stöðu enda hefur Fram ekki verið í þessari stöðu und- anfarin ár. Þessu er öfugt farið hjá Eyjamönnum sem eru vanir svona stöðu.“ Kristinn R. sagði nokkuð ljóst að í svona leik þýddi ekkert að bíða eftir að eitthvað gerðist. „Þetta er bara einn leikur, framlenging og ef til vill vítaspyrnukeppni ef þannig æxlast, menn reyna því að byrja af krafti. Það er slæmt að lenda undir og þurfa að elta mótherjann það sem eftir er leiks. Við munum því byrja af fullum krafti,“ sagði Kristinn Rúnar. Fyrri leikur undanúrslita bikarkeppni karla á Laugardalsvelli í kvöld Allir vilja komast í úrslitaleikinn Morgunblaðið/Kristinn Framarinn Ingvar Ólason og Eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómasson kljást hér um knöttinn á Laugar- dalsvellinum fyrr í sumar. Félögin mætast aftur þar í undanúrslitum bikarsins í kvöld. FYRRI undanúrslitaleikurinn í bikarkeppni karla í knattspyrnu verður á Laugardalsvelli í dag en þá mætast Fram og ÍBV. Síð- ari leikurinn, viðureign KA og Fylkis, verður á sama stað ann- að kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi háttur er hafður á, þ.e. að leika undanúrslitaleikina á Laugardalsvelli, en þetta var samþykkt á síðasta ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Skúli Unnar Sveinsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.