Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Leikurinn byrjaði frekar rólega enþað voru heimamenn sem fengu fyrsta færi leiksins á 16. mínútu þeg- ar Jóhann Hreiðars- son komst einn inn fyrir vörn ÍR-inga en Kristinn Geir Guð- mundsson varði vel í marki ÍR. Aðeins mínútu síðar kom fyrsta mark leiksins og það gerðu gestirnir eftir hornspyrnu. Stefán Þórðarson stökk manna hæst í teign- um og skoraði með góðum skalla framhjá Tómasi Ingasyni, mark- verði Valsmanna. Eftir markið sóttu Valsmenn stíft en þegar jöfnunar- markið kom á 42. mínútu höfðu þeir misnotað nokkur úrvalsfæri. Það var Bjarni Eiríksson sem jafnaði leikinn en hann renndi boltanum í netið af stuttu færi eftir að heimamenn höfðu sundurspilað vörn ÍR-inga. Á síðustu andartökum fyrri hálfleiks fengu Valsmenn aukaspyrnu á vítateigslín- unni og úr spyrnunni skoraði Sigur- björn Hreiðarsson með föstu skoti í markmannshornið. Valur gerði svo nánast út um leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks þegar Elvar Guðjóns- son skoraði með skalla en slök varn- arvinna ÍR-inga gerði Elvari auðvelt fyrir. Á 75. mínútu kom fjórða mark heimamanna þegar Magnús Lúð- víksson skoraði með góðum skalla eftir sendingu frá Sigurbirni Hreið- arssyni. Tíu mínútum síðar kom síð- asta mark leiksins þegar Matthías Guðmundsson komst einn í gegn og renndi boltanum framhjá Kristni. Valur hefði getað bætt við sjötta markinu á 87. mínútu þegar Magnús Lúðvíksson tók vítaspyrnu en Krist- inn varði mjög vel í marki ÍR. Á síð- ustu andartökum leiksins fékk Lúð- vík Gunnarsson í liði ÍR rautt spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu. Valsmenn spiluðu ágætlega í þessum leik og stórsigur þeirra var fullkom- lega sanngjarn en þeir áttu auðvelt með að skapa sér marktækifæri eftir að ÍR komst yfir. ÍR-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum og var varn- arleikur þeirra sérstaklega slakur. Í liði Vals voru þeir Sigurbjörn Hreið- arsson, Jóhann Hreiðarsson, Magn- ús Lúðvíksson og Matthías Guð- mundsson bestir. Hjá gestunum voru það Eyjólfur Héðinsson og Stefán Þórðarson sem voru skástir. Maður leiksins: Matthías Guð- mundsson, Val. Sindri féll Haukar fóru góða ferð til Horna-fjarðar og lögðu heimamenn í Sindra, 1:0, og þar með féllu Sindra- menn í 2. deildina ásamt ÍR-ingum. Edilon Hreinsson, sem kom til Hauka á miðju sumri frá Fram, skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu, hans fyrsta fyrir Hafnar- fjarðarliðið, og þrátt fyrir þunga pressu heimamanna á köflum tókst þeim ekki að koma knettinum framhjá Jörundi Kristinssyni sem átti mjög góðan leik í marki Hauka. Svanlaugur Þorsteinsson, dómari, hafði í nógu að snúast. Hann lyfti gula spjaldinu sjö sinnum á loft og Haukamaðurinn Jón Gunnar Gunn- arsson fékk að líta rauða spjaldið á lokamínútunni. Maður leiksins: Jörundur Krist- insson, Haukum. Þróttur í lykilstöðu Þróttarar færðust einu skrefi nærsæti í úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu á sunnudag þegar þeir lögðu Víkinga sannfær- andi, 5:2, á Víkings- velli í næstsíðustu umferð 1. deildar. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig og verður að teljast í lykilstöðu í baráttu sinni við Stjörnuna um að fylgja Val upp í úrvalsdeild, en Stjörnumenn eru einnig með 30 stig eftir 4:1 sigur á Aftureldingu á sunnudag. Fyrir næstsíðustu umferðina á sunnudag áttu Víkingar möguleika á að komast upp í úrvalsdeild en þá þurftu þeir að leggja Þrótt að velli. Stuðningsmenn Víkings glöddust því mjög þegar Haukur Úlfarsson kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútur. Gleði Víkinga var þó skammvinn því aðeins fjórum mínútum síðar höfðu Þróttarar jafnað með marki Daða Árnasonar eftir barning uppi við mark Víkings. Í kjölfarið skiptust liðin á að sækja en sóknir Þróttar voru þó mun markvissari og hættulegri. Smám saman náðu Þróttarar góðum tökum á leiknum og sýndu oft og tíðum snilldarsamleik þar sem þeir léku óörugga vörn Víkings grátt. Það kom því ekki á óvart að Þróttur skyldi komast yfir, en á 27. mínútu lék Daði Árnason á tvo varnarmenn Víkings og sendi knöttinn á Brynjar sem skoraði með skalla. Það sem eft- ir lifði hálfleiks héldu Þróttarar frumkvæðinu en háar sendingar Vík- inga frá á völlinn skiluðu litlu. Mikil barátta einkenndi leikVík- inga í upphafi síðari hálfleiks en Þróttarar biðu hins vegar átekta og beittu skyndisóknum. Sú leikaðferð Þróttar bar ávöxt því þegar 11 mín- útur voru liðnar af hálfleiknum skor- aði Brynjar annað mark sitt með föstu skoti á vítateig, en Þróttarar höfðu þá unnið hornspyrnu eftir snarpa sókn. Brynjar bætti svo við þriðja marki sínu í leiknum á 65. mínútu er hann skallaði knöttinn örugglega í netið og bætti fyrir að hafa farið illa með gott færi í sókninni á undan. Það var svo Vignir Sverrisson sem rak smiðshöggið fyrir Þrótt á 84. mínútu þegar hann skoraði fimmta mark liðsins af stuttu færi eftir undirbún- ing Brynjars bróður síns en Jón Grétar Ólafsson minnkaði muninn fyrir Víking fjórum mínútum fyrir leikslok með marki úr vítaspyrnu. „Maður á alltaf eina þrennu á tímabili og það var kominn tími á hana,“ sagði Brynjar Sverrisson kampakátur í leikslok. „Við vorum seinir í gang en þetta kom þegar korter var liðið af leiknum. Þá áttum við allan leikinn og við litum aldrei til baka nema rétt í endann,“ sagði Brynjar um leik Þróttar, en liðið tek- ur á móti Breiðabliki í Laugardaln- um í síðustu umferðinni. „Við höfum átt erfitt með Blikana en ég veit að við getum unnið þá eins og hvert annað lið. Nú er bara einn leikur eft- ir og við gefum okkur allir í hann. Þetta er í okkar höndum núna,“ bætti Brynjar við. „Við töpuðum fyrir miklu betra liði, það er einfalt mál,“ sagði Ólafur Adolfsson, fyrirliði Víkings, eftir leikinn. „Við byrjuðum ágætlega en náðum ekki að fylgja því eftir. Maður vonaðist eftir sigri hér í dag og ef það hefði orðið hefði næsta vika orðið ansi skemmtileg,“ sagði Ólafur enn fremur. Maður leiksins: Brynjar Sverris- son, Þrótti. Stjarnan fylgir Þrótti sem skuggi Stjarnan vann öruggan sigur áAftureldingu, 4:1, á Varmárvelli og heldur því áfram að berjast við Þrótt um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Bæði lið hafa 30 stig í öðru til þriðja sæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þá fá Stjörnumenn Val í heimsókn í Garðabæ á sama tíma og Þróttur verður að fara í heimsókn í Kópavoginn og glíma við Breiðablik. Stjarnan tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik gegn Mosfellingum. Heimamenn voru beittari í fyrri hálf- leik og fengu upplagt marktækifæri á 13. mínútu er dæmd var vítaspyrna á Þorgils Rafn Þorgilsson er hann braut á Þorvaldi Má Guðmundssyni, framherja Aftureldingar, sem kom- inn var einn gegn Bjarka Guðmunds- syni markverði Stjörnunnar. Þor- valdur, sem verið hefur á marka- skónum í sumar var það ekki að þessu sinni, skaut framhjá úr víta- spyrnunni. Mörgum þótti Þorgils hins vegar sleppa vel með að fá að- eins gult spjald fyrir brot sitt. Mosfellingar létu ekki deigan síga og héldu áfram að sækja. Skyndi- sóknir Stjörnunnar voru þó ævinlega hættulegar. Upp úr einni þeirra var brotið á Ólafi Páli Snorrasyni í víta- teig Aftureldingar og vítaspyrna að sjálfsögðu dæmd. Garðar Jóhanns- son brást ekki bogalistinn og kom Stjörnunni í 1:0. Einni mínútu eftir mark Stjörnunnar skallaði Þorvald- ur rétt framhjá marki Stjörnunnar. Heimamenn jöfnuðu metin á 39. mínútu er Ísleifur Örn Sigurðsson skoraði með föstu skoti af mark- teigshorni eftir fyrirgjöf frá Ásbirni Jónssyni á hægri kanti. Strax á 50. mínútu kom Ragnar Árnason Stjörnunni yfir, 2:1, með föstu skoti úr vítateig í framldi af hornspyrnu. Eftir það tóku Stjörnu- menn öll völd á vellinum, bættu þeir við tveimur mörkum, fyrst Ólafur Páll á 70. mínútu og tólf mínútum síðar Rúnar Páll Sigmundsson. Maður leiksins: Rúnar Páll Sig- mundsson, Stjörnunni. Leiftur/Dalvík tryggði sér sætið Vonir Breiðabliks um að færastupp í Símadeild á næsta ári urðu endanlega að engu á Kópavogs- velli á sunnudag þeg- ar Blikar biðu lægri hlut fyrir Leiftri/ Dalvík, 2:1. Með sigrinum tryggðu norðanmenn veru sína í 1. deild en það verður hlutskipti ÍR og Sindra að leika í 2. deild að ári. Leikmenn Leifturs/Dalvíkur voru miklu ákveðnari í öllum sínum að- gerðum í upphafi leiks á sunnudag. Það var því fyllilega samkvæmt gangi leiksins þegar Þorleifur Árna- son skoraði fyrra mark þeirra á 21. mínútu, en síðustu mínútur þar á undan hafði Blikavörnin verið undir mikilli pressu frá gestunum. Eftir markið náðu heimamenn að snúa vörn í sókn og áttu nokkur hálffæri sem ekkert varð úr. En norðanliðið ætlaði að tryggja veru sína í deild- inni og fögnuðu vel þegar Jón Örvar Eiríksson skoraði annað mark þeirra eftir skyndisókn á 40. mínútu. Síðari hálfleikur var með þeim daufustu sem sést hafa í deildinni í sumar og var engu líkara en að bæði lið væru fullkomlega sátt við stöðuna í leiknum. Hörður Bjarnason, sem kom á ný inní lið Blika eftir fjarveru vegna meiðsla, skoraði fyrir þá á 90. mínútu og þá var líkt og kviknaði á liðinu. En leiktíminn rann út og Leiftur/Dalvíkurmenn fögnuðu áfanganum eftir heldur erfitt og brösótt sumar. Breiðablik er nú neðst í hópi þeirra sex liða sem gert hafa atlögu að öðru sætinu í deildinni, er í 7. sæti þegar aðeins einn leikur er eftir. Er það vart sá árangur sem liðið ætlaði sér en Blikarnir léku í Símadeildinni á síðasta ári. Kristófer Sigurgeirs- son var yfirburðarmaður í liði þeirra og sá eini sem lagði sig fram í leikn- um. Lið Leifturs/Dalvíkur kom til þessa leiks með aðeins eitt markmið; að tryggja veru sína í 1. deild. Liðið virkaði heilsteypt og jafnt en þó bar mest á Gunnari Guðmundssyni, þjálfara þeirra, sem var eins og klettur í vörninni og Þorleifi Árna- syni sem átti virkilega fínan leik. Maður leiksins: Þorleifur Árna- son, Leiftri/Dalvík. VALSMENN gerðu vonir ÍR-inga um að halda sæti sínu í fyrstu deild að engu þegar þeir sigruðu þá, 5:1, á Hlíðarenda síðastliðinn sunnudag. Þar sem Leiftur/Dalvík sigraði Breiðablik á ÍR ekki leng- ur möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Valsmenn eru öruggir sigurvegarar í 1. deild og fengu þeir verðlaun fyrir fyrsta sætið að leik loknum. Hins vegar skýrist það ekki fyrr en í lokaumferðinni um næstu helgi hvort það verður Þróttur eða Stjarnan sem fylgir Val eftir upp í efstu deild. Morgunblaðið/Árni Sæberg Valsmennirnir Ólafur Brynjólfsson, t.h., og Sigurbjörn Hreiðarsson hampa verðlaunabikarnum fyrir sigur liðs síns í 1. deildinni, en bikarinn fengu þeir afhentan eftir sigurinn á ÍR. Atli Sævarsson skrifar Björn Gíslason skrifar Ívar Benediktsson skrifar Ingibjörg Hinriksdótttir skrifar Valur sendi ÍR-inga niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.