Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fögnuður KR-inga var ósvikinn þegar þeir fengu afhentan Íslandsbik Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrjár markahæstu stúlkurnar í Símadeild kvenna, Hrefna Jóhannesdóttir sem skoraði 19 mörk og Ásthildur Helgadóttir og Olga Færseth sem báðar skoruðu tuttugu sinnum. Samtals skoruðu þær stöllur 59 mörk af 83 hjá vesturbæjarliðinu á leiktíðinni. Það var aðeins erfiðara að fá uppstemningu í liðið því leikurinn skipti ekki máli en við vildum auðvit- að enda með sigri og fá bikarinn eftir góðan leik. Það var erfiður kafli um miðbik fyrri hálfleiks en við náðum okkur upp úr því og héldum markinu hreinu en síðan var ekki spurning um hvernig síðari hálfleikur yrði. Það skilur helst eftir sig við lok móts að við vorum með sterkt lið. Við höfðum nokkrar áhyggjur þegar fjórir leikmenn okkar fóru utan því það voru eftir mikilvægir leikir, þar á meðal bikarúrslitaleikur en liðið spilaði áfram frábærlega. Nú verður farið að ræða framhaldið. Við ætl- uðum að ljúka tímabilinu og vera ekkert að spá í framhaldið en það verður eflaust farið að ræða við Vöndu og Halldóru í fyrramálið um framhaldið. Ég veit ekki hvað verður með mig, ég var að hugsa um að fara í framhaldsnám en það er ekki alveg ljóst,“ bætti Ásthildur við. Hún var markahæst í Símadeild kvenna ásamt Olgu Færseth en Hrefna Jó- hannesdóttir félagi þeirra var næst. Ásthildur sagði engan ríg þeirra á milli. „Við ákváðum fyrir löngu að hugsa ekki um hver yrði markahæst. Fyrir þennan leik var ljóst að við fengjum allar skó fyrir að vera markahæstar og okkur var alveg sama. Við vinnum vel saman og það skiptir mestu máli.“ Ætluðum að sökkva þeim með marki strax eftir hlé „Þetta var glæsilegur endir á frá- bæru sumri – nú er snúa sér að landsliðinu og þar ætluðum við að standa okkur,“ sagði Olga Færseth eftir leikinn. „Við vorum mjög af- slappaðar fyrir leikinn og það þurfti ekki að segja neitt. Okkur leið mjög vel og gerðum að gamni okkar í klef- anum enda var stemningin góð. Við þurfum ekki nema eina sókn til að skora eitt mark og þó að nokkuð hafi legið á okkur um tíma í fyrri hálfleik skipti það ekki sköpum. Hins vegar var sterkt fyrir okkur að skora ann- að markið rétt fyrir hálfleik og um leið vonbrigði fyrir Valsstelpur. Við lögðum síðan upp með að skora strax aftur í síðari hálfleik og end- anlega slökkva í þeim,“ bætti Olga við en sem fyrr segir var hún marka- hæst með Ásthildi. Það var samt nokkuð á reiki vegna skráningar KSÍ en var leiðrétt. „Það er búið að leiðrétta svo að ég fékk annað mark- ið skráð á mig. Það er mjög sann- gjarnt og ég hrósa KSÍ fyrir það,“ bætti Olga við en sagði enga sam- keppni um mörk í liðinu. „Við rædd- um ekkert um það fyrir leikinn og það skiptir ekki máli enda hefðum við aldrei unnið þennan leik með níu mörkum ef eigingirni hefði verið í gangi.“ Mörg handtök hjá bakhjörlum „Vinnan við knattspyrnuna er mikil en hvílir mest á þjálfurum og leikmönnum en auðvitað fer tími hjá okkur í að sinna þessu,“ sagði Magn- ús Ingimundarson, varaformaður knattspyrnudeildar, en hann sér helst um kvennaflokkinn. „Þjálfar- arnir vinna mjög vel saman og hefur tekist vel að gera heilsteyptan hóp enda talar árangurinn sínu máli. Það eru mörg handtök í kringum fótbolt- ann, fyrir utan liðsstjórn eru nokkrir gamlir bakhjarlar sem sjá um heimaleikina, ætli það séu ekki allt að tíu manns. Það er mjög gefandi, annars væri maður ekki í þessu og svona uppskera er bestu þakkirnar. Það eru engar prímadonnur í hópn- um, heldur stór og sterk liðsheild enda leggur þjálfarinn áherslu á það. Auðvitað eru þetta miklir og sterkir persónuleikar en Vanda hefur náð að sjóða úr þessu sterka liðsheild, sem segir mikið um hana sem þjálfara.“ Olga og Ásthild- ur markahæstar „VIÐ áttum ekki von á að vinna svona stórt, sérstaklega af því að við unnum þær í bikarnum og áttum því von á hörkuleik,“ sagði Ásthild- ur Helgadóttir, sem hefur staðið sig sérlega vel í sumar og varð markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Olgu Færseth, hvor um sig skoraði 20 mörk. Freistandi að halda áfram „VIÐ vorum afslappaðar fyrir leik- inn en eigi að síður ákveðnar í að vinna því við vildum ekki taka við bikarnum eftir tapleik, ég hef reynslu af því og það er hundleið- inlegt,“ sagði Vanda Sigurgeirs- dóttir, þjálfari KR. „Við vorum grimmar á því að ljúka þessum leik með sæmd og mér finnst sýna styrk liðsins að gera það. Við ræddum í hálfleik að við hefðum dottið niður og eins og við værum að bíða eftir því að Valur myndi skora en svo rif- um við okkur upp eftir hlé.“ KR-konur töpuðu aðeins einum leik í sumar þegar Eyjastúlkur lögðu þær að velli í vesturbænum. „Vissu- lega var okkur brugðið við tapið en eftir á að hyggja tel ég þetta það besta sem gat komið fyrir okkur. Fram að þeim tíma vorum við væru- kærar, skoruðum tvö til þrjú mörk en hættum síðan og leikurinn við ÍBV kenndi okkur að það gætum við ekki. Svo fórum við í liðsandaæf- ingar og bættum andann í liðinu. Þessar stelpur hafa æft mjög vel en mér finnst einkenna síðasta hlutann af tímabilinu hvað þær hafa staðið vel saman enda er frábær andi í lið- inu og það hefur gert mjög mikið. Við erum frá átján ára upp í þrjátíu og ólíkar að mörgu leyti og andinn í liðinu er frábær,“ sagði Vanda og taldi kvennaknattspyrnu í sókn. „Landsliðin eru að ná frábærum ár- angri en auðvitað væri betra að fá kvennaknattspyrnuna upp á hærra plan. Nú eru að koma þessar knatt- spyrnuhallir og við getum æft meira inni yfir veturinn auk þess að það koma fram ungar stelpur hjá mörg- um liðum, svo að í mínum huga er ljóst að kvennaknattspyrnan er á uppleið. Það er stöðug hamingja hjá okkur og ef landsliðið vinnur er þetta fullkomnað.“ Vanda samdi aðeins um eitt ár hjá KR. „Ég tala við forráðamenn KR í vikunni. Ég gerði árs samning með jákvæðu hugarfari og það er auðvit- að freistandi að halda áfram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.