Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 22/9 – 28/9 ERLENT INNLENT  VAKTMAÐUR í Bún- aðarbankanum var hand- tekinn á fimmtudag, grunaður um að hafa af- ritað skjöl í bankanum sem komust í hendur for- stjóra Norðurljósa í sum- ar.  FÆREYINGAR og Ís- lendingar hafa náð sam- komulagi um mörk efna- hagslögsögu landanna. Þar með lýkur afmörkun efnahagslögsögu Íslands, 27 árum eftir að land- helgin var færð í 200 míl- ur.  BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ hafa ákveðið að grípa til víðtækra að- gerða vegna slæmrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Mosfellsbær skuldar rúma þrjá milljarða króna.  FINNUR Ingólfsson seðlabankastjóri hefur verið ráðinn forstjóri VÍS frá og með 1. nóvember, í stað Axels Gíslasonar.  NORÐURLJÓS, sem reka m.a. Stöð 2 og Bylgj- una, hafa sent kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA og farið fram á að athug- að verði hvort afnotagjöld Ríkisútvarpsins og sam- keppni RÚV á auglýs- ingamarkaði samræmist reglum EES um rík- isstyrki.  7,3% NEMA í fram- haldsskólum sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs í könnun sem gerð var fyr- ir landlæknisembættið ár- ið 2000.  SKÁLINN, ný þjón- ustubygging við Alþing- ishúsið, var tekinn í notk- un á föstudag. ÍE segir 200 manns upp ÍSLENSK erfðagreining sagði 200 af 650 starfsmönnum fyrirtækisins upp störfum á föstudag. Tóku uppsagnirn- ar gildi þegar í stað. Þetta er stærsta fjöldauppsögn Íslandssögunnar að sögn ASÍ. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segist reikna með því að fyrirtækið spari í kringum 2,5 milljarða króna á ársgrundvelli með uppsögnunum. Um hryggilega, en bráðnauðsynlega að- gerð sé að ræða. Páll Magnússon, upp- lýsingafulltrúi ÍE, segist telja að um 15% þeirra sem var sagt upp hafi verið erlendir starfsmenn og þeir hafi komið úr öllum deildum fyrirtækisins. Sama dag kynnti deCODE, móður- félag ÍE, þriggja ára samstarfssamn- ing sem gerður hefur verið við lyfja- fyrirtækið Merck & Co. Inc. um rannsókn á erfðafræði offitu með það að markmiði að flýta uppgötvun nýrra lyfja gegn offitu. Munu greiðslur til fé- lagsins geta numið allt að 90 milljón- um dala, eða um 7,8 milljörðum króna. Maður á sjötugsaldri stunginn til bana 35 ÁRA karlmaður, sem er grunaður um að hafa stungið 65 ára karlmann til bana með hnífi í risíbúð á Klapparstíg 11 á fimmtudagskvöld, hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 8. nóv- ember. Mun hann einnig gangast und- ir geðrannsókn. Hinn myrti var með meðvitund þegar lögregla og sjúkra- flutningamenn komu á svæðið og gat nafngreint árásarmanninn. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á slysadeild. Hefur leit að morðvopninu ekki borið árangur, en hinn grunaði var á reynslulausn og hefði átt að vera undir eftirliti lækna að mati forstjóra fangelsismálastofnunar. Hann á all- nokkurn brotaferil að baki, sem og hinn myrti sem var dæmdur í átta ára fangelsi árið 1988 fyrir að verða eig- inkonu sinni að bana í sömu íbúð. Andstaða við nýja Íraksályktun TILRAUNIR Bandaríkjanna og Breta til að fá önnur ríki, sem eiga fastafull- trúa í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, til að fallast á nýja ályktun um Írak hafa ekki gengið vel. Jacques Chirac, forseti Frakklands, ræddi við George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, í síma á föstudag og ítrekaði and- stöðu sína við nýja ályktun. Segjast Frakkar vera andvígir sjálfvirkri vald- beitingu og vilja, að fyrst verði ályktað sérstaklega um vopnaeftirlit í Írak en síðan um viðbrögð ef Saddam Hussein Íraksforseti reynir að leggja stein í götu vopnaeftirlitsmanna. Hafa Kín- verjar tekið undir þetta með Frökkum og Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, varar við ófyrirsjáanlegum afleiðingum þess að ráðast inn í Írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í fyrradag, að leysa ætti málið á grundvelli fyrirliggj- andi ályktana Sameinuðu þjóðanna og í samræmi við alþjóðalög. Tillaga um 21.000 manna NATO-hraðlið DONALD Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hvatti til þess á fundi varnarmálaráðherra NATO í Varsjá í vikunni, að stofnað yrði 21.000 manna hraðlið á vegum bandalagsins, sem unnt yrði að senda hvert á land sem er með aðeins viku fyrirvara. Sagði hann, að brygðist NATO ekki réttilega við hryðjuverkaógninni, væri það að senda heimsbyggðinni „neikvæð skilaboð“. Tóku ráðherrarnir mjög vel í tillöguna en Bandaríkjamenn telja stofnun slíkrar hraðsveitar vera þungamiðjuna í tilraun til að breyta NATO úr varnarbandalagi, sem mið- aðist við kalda stríðið, í bandalag, sem brugðist getur á skömmum tíma við þeim ógnum, sem það kann að standa frammi fyrir á 21. öldinni.  GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins (SPD), kvaðst á mánudaginn fagna því mjög að fá tækifæri til að stýra landinu áfram en ríkisstjórn SPD og græn- ingja hélt naumlega velli í þingkosningum sem haldnar voru fyrir viku.  VOPNAÐIR menn réð- ust inn í musteri hindúa í borginni Gandhinagar í Gujarat-ríki í vesturhluta Indlands á þriðjudaginn og hófu skothríð, að sögn Lal Krishna Advani, að- stoðarforsætisráðherra Indlands. Vitað var með vissu að minnst 30, þar af sex konur og fjögur börn, létu lífið í árásinni, að sögn Advani. Hann sagði árásina tengjast kosn- ingum sem hófust á þriðjudaginn í indverska hluta Kasmír þar sem meirihluti íbúa er ísl- amstrúar.  ÞRÍR ræningjar hófu skothríð í banka í Nebr- askaríki í Bandaríkjunum á fimmtudagsmorguninn, myrtu fjóra starfsmenn bankans og einn við- skiptavin, að því er lög- regluyfirvöld greindu frá. Daginn eftir höfðu menn- irnir þrír og fjórði sam- verkamaður þeirra náðst og eiga yfir höfði sér dauðadóma fyrir morðin.  TIL mikilla átaka kom á fimmtudaginn milli rússneskra hermanna og tsjetsjneskra skæruliða í Íngúshetíu, nágrannaríki Tsjetsjníu. EINAR K. Guðfinnsson alþingis- maður og formaður Íslandsdeildar Alþjóða þing- mannasambands- ins (IPU) er ný- kominn af haustfundi sam- bandsins, sem haldinn var í Genf en fundinn sátu fulltrúar 130 þjóðríkja. Aðal- viðfangsefni fundarins var umfjöllun um skýrslu um fjármögnun þróunarað- stoðar. Einar var einn þriggja þing- manna sem unnu að gerð skýrsl- unnar, ásamt þingmönnum frá Tælandi og Suður-Afríku. Lögðu þingmennirnir þrír einnig fram drög að ályktun um fjármögnun þróunaraðstoðar á grundvelli skýrslunnar. Einar segir það hafa verið mikla og lærdómsríka lífs- reynslu að takast á við verkefni af þessu tagi. Láta rödd þjóð- þinganna heyrast ,,Við vorum kosin á vorfundi Al- þjóða þingmannasambandsins til þess að vinna þetta skjal, sem var annars vegar skýrsla um þessi mál og hins vegar drög að tillögu þar sem afstaða fulltrúa þessara þjóð- þinga væri mótuð,“ segir Einar. ,,Tilefni þessa var Monterey-sam- þykktin frá því í mars á þessu ári, þar sem forystumenn þjóða heims komu saman til þess að fjalla um þetta mikilvæga mál. Viðfangsefnið á fundi Alþjóða þingmannasam- bandsins að þessu sinni var að láta rödd fulltrúa þjóðþinganna heyrast um þennan þátt málsins,“ segir hann. ,,Það var heilmikil lífsreynsla að takast á við verkefni af þessu tagi og ná saman mjög ólíkum sjónar- miðum. Þarna eru fulltrúar bæði þróunarríkja og ríkja sem geta tal- ist til velmegunarríkja í heiminum og fulltrúar með mjög ólíkar póli- tískar skoðanir,“ segir Einar. ,,Það var á köflum tekist mjög hart á og það brann ekki síst á okkur, sem höfðum undirbúið skýrsluna og drög að tillögunum en eftir strangan fund varð niðurstaðan í samræmi við það sem við höfðum lagt af stað með. Niðurstaðan varð í meginatriðum sú að við tókum undir það sem fram hafði farið á Monterey-fundinum í vor og lögðum áherslu á að ríki heims stæðu við þær skuldbindingar sem þar voru gefnar og fyrri skuld- bindingar um aukin framlög til þró- unarmála. Einnig var mikil umræða um með hvaða hætti binda megi um hnútana varðandi fyrirkomulag heimsvið- skiptanna, þannig að frjáls viðskipti geti komið þróunarríkjunum að gagni. Það er álit mjög margra og þar á meðal mitt að öflugasta og besta aðstoðin við þróunarríkin sé að gefa þeim færi á að láta viðskipti sín eflast og koma þannig afurðum sínum á markað og búa til sínar eig- in tekjur,“ segir Einar. Hægt að láta rödd Íslands heyrast vel Einar segir mjög lærdómsríkt að taka þátt í verkefni af þessu tagi á alþjóðavettvangi. ,,Sá lærdómur sem ég dreg m.a. af þessu er sá, að jafnvel í hópi fulltrúar 130 þjóðríkja, sem koma alls staðar að úr heiminum, er hægt að láta rödd Íslands heyrast mjög vel, með virkri þátttöku í starfi af þessu tagi. Ég tel að við Íslendingar eigum að láta til okkar taka í al- þjóðlegu samstarfi og við höfum verið að gera það þannig að eftir er tekið og það held ég að skipti máli, líka fyrir okkur.“ Einar K. Guðfinnsson alþingismaður vann að skýrslu um fjármögnun þróunaraðstoðar á vettvangi IPU Mikil lífsreynsla að takast á við verkefni af þessu tagi Einar K. Guðfinnsson ÞÁTTAGERÐAMENN á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Discovery Channel í Kanada eru staddir hér á landi til að gera klukkutíma langan þátt um nýtingu jarðhita á Íslandi og vetnisrannsóknir. Þátt- urinn verður væntanlega sýndur næsta vor í þættinum Frontiers of Construction sem er næstvinsæl- asti þátturinn á sjónvarpsstöðinni, að sögn Elliot Shiff, sem fram- leiðir þáttinn, skrifar handritið og leikstýrir. Hann á von á því að þátturinn verði síðan seldur til sýninga á Discovery sjónvarps- stöðvum um allan heim. „Þátturinn er í raun um hvern- ig Íslendingar hafa byggt upp heilt kerfi og beislað orku úr jarð- hitanum til að þjóna landinu,“ segir Shiff. Á föstudag skoðuðu hann og myndatökumaðurinn Michael Nolan tilraunaboranir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á Hellisheiðinni. Í næstu viku ætla þeir að skoða Nesjavelli, Bláa lón- ið, Svartsengi og ýmis hitaveitu- mannvirki í Reykjavík. Þá munu þeir fjalla lítillega um vetnisrann- sóknir Íslendinga í þættinum. Shiff segist telja það hrífandi hvernig Íslendingar hafi beislað jarðhita. „Það er einstakt og sýnir að hér býr klárt fólk, hitaveitu- kerfið er mjög vel skipulagt og tilkomumikið. Þetta verður góður þáttur sem fólk mun njóta að horfa á. Við förum með áhorf- endur í ferðalag hingað á þennan áhugaverða stað og sýnum þeim nokkuð sem þeir hafa örugglega aldrei heyrt um,“ segir Shiff. Þátturinn verður sýndur á besta tíma Gerir hann ráð fyrir því að þátturinn verði sýndur næsta vor og segir að hann verði sýndur á besta tíma þar sem Frontiers of Construction sé næstvinsælasti þátturinn á sjónvarpsstöðinni. Að- spurður segir Shiff að einnig verði fjallað um jarðhitaverkefni í Kanada í þættinum, en jarðhiti á Íslandi sé meginefni þáttarins. Shiff er sjálfstæður þáttagerða- maður, en þetta er fjórði þátt- urinn í þessari þáttaröð sem hann gerir fyrir Discovery Channel. Sá fyrsti fjallaði um hvernig eigi að byggja örugga skýjakljúfa, annar um stærstu gröfu í heimi og sá þriðji um hvernig eigi að rífa nið- ur hús á öruggan hátt. Ásgeir Margeirsson, aðstoð- arforstjóri OR, sýndi þeim fé- lögum tilraunaboranir fyrirtæk- isins á föstudag. Hann segir að hitaveita OR sé stærsta jarð- hitaveita í heimi sem eingöngu nýti jarðhita og því stórmerkileg. „Hér á Íslandi notum við jarðhit- ann til raforkuvinnslu, húshit- unar, baða, sundlauga, snjó- bræðslu, iðnaðar og fiskeldis og allt yfir í Bláa lónið. Þannig að við nýtum þessa auðlind á mun skynsamlegri og fjölþættari hátt en flestar aðrar þjóðir sem nýta jarðhita,“ segir Ásgeir. Discovery gerir þátt um nýtingu jarðhita og vetnis á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn. Elliot Shiff og Michael Nolan eru heillaðir af því hvernig Íslendingar nota jarðhitann. Þeir skoðuðu tilraunaboranir Orkuveitu Reykjavíkur fyrir helgina og munu á næstu dögum m.a. heimsækja Nesjavelli, Svartsengi og Bláa lónið. Shiff á von á því að þátturinn verði sýndur í Kanada í vor og síðan seldur til Discovery-sjónvarpsstöðva um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.