Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 37 FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 SÓLHEIMAR - ÚTSÝNI Brynhildur er með opið hús í Sólheimum 26 í Reykja- vík, efstu hæð, frá kl. 14-16 í dag. Íbúðin er björt og vel skipulögð, rúmgóð með góðu útsýni yfir Laugardalinn. Stór stofa, flísalögð góð sólstofa, rúmgott eldhús og þrjú góð svefnherbergi. Tengi fyrir þvottavél í íbúð. Allir velkomnir. HLÍÐAR - ÚTSÝNI Sturlaugur er með opið hús í Mjóuhlíð 16 í Reykjavík frá kl. 14-16 í dag. Um er að ræða mjög góða hæð í risi á frábærum stað í Hlíðun- um. Íbúðin er opin og björt með fjórum fallegum kvistum. Tvö stór svefnherbergi. Góðar suðursvalir með einstöku útsýni. Allir velkomnir. OPIÐ HÚS OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Einbýlis-, rað-, parhús Garðstaðir 39 Opið hús í dag Glæsilegt 148 fm einbýlishús á einni hæð, þ.a. 30 fm bílskúr í innsta botnlanga. Glæsilegar innréttingar og vönduð tæki, flísar á öllum gólfum. Verönd til suðurs og vesturs. Stór og góður bílskúr. Mjög vel hirtur og gróinn garður. Héðan er stutt í golfið, göngutúrinn við sjávarsíðuna og mjög gott hverfi fyrir börnin. Verð 22,9 millj. (3029) Opið hús í dag á milli kl. 15.00 og 17.00. Bjarni Ólafsson, sölumaður Eignavals, mun taka vel á móti ykkur með heitt á könnunni. 5-7 herb. og sérh. Álfhólsvegur 91 Opið hús í da Virkilega falleg 104,7 fm 5 herb. sérhæð á 1. hæð. Parket og flísar. Skemmtilegt skipulag. 3 rúmgóð svefnherb. og möguleiki á 4. Frábært útsýni. Áhv. 6,6 millj. V. 14,5 millj. (3142) Opið hús í dag á milli kl. 12.00 og 15.00. Dúfa tekur vel á móti ykkur. WWW.EIGNAVAL.IS Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomnar í sölu á þessum frábæra út- sýnisstað vel skipulagðar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir (með bílskúr) í 12 íbúða, klæddu, litlu fjölbýli. Íb. afh. fullbúnar án gólfefna í jan. 2003 Tvennar svalir. Sér- inng. Einstakt útsýni. Traustur verktaki. Teiknað af Sigurði Þorvarðarsyni. Nánari uppl. og teikn. á skrifst. Hraunhamars. ÞRASTARÁS 14 - HF - NÝJAR ÍBÚÐIR Vorum að fá glæsil. 3ja og 4ra herb. íbúð- ir í vönduðu fjölb. á frábærum stað, út- sýni. Húsið skilast fullbúið að utan og full- búið að innan, án gólfefna. Lóð frágengin. Afh. mars/apríl 2003. Verð frá 12,9 millj. Byggingaraðili Fjarðarmót. Teikningar á skrifst. SVÖLUÁS 1 - HF. - NÝJAR ÍBÚÐIR Glæsilegt, nýtt fjölb. 3ja og 4ra herb. íbúðir á þessum frábæra útsýnisstað. Af- hendast fullbúnar án gólfefna. Verð frá 12.150.000. Verktaki: G. Leifsson. Allar nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu Hraunhamars. SVÖLUÁS 46 - HF - EINB - GLÆSIL. Nýkomið glæsil. nýtt einb. m. innb. bíl- skúr samtals ca 240 fm. Fráb. útsýni og staðs. Húsið selst uppsteypt. Ath. útsýni eins og það gerist best á höfuðborgar- svæðinu. Arkitekta teiknað. Afh. strax. Verð 15,3 millj. ÞRASTARÁS 39 - HF - PARH. Nýkomið í sölu mjög vel skipulagt parh. með innb. bílskúr samtals um 226 fm. Eignin afhendist í núverandi ástandi, það er málað og tilbúið til innréttingar. 3-5 herb., tvö baðherb. Frábærar útsýnis- svalir. Tilbúið til afh. Áhv. 9 millj. húsbr. Uppl. á skrifstofu Hraunhamars. ÁSLANDSHVERFI Hafnarfjörður, nýjar íbúðir, frábær útsýnisstaður ÞRASTARÁS 73 - HF. - NÝTT FJÖLB. Til hamingju Páll Veigar 1 árs Hóll óskar pabba, mömmu og Páli Veigari til hamingju með nýju íbúðina á Hringbraut átt Sibba að tengdaföður. Hann var maður samkvæmur sjálfum sér og var fús að hjálpa þegar á þurfti að halda. Börnin mín kveðja kæran afa og sakna hans mikið. Þær verða öðruvísi ferðirnar upp á land þegar afi Sibbi er ekki lengur til staðar. Þá er gott að eiga góðar minningar í hugskoti. Ég þakka samfylgdina og fel Sibba í Drottins hendur. Steingrímur. Sigurberg skildi við í hægu andláti á heimili sínu laugardag síðustu viku. Hann hafði háð óvægna baráttu við sjúkdóm sinn í eitt ár. Þessa baráttu tók hann eins og öll verkefni sem þarf að vinna, aldrei að gefast upp, alltaf er von, verkinu þarf að ljúka. Sigurberg var einstaklega iðinn maður, vaknaði alltaf snemma, það var nóg að gera, dytta að húsinu, smíða hillur og aðra hluti. Um helgar var líka vaknað snemma en þá leyfði hann sér að fá sér hádegisblund. Sig- urberg var fæddur á Sauðárkróki og ólst þar upp í systkinahóp. Hann lærði húsasmíði 18 ára gamall og flutti í Kópavoginn þar sem hann bjó síðan. Hann hafði skagfirskt blóð í æðum, hélt hesta til margra ára, fór með vísur og söng í góðra vina hópi. Lund hans var létt og hann var stað- fastur. Ég kynntist Sigurberg 1982 er ég kom sem tengdasonur inn í fjölskyld- una. Þá var aðaltómstundagaman hans hestamennska og ég minnist elju hans við að sinna hestunum kvölds og morguns hvern einasta dag. Á sumrin var heyjað, slegið með orfi og ljá, rifjað með hrífu og heyfeng- urinn bundinn og fluttur í hlöðu. Hann var búmaður, veiddi silung, ræktaði kartöflur, tók slátur, tíndi ber og síðustu árin fékkst hann við að steikja flatkökur eldsnemma á morgnana. Við skiptumst iðulega á flatkökum og brauðbollum sem ég bakaði. Hann var þrotinn kröftum laugar- dag síðustu viku. Eftir hádegi fékk hann sér sinn síðasta hádegisblund. Minningin um atorkusaman og góðan mann lifir. Sigurður Baldursson. Þeim fækkar ört vinnufélögunum sem maður kynntist um miðja síðustu öld. Nú er Sigurberg Sigurðsson vin- ur minn fallinn frá, hann bognaði aldrei en féll með reisn. Mér finnst oft að lífið sé röð af til- viljunum. Sumarið 1949 fór ég frá Siglufirði inn í Skagafjörð til að vinna við smíðar. Þar kynntist ég Sigur- bergi, sem þá var 18 ára nemi, okkur var falið að setja þök á nokkur hús og einnig að glerja þau. Við unnum við þetta verk í tvo mánuði. Þessi sam- vinna okkar varð strax mjög góð og hef ég aldrei kynnst 18 ára unglingi jafn harðduglegum og ósérhlífnum. Þegar þessu verkefni lauk fór ég til Siglufjarðar aftur og lauk þar mínu námi, en Sigurberg var áfram á sín- um heimaslóðum. Svo liðu fimm ár og ég var kominn til Reykjavíkur að leita mér að at- vinnu. Þá hitti ég Sigurberg af tilvilj- un, þar sem hann var að vinna við húsbyggingu ásamt tveimur öðrum sem ég þekkti líka. Þetta urðu fagn- aðarfundir og Sigurberg sagði: „Þú kemur í flokkinn til okkar.“ Þetta varð upphaf þess tímabils sem nú er að ljúka. Við Sigurberg unnum mjög oft saman eftir þetta, stundum með nokkrum hléum. Oft unnum við sam- an tveir og þá stundum við erfið verk uppi á þökum, við erfið skilyrði. Aldr- ei bar skugga á okkar samstarf, við áttum gott með að koma okkur saman um hlutina. Oft skiptum við með okk- ur verkum. Þegar við vorum tveir og ef verkin voru misjafnlega erfið, þá brást það ekki að Sigurberg gekk beint í verra verkið. Sigurberg var mjög skapgóður og hrókur alls fagn- aðar á mannfundum og oft var glatt á hjalla í kaffitímum. Ekki vil ég gleyma gestrisni þeirra hjóna því alltaf var tekið fagnandi á móti manni og sest að veisluborði. Við Stella þökkum þeim hjónum fyrir alla vinsemdina í gegnum árin og vottum aðstandendum samúð. Jörgen Berndsen. FRÉTTIR ALÞJÓÐASKRIFSTOFA háskóla- stigsins og Fulbright-stofnunin gangast fyrir kynningarfundi um nám í Bandaríkjunum, þriðjudag- inn 1. október nk. Fjallað verður um allt sem nem- endur þurfa að vita áður en þeir hefjast handa við að sækja um há- skóla í Bandaríkjunum, þ.m.t. ýmsa styrki sem Íslendingum standa til boða, möguleika í stúd- entaskiptum, framkvæmd staðl- aðra prófa á Íslandi, reglur Lána- sjóðs íslenskra námsmanna og þjónustu SÍNE, svo fátt eitt sé nefnt. Nemendur sem stundað hafa nám í Bandaríkjunum segja frá reynslu sinni. Fyrirspurnartími verður í lok fundarins. Kynningarfundurinn verður haldin í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst hann klukkan 16. Kynning á námi í Bandaríkjunum alltaf á þriðjudögumHEIMILI/FASTEIGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.