Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á STUTTUM tíma með smámillibili hafa sjónvarpsfréttamenn komið með fréttir af minnkandi verslun og samdrætti. Þegar þessar fréttir eru, eru jafnhliða sýndar myndir frá Laugavegi og í baksýn fréttamanna eru eignir á Laugavegi. Það bregst ekki að í þessum fréttum er ávallt hallað réttu máli og einnig eru þess- ar fréttir illa framsettar. Það er sam- dóma álit þessara fréttamanna að verslun hafi dregist mest saman á Laugavegi og er þá Bankastræti meðtalið. Einnig eru sýndar myndir af eignum sem eru til sölu og ýjað að því að þessar eignir séu til sölu vegna þess að þar sé engin verslun lengur, eigendur séu hreinlega að flýja þessa örbirgð sem verslun á Laugavegi sé. Þá hefur og líka verið viðtal við konu, verslunareiganda á Laugavegi, sem tjáði sjónvarps- fréttamanni að hjá henni væri bara ekkert að gera og hún yrði bara að fara í góðan kjarna. Kona þessi var nýtekin við versluninni og hafði enga viðmiðun eða reynslu í rekstri versl- ana. Það mætti halda að þessir frétta- menn væru fengnir til þessa villandi fréttaflutnings af stórri verslunar- miðstöð sem hefði áhyggjur af eigin velgegni og minnkandi viðskiptum. Aðal verslunargötur miðborgarinnar eru eins og allir vita samsettar af sjálfstæðum húsum og meirihluti húsanna eru í eigu einstaklinga og eða minni fyrirtækja. Í miðbænum hafa flestir góða sölumöguleika á eignum sínum og er afar eðlilegt að eignir gangi þar kaupum og sölu, enda hafa margir keypt verslunar- húsnæði þar sem fjárfestingarkost. Ýmsir hafa verið með verslanir í mið- bænum en síðan einnig opnað aðrar verslanir með sömu vörur og sömu merki í Kringlunni og einnig líka sumir í Smáralindinni. Undanfarið hefur verið talað um samdrátt í verslun, þetta er ekki samdráttur það eru bara alltof margar verslanir, sömu aðilar halda að endalaust sé hægt að bæta við og það eru sumir af þessum aðilum sem hafa neyðst til að selja t.d. eignir á Laugavegi. Það má koma skýrt fram að sé farið á Netið mbl. fasteignir geta allir séð að nokkur hundruð fermetrar af versl- unarhúsnæði eru boðnir til sölu í Kringlunni, af hverju kom það aldrei fram í áðurnefndum fréttaflutningi. Það má og einnig koma fram að sennilega hafa fleiri verslanir orðið gjaldþrota í Kringlunni heldur en í miðborginni allri frá þeim tíma að Kringlan opnaði. Mörg þessara gjaldþrota hafa verið stór og það síð- asta nú nýverið er mönnum enn í fersku minni. Miðborgin verður alltaf aðalversl- unarkjarninn þrátt fyrir villandi fréttaflutning sjónvarpsfréttamanna og fréttatilkynninga frá Kringlunni um aukinn komufjölda gesta. Það hefur verið mikil aukning fólks í mið- borgina og verslun með miklum ágætum. Í miðborginni eru flestar verslanir með sömu eigendur til margra ára og eru ekki á undan- haldi. Við bjóðum alla velkomna allt- af í miðbæinn. SÍMON S. WIIUM, verslunarmaður við Bankastræti. Rangur fréttaflutn- ingur um verslun í miðborginni Frá Símoni S. Wiium: VIÐ eigum dóttur sem eitt sinn var íþróttakona í blaki og með íslenska landsliðinu keppti hún fyrir Ís- lands hönd á erlendum vettvangi. Svo kom það reiðarslag að hún greindist með MS sjúkdóminn og var þá hughreyst með því að fyrst sjúkdómurinn byrjaði á þann máta, sem hann gerði hjá henni, mundi hann ekki ganga það langt að hún myndi lamast og þurfa á hjólastól að halda. Hún var í góðri vinnu, með góð laun og af þeim greiddi hún sína skatta og skyldur til sam- félagsins. En svo kom að því að hún varð að hætta að vinna. Hún hafði að sjálfsögðu greitt til síns stéttarfélags og hefur fengið greiðslur úr sjúkrasjóði þess, af þeim hefur samfélagið líka fengið sinn skerf svo sem vera ber. Nú er hinsvegar svo komið að hún þarf á mikilli hjálp að halda en þá er henni ofaukið og enginn stað- ur sem henni og þeim sem líkt er ástatt fyrir er til reiðu. Að því er sagt er stafar það af peningaleysi til heilbrigðisþjónustu og til vel- ferðarmála yfirleitt, sbr. þegar flytja átti heim heilaskertu sjúl- ingana af Landakoti ekki alls fyrir löngu. Maður hlýtur því að spyrja hverju það sætir, að dag eftir dag heyrir maður í fréttum fjölmiðla um allskonar ferðir embættis- og stjórnmálamanna út um allan heim, sem okkur hinum almenna borgara finnst hreint ekki að séu bráðnauðsynlegar. Og í öllu þessu fréttaflóði dags daglega heyrir maður um svo svim- andi háar upphæðir sem eiga að fara í allskonar bruðl og fáránleika, en sem bætt gætu úr þörf margra þeirra sem þurfa á hjálp og sama- stað við sitt hæfi að halda. Við vilj- um með þessu greinarkorni vekja athygli á því ófremdarástandi sem er í þessum málum og hvetjum fleiri til að gerast málsvarar þess fólks sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON, GUÐRÚN ALBERTSDÓTTIR, Víghólastíg 17, Kópavogi. Úti í kuldanum þegar heilsan bilar Frá Rögnvaldi Rögnvaldssyni og Guðrúnu Albertsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.