Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 31 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR FRIÐRIK SIGURÐSSON listmálari, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðju- daginn 1. október kl. 15.00. Sólveig Benedikta, Pétur Friðrik Pétursson, Áslaug Ágústsdóttir, Helga Lóa Pétursdóttir, Pétur Arnar Pétursson, Anna Pétursdóttir, Steinn Logi Björnsson, Bergljót Ylfa Pétursdóttir, Gunnar Gunnarsson, Katrín Ýr Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR ELÍSSON, Þórustíg 9, Ytri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 1. október kl. 14.00. Kristín Þórðardóttir, Óskar Guðmundsson, Vilborg Þórðardóttir, Jón Þórðarson, Guðríður Vilmundsdóttir, Steinþór Þórðarson, Lilja Guðsteinsdóttir, Margrét Þ. Þórðardóttir, Gunnar Oddur Sigurðsson, Hilmar Sigurðsson og afabörnin. Faðir minn, tengdafaðir, afi og systursonur, TÓMAS ÍSFELD, Skólavegi 25, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 1. október kl. 13.30. Stefán Ísfeld, Kristín Sveinsdóttir, Bjarki Stefánsson, Arnar Stefánsson, Hrafnhildur Tómasdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HJÖRTUR JÓNSSON kaupmaður, Haukanesi 18, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 30. september kl. 15.00. Þórleif Sigurðardóttir, Jón Hjartarson, María Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Hjartarson, Edda Sigríður Sigfúsdóttir, Gunnar Hjartarson, Sigríður Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Anna GuðbjörgJónsdóttir fædd- ist á Blönduósi hinn 19. mars 1926. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi 23. sept- ember síðastliðinn. Móðir hennar er El- ínborg Guðmunds- dóttir, f. 8. sept. 1903 frá Kringlu, búsett nú á elliheim- ilinu á Blönduósi. Faðir hennar var Jón Einarsson, f. 13. sept. 1895, d. 1. apríl 1968, frá Þverá í Norðurárdal. Anna var gift Hilmari Snorra- syni og áttu þau einn son, Jón Stefni, f. 15. maí 1949. Dætur hans eru Anna Björk, á hún einn son; og Jóhanna Ella, maki Jón Már, eiga þau einn son. Anna og Hilm- ar slitu samvistum. Anna giftist hinn 28. nóv. 1953 Jóni Trausta Kristjánssyni frá Efrimýrum, d. Snær. 3) Guðmundur Einar Traustason, f. 24. mars 1964, maki Þeba Björt Karlsdóttir, eiga þau soninn Eystein Sölva. 4) El- ísabet Anna Traustadóttir, f. 7. sept. 1967, maki Sigfús Scheving Sigurðsson, eiga þau eina dóttur, Margréti Líf, einnig á Elísabet dótturina Eydísi Ósk Einarsdótt- ur. 5) Fósturdóttir Hanna Edda Halldórsdóttir, f. 15. sept. 1958, maki Jón Egill Sveinbjörnsson, eiga þau eina dóttur, Hönnu Dóru. Anna eða Stella eins og hún var oftast kölluð bjó öll sín ár á Blönduósi. Lengst af bjó hún á Brekkubyggð 4, en hin síðari ár á Flúðabakka 3. Starfaði Stella um tíma á símstöðinni á Blönduósi, einnig vann hún til fjölda ára í mötuneyti fyrir sláturfélagið á Blönduósi. Seinni árin sem hún vann starfaði hún sem landpóstur ásamt manni sínum Trausta. Eftir lát hans tók sonur þeirra Guð- mundur við starfi hans. Stella lét af störfum á árinu 1993 . Einnig var hún í kvenfélaginu á Blöndu- ósi og sinnti þar ýmsum störfum. Útför Stellu fer fram frá Blönduóskirkju á morgun, mánu- daginn 30. september, og hefst at- höfnin klukkan 14. 21. júlí 1993 eftir langvarandi veikindi á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi. Börn þeirra eru 1) El- ínborg Ingibjörg Traustadóttir, f. 29. sept. 1954, fyrrver- andi maki Lúther Hróbjartsson, börn þeirra eru Hróbjartur Lúthersson, maki Anna Rósa Þórðar- dóttir, eiga þau tvær dætur; Jón Trausti Lúthersson, maki Vala Kolbrún Reynis- dóttir, eiga þau tvo syni; Svava Halldóra Lúthersdóttir, á hún einn son. Seinni maður Elínborg- ar er Elvar Berg Hjálmtýsson, börn þeirra eru Elvar Berg, Gréta Björk og Helga Katrín. 2) Ragn- hildur Bjarney Traustadóttir, f. 3. des. 1960, maki Stefán Arnar Þór- isson, börn þeirra eru Þórhildur Katrín, Arnar Freyr og Halldór Elsku mamma, tengdamamma og amma. Í dag er kistulagningin og þá fyrst munum við átta okkur á því að þú ert farin, á morgun jarðarförin. Við kveðjum þig með þessum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við biðjum fyrir langömmu sem nú sér á eftir einkabarni sínu. Farðu í friði, elsku mamma, tengdamamma og amma. Ragnhildur, Stefán, Þórhildur Katrín, Arnar Freyr og Halldór Snær. Elsku (fóstur) mamma og amma. Það er erfitt að átta sig á því að þú sért farin frá okkur, stutt er síðan þú varst hér í Mosfellsbænum. Hittum við þig þá og fórum með þig í sunnu- dagsbíltúr upp á Þingvöll og Nesja- velli. Þetta var skemmtilegur dagur fyrir okkur öll. Munum við geyma hann vel í minningu okkar sem og alla aðra góðar stundir sem við höfum átt með þér. Elsku mamma og amma, vonum við að þér líði sem best á þínum nýja stað. Nú hittir þú alla þína ástvini og aðra góða vini sem farnir voru á und- an þér. Veit ég að þeir munu taka vel á móti þér. Elsku amma mín, ég veit að það er erfitt fyrir þig að sjá á eftir einkadótt- ur þinni, megi góður guð gefa þér, systkinum mínum og fjölskyldum þeirra styrk á þessum erfiðu stund- um. Guð geymi þig, elsku mamma, og blessuð sé minning þín. Edda, Jón Egill og Hanna Dóra. Það ræður enginn sínum nætur- stað, var fyrsta hugsun mín snemma morguns hinn 23. september síðast- liðinn þegar Vala mín hringdi grát- andi og sagði: Hún Stella mín er dáin. Þessi nýliðna helgi var einkennileg, Vala lét bíða eftir sér á laugardags- morgni, en var fyrirgefið strax þegar hún sagðist hafa farið til Stellu snemma um morguninn vegna þess að hún væri svo veik og nú væri hún komin út á sjúkrahús. Ég ákvað að fara og sitja hjá henni meðan jarð- sunginn væri eiginmaður Ástu vin- konu hennar eftir hádegið á laugar- deginum, vissi sem var að honum hefði Stella ætlað að fylgja síðasta spölinn. Hún svaf þegar ég kom, en vaknaði skömmu seinna og var þá úrill yfir að geta ekki frestað þessum veikindum. Ég hlúði að henni, bað hana að sætta sig við orðinn hlut og hjálpaði henni að rísa svo upp í rúm- inu að hún sæi líkfylgdina þegar hún kom yfir brúna. Lofaði henni að tala það sem hún vildi, þagði annars, því henni var svo þungt fyrir brjósti. Svo leið stundin, Gísli kom upp og sótti mig, kom inn til okkar og tók utan um hana. Við kvöddum hana svo, grun- laus um að við sæjum hana ekki aftur á lífi. Vala var svo að vitja hennar af og til á sunnudeginum. Sagði hún að Stella væri aðeins betri, en um nótt- ina kvaddi hún þessa veröld. Hún Stella var svo árum skipti konan í húsinu við hliðina á mömmu og pabba. Þegar þau breyttu til og fluttu í íbúðir fyrir aldraða flutti hún líka og enn var hún við hlið þeirra. Henni varð það því töluvert áfall þeg- ar orð og gjörðir misviturra manna urðu til þess að foreldrar mínir fluttu sig um set, fyrst innanbæjar á Blönduósi og síðan vestur á Þingeyri. En huggaði sig við að það væri önnur Valgerður sem hlypi í skarðið og átti þar við elstu dóttur mína. Mínum börnum reyndist hún ein amman af mörgum sem þau eiga, sérstaklega þó Árnýju. Afmæli, ferming, skírn, gift- ing, alltaf fygldist Stella vel með. Fastaheimsókn einu sinni á ári til fleiri ára var til Gísla, með skatta- pappírana sína í stórum plastpoka eða möppu, og þar með sagðist hún ekki hafa frekari áhyggjur af þeim. Margt fleira kemur upp í hugann frá liðnum tíma. Nú kveðjum við hana í síðasta sinn, fjölskyldan á Efrimýr- um, á fimmtugsafmælinu mínu, og þökkum henni af öllu hjarta allt það sem hún var okkur. Biðjum góðan guð að vaka yfir aldraðri móður henn- ar, börnun, tengdabörnum og barna- börnum sem nú sakna hennar sárt. Þeirra er missirinn mestur. Halla Jökulsdóttir, Efrimýrum. Elsku Stella mín er dáin. Þegar ég vaknaði í morgun sat mamma við rúmstokkinn minn og sagði mér að þú hefðir dáið þá um nóttina. Ég gat varla trúað því, því að mér var sagt að þú værir að hressast af veikindum þínum. En sú varð ekki raunin. Ég man eftir fjölda jóla sem ég gat glatt þig með einhverju sem ég hafði búið til sjálf. Sama hvort það var teiknað eða saumað eða hvað sem er. Fyrstu myndina sem ég saumaði handa þér þegar ég var sex ára hafðir þú alltaf uppi á vegg, því að þér fannst hún svo falleg. Jól eftir jól settirðu myndinar sem ég gaf þér upp í réttri röð og sást þá mjög vel hversu mér hafði farið fram í að sauma. Þó svo að ég yxi úr grasi héldu myndirnar áfram að koma hver jól. Ég reyndi alltaf þegar ég gat að koma að heimsækja þig, þó ekki eins oft og ég vildi. Í einni heim- sókn minni sem fleirum fékk ég skammir fyrir að hlýða ekki skipun- um lækna og hlífa fótunum á mér vegna meiðsla. Þú sagðir alltaf við mig að ég ætti ekki nema eitt par af fótum og ég ætti að fara vel með þá. Núna sit ég á rassinum og bíð eftir að- gerð. Hafði ætlað mér í heimsókn en nú er það erfiðara. Ég mun ávallt geyma í hjarta mér hversu góð þú varst við mig og alla mína fjölskyldu. Elsku Stella mín, ég sakna þín. Elsku Elínborg, Lísa, Guðmundur, Ragnhildur og Jón Stefnir og fjöl- skyldur, megi guð vernda ykkur og vera ykkur stoð í sorginni. Árný Sesselja, Efrimýrum. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Söknuðurinn er sár þú kvaddir svo snögglega, en það auðveldar að vita að þannig vildir þú fara. En ég á eftir minningarnar um vinkonu sem gaf mér svo mikið, bara með því að vera til og þykja vænt um mig, takk fyrir það allt, elsku gamlan mín. Mömmu hennar, börnunum og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Valgerður Gísladóttir. ANNA G. JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.