Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Einkennilegheitin sembúa í því fyrirbærisem fegurð-arsamkeppni er náðu nýjum hæðum nýverið í tengslum við hugsanlega þátttöku fulltrúa Íslands í keppninni Miss World. Keppnin verður haldin í Nígeríu hinn 30. nóvember og eins og komið hefur fram í fréttum hafa fegurð- ardrottningar nokkurra landa lýst yfir að þær hygg- ist sniðganga keppnina. Með þessu vilja þær mótmæla dómi yfir Aminu Lawal, ungri nígerískri konu, þess efnis að hún skuli grýtt til bana fyrir að hafa eignast barn utan hjónabands. Um- ræddar fegurðardrottningar ætla ekki að taka þátt í keppninni nema dauðadómn- um verði hnekkt, að því er kemur fram á vefsíðu Reu- ters-fréttastofunnar, en þar segir einnig að afstaða feg- urðardrottninganna sé farin að valda stjórnvöldum í Níg- eríu áhyggjum, enda hafi hún vakið heimsathygli. Nígeríska utanríkisráðu- neytið hefur séð ástæðu til að senda frá sér frétta- tilkynningu, sem birt er á heimasíðu Miss World, þar sem tekið er fram að æðri dómstig eigi eftir að taka mál Aminu fyrir. Hótanir áðurnefndra fegurðardrottn- inga eru greinilega farnar að hafa áhrif og ljóst er að fegurðardrottningar ann- arra þjóða hafa raunveru- legt tækifæri til að hafa áhrif á stöðu mannréttinda í Nígeríu með því að bætast í hóp þeirra sem hyggjast sniðganga keppnina. Fulltrúi Íslands í Miss World kemur úr keppninni Ungfrú Ísland.is, en í frétt- um Ríkisútvarpsins fyrir skömmu kom fram að ekki væri unnt að svara því hvort fulltrúi Íslands tæki þátt eða sniðgengi keppnina þar sem aðstandendur keppn- innar Ungrú Ísland.is væru í sumarfríi á Spáni. Á laug- ardaginn fyrir viku sagði frétt í Morgunblaðinu að ,,forsvarsmenn keppninnar Ungfrú Ísland.is munu ákveða“ innan skamms hvort fulltrúi keppninnar verði sendur til þátttöku í Miss World. Ég staldraði rækilega við þessar fréttir. Mér fannst vægast sagt einkennilegt að fegurðardrottningin skyldi ekki sjálf taka ákvörðun um hvort hún sniðgengi keppn- ina. Jafnframt þótti mér skrýtið að það væri í alvör- unni greint frá því op- inberlega að aðstandendur keppninnar tækju slíka grundvallarákvörðun fyrir hana. Nóg hamra þessir sömu aðstandendur á því að sú stúlka sem valin er Ungfrú Ísland.is þurfi að hafa mikla andlega kosti ekki síður en líkamlega. Samt er þeirri stúlku sem valin er á grundvelli per- sónuleika síns ekki treyst til að nota þennan sama per- sónuleika, og þá dómgreind sem er órjúfanlegur hluti af honum, þegar á reynir. Að manni sækir sá grunur að sá málflutningur aðstandenda Ungfrú Ísland.is að sig- urvegari keppninar sé ekki síst valinn á grundvelli per- sónuleika síns, sé innantómt hjal sem hefur þann eina til- gang að láta tímaskekkjuna fegurðarsamkeppni líta að- eins skárr út í nútíma- samfélagi. Í áðurnefndri frétt í Morgunblaðinu kem- ur einnig fram að sú stúlka sem ber titillinn Ungfrú Ís- land.is hafi ekki þátt- tökurétt í Miss World vegna mynda sem birtust af henni í tímaritinu Playboy. Stúlk- an sem varð í öðru sæti má heldur ekki keppa af því að hún á barn. Því er það stúlkan sem varð í þriðja sæti sem á þátttökuréttinn. Aðstandendur keppninnar Ungfrú Ísland.is stæra sig meðal annars af því að vera nútímaleg keppni þar sem keppendur ,,mega“ eiga börn og þeir setja heldur ekki fyrir sig að stúlkur sem starfað hafa sem fyrirsætur hafi í einhverjum tilfellum verið myndaðar berbrjósta. Þessi nútímalega keppni er samt ekki nútímalegri en svo að hún sendir fulltrúa sína í keppni sem með þátt- tökuskilyrðunum gefur út þau skilaboð að ungar konur verði að vera því sem næst hreinar meyjar til að geta talist fallegar (að minnsta kosti á ekki að vera hægt að sanna neitt á þær). Ekki er enn búið að ákveða hvort fulltrúi Íslands taki þátt í Miss World. En aðstandendur Ungfrú Ís- land.is láta sennilega heyra í sér fljótlega. Og vonandi hafa þeir vit á að láta kepp- andann sjálfan greina frá ákvörðuninni. Elva Dögg Melsteð lýsir þeirri eindregnu skoðun sinni í ágætum pistli á vef- ritinu Tíkinni (www.tikin.is) að fulltrúi Íslands eigi að sniðganga keppnina verði dómnum yfir Aminu Lawal ekki hnekkt. Elva Dögg seg- ir að sumar fegurðardrottn- ingarnar sem ætla að mæta til leiks réttlæti afstöðu sína með því að segjast munu berjast fyrir réttindum Am- inu á staðnum. Elva Dögg hefur sjálf reynslu af um- ræddri keppni, en hún bar titilinn Ungfrú Ísland.is árið 2000 og keppti þá í Miss World fyrir Íslands hönd. Í pistlinum segir hún það tóma óskhyggju af hálfu til- vonandi keppenda að þær geti nokkuð gert til að hjálpa Aminu þegar til Níg- eríu er komið. ,,Keppendur fá varla að fara sjálfir á kló- settið nema í fylgd með gæslumönnum hvað þá að tjá sig um viðkvæm mál á borð við þetta,“ segir Elva Dögg. Aðstandendur fegurð- arsamkeppna tala gjarnan um að fegurðardrottningar séu fyrirmyndir. Það er ým- islegt til í því, litlir strákar halda gjarnan upp á fót- boltakappa og litlar stelpur líta upp til fegurðardrottn- inga. Ef fegurðardrottning verður litlum stelpum góð fyrirmynd, þá er það óneit- anlega einn plús í kladdann fyrir hið annars ein- kennilega fyrirbæri fegurð- arsamkeppni. Svo er það auðvitað álitamál hvað felst í því að vera góð fyrirmynd. Það væri ekki svo lítilsverð lexía að sýna í verki hvað samstaða og mótmæli geta haft mikil áhrif á líf fólks og framgang mála í heiminum. Nú gefst aðstandendum Ungfrú Ísland.is gullið tæki- færi til að sýna fram á að keppnin sé í raun það sem hún segist vera. Hvort er meira í anda ,,nútímalegrar“ fegurðarsamkeppni, að senda fulltrúa til þátttöku í ,,gamaldags“ fegurð- arsamkeppni með öllu sem því fylgir, eða að taka þátt í aðgerð gegn mannréttinda- brotum sem byggist á sam- stöðu fegurðardrottninga víðsvegar um heim og virð- ist þegar farin að skila ár- angri? Það verður spennandi að sjá hvað keppnin Ungfrú Ís- land.is stendur í raun og veru fyrir. Boltinn er hjá þeim. Morgunblaðið/Jóra Breytt viðhorf til fegurðar? Þ AÐ voru nú engar svona konur í bláa lóninu,“ sagði kunningi minn við útlendan ferðafélaga okkar og hló við áður en góðlát- legt brosið dó út á vörunum andspænis spyrjandi augnaráði okkar kvennanna sem vorum að enda við að koma upp úr lóninu með honum. „Eða ég meina “, sagði kunninginn aftur og reyndi að klóra í bakkann þar sem við stóðum átta manna hópur karla og kvenna yfir kynn- ingartímariti um Reykjanes í anddyri Bláa lónsins. Myndin sem prýddi forsíðu tímarits- ins var líka of góð til að vera sönn. Bláa lónið í allri sinni dulúð og þrjár ljóshærðar fegurð- ardrottningar í því miðju. Þessi dálítið óheppi- lega tilraun hans til að afhjúpa þær ímyndir sem bornar eru fyrir túrista var þó allra góðra gjalda verð, og kannski ágætis tilbreyting frá því viðmóti sem okkur hættir til að sýna þeim útlendingum sem hingað koma, forvitnir og spyrjandi um land og þjóð. Þá erum við oft fljót að gangast við þjóð- arklisjunum, við fyllum ís- skápinn af hákarli og brennivíni, lýsum und- ursamleika íslenska vatns- ins, merkum sagnaarf- inum, hreinleika íslenska lambakjötsins, og flestir spila út aðaltrompi íslenskrar ferðaþjónustu og lýsa hinni einstöku og hreinræktuðu fegurð íslenskra kvenna. Þannig gerumst við nokkurs konar sjálfskipaðir boðberar sannleika sem er kannski hvergi annars staðar til en í ímynd- unarafli þjóðarinnar um sjálfa sig. Þetta ímyndunarafl er jafnframt tjáning á því sem kalla mætti þjóðarvitund eða sjálfsímynd þjóðar. Það var athyglisvert að heyra skilgreiningu Jons Cooks, stjórnanda breska bókmennta- þingsins sem fram fór í Háskólabíói undir yf- irskriftinni Þjóðin, sjálfsmyndin og skáldsag- an í síðustu viku, á breskri þjóðarvitund. „Eitt af því sem gerist með þjóðarvitundir er að þær verða tæki til markaðssetningar í ferðaþjón- ustu. Þær eru notaðar til þess að laða að gesti og ferðamenn. Raunveruleikinn er hins vegar mun margbrotnari og fólkið fjölbreytilegra en þessar ímyndir tjá. Þjóðarvitundin er einhvers konar afleiðsla af hefðbundnum gildum breska heimsveldisins, en þær spurningar sem við stöndum raunverulega frammi fyrir er hvort Bretland sé að taka stakkaskiptum, nú að loknu nýlenduskeiðinu, vegna áhrifa hnatt- væðingar og aðildar að Evrópusambandinu. Það má því spyrja hvort hin einsleita breska þjóðarímynd sé ekki bara eitthvað sem er að- allega að finna í túristabúðum,“ sagði John. Ímáli rithöfundanna sem tóku þátt í bók-menntahátíðinni, þeirra Bernadine Ev-aristo, Ian McEwan, Michele Roberts ogGraham Swift, kom fram að þau umbrot sem átt hafa sér stað í bresku þjóðlífi frá því eftir síðari heimsstyrjöld hafa orðið þeim ríku- leg uppspretta listrænnar skoðunar á átaka- mikilli þróun sem var að breyta bresku sam- félagi til frambúðar. Fjölmenningarlegt samfélag hélt þangað innreið sína og mark- aðist sjöundi áratugurinn af vitundarvakningu fólks um þann margbreytileika sem ný- lendustefnan hafði skilað inn í breskt sam- félag. „Sögulegri kjölfestu og vitund var ógnað fyrir tilstilli nýrra sjónarmiða, hversdagsleik- inn og hið kunnuglega viku fyrir framandleik- anum og sú þjóðlega vitundarmiðja sem áður var til staðar tvístraðist,“ segir m.a. í umfjöll- un Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur bókmennta- fræðings og eins skipuleggjenda hátíðarinnar um bókmenntalegt bakland bresku rithöfund- anna fjögurra sem þar tóku þátt. Samræða bresku höfundanna við fjóra íslenska rithöf- unda, og gesti salarins, var áhugaverð vegna þess að þar mátti glöggt sjá Íslendingar eru rétt að byrja að huga að þáttum sem valdið hafa svo gríðarlegum umskiptum og hug- myndafræðilegu endurmati í Bretlandi á síð- ustu áratugum. Umræða um einsleitni ís- lensks samfélag kom upp og spurðu menn sig hversu tilbúnir Íslendingar væru til að end- urmeta hugmyndirnar um sjálfa sig sem þjóð, og hvort þessar spurningar hefðu skilað sér inn í bókmenntirnar. Spurning Bernadine Evaristo þess efnishvað íslenskir rithöfundar skrifuðu umí öllum þeim bókum sem gefnar eru úthér árlega var verðug og kom ef til vill flatt upp á marga þinggesti. Steinunn Sigurð- ardóttir, einn þátttakenda, hafði sjálf vakið máls á umræðuefninu, þegar hún sagðist öf- unda breska rithöfunda af þeim ríkulegu við- fangsefnum sem er að finna í þeirra marg- brotna samfélagi. Sagði Steinun íslenskt samfélag einsleitt og vék þó fyrst og fremst að einsleitninni sem situr kirfilega í þjóðarvit- undinni þrátt fyrir þá fjölmenningarlegu þró- un sem gætir alls staðar í kringum okkur og fer vaxandi hér á landi. Setti hún fram þá spurningu sem rétt er byrjuð að heyrast í um- ræðu um íslenskar bókmenntir, þ.e. hvenær fáum við að lesa um reynslu þeirra sem ekki falla inní hina einsleitu þjóðarímynd Íslend- ingsins. Hvenær verða raddir og viðhorf inn- flytjenda frá ólíkum menningarsvæðum hluti af bókmenntunum, hluti af þjóðarumræðunni og loks, hvenær fá þessar raddir rúm í eins- leitri þjóðarvitund okkar? Viðbrögðin við þessari spurningu voruað mörgu leyti óvænt og má segja aðþau hafi fært þessa umræðu yfir ánæsta stig. Svör íslensku rithöfund- anna voru hreinskilnisleg þegar spurt var hvers vegna ekki hefði verið fjallað um menn- ingarblöndun milli Íslendinga og bandarískra varnarliðshermanna af afrískum uppruna í ís- lenskum skáldsögum. Sagði Steinunn að ís- lenskir rithöfundar gætu reynt að breikka sjóndeildarhringinn með því að fjalla um per- sónur af ólíku þjóðerni en það væru innflytj- endurnir og blönduðu einstaklingarnir sjálfir sem best gætu tjáð þau ólíku hugmynda- fræðilegu sjónarmið sem fjölmenningarleg þróun í íslensku samfélagi fælu í sér. „Sá rit- höfundur sem ekki fær að skrifa einfaldlega um sín hugðarefni er dauðans matur,“ sagði Steinunn jafnframt og í þessari umræðu kom fram sá áhugaverði flötur að ef menn nálgast bókmentirnar með því viðhorfi að þær eigi að gegna ákveðnu þjóðfélagslegu hlutverki og að rithöfundar eigi að sinna ákveðnum mál- efnum, hljóta þær að deyja út. Því sú „póli- tíska rétthugsun“ sem tjáð er af skyldurækni fremur en skilningi gerir ekkert til þess að fleyta samfélaginu í átt til dýpri skilnings á þeim spurningum sem staðið er frammi fyrir. En eitt hlýtur að vera að lýsa reynslu inn- flytjenda eða flóttamanna frá fjarlægum heimshlutum en hitt að hugsa um þessa reynslu. Til þess að það megi gerast að raddir hinna utanaðkomandi fái að hljóma í íslenskri þjóðar- og menningarumræðu verðum við að veita þeim rúm í sjálfsmynd þjóðarinnar, og það kallar á gagnrýni og endurmat á eigin þjóðarvitund. Eða eins og Steinunn Sigurð- ardóttir orðaði það eftirminnilega í umræðum á bókmenntahátíðinni „Ég held að vandinn liggi í því að Íslendingar hafa hreinlega ekki haft áhuga á reynslu þessa fólks. Það er ljótt að segja en ég held að við höfum aðeins áhuga á sjálfum okkur, en ekki því sem kemur að ut- an.“ Bókmenntirnar og þjóðarvitundin Morgunblaðið/Þorkell Steinunn Sigurðardóttir sagðist öfunda breska rithöfunda af þeim ríkulegu viðfangsefnum sem er að finna í þeirra margbrotna samfélagi. AF LISTUM eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Birna Anna á sunnudegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.