Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÖG/LAYERS er yfirskrift mál- verkasýningar sem Sigtryggur Bjarni Baldvinsson heldur í Aust- ursal Gerðarsafns og lýkur í dag. Þar sýnir hann olíumálverk sem unnin eru á síðastliðnum fjórum ár- um og endurspegla ákveðið ferli í myndlist hans. Sýningunni lýsir Sigtryggur sem nokkurs konar tækifæri til að staldra við og setja það í samhengi sem hann hefur verið að gera und- anfarin fjögur ár. „Sýningin er sett saman með stærð salarins í huga og sýni ég þar stakar myndir, brot úr myndröðum og sýningum sem ég hef haldið. Í verkunum vinn ég mjög á mörkum hlutbundinnar og óhlutbundinnar málaralistar og hefur sú vinna að því er virðist þróast hjá mér í tvær andstæðar áttir. Annars vegar eru verk mín af- strakt á að líta, en hins vegar eru þau natúralískari í raun, það er sannari fyrirmyndinni.“ Elsta málverkið á sýningunni er frá árinu 1999 og nefnist Stór rönd- óttur merlandi sjór. „Þetta er ein af þremur myndum á sýningunni úr stærri röð verka þar sem unnið er með sjávarfleti og afleidda hluti. Ég vann ofangreint verk eftir ljósmynd af merlandi sjávarfleti í sólskini, og reyndi að finna leið til þess að koma viðfangsefninu skipulega á strig- ann. Í tilrauninni til að tjá þessa sýn notaði ég ýmis óhlutbundin meðul, s.s. rendur og doppur. Það er nefni- lega útilokað að gera mynd af sjó en maður getur gert gott málverk sem er byggt á þeim tilraunum,“ segir Sigtryggur og bendir á verk- ið, sem skilar áhrifum viðfangsefn- isins á áhrifaríkan hátt. Á sýningunni í Gerðarsafni er einnig að finna þrjú verk af sýningu sem Sigtryggur hélt í Hallgríms- kirkju og nefndist „Í minningu Rothko og leitarinnar að hinu ósegjanlega“, en í verkunum eru spurningar um trúarleg viðmið í listum kannaðar. Nokkrar myndir kennir Sigtryggur við „bróderí“, en þar hefur vísun hans í hið „express- jóníska krass“ 20. aldar málverks- ins orðið að nokkurs konar bróderíi í forgrunni myndflatarins. „Ég vitna talsvert í listasöguna í mínum verkum, sérstaklega bandaríska af- strakt expressjónismann. Þar finnst mér málverkið að mörgu leyti hafa náð hátindi. Það er hins vegar nán- ast útilokað fyrir samtímamálara að gangast inn á þeirra að- ferðafræði, þó svo að sjónræna nið- urstaðan sé einhver sú magnaðasta sem listasagan hefur gefið okkur hefur heimurinn breyst og afstaðan til málverksins sömuleiðis. Vís- anirnar í verkum mínum eru virð- ingarvottur en ekki háð á hefðina en sú afstaða sem ég tek fyrst og fremst í verkunum er að fara eins langt með hið sjónræna gildi og hægt er,“ segir Sigtryggur. Nýjustu verkin á sýningunni eru úr röðinni Treemix-remix sem lista- maðurinn sýndi í Englaborg við Flókagötu, sem er jafnframt heimili hans. „Þessi verk endurspegla það sem ég er að fást við núna. Við- fangsefnið er trjálaufið sem kemur fram á vorin, nokkurs konar líf- sprenging sem ég reyni að fanga. Þar nota ég tölvuforritið Photoshop til að skissa. Forritið vinnur eig- inlega í lögum, og er það eins og hannað fyrir mig, því mín málverk eru unnin í lögum. Þessi skissuað- ferð opnaði mér marga möguleika til að þreifa mig áfram með mótífið sem upphaflega er fangað á ljós- mynd. Niðurstaðan er mjög sönn upprunalega mótífinu en áhrifin eru mjög afstrakt. Þetta eru þær slóðir sem ég ætla að dvelja dálítið við á næstunni,“ segir Sigtryggur Bjarni að lokum. Sýningunni Lög/Layers lýkur í dag og er Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn opið milli kl. 11 og 17. Hið sjónræna verkefni Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sigtryggur Bjarni Baldvinsson leggur áherslu á hið sjónræna gildi. JÓNAS Bragi á orðið langan feril að baki í glerlist sinni. Eftir nám við skúlptúrdeild MHÍ hélt hann til Englands þar sem hann var við nám í Surrey og við listaháskólann í Edinborg. Hann var fljótt lofandi glerlistamaður, til dæmis keypti listaháskólinn í Ed- inborg dýran tækjabúnað sérstak- lega vegna náms hans við skólann. Hann hefur haldið fjölda samsýn- inga og einkasýninga og verk hans eru í eigu ekki færri en ellefu þjóðhöfðingja að ónefndum Sir Elton John. Eins og sjá má í Gerðarsafni býður gler upp á ótal nálgunar- aðferðir og úrlausnir. Jónas sýnir 36 verk af ýmsum toga og fyllir sali neðri hæðar. Heiti sýningar- innar, Brim, gefur yrkisefnið til kynna, hann sækir í náttúru hafs- ins en hafið og náttúran hafa verið viðfangssefni Jónasar í gegnum árin. Heildaryfirbragð sýningar- innar kallar fram mynd frosinna augnablika, brimlöður er fryst í tærri mynd, ávöl form öldunnar eru endurtekin á mismunandi hátt. Mjúk ljóðræn form kallast á við glerið sem er ísi líkast. Verkin bera svo til öll nöfn sem tengjast öldum og brimi. Þó nokkur gegn- heil glerverk eru á marmaraplöt- um á stöplum, efnismeðferðin gef- ur til kynna þéttan ís, litur þeirra er bæði hvítleitur og í sumum blár. Sama hugmyndin er notuð í ýms- um myndum, til dæmis eru verk númer 9, 19 og 24 afsteypa af sama mótinu en unnið úr því á mismunandi hátt. Mynd öldunnar sem rís, myndar boga, fellur er kölluð fram. Sjávarlöðrið er svo fyrirmynd glerþynna í römmum í gluggum og á veggjum, bæði glærra og blárra, ein þeirra stend- ur ein og sér á stöpli. Þessi verk hafa mjög skemmtilega áferð, minna svo mikið á tæran ís að mann langar að brjóta mola af og stinga í munninn! Gaman væri að sjá þau í öðrum römmum en þeim þykku og breiðu, dökku römmum sem þarna eru notaðir. Nokkur verk skera sig frá hinum með grænni litanotkun sem vísar til náttúrunnar á landi. Stærsta verk- ið á sýningunni er borð með ramma og fótum úr svartmáluðum massífum viði. Borðplatan er djúp og í henni er glerverk sem minnir strax á brotinn hafís á mynd þýska málarans Caspar David Friedrich frá 1821, Skipsflak Vonarinnar. Yf- ir þessum jakakenndu glerplötum er glær glerplata og verkið í heild ber nafnið Jökull. Eins og um- gjörðin um glerþynnurnar er um- gjörð borðsins þunglamaleg og íþyngir dálítið glerverkinu ofan í plötunni. Stundum er ekki alveg ljóst hvernig skoða á verk sem eru á mörkum listrænnar hönnunar og nútímalistar. Mér finnst við hæfi að líta á verk Jónasar sem list- ræna hönnun og er því mati ekki ætlað að rýra gildi þeirra, heldur þvert á móti forða þeim frá því að vera metin á röngum forsendum. Markmið nútímalistar og listrænn- ar hönnunar eru auðvitað ekki þau sömu. Notagildi listrænnar hönn- unar er fyrst og fremst fagur- fræðilegt en nútímalist sækist m.a. eftir því að vera lifandi og virkt afl í samfélaginu, koma fram með nýj- ar hugmyndir, ögra, velta vöngum, vekja til umhugsunar um lífið og tilveruna í heild. Listræn hönnun gerir þetta aðeins að mjög tak- mörkuðu leyti, ætlunarverk henn- ar er einfaldlega annað, vangavelt- ur hennar snúast frekar um efnismeðferðina sjálfa, form og liti, um nálgunina við efniviðinn. Í þessu samhengi er sýning Jónasar vel heppnuð og skemmtileg sýn- ing, gler er fallegur miðill og Jón- asi tekst vel að sýna fjölbreytileika þess. Í verkum hans má að auki sjá enn eina birtingarmynd ís- lenskrar náttúru. MYNDLIST Gerðarsafn Til 29. september. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17. GLERLIST JÓNAS BRAGI JÓNASSON Að frysta augnablikið Ragna Sigurðardóttir Frá sýningu Jónasar Braga. meistar inn. is HÖNNUN LIST HINN nýi 150 sæta salur Tónlist- arskólans í Garðabæ hefur sennilega verið frágenginn í meira en ár, en þó rekur undirritaðan ekki minni til að hafa hlýtt þar á opinberan tónlist- arflutning fyrr en á þessum tónleik- um. Útlitið var bjart og viðkunnan- legt og minnti á smækkaða útgáfu af Salnum í nágrannabænum fyrir norðan. Aftur á móti kom heyrðin – jafnvel miðað við takmarkaða stærð – fyrir sem óþarflega þurr, og skrif- ast hún líklega á of lága lofthæð. Þó virtist nokkru skárra að sitja aftast í sal en framar. Sigurgeir Agnarsson fer senn að teljast meðal bezt menntuðu knéf- iðluleikara landsins af yngri kynslóð, enda með meistaragráðu frá NEC í Boston upp á vasann – auk fram- haldsnáms við Schumann tónlistar- háskólann í Düsseldorf og þátttöku í fjölda meistaranámskeiða, tónlist- arhátíða og alþjóðahljómsveita. Með honum lék Hannelott Weigelt-Pross dósent í fyrrgreindri námsstofnun í Düsseldorf. Dagkráin var vel upp byggð og tjaldaði fyrst nýklassík, þá nútímaverki, síðan snemmrómantík og loks framsækinni síðrómantík. Efst á skrá var Suite Italienne sem Ígor Stravinskíj samdi upp úr Pulc- inellu (1920), söngvaballettútfærslu sinni á tónlist hins skammlífa ítalska 18. aldar snillings Pergolesis. Bandaríski fiðluleikarinn Samuel Dushkin kvað hafa vakið áhuga Rússans á samleik fiðlu og píanó og mun útgáfan frá 1932 því væntan- lega eldri en píanó/selló-útsetningin. Um það kom þó ekkert fram af tón- leikaskrá frekar en um önnur verk kvöldsins. Sigurgeir lék hér blað- laust eftir minni og var útfærsla þeirra Hannelott drifmikil og snörp þegar frá upphafi í seiðandi tylli- dagsgöngulagi Introduzione-þáttar- ins. Píanóleikurinn hljómaði að vísu heldur snöggklipptur og hefði hér sem síðar e.t.v. mátt bæta ögn fyrir ómþurrð umhverfisins með meiri pedalnotkun, sem var almennt mjög sparleg. Serenatan (II.) var fáguð og tvígripin syngjandi falleg, Arían bar sagnadansakenndan frásögublæ, Tarantellan sópaði tápmikil gólf og hinn orkufreki Minuetto e Finale (V.) var leikinn af miklu öryggi, eins og heyrðist vel og skilmerkilega í grjótharðri en skýrri akústíkinni. Solitaire fyrir selló án undirleiks eftir Hafliða Hallgrímsson var samið 1970 handa fyrrverandi kennara Sig- urgeirs, Gunnari Kvaran. Undirrit- aður heyrði síðast Sigurgeir flytja þetta athygliverða verk í öllu hljóm- meiri sal Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar og mátti kalla að færzt hefði úr eyra í ökkla, því fæstir tónar náðu hér að lifa lengur en sekúndubrot. Hvað úrslitum réði af þrennu mögu- legu miðað við frábæra fyrri reynslu – lakari ómvist, daufari spila- mennska eða dofnandi endingargildi verksins – er ekki gott að segja, en fyrst talda atriðið hafði örugglega mikil áhrif og sízt til hins betra. Alltjent var eins og töfraljómi fyrra skiptisins léti sig nú að mestu vanta. Tilbrigðin sjö um Mozart-aríuna „Bei Männern, welche Liebe fühlen“ WoO 46 (1801) þykja meðal betri verka Beethovens fyrir selló frá yngri árum og sýna frjálslegri og rómantískari frávik frá hefðbundn- ari tilbrigðatækni Salzburg-meistar- ans en áður, enda átti Beethoven eft- ir að fagna stórsigrum í því vandmeðfarna formi. Þeir félagar náðu vel að draga fram sérkenni hins dagrennandi miðskeiðs Beethovens með svip- sterkri túlkun og músíkölskum and- stæðum. Hin síðrómantíska Sellósónata frá 1917 eftir fyrrum kennara Brittens, Frank Bridge (1879-1941), er mikið (um 25 mín.) og krefjandi verk og heyrist sjaldan hér um slóðir, svo vægt sé til orða tekið. Þættirnir tveir skiptust í fjölda undirkafla með ólíkri áferð og í ólíkum tempóum og spönnuðu gífurlegt tilfinningasvið. Tónlistin gat framan af stundum minnt á Fauré með stakri skvettu af Tjækovskíj. Í síðari þættinum brá hins vegar fyrir módernískari tilþrif- um í anda Debussys og yngri höf- unda. Þrátt fyrir stundum nærri ólg- andi heift (eða örvinglan?) virtust áhrifin af íhugulli, jafnvel melan- kólskri, þrá samt sterkust í heild og engu líkara en að undir byggi dulin vísbending um óendurgoldna ást. Hér þurftu spilendur sannarlega að taka á hinum stóra sínum, og tókst þeim líka oftast bráðvel upp í ýmist þróttmikilli eða dulúðugri samstilltri túlkun sem vafalítið hefði náð tilætluðu flæði við hagstæðari hljómburð. Ólgandi þrá í þurru húsi TÓNLIST Tónlistarskóli Garðabæjar Stravinskíj:Suite Italienne. Hafliði Hall- grímsson:Solitaire.Beethoven: Tilbrigði í Es („Bei Männern...“). Bridge: Sónata í d. Sigurgeir Agnarsson selló, Hannelott Weigelt-Pross píanó. Þriðjudaginn 17. september kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson MADAM Butterfly eftir Puccini, ein vinsælasta og mest flutta ópera sögunnar, var frumsýnd í ríkisóper- unni í Braunscweig á dögunum en Ólafur Árni Bjarnason fer með hlutverk elskhugans Pinkertons. Sýningin fær lofsamlega umsögn í leikdómi þýska dagblaðsins Braunschwieger Zeitung og Ólafur sömuleiðis, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ólafur Bjarnason syngur hlut- verk Pinkertons – og það með hreinasta glans. Puccini skreytti beinlínis hlut- verk Pinkertons þannig að það byði sérstaklega upp á tilfinn- ingaþrungnar tenóraríur og þennan mögu- leika nýtir Bjarnason sér til hins ýtrasta. Með söng sínum, hlýj- um, fallegum og öruggum, bæði í ástardúettnum „Viena la sera“ og eins í „Adio fiorto asil“ sýnir Íslend- ingurinn gæðaframmistöðu sem áhorfendur virtust þó ekki kunna að meta sem skyldi, “ segir í dómi þýska blaðsins. Ekki er langt síðan Saskia Kuhl- mann, sem stjórnar uppfærslunni í Braunschweig, var hér á Íslandi því hún setti upp Hollendinginn fljúg- andi fyrir Listahátíð í vor. Þá má geta þess að Ólafur þekkir hlutverk Pinkertons vel en hann söng það þegar verkið var frum- flutt í Íslensku óperunni árið 1995. Ólafur Árni Bjarnason í Braunschweig Stendur sig með glans Ólafur Árni Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.