Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 29 vandræðalegum uppákomum í samtölum við gesti úr vesturhlutanum. Vandræðin byrji fyrst þegar þeir spyrji hvaðan hún sé og hún svarar að hún sé frá Berlín án þess að tiltaka hvort hún komi frá austur- eða vesturhlutanum. Ýmist hætti þeir alveg að spyrja eða haldi ákaflega var- færnislega áfram. Hún segist hins vegar líta á sig sem Berlínarbúa og hugsi hvorki um austur né vestur. Það er hins vegar staðreynd að múrinn er enn í höfði fólks. Nóg er að hafa verið í Vestur-Berlín á meðan hún var umgirt múr í skamman tíma til að fá þessa tilfinningu, að ekki sé talað um að hafa alist þar upp og búið við múrinn alla sína tíð, hvort sem það var í austri eða vestri. Múrinn í höfði fólks kemur meira að segja fram í lestri dagblaða. Christian Böhme, sem fjallar um stjórnmál í dagblaðinu Der Tages- spiegel, segir að skiptingin milli austurs og vest- urs sé greinileg. Der Tagesspiegel var eitt af Vestur-Berlínarblöðunum og er enn aðallega keypt í vesturhlutanum. Á hinn bóginn er dag- blaðið Berliner Zeitung helsta blaðið í austur- hlutanum og nær vart að ryðja sér til rúms í vesturhlutanum. Á blöðunum er þó ekki mikill munur á því hvernig fréttirnar eru skrifaðar, þótt hið síðarnefnda sé ef til vill örlítið lengra til vinstri. Í Berliner Zeitung má þó sjá meiri áherslu á málefni austurhlutans en í Der Tages- spiegel, þótt Böhme segi að blaðið sé að reyna að auka vægi austurhlutans í fréttaflutningi. Ástandið í austurhluta Þýskalands er þó ekki nema eitt af þeim vandamálum, sem stjórn Ger- hards Schröders kanslara þarf að glíma við næstu fjögur árin. Á hægri vængnum spá menn stjórninni ekki langra lífdaga. Edmund Stoiber gefur stjórninni eitt ár og kveðst reiðubúinn til að taka við. Á kosningavöku kristilegu flokkanna ríkti nokkur gleði, meira að segja eftir að ljóst varð að þeim hefði ekki tekist að ná þeim þrem- ur markmiðum, sem Stoiber setti sér – að verða stærsti þingflokkurinn, ná meira en 40% at- kvæða og fella stjórnina. Það hlakkaði í athafna- manni frá Köln, sem lýsti því fjálglega með kampavínsglas í hendi hvernig stjórnarandstað- an hygðist gera stjórninni lífið leitt á næsta kjör- tímabili. Hann minnti á það að þótt stjórnar- flokkunum hefði tekist að knýja fram nauman meirihluta á sambandsþinginu í kosningunum hefðu kristilegu flokkarnir tögl og hagldir í sam- bandsráðinu, en svo nefnist efri deild þýska þingsins. Hún er skipuð í samræmi við það hver fer með völdin í hinum einstöku sambandslönd- um og þarf að afgreiða flest þau frumvörp, sem máli skipta. Nokkuð ljóst þykir að kristilegu flokkarnir muni halda þar völdum í það minnsta til loka næsta árs þótt kosið verði í Hessen, Neðra-Saxlandi, Bremen og Bæjaralandi á næsta ári. Athafnamaðurinn gaf Schröder og Fischer sex mánuði. Valdastaða kristilegu flokkanna tvíeggjað sverð Kristilegu flokkarnir hafa þegar sagt að þeir muni stöðva fyr- irætlanir, sem leiðtog- ar sósíaldemókrata í tveimur sam- bandslöndum hafa sett fram um skattahækkanir, í sam- bandsráðinu. Þykir sú afstaða gefa tóninn. Staða kristilegu flokkanna í sambandsráðinu gæti hins vegar reynst tvíeggjað sverð. Þess er skemmst að minnast hvernig Bill Clinton, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, nýtti sér þvergirð- ingshátt meirihluta repúblikana á þingi sér til framdráttar á sínum tíma. Það gæti orðið kristi- legu flokkunum dýrkeypt ef þeirra pólitík mun byggjast á því einu að leggjast þversum í veg fyrir allt, sem stjórnin hyggst gera. Það er hins vegar engan veginn ljóst til hvaða aðgerða stjórnin mun grípa og einnig deila fréttaskýrendur um það hvaða umboð kosninga- úrslitin gefi henni. Þótt stjórnin hafi aðeins nauman meirihluta þykir ljóst að almenningur hafi talsverðar væntingar og geri ráð fyrir því að stjórnin grípi þegar til aðgerða. Í vikuritinu Die Zeit, sem kom út á fimmtudag, segir að stjórnin hafi ekki burði til þess að lækna hinn þýska geð- klofa af eigin rammleik. Hinum þýska geðklofa er lýst þannig að þjóðin kalli hástöfum á breyt- ingar, en verjist óttaslegin allri skerðingu á per- sónulegum högum. Hið þýska efnahagskerfi er staðnað eins og sést á því að hagvöxtur í Þýskalandi er með því minnsta, sem gerist í Evrópu. Þjóðverjar bera sig saman við nágrannalöndin og spyrja sig hvernig á því standi að þar eigi menn auðveldara með að standast neikvæð áhrif samdráttar í hinu alþjóðlega efnahagslífi en heima fyrir. Vísað er til þess að vinnumarkaðurinn sé í spennitreyju, skólakerfið er sagt í molum og heilbrigðiskerfið þarfnist yfirhalningar. Atvinnuleysi var eitt af meginmálum kosningabaráttunnar, en þegar horft er til lengri tíma er ljóst að við Þjóðverjum blasir að verulega mun fækka fólki á vinnumark- aði á næstu áratugum og til þess að halda í horf- inu þurfi minnst hálf milljón manna að flytjast til landsins á ári, nema barneignir færist skyndi- lega í vöxt á nýjan leik. Stjórnin þarf einnig að huga að utanríkismál- unum í skyndi. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, segja bæði að þau ummæli, sem fallið hafi í kosninga- baráttunni hafi eitrað samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna. Gerhard Schröder sagði meðan á kosningabaráttunni stóð að Þjóðverjar styddu ekki stríð gegn Írökum og mætti þá einu gilda hvort Bandaríkjamenn létu einir til skarar skríða eða það yrði gert með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. Einna þyngst á vogarskálunum hvað sambandið við Bandaríkjamenn snerti voru þó meint ummæli fráfarandi dómsmálaráðherra, Hertu Däubler-Gmelin, sem var sögð hafa líkt George Bush Bandaríkjaforseta við Adolf Hitler. Sáttatónn í Washington? Andstæðingar Schröders sökuðu hann um lýðskrum og sögðu stefnu hans gagnvart Írak ekki ákvarðast af þjóðarhag held- ur viljanum til valda. Bæði Schröder og Fischer hafa sagt að stefnan muni ekki breytast eftir kosningar. Hins vegar var Fischer greinilega létt í gær, föstudag, þegar greina mátti sáttatón í Washington. Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, sagði þá að Bandaríkjastjórn mundi áfram eiga gott samstarf við Þjóðverja og vinna úr öllum ágreiningi. „Bandaríkjamenn hafa skilning á þeim ákvörðunum, sem teknar eru í lýðræðisríki, og virða þær,“ sagði Fleischer. Því hefur verið haldið fram að Schröder hafi notfært sér ákveðna andúð gegn Bandaríkjun- um, sem fyrir hendi sé í Þýskalandi, í kosninga- baráttunni. Það kann að vera að íbúum í austur- hluta Þýskalands, sem áratugum saman bjuggu við linnulausan áróður gegn Bandaríkjunum, gangi illa að taka Bandaríkjamenn í sátt. Það væri hins vegar einföldun að tala um að í Þýska- landi ríkti andúð á Bandaríkjunum. Víða ríkir þakklæti til Bandaríkjanna fyrir þátt þeirra í uppbyggingu Vestur-Þýskalands eftir heims- styrjöldina síðari og minnast menn einnig loftbrúarinnar, sem bandamenn mynduðu þegar Jósef Stalín hugðist einangra Vestur-Berlín. Bandarísk menning á greiðan aðgang að fólki í Þýskalandi eins og víða annars staðar. Á hinn bóginn hefur friðarhreyfingin verið sterk í Þýskalandi og andúð á stríði á sér djúpar rætur. Ummerki heimsstyrjaldarinnar má enn sjá víða, ekki síst þegar komið er til austursins. Í Berlín má enn sjá hvernig hús hafa verið sundurskotin, sérstaklega í austurhlutanum þar sem minna hefur verið gert til að fjarlægja verksummerkin. Mikil mótmælaalda reið yfir Vestur-Þýskaland þegar NATO hugðist koma þar fyrir skamm- drægum Pershing-kjarnorkuflaugum og var stefna Bandaríkjastjórnar harðlega fordæmd. Þegar árásirnar voru gerðar á Bandaríkin 11. september var samhugur Þjóðverja fölskvalaus. Yfirlýsingar bæði sósíaldemókrata og græningja um að sá samhugur og samstaða, sem þá mynd- aðist, væri ekki ávísun til Bandaríkjastjórnar á að hún mætti fara sínu fram í einu og öllu í heim- inum eiga hins vegar hljómgrunn í Þýskalandi. Um leið má heyra það viðhorf að Þjóðverjar hafi stigið skref í átt til pólitísks sjálfstæðis með því að marka sér skýra línu í trássi við Bandaríkja- menn. Á sínum tíma var sagt að Þýskaland væri efnahagsrisi en pólitískur dvergur. Eftir samein- ingu sáu menn fyrir sér að þeim tíma myndi nú ljúka, en sú þróun hefur verið hæg. Þjóðverjar myndu með auknum styrk taka meiri forustu á alþjóðasviðinu. Á síðasta kjörtímabili steig stjórn Schröders ákveðin skref, þar á meðal að senda þýska hermenn til starfa utan landamæra Þýskalands, sem Joschka Fischer bar ábyrgð á og hefðu sennilega verið óhugsandi án þess að allt þjóðfélagið færi á annan endann, ef græn- ingjar hefðu ekki verið í stjórninni. Nú má meira að segja heyra raddir í þá veru að litið sé á Þjóðverja sem mótvægi við Banda- ríkjamenn á alþjóðlegum vettvangi. Þegar for- seti utanríkismálastofnunar Kína, Mei Zhao- rong, flutti hér fyrirlestur í vikunni, nefndi hann í umræðum Þýskaland hvað eftir annað sem dæmi um mótvægi þegar hann fjallaði um stöðu Bandaríkjamanna um þessar mundir. Þjóðverjar eru reyndar langt frá því að hafa haslað sér völl þannig að þeir komist nálægt Bandaríkjamönn- um og það er heldur ekki stefna þeirra nema að svo miklu leyti sem það myndi gerast í samhengi við samruna Evrópu. Morgunblaðið /RAX Hinum þýska geð- klofa er lýst þannig að þjóðin kalli há- stöfum á breyt- ingar, en verjist óttaslegin allri skerðingu á per- sónulegum högum. Laugardagur 28. september Í Skaftholtsrétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.