Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 11
sóknarfæri Samskips liggja því í útlöndum. Samskip hefur horft á landflutninga í ríkari mæli og Eimskip kannski meira horft á flutn- inga í lofti gegnum eignarhald sitt á Flug- leiðum. Þeir hafa verið að auka áhrif sín í sjáv- arútvegi en Samskip hafa ekki gert það í eins ríkum mæli. Gott dæmi um samstarf þessara fyrirtækja og annarra þeim tengdra er í gegn- um SÍF og ég er ekki frá því að þar séu mögu- leikar til aukins samstarfs. Olíufélagið hefur líka tekið upp starfsemi við Olís í gegnum olíu- dreifingu. Ég tel að menn eigi að leita leiða í samstarfi við fyrirtæki eftir því sem hægt er án þess að hamla samkeppni. Það að nefna einhver tiltekin fyrirtæki er ég ekki tilbúinn að gera og þetta samstarf verður fyrst og fremst að byggj- ast á því að báðir aðilar hafi hag af og það sé gert undir eðlilegum kringumstæðum, í eðlileg- um tilgangi og með þá hugsun að leiðarljósi að það skili eigendum arði. Harðar aðgerðir hins opinbera í tengslum við eftirlit með fyrirtækjum hafa verið mjög áber- andi að undanförnu. Húsleitir hafa verið gerðar hjá stórum fyrirtækjum að beiðni samkeppn- isyfirvalda, ríkislögreglustjóra og skattrann- sóknaryfirvalda. Hver telur þú að skýringin sé? Er eftirlitið að verða harðara eða er í auknum mæli tilefni til aðgerða af þessu tagi? Ætli það sé ekki sambland af hvoru tveggja. Við erum að ganga í gegnum unga markaðs- væðingu fyrirtækja, hraðan uppgang margra þeirra, átök hafa verið milli fyrirtækja og svo hefur markaðurinn verið að breytast líkt og ég lýsti áðan. Hlutverk hins opinbera er ekki leng- ur að hafa bein áhrif á rekstur heldur veita fyr- irtækjunum aðhald í gegnum lög og reglur og þetta eftirlitskerfi sem byggt hefur verið upp. Ég er ekki í vafa um að þessi eftirlitsstarfemi hefur verið að eflast og hún þarf að gera það. Svo er spurning hversu langt menn ganga til að afla sér upplýsinga um starfsemi fyrirtækja. Það verður að vera mat þessara aðila hverju sinni. Það verður líka að hafa í huga að menn mega ekki skaða starfsemi fyrirtækja. Hið op- inbera þarf að ganga fram af mikilli varfærni, sem ég vona og trúi að hafi verið gert. Sú þróun virðist einnig verða æ meira áber- andi að oft sé ekki mikið handbært fé annað en lánsfé á bak við stór viðskipti í atvinnulífinu. Nú hefur þú átt sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins, finnst þér þetta að einhverju leyti varhugaverð þróun? Ég held að menn verði að gæta mjög að sér í þessum efnum, þ.e. hvernig einstaka viðskipti eru fjármögnuð. Þá verða þeir líka að gá að sér sem lána fé og horfa til þess hvaða tryggingar þeir hafa að baki þeim lánum sem menn eru með. Þetta er að hluta til vandamál sem við bú- um við á þessum litla markaði. Kaup hjá einum aðila, sem fjármögnuð eru af lánastofnun, geta oft verið þannig að andlag tryggingarinnar sé að einhverju leyti háð afkomu þess sem verið er að fjárfesta í. Ef verðmæti fyrirtækisins sem fjárfest hefur verið í minnkar getur and- lag tryggingarinnar einnig minnkað. Menn verða að fara varlega í þessum efnum. Þetta helgast nokkuð mikið af þessum litla og þrönga markaði sem við búum á. Þess vegna er alþjóðavæðing atvinnulífsins mjög mik- ilvæg. Þú munt áfram gegna störfum sem formaður álviðræðunefndar. Það hafa verið harðar deilur í þjóðfélaginu, ekki síst um virkjunarmál og þau áhrif sem þau hafa á náttúruna. Nú ert þú sjálf- ur mikill náttúruunnandi, þekktur hestamaður, hvernig hefur þér tekist að samræma þetta tvennt í þínum huga; annars vegar þörfina fyrir að virkja og hins vegar umhyggju fyrir nátt- úrunni? Hefurðu áhyggjur af því að þetta sé far- ið að valda of miklum deilum? Ég hef alltaf verið svolítið náttúrubarn í mér og verið í nánum tengslum við náttúruna allt frá því að ég fæddist. Ég fæddist í litlu þorpi og hef síðan verið í sveit í gegnum árin og þannig í miklum tengslum við náttúru landsins. Ég tel mig þess vegna bera tiltölulega gott skynbragð á þessa hluti. Ég geng mikið um hálendið, hef farið um alla Vestfirðina, hef farið um hverja einustu vík og hvern einasta krók og kima sem hægt er að skoða á Ströndum. Í sumar labbaði ég úr Sveinstindi í Þórsmörk niður að Skaftá. Ég var lengst af þeirrar skoðunar, þar sem ég er fæddur í Skaftafellssýslu, og hafði þá trú sem iðnaðarráðherra, að aldrei mætti nokkurn tím- ann nokkurn skapaðan hlut hreyfa við Skaftá. Eftir að hafa labbað þarna í sumar hefur afstaða mín breyst nokkuð. Væri ekki skynsamlegra, náttúrunnar vegna, að reyna með einhverjum hætti að koma í veg fyrir þennan aurburð sem fer yfir þessa fallegu náttúru sem Skaft- ártungan er og allur farvegur Skaftár? Hvert hlaup veldur stórkostlegum náttúruspjöllum hverju sinni. Þurfum við ekki að stöðva þetta? Gæti nýting árinnar ekki orðið til að stöðva þetta með einhverjum hætti. Ég er ekki fastur í einhverjum kreddum heldur horfi á þetta prakt- ískum augum. Til hvers er þessi náttúra? Hún er til þess að hver einasti Íslendingur geti feng- ið að njóta hennar. Hún er ekki fyrir einhverja fáa útvalda. Einhverja þá sem af sérvisku sinni einni saman eru fastir í viðjum vanans og telja að engu megi breyta. Ég setti á sínum tíma á laggirnar vinnu við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma undir kjörorðinu maður, nýting, náttúra. Deilurnar um Eyjabakka, sem ég stóð í – og ég held að margir hafi talið að ég væri einhver mesti náttúruníðingur landsins eftir það allt saman – var hlutur sem ég hafði beina sannfæringu fyrir. Þetta hafði tiltölulega lítil áhrif á náttúruna og hefði getað orðið henni til mikilla bóta. Við búum í landi þar sem við verðum að lifa á náttúruauðlindum. Við verðum að sætta okkur við tiltekna nýtingu á þessum auðlindum. Við eigum að ganga skynsamlega fram í þeim efnum, gefa náttúrunni tækifæri, gefa manninum tækifæri og gefa nýtingunni líka tækifæri. Hvað varðar áhrifin af þeim að- gerðum sem nú er verið að fara í við Kára- hnjúka, þar sem öll lagaskilyrði hafa verið upp- fyllt um framgöngu málsins hvað snýr að virkjun þar, þá verða þeir sem vilja vernda – rétt eins og við sem viljum nýta – að sætta sig við niðurstöðuna. Ég hef lagt mig fram um að fara og skoða alla þessa staði áður en ég felldi dóma um hvort virkja mætti eða ekki. Það vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar þú ákvaðst óvænt að hverfa úr stóli iðn- aðar- og viðskiptaráðherra til að taka við banka- stjórastöðu í Seðlabanka Íslands. Hvað veldur því að þú ert þetta stuttu síðar reiðubúinn að fara úr þessu eftirsótta embætti? Stóð seðla- baki átökum Morgunblaðið/Kristinn ’ Það að einhverjar fyrirtækjablokkir ætlisér að þjóna fámennum hópi einstaklinga eða fyrirtækja mun ekki geta gengið og mun leiða til ófarnaðar því markaðurinn og við- skiptavinirnir eru harður húsbóndi. ‘ Ríkið á að hætta algjörlega afskiptum af atvinnulífinu með því að markaðsvæða ríkisfyrirtækin, segir Finnur Ingólfsson. skömmtum og nokkuð margir koma þar að. Bankinn sameinast Íslandsbanka og það koma nokkuð öflugir kjölfestufjárfestar og það verða átök, líkt og þú minntist á fyrr. Hvað gerist síð- an? Þessir aðilar fara aftur út og fara annað en aðrir koma inn. Mér finnst þetta allt ganga fyrir sig með eðlilegum hætti. Í kringum hvert fyr- irtæki geta alltaf verið átök um eignarhald og ágætt í sjálfu sér að svo sé. Það segir nokkuð um hversu vel fyrirtækið er rekið, menn hafa áhuga á að eignast það vegna þess að það skilar arði. Við verðum hins vegar að passa okkur á að það sé ekki vegna þess að menn séu að seilast þar til valda. Á þessu verða menn að gera grein- armun. Ef þú horfir á S-hópinn og hans sóknarfæri sérðu þá fyrir þér að hann muni sækja á ný mið, t.d. á sviði sjávarútvegs, eða taka jafnvel upp beint eða óbeint samband við önnur fyrirtæki á markaðnum? Fyrirtækin Baugur og Norðurljós hafa verið nefnd í því sambandi. Lítum á þessi fyrirtæki sem þú nefndir. VÍS er í tryggingastarfsemi, það er í raun fjármála- fyrirtæki og gæti tekið upp samstarf við hvaða aðila sem er á þessum fjármálamarkaði þar sem menn sæju sér hag í því að vinna saman og leita leiða til að auka hagkvæmni í rekstri. Flutn- ingafyrirtæki eins og Samskip er fyrirtæki sem er á hörðum samkeppnismarkaði. Það yrði ef- laust ekki leyft af samkeppnisyfirvöldum að Eimskip og Samskip færu að starfa saman og MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 11 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.