Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 33 ekki brunnið til kaldra kola einn góðan veðurdag. Blessuð sé hennar minning. Hinn 29. október 1953 skrifaði ég heilsíðugrein í Þjóðviljann um skáldið Stefán Hörð Grímsson. Þá hafði hann fyrir tveimur árum gef- ið út aðra ljóðabók sína Svartálfa- dans, og nú kvað ég sterkar að orði en áður: „Stefán Hörður hefur vax- ið verulega við Svartálfadansinn og er orðinn skáld sem ríkar kröfur verða gerðar til í framtíðinni.“ Þeg- ar ég leit yfir þessa grein á dög- unum hjó ég eftir stuttum kafla sem kallast mætti eins konar mani- festo: „Viðhorf ungskáldanna virð- ist mér mega orða á þessa leið: Það hæfir ekki að hella nýju víni á gamla belgi. Skáldskapinn má ekki reyra í fjötra úreltra hátta, heldur eiga skáldin að skapa hverju ljóði form við hæfi. Ljóðform verða þá jafnmörg ljóðunum – form nýs ljóðs hefur aldrei áður verið til og verður aldrei endurtekið. Formið er ekki sjálfstæð höfuðskepna að- greinanleg frá öðrum þáttum ljóðs, heldur eru inntak og form ódeil- anleg heild: ljóð.“ Þessi meinlausa grein dró heldur en ekki dilk á eft- ir sér. Það var eins og ég hefði ver- ið að boða djöflatrú meðal ofstopa- fyllstu kristinna manna: andmælum rigndi yfir ritstjórn Þjóðviljans í margar vikur, og einnig í öðrum blöðum risu menn upp til varnar ís- lenskri ljóðlist. Ég man ekki með nákvæmni að rekja feril skáldsins um borgina fyrst eftir húsbrunann, en minnir þó að ekki hafi það alltaf ráðið sín- um næturstað, þar til svo atvikaðist að við urðum sambýlingar að Hjarðarhaga 38: hann hafði til um- ráða risherbergi sem fylgdi íbúð okkar á fyrstu hæð, og þegar við fluttum þaðan í Unuhús var orðin svo náin vinátta með okkur og fólk- inu hinum megin á sömu hæð í stigaganginum, að það lét Stefáni með ánægju eftir risherbergi sem fylgdi íbúð þess. Þarna bjó hann því við þolanlegt öryggi í sex ár. Á þeim tíma hittumst við daglega og því hæg heimatökin að fá hann í viðtal fyrir Birting. Það birtist fremst í 1.–2. hefti 1959 og náði yf- ir 9 síður. Ég tel að þar hafi fyrst verið staðfest hin sterka staða Stefáns Harðar á skáldaþingi. Við- talið var þó töluvert lengra í upp- runalegri gerð, og ég sá talsvert eftir að þurfa að stytta það, því að í köflunum sem niður voru felldir eru bæði mikilsverðar upplýsingar um bernsku- og æskuár hans sem hvergi eru til annars staðar og líka dæmi um hvílíkur frásagnarsnill- ingur hann var þegar hann komst á flug og samdi jafnhratt og hann talaði. Reyndar skrifaði hann í upp- hafi ritferils síns smásögur sem sýna að hann hefði ekki síður getað orðið liðtækur í þeirri grein en ljóðlistinni, en lét allan prósaskáld- skap fyrir róða þegar frá leið. Ég freistast til að taka hér upp stuttan kafla af því sem komst ekki á prent: „Faðir minn var hagur nokkuð og fékkst við smíðar eftir að hann hætti sjómennsku. Hann dó þegar ég var fjögurra ára, Borgar bróðir minn tveggja. Þá fór móðir mín með okkur út í Vestmannaeyjar og var þar um veturinn, vann fyrir sér við sauma. Vorið eftir réðst hún kaupakona að Ystabæli undir Eyjafjöllum og hafði Borgar með sér en mér var komið fyrir í Selkoti í sömu sveit hjá Önnu Tómasdóttur. Um haustið fór móðir mín með okkur til Eyja aftur, bjó í leiguhúsnæði uppi á lofti. Hún var þá orðin veik, hefur vafalaust orðið það þegar faðir minn dó. Vorið þar á eftir fór hún enn að Ystabæli með mig en Borg- ar varð eftir hjá ömmu okkar; gamla konan neitaði að sleppa hon- um. Hann ólst svo upp hjá henni og átti gott í uppvextinum. Ég undi mér ekki í Ystabæli, vildi ólmur komast til Önnu í Selkoti og strauk hvað eftir annað yfir mýrar og ófærur. Ég komst aldrei lengra en að á sem skilur bæina, en það nægði til að heimafólk í Ystabæli varð að hefja leit að mér. Þannig komst í hámæli að ég sækti fast að Selkoti og með þráanum fékk ég mitt fram. Um haustið réð hún sig að Bessastöðum á Álftanesi til Jóns Þorbergssonar. Þegar hún var komin í vistina vildi hún endilega fá mig til sín. Þá var brotist í að koma mér í hálf- gerðri ófærð undir vetur vestur yf- ir alla sanda, síðan í áföngum suður að Bessastöðum. Á daginn bar ekki á sjúkleika móður minnar en ég fann strax að hann hafði ágerst: börn eru næm á allt sem móður þeirra viðkemur. Þeim fer svo margt á milli á kvöldin og næturn- ar þegar engir aðrir eru nærri. Á Bessastöðum var gömul athugul kona sem hafði grun um hvernig komið væri heilsu hennar en gat ekki sannað það lengi vel af því að ég þagði sem fastast hvernig sem á mig var gengið. Þó fór svo um síðir að engu varð lengur leynt og skömmu síðar skildi leiðir okkar móður minnar endanlega: hún var flutt á sjúkrahús og átti ekki aft- urkvæmt. Eftir að hún fór leið mér á ýmsan hátt miklu betur: ég var ekki nema sex ára, engum datt í hug að ýta mér til vinnu, ég fékk að lifa og leika mér eins og önnur börn. Um vorið fór ég aftur að Selkoti og var þar til 16 ára aldurs. Þar átti ég náðuga daga, einkum næstu fimm árin meðan Anna réð þar búi, því hún hlífði mér við allri vinnu – gekk jafnvel svo langt að ég mátti ekki brjóta spírur af kartöflum eins og snúningarnir voru látnir gera. „Eruð þið að láta d r e n g i n n brjóta af kartöflum!“ sagði hún og dustaði af mér moldina. Þegar ég var 11 ára brá Anna búi og fluttist til Tómasar sonar síns í Eyjum en ég varð eftir hjá einyrkja sem settist að í Selkoti. Þetta er ævisagan, því eins og þú veist á maður enga ævisögu eftir að bernskunni sleppir.“ Sextán ára réðst Stefán til sjó- róðra í Vestmannaeyjum en pukr- aðist með óljósar hugmyndir um skólagöngu, segir hann: „Þegar ég sótti um skólavist á Laugarvatni fór ég með það eins og mannsmorð. Ég fór í Íþróttaskólann haustið 1938 og var þar um veturinn. Eftir það kenndi ég sund tvö sumur víðs- vegar um Suðurlandsundirlendið, var í yngri deild héraðsskólans næsta vetur … Þar með var skóla- göngunni lokið.“ Haustið 1940 fór Stefán til Reykjavíkur, stundaði þar ýmsa daglaunavinnu fyrst í stað en keypti svo veitingastofu sem Drangey hét: „Fimm borð, sælgæt- isdiskur og eldhús. Ég borgaði 2400 krónur fyrir innanstokksmuni og vörulager, greiddi það með víxl- um … Ég rak fyrirtækið af rausn- arskap, hafði fjórar stúlkur á mín- um snærum og vann framan af sjálfur við útréttingar; stóð líka við diskinn. En það borgaði sig illa, því ég seldi ekki neitt. Bretarnir vildu hafa stelpur við afgreiðslu. Þá réð ég mig afgreiðslumann á Bifreiða- stöð Steindórs en tapaði meiru en kaupinu nam vegna þess að stelp- urnar stálu svo gegndarlaust, trössuðu að gera innkaup og allt fór í handaskolum. Eftir 7 mánuði seldi ég búluna fyrir átta þúsund, hafði þá greitt kaupverðið og átti dálitla peninga afgangs. Sá sem keypti sagðist hafa grætt drjúgan skilding en skaðast samt: Kanar nældu nefnilega í dætur hans og teygðu þær með sér vestur um haf. Um sumarið fór ég á síld.“ Á sjötta áratugnum lifði Stefán stormasömu og hættulegu lífi sem hefði getað riðið veikgerðari og veiklundaðri manni að fullu. Árið 1960 var hann hætt kominn. En þá ákvað hann að vina ráði að leita sér hjálpar og var lagður inn á sjúkra- hús. Það sýnir hve viljasterkur hann var, að eftir mánaðarvist út- skrifaðist hann og snerti ekki við- sjálustu efni lengi eftir það og sum aldrei. Dag nokkurn árið 1962 hringdi íbúi á Hjarðarhaga 38 til mín og sagði að Stefán Hörður væri stadd- ur hjá sér mikið þjáður og bæði mig koma sem skjótast. Ég brá þegar við, hringdi í leigubíl og var kominn á staðinn eftir fáar mín- útur. Mér brá óskaplega, því ég fékk ekki betur séð en maðurinn væri í dauðans greipum. Hringt var í snatri í Ófeig Ófeigsson lækni sem kom að vörmu spori með sjúkrabíl, lét bera sjúklinginn nið- ur, skutlaði okkur báðum inn í bíl- inn og síðan var ekið með sírenur vælandi upp á Landspítala. Stefán hafði fengið kransæðastíflu. Vegna þess hve allt gekk greiðlega varð lífi hans bjargað. Þegar hann var tekinn vel að hressast var hann vistaður á Vífils- stöðum til frekari heilsubótar. Þar dvaldist þá einnig Unnur Eiríks- dóttir skáld, ein 15 Réttarholts- systra, gáfuð kona og glæsileg. Með þeim Stefáni tókust heitar ást- ir, og eftir að vistinni á Vífils- stöðum lauk bjuggu þau saman meðan Unnur lifði. Ég held að þessi ár hafi verið hamingjuríkust á ævi Stefáns Harðar. Meðan ég lifi verður mér í minni ferð sem við hjón fórum austur að Kirkjubæjarklaustri og buðum Stefáni með. Við vorum á lasburða Fiat sem við höfðum nýlega keypt til að geta skoðað okkur almenni- lega um á Suðurlandi. Þetta var um verslunarmanna- helgi og við lögðum af stað síðla föstudags, fórum hægt yfir og urð- um svo sein fyrir að finna okkur hentugan tjaldstað að komið var svartamyrkur sem gerði leitina enn örðugri. Allt í einu gellur Stefán við: „Stansa! Hér er afleggjari og einhver grasbali sýnist mér.“ Ég snarbremsaði og mikið rétt: þarna mátti vel tjalda á grasivöxnum hól og gott ef þar voru ekki gamlar húsatættur líka. Lækur niðaði í nánd. Öll vorum við þreytt og sofn- uðum fljótt eftir að hafa fengið okkur snarl. Í eldingu hrekk ég upp við það að Stefán stendur utan við tjaldið og mælir stundarhátt eins og við sjálfan sig: „Djöfullinn sjálfur, hún hefur ætlað að drepa mig!“ Mér varð ekki um sel, skreið út til hans og spurði hvað væri á seyði. Við höfðum þá tjaldað á fornum bæjarrústum skammt aust- an við prestssetrið Holt undir Eyjafjöllum. Það væri ekki í frá- sögur færandi nema vegna þess að þarna höfðu orðið válegir atburðir sem Stefán hafði notað sem efni í smásögu. Ein af kvenpersónum sögunnar hafði ráðið sér bana með skelfilegum hætti, og Stefán var sannfærður um að hún hefði með vilja tælt okkur á þennan stað í náttmyrkrinu í því augnamiði að gjalda honum rauðan belg fyrir gráan. Þegar við vorum ferðbúin morg- uninn eftir spurði ég Stefán hvort við ættum að koma við í Selkoti. Hann hugsaði sig lengi um, var greinilega á báðum áttum, virtist fremur andvígur eða kvíðinn, en svaraði að lokum ákveðinn: Við skulum gera það! Þegar við ókum í hlað kom Gissur bóndi Gissurarson út og heilsaði okkur, rétt á eftir birtist húsfreyjan Gróa Sveinsdótt- ir í dyrunum, sló saman lófum undrandi og hrópaði: „Nei, ert þú kominn, Stebbi minn!“ og flaug upp um hálsinn á honum. Stefán fór hálfpartinn hjá sér. Okkur var boðið inn, bornar fram veitingar að sveitasið og við áttum þarna ljúfa morgunstund með hjónunum. Stefán hafði ekki mörg orð um, en auðfundið var að hann gladdist yfir endurfundunum. Árin liðu hvert af öðru án þess að nokkuð benti til að þau fyrirheit sem Svartálfadans hafði gefið ætl- uðu að rætast. Tími skáldsins fór í annað en yrkingar og aðdáendur þess voru að verða úrkula vonar. En margur má sín lengi bíða. Eftir 19 ára þögn gefur Helgafell árið 1970 út örlítið ljóðakver eftir Stef- án Hörð: Hliðin á sléttunni. Í því voru aðeins 16 ljóð en hvert einasta gulls ígildi. Boðskapur þeirra í hnotskurn: „Lofið varir ljóðið og ástina/ fram á ystu nöf“. Enn meira var þó um vert að hér hafði stífla brostið og nú rak hver bókin aðra: Farvegir (1981), Tengsl (1987) var lögð fram af Íslands hálfu til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs og Yfir heiðan morgun (1989) hlaut fyrstu Íslensku bókmenntaverð- launin ein bóka 1990. Skáldið sem flestir litu hornauga framan af hafði sannað sig svo rækilega að nú féllu allir því fúslega til fóta. Árið 1995 sýndi alþingi sjálfu sér þann sóma að veita honum heiðurslaun listamanna. Svo vel þóttist ég þekkja merkjamál Stefáns Harðar að úr því mætti lesa að hér teldi hann þeim árangri náð sem rétt- lætti að hann hyrfi heiminum, hve lengi sem hann dæmdist til að hír- ast þar enn í holdinu við ærna kröm. Við hittumst aldrei árin hans á Hrafnistu. Ég vissi að hann átti sér góðan anda sem hann treysti og trúandi var fyrir honum; það var allt sem þurfti eins og komið var. Stefán Hörður var ekki aðeins stórgott skáld. Hann var fyrir margra annarra hluta sakir óvenju- lega mætur maður. Það er hvergi boðað í Evangelium að menn eigi að gefa náunganum eina frakkann sinn. En það gerði Stefán Hörður. Hann klæddi sig úr eina frakka sínum úr ágætu gabardínefni, færði mig í hann þar sem ég stóð að vor- lagi ferðbúinn til útlanda og tjóaði ekki fyrir mig að múðra, því hann sagði það mætti ekki gera þjóðinni þá smán að ég kæmi frakkalaus til annarra landa, sjálfur gæti hann hæglega orðið sér úti um annan eða skotist frakkalaus milli húsa hér í Reykjavík! Reyndar hafði ég engar áhyggjur af að þjóðarsómi liði fyrir frakkaleysi mitt hvað þá að ég færist úr kulda í vorveðrum Evrópu, en vildi ekki vanvirða hans góða hug. Þvílíku vinarbragði gleymir maður ekki. Hann var ein- fari og einyrki eins og skáld eru jafnan, einstæðingur var hann í viðtekinni merkingu en átti sér fleiri velunnara og aðdáendur í fjarska en margur annar, ekki síst meðal kvenna. Hann var í aðra röndina guðdómlegur sérvitringur. En um leið og ég segi það tek ég mér í munn orð vinar míns Harðar Ágústssonar: Allir mætustu menn sem ég hef þekkt hafa verið sér- vitringar. Hann gat sannarlega verið erfiður, og hvað um það? Hver segir að menn eigi að vera auðveldir? Við vorum vinir í hálfa öld. Ég get þó ekki sagt eins og einatt má lesa í eftirmælum að þar hafi aldrei borið skugga á. Það gerðist einmitt töluvert oft, og eitt sinn reiddist ég honum svo heift- arlega að mér þótti ekki líklegt að við töluðumst við framar. En þá kom kvenþjóðin á heimilinu til skjalanna, þessi þjóð sem er þeirri gáfu gædd að geta hugsað með hjartanu þær hugsanir sem heilinn ræður ekki við. Við sættumst heil- um sáttum fyrir orð konu minnar, og okkur leið öllum betur á eftir. Því get ég að leiðarlokum sagt í einlægni: Ég sakna vinar í stað. Einar Bragi. „Það er nú einusinni svo, að það er miklu erfiðara að vera skáld og yrkja um heiminn en vera maður og lifa í heiminum“ segir Ólafur Kárason í Heimsljósi. Og erfiðast af öllu er að sameina þetta tvennt, því „fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að mætast“ einsog segir í sömu bók. Oft virðist manni einmitt að þau ljóðskáld sem ort hafa um heiminn af hvað næm- astri skynjun standi sjálf aðeins ut- an við hann, eigi ekki fyllilega sam- leið með mannlífinu. Þess vegna getum við venjulegir lesendur átt í erfiðleikum með að koma heim og saman þeim skáldskap sem við unnum og manninum sem orti hann – hvort tveggja smýgur undan mælikvörðum þessa heims. Stefán Hörður Grímsson var við fyrstu kynni manna ólíklegastur til að hafa sett saman djarfar mynd- líkingar Svartálfadansins eða ort snörp háðskvæði einsog bregður fyrir í síðustu bókum hans; hógvær maður, ekki orðmargur og því fá- orðari sem fleiri höfðu sig í frammi. Hann bar með sér að hafa átt erfið ár, óreglusöm ár og stundum búið við mikla einsemd og kannski þá einsemd sem er snúnust allra, ein- semd hugans. Samtímis voru töfrar skáldskapar hans með fullkomnum ólíkindum, hann gat miðlað svo frumlegri sýn að breytti varanlega viðhorfi lesandans. Stundum orti hann einsog sagt er að Bobby Fischer hafi teflt: Framan af gat verið erfitt að átta sig á hvað hann var að fara, eftir á hefði engin önn- ur leið komið til greina. Það er feg- urð snilldarinnar. Við skulum ekki láta þreytu á síbyljunni um heims- frægð villa okkur sýn: Stefán Hörður Grímsson var eitt af hinum stóru ljóðskáldum Evrópu á 20. öld, og átti sér ratvísa lesendur víða, í krafti góðra þýðinga. Kynni mín af Stefáni Herði voru ekki náin, en dugðu þó til þess að sjá meiri samhljóm með manni og skáldi en blasti við í fyrstu. Hann var sannarlega ekki erfiður við- skiptis fyrir okkur hjá Máli og menningu, en útgáfur hans urðu að vera lausar við allt prjál og hvers konar bókarkáputildur. Með síð- asta handriti hans fylgdi svohljóð- andi miði: „Bókstafurinn z er eina skilyrðið sem ég set til þess að ég leyfi prentun á bókartexta, sem ég er skrifaður fyrir.“ En hann hafði sínar skýru meiningar, ef eftir var leitað. Skáldskapur hans var aldrei gerður til að þóknast neinum, og hann reyndi heldur ekki að vera klassískur – alveg fram í síðustu bók leyfði hann sér hið óvænta; hann var „kankvís, já örlítið ert- inn“ einsog segir þar. Rétt einsog þegar hann sagði eitt sinn við ung- skáld og aðdáanda að þeim væri merkilegur hlutur sameiginlegur, og sá yngri beið rjóður af gleði framhaldsins: „við höfum báðir ver- ið sundkennarar“, bætti Stefán Hörður við. Aldrei troðin slóð, aldrei alveg allra, þannig komu bæði skáld og maður fyrir sjónir. Og kannski lýsa engar línur honum betur en þessar úr Yfir heiðan morgun: hyldjúp einvera að baki hæverskum ljóma Við kveðjum Stefán Hörð Gríms- son með söknuði, og ég vona að fegurðin og hann haldist nú í hend- ur, yfir heiðan morgun. Halldór Guðmundsson. Hjartkæra Eðalskáld! Þú ert alltaf svo stór að þú getur leyft þér að vera hljóðlátur. Þess vegna ætla ég að kveðja þig ofur hljóðlega, og segja þér um leið að ég heilsa þér daglega. Því þú ert sí- nýr. Hvíldu rótt. Hjalti Rögnvaldsson. Galdur ljóðlistar er að tjá hið ósegjanlega. Svo meitluð er merk- ing ljóða Stefáns Harðar, samofin ofurvaldi hans á máli og stíl, að ætla mætti að ekki yrðu þau svipur hjá sjón á erlendum málum. Það gagnstæða er þó raunin. Hinn skáldlegi veruleiki, merking ljóðs- ins og áhrif skila sér einmitt prýði- lega í þýðingum. Ljóð hans hafa vakið verðskuldaða aðdáun og at- hygli útlendra ljóðvina og bók- menntafólks og hlotið frábærar við- tökur. Menn sjá að hér yrkir sá sem valdið hefur, hógvær, lágvær, blíður en beinskeyttur. Ekkert má betur fara. Ljóð hans hafa birst á fjölmörgum tungum, í vönduðum útgáfum, í tímaritum, í sýnisbókum með úrvali ljóðbókmennta heims- ins. Því ljóð hans eru einfaldlega heimsbókmenntir. Þrátt fyrir kröpp kjör alla tíð var Stefán víðlesinn og hámennt- aður maður, einkum á sviði tungu- mála, bókmennta, sögu og heim- speki. Hann var prúðmenni og snyrtimenni, lítillátur svo af bar og hlédrægur. Það voru forréttindi sem ekki verða fullþökkuð að kynn- ast Stefáni Herði og hlýða á hann skýra ýmis sjónarmið sín. Það bíð- ur nú bókmenntafræðinga og ann- arra að fjalla ýtarlega um verk hans og stöðu í menningunni, en þar reisti hann sér varanlegan minnisvarða með list sinni. Magnús Skúlason.  Fleiri minningargreinar um Stef- án Hörð Grímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.