Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 09.11.2002, Qupperneq 61
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 61 2. SUNNUDAGUR í nóvember hef- ur lengi verið tileinkaður kristni- boði í kirkjum landsins. Svo hefur einnig ávallt verið í Hallgríms- kirkju. Að þessu sinni verður dagskráin þannig, að dagurinn hefst á fræðslumorgni kl. 10.00, eins og venja er. Þar talar Karítas Krist- jánsdóttir cand theol um bréfabók Valgerðar Jónsdóttur biskupsfrúar í Skálholti forðum undir yfirskrift- inni „Verði á mér og þeim Guðs vilie“, en bréfabók frú Valgerðar er einstök heimild um persónu og trúarlegar hugleiðingar konu á fyrri öldum. Í messunni kl. 11.00 mun sr. Sig- urður Pálsson prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Hópur úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur og organisti verður Douglas A. Brotchie. Í messunni verður tekið á móti gjöfum til Sambands ísl. kristniboðsfélaga, sem starfrækir kristniboð og hjálparstarf í Eþíópíu og Kenýa. Eftir messu verður boðið upp á súpu og brauð á vægu verði, en öll innkoman rennur beint til kristniboðs. Kl. 12.30 verður Þorsteinn J. Vil- hjálmsson fréttamaður með stutt erindi, þar sem hann sem frétta- maður skoðar hjálparstarf og kristniboð, en hann hefur ferðast um Afríku, sérstaklega Kenýa og kynnt sér starf kristniboðsins þar. Yfirskrift erindisins er: „En ég get ekki gert neitt.“ Eftir erindið verð- ur viðstöddum gefinn kostur á að spyrja Þorstein spurninga. Áhugahópur Hallgrímskirkju um kristniboð og hjálparstarf mun að- stoða við messuna og dagskrána í safnaðarsalnum. Dagur fjölskyldunnar í Hafnarfjarðarkirkju NÆSTI sunnudagur, 10. nóvember, verður helgaður fjölskyldunni í Hafnarfjarðarkirkju. Dagurinn byrjar með fjölskyldu- guðsþjónustu kl. 11.00. Þá samein- ast báðir sunnudagaskólarnir í kirkjunni og allir leiðtogarnir taka þátt, en tveir sunnudagaskólar eru starfræktir í Hafnarfjarðarsókn. Sunnudagaskólarútan ekur eins og venjulega en auk þess fer strætis- vagn frá Hvaleyrarskóla kl.10.55 og heim aftur frá kirkjunni kl.12.10. Í fjölskylduguðsþjónustunni verður farið í leiki, sungið, hlegið, hlustað á glærusögu og tekið á móti brúðuleikhúsinu rétt eins og venjulega. Allir fá límmiða í bæk- urnar sínar. Leiðtogarnir skipa hljómsveit sem leikur undir söng og prestur er sr. Þórhallur Heim- isson. Ekki má heldur gleyma barnakórnum sem kemur í heim- sókn og syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Eftir fjölskylduguðsþjónustuna heldur hátíðin áfram í safnaðar- heimilinu þar sem boðið verður upp á nammi og hressingu. Kvöldið er helgað fjölskyldum fermingarbarnanna. Kl. 20.30 hefst gospelmessa og allir sem hafa áhuga á gospeltónlist eru velkomn- ir. Sungin verða þekkt gospellög. Söngur og tónlist eru í umsjón kirkjukórsins undir stjórn Antoniu Hevesi. Auk þeirra leikur Lázló Hevesi með á saxófón. Prestar eru sr. Þórhallur Heimisson og sr. Þór- hildur Ólafs. Eftir gospelmessuna bjóða ferm- ingarbörn öllum kirkjugestum til veglegrar veislu. Börnin leggja til veisluföngin. Slíkar veislur ferm- ingarbarna eru árlegur viðburður í Hafnarfjarðarkirkju og þykja hin- ar flottustu sem um getur. Fjölmennum í Hafnarfjarðar- kirkju á degi fjölskyldunnar og eig- um saman ljúfar stundir í faðmi Guðs, vina og fjölskyldunnar. Lofgjörð á Kristniboðsdaginn í Hjallakirkju Á SUNNUDAGINN bjóðum við fólk velkomið í lofgjörðarguðsþjónustu kl. 11, en þá er kristniboðsdagurinn haldinn hátíðlegur í kirkjum lands- ins. Ragnar Gunnarsson prédikar, en hann starfaði sem kristniboði í Afríku um nokkurra ára skeið. Tónlistin verður í höndum Þor- valdar Halldórssonar en hann hef- ur farið víða um kirkjur síðustu ár og leikið og sungið á sinn einstaka hátt. Tónlistin verður því með létt- ara sniði og jafnvel eitthvað sungið á afrísku. Verið hjartanlega velkomin í Hjallakirkju. Sr. Hreinn Hjartar- son kveður Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 10. nóvember næstkomandi verður guðsþjónusta kl. 14:00 í Fella- og Hólakirkju þar sem sr. Hreinn Hjartarson kveður. Sr. Hreinn lét af störfum sem sókn- arprestur Fellasóknar 1. nóvember síðastliðinn en þar hafði hann þjón- að frá árinu 1975. Í guðsþjónustunni á sunnudaginn þjóna, auk sr. Hreins, sr. Guð- mundur Karl Ágústsson, sóknar- prestur í Hólabrekkusókn, og Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Org- anisti kirkjunnar Lenka Mátéova leikur á orgelið og stjórnar kirkju- kórnum. Lovísa Sigfúsdóttir syng- ur einsöng. Eftir guðsþjónustuna bjóða sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusafnaða upp á kaffiveit- ingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kvöldsamvera í Fríkirkjunni UM allan heim er fólk sem býr við fátækt og margs konar vanlíðan líkamlega sem og andlega. Í gegn- um tíðina hafa Íslendingar reynt að hjálpa þessu fólki með ýmsu móti. Við höfum sent kristniboða til starfa í Afríku, þar sem þeir vinna að alhliða fræðslu, hjúkrun, heilsu- vernd og mörgum öðrum þjóð- þrifaverkefnum. Samhliða þessum verkefnum er trúin á Jesú Krist boðuð bæði í orði og verki. Árlega er einn dagur kirkjuárs- ins helgaður kristniboði. Í ár er það næstkomandi sunnudagur 10. nóv- ember. Þann dag verður kvöld- samvera haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík. Ræðumaður kvöldsins er Ragnar Gunnarsson, kristniboði og starfsmaður SÍK (Samband ís- lenskra kristniboðsfélaga). Mætum öll og eigum saman fal- lega og þægilega kvöldstund við kertaljós. Í lok stundarinnar verð- ur fólki gefið tækifæri á að styrkja íslenskt kristniboðastarf með gjöf til SÍK. Tónlist verður að venju undir umsjón og stjórn Carls Möller og Önnu Sigríðar Helgadóttur. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar – Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Digraneskirkja á kristniboðsdegi GIDEONMENN og kvöldstund með Þorvaldi Halldórssyni. Í messu kl. 11 á kristniboðsdeg- inum koma Gideonmenn í heim- sókn. Þeir hafa náð þeim merka áfanga að dreifa 300 þúsund Nýja testamentum meðal Íslendinga. Á sunnudagskvöld kl. 20.30 verð- ur svo kvöldstund með söngv- aranum Þorvaldi Halldórssyni. Hún mun fjalla um kristniboð. Þar mun séra Magnús Björn Björnsson prédika, en einnig mun boðið upp á lofgjörðarstund, fyrirbænir og samfélag um heilaga kvöldmáltíð. Dómkirkjan – Skag- firska söngsveitin VIÐ guðsþjónustuna í Dómkirkj- unni kl. 11 á sunnudaginn verða góðir gestir í heimsókn. Skagfirska söngsveitin í Reykjavík syngur við messuna og frumflytur m.a. sálm (Miskunnarbæn) eftir söngstjórann Björgvin Þ. Valdimarsson og séra Hjálmar Jónsson. Organisti er Mar- teinn H. Friðriksson dómorganisti. Séra Hjálmar predikar og þjónar fyrir altari. Að venju er barnastund á kirkju- loftinu þar sem Hans G. Alfreðsson, María Ellingsen og unglingar úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar sjá um helgistund með söng, lestri og leik. Kvennakirkjan í Langholtskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Langholtskirkju sunnu- daginn 10. nóvember kl. 20.30. Umfjöllunarefnið verður femín- isminn. Guðfræðineminn Jóhanna Magnúsdóttir prédikar og leggur m.a. út af kvennabaráttutextanum um brauð og rósir sem sunginn verður í messunni. Látinnar Kvennakirkjukonu, Svövu Bernharðsdóttur, verður minnst. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við undirleik Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. Fimmtudaginn 14. nóvember verður síðdegisboð í Þingholts- stræti 17, klukkan 17.30 til 19. Þóra Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur talar um hið gullgóða gildi slök- unarinnar og kennir konum að slaka og hvílast. Nú er tækifærið til að bæta hversdagslífið og læra að- ferð við að slaka á í dagsins önn. Kópavogskirkja – kvennakór KVENNAKÓR Kópavogs syngur í messu í Kópavogskirkju sunnudag- inn 10. nóvember kl. 11. Kórinn var stofnaður fyrir um ári og hefur starfað af miklum þrótti. Tugir kvenna eru í kórnum en honum stjórnar Natalía Chow. Það er áhugavert fyrir kirkjugesti að fá tækifæri til þess að hlusta á kórinn en auk þess að taka þátt í almenn- um safnaðarsöng mun kórinn syngja nokkur verk að prédikun lokinni. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kökubasar Kvenfélags Laugarneskirkju KVENFÉLAG Laugarneskirkju heldur kökubasar til styrktar orgelsjóði kirkjunnar sunnudaginn 10. nóv. Hafa kvenfélagskonur frá upphafi gengið fremst í hópi alls safnaðarfólks til styrktar orgel- smíðinni og sýna nú enn hug sinn í verki. Nú er kjörið tækifæri til að næla sér í góða sunnudagstertu strax að lokinni messu og sunnu- dagaskóla kl. 11:00 og bjóða svo til sín fólki í eftirmiðdaginn. Svo vill til að þennan sama sunnudag er kristniboðsdagurinn, en vegna kökubasarsins munum við fresta samskotum til kristniboðsins um eina viku og gefa safnaðarfólki þá kost á að láta fé af hendi rakna til þess góða málefnis. Áhrif atvinnumissis á líðan fólks MIÐVIKUDAGINN 13. nóvember kl. 13:30 stendur kærleiksþjón- ustusvið Biskupsstofu fyrir fræðslu- og umræðufundi í Hall- grímskirkju um atvinnumissi – áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við. Á fundinum mun Höskuldur Frí- mannsson rekstrarhagfræðingur halda fyrirlestur með yfirskriftinni „Að láta draumana rætast – Hvað vilt þú fá út úr lífinu?“ Höskuldur hefur unnið sem ráðgjafi fyrir- tækja, hópa og einstaklinga. Meðal verkefna sem hann hefur unnið við er að greina stöðu mála, leita að nýjum möguleikum og tækifærum, þegar fólk stendur á krossgötum. Fundarstjóri er Bryndís Valbjarn- ardóttir guðfræðingur. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Kristniboðs- dagurinn í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/ÓmarHallgrímskirkja. Hallgrímskirkja. Bréfabók bisk- upsfrúar á fræðslumorgni næst- komandi sunnudag. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópavogi. Samkoma í dag kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveð- ið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og ung- lingadeildir. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir hjartanlega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Kristniboðssalurinn Háaleitisbraut 58. Nytjamarkaður frá kl. 14 til 18. Búsáhöld, fatnaður, leikföng, bækur og margt fleira, bæði notað og nýtt. Allur ágóði fer til að styrkja kristni- boðið. Komið og gerið góð kaup og styrkið kristniboð í leiðinni. Safnaðarstarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.