Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA VARAN FRÁ ÍE Íslensk erfðagreining hefur þróað sína fyrstu vöru. Er þar um að ræða greiningarpróf á beinþynningu. Af- koma ÍE hefur batnað mikið und- anfarið. VG eini vinstri flokkurinn Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði á landsþingi flokksins að VG væri eini valkostur íslenskra vinstri manna. Hann lagði áherslu á að VG væri velferðarflokkur. Hætt við friðargæslu Tyrkja Stjórn Tyrklands hefur ákveðið að hætta við að senda hermenn til frið- argæslu í Írak. Tíu bandarískir her- menn létu lífið í gær þegar herþyrla hrapaði nálægt Tikrit, heimaborg Saddams Husseins. Ástrali grunaður um mansal Vísbendingar hafa komið upp um alþjóðlegan mansalshring í kjölfarið á handtöku ástralsks karlmanns á Keflavíkurflugvelli. Vilja komast á Evrópukortið Evrópski seðlabankinn kann að þurfa að gefa út nýja evruseðla vegna þess að Kýpur og Möltu vant- ar á Evrópukortið sem skreytir þá. Eyjarnar fá aðild að ESB 2004. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 39 Viðskipti 14/16 Viðhorf 40 Úr verinu 16 Kirkjustarf 42/43 Erlent 18/21 Minningar 44/48 Minn staður 22 Brids 49 Höfuðborgin 23 Myndasögur 54 Akureyri 24 Bréf 54 Árborg 25 Dagbók 56/57 Suðurnes 26 Staksteinar 56 Landið 27 Íþróttir 58/61 Listir 28/31 Leikhús 62 Daglegt líf 32/33 Fólk 62/69 Umræðan 34/42 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Veður 71 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Betra bak. F ÁTT er vinsælla hjá litlum stelpum þessi misserin, bæði hérlendis og í útlandinu, en hinar bandarísku Bratz-dúkkur. Þær sam- anstanda af fimm vinkonum, þeim Cloe, Meygan, Jade, Sasha og Yasmin. Reyndar hefur Dana komið í stað Meygan, því hún seldist ekki nógu vel og einnig hefur skvísan Nevra nýlega bæst í hópinn. Fjórir Bratz-strákar komu einnig á markaðinn í sumar, því framleið- endur komust að því að stelpur um tíu ára aldurinn væru í leikjum sín- um mjög uppteknar af pörum. Dúkkurnar, sem eru nokkr- um sentímetrum lægri en Barbie, bera því óneitanlega vitni að poppmenningin með fáklæddum dillibossum hefur haft áhrif á leik- fangaiðnaðinn. Bratz-dúkkur (þær sem eru kvenkyns) klæðast pínupilsum og flegnum bolum eins og poppstjörnur sem eru á fullorðinsaldri og eru auk þess stífmál- aðar. Þær eru vinsælast- ar hjá stúlkum á aldrinum fimm til tólf ára og því ekki að undra að sumir for- eldrar velti fyrir sér hvort slíkar fyrirmyndir séu heppilegar fyrir svo ungar stúlkur. Spegilmynd samfélagsins? Aðrir segja að dúkkurnar spegli einungis sam- félag okkar þar sem við komum fram við og klæð- um börn okkar eins og þau séu miklu eldri en þau eru. Margir setja líka spurningamerki við þau skilaboð sem Bratz-vinkon- urnar flytja, því þær virðast ekki gera neitt annað en að hafa sig til og fara út að skemmta sér. Þær eru markaðs- settar með orðunum „The girls with a passion for fashion“, sem sagt stúlkur með ástríðu fyrir tísku. Þær eru alveg sjúkar í „funk“- tísku og allir aukahlutir sem þeim fylgja snúast um útlit og yfirborð. Mörgum finnst þetta afturför, því Barbie hefur einmitt þróast frá því að sitja heima og bíða eftir Ken, til þess að geta hvað sem er. Vegna gagnrýnisradda um metnaðarlausa dúkku, var farið að framleiða Barbie sem er tannlæknir eða hvað annað sem hug- urinn stendur til. Einnig var málum hennar breytt, þar sem hún hafði svo ógnarstór brjóst miðað við mittismál og leggi svo óhóflega lengri en búk, að ekki nokkur lifandi manneskja getur verið þannig í laginu og þar af leiðandi urðu margar ungar stúlkur fyrir miklum vonbrigðum þegar þær báru sig saman við vaxtarlag Barbie. Risastórt höfuð og þrýstnar varir Bratz-vinkonurnar hafa önnur hlutföll en lifandi stúlk- ur, þær eru með risastórt höfuð samanborið við búkinn, agnarsmátt nef og þrýstnar varirnar ná yfir meirihluta neðra andlitsins. Einnig eru skásett og hálflukt augun í yfirstærð. Telja má framleiðendum Bratz-vinkvennanna það til tekna að þær standa fyrir fleiri en einn kynþátt því Sasha og Yasmin eru dökkar á hörund. Í Dótabúðinni í Kringlunni fengust þær upplýsingar að Bratz-dúkkurnar væru mjög vinsælar hjá stelpum en að- eins einn strákur hefði keypt slíka dúkku og þá karlkyns. Í hvert sinn sem eitthvað nýtt kemur í Bratz, fyllist búðin af stelpum og vafalítið verður þetta jólagjöfin hjá mörgum í ár. Auk þess er mikið um fylgihluti, allt frá skarti og klæð- um til heilu diskótekanna, límósína og hárgreiðslustofa. Einnig eru til púðar með myndum af skvísunum og hægt er að kaupa stórt Bratz-höfuð til að farða. Nýjasta nýtt eru litlar Bratz-dúkkur. Ónefnd móðir sjö ára stúlku sagðist vera búin að streitast í heilt ár á móti þrýstingi frá dóttur sinni um að fá Bratz-dúkku og nú væri hún að hugsa um að láta undan, þótt hún hefði efasemdir um fyrirmyndina. „En bakgrunnur barnanna skiptir líka máli og ég treysti dóttur minni alveg til að láta þessar dúkkur vera þyrluflugmenn eða eitthvað annað og meira en pjattrófur.“ Bratz-dúkkurnar þustu fram á leikfanga- markaðinn sumarið 2001 og hafa nú náð 31,7 prósentum á dúkkumarkaðnum. Þær og fylgihlutir þeirra hafa rakað inn einum milljarði Banda- ríkjadala og því ekki að undra að margir leikfangafram- leiðendur hafi farið út í að framleiða og selja Bratz-eftir- líkingar. Bratz-dúkkurnar eru markaðs- settar sem stúlkur með tískuástríðu Barbie og Bratz: Þær eiga ekki mikla samleið, hin hógværa Barbie og glimmergellan Dana.  LEIKFÖNG BRATZ-vinkonurnar: Jade, Cloe, Meygan, Sasha og Yasmin. Komn- ar í glimmerklæðin og háu hælana. Minna svolítið á Spice Girls. PÚÐAR: Sasha og Jade. Meygan: Svaka skvísa. Morgunblaðið/Kristinn Umdeildar skvísur khk@mbl.is LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 L a u g a r d a g u r 8. n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 3 Laugardagur 8. nóvember 2003 Prentsmiðja Árvakurs hf. Skoðum umhverfið með listinni Í Myndlistaskólanum í Reykjavík er boðið upp á myndlistarnámskeið fyrir krakka á grunn- skólaaldri. Námskeiðin eru einu sinni í viku í tvo til þrjá tíma í senn og því fá krakkarnir á námskeiðinu tækifæri til að vinna stærri og tímafrekari verkefni en hægt er að vinna í myndmennt í grunnskólunum. Þóra Sigurðardóttir, skólastjóri Myndlista- skólans, segir að námskeiðin séu mjög fjöl- breytt. Krökkunum sé skipt upp í hópa eftir aldri og hóparnir síðan settir í verkefni þar sem bæði sé unnið með mismunandi innihald og mismunandi efni. „Við erum ekki með sérstök námskeið í ákveðnum myndlistargreinum heldur fléttum við allt saman, segir Þóra. „Við stefnum að því að nemendurnir kynnist öllum greinum mynd- listarinnar en annars er það tilviljun á hvaða greinar áherslurnar eru mestar á hverju nám- skeiði. Við tökum til dæmis fyrir verkefni þar sem við erum að fást við liti en mismunandi litir eins og krítarlitir, þekjulitir og vatnslitir hafa mismunandi eiginleika. Það fer svo eftir því hvað maður er að fást við og hvað maður vill fá fram, hvernig liti maður velur.“ Reynum að sjá raunveruleikann Þóra segir að kennararnir í skólanum líti á teikningu sem rannsóknar- og undirbúnings- tæki. „Við erum ekki að teikna til að búa til fal- legar myndir, þó að það verði oft til fallegar myndir, heldur teiknum við til að skoða,“ segir hún. „Það er einmitt það sem myndlistin gengur út á, að opna augun fyrir þeim veruleika sem við hrærumst í. Við erum að reyna að opna augun fyrir því sem er næst okkur og því sem við eigum kannski erfiðast með að koma auga á af því að það er svo nálægt okkur.“ Þóra segir að til þess að tengjast þessum raunveruleika sem best noti nemendurnir í Myndlistaskólanum ýmis óhefðbundin efni í bland við hefðbundin efni eins og t.d. málningu og leir. „Við notum mikið af efni sem oft er hent og tengjum það við alla þessa sóun og eyðslu sem er í gangi. Þannig tengjum við hugsun inn í verkefnin um leið og við erum að vinna með raunverulegt umhverfi,“ segir hún. Leirað eftir teikningum. ÞAÐ hafa margir krakkar gaman af því að teikna og föndra og margir gera það líka alveg listavel eins og sjá má af teikningunum sem við fáum sendar hingar á barnablaðið. Til að teikna fallegar myndir þarf maður fyrst og fremst að vera duglegur að æfa sig en þeir sem hafa mikinn áhuga geta líka farið á myndlistarnámskeið. Í Reykjavík eru margs konar námskeið í boði þar sem krakkar geta lært bæði teikn- ingu og aðra listsköpun eins og til dæmis leir- mótun. Við fórum nýlega í heimsókn í Mynd- listaskólann í Reykjavík þar sem við rákumst á hóp krakka sem voru að móta leir bæði í höndunum og í rennsluvélum. Guðbjörg Káradóttir, kennari á námskeið- inu, segir að krakkarnir hafi byrjað á því að vinna frjálst með steinleir, til að kynnast leirnum. Síðan hafi þau farið að undirbúa sig undir að gera stórt ker úr rauðleir sem sé að- alverkefnið á námskeiðinu. „Við byrjuðum á því að skoða bækur og teikna myndinar sem við ætlum að skreyta kerið okkar með,“ segir hún. „Formið sem við notum er frá fornöld og því skoðuðum við bækur um upphaf leirlistar á Grikklandi og eyjunum í kringum Grikk- land. Við vinnum formið út frá því sem við sjáum í bókunum en tengjum þetta síðan inn í okkar raunveruleika með skreytingunum sem við teiknum fyrst á blað og síðan á kerin.“ Guðbjörg segir að það séu goðsögur og frá- sagnir af hernaði málaðar á gömlu grísku ker- in en að krakkarnir á námskeiðinu teikni sög- ur úr sínum eigin raunveruleika og skreyti kerin sín með þeim. Teiknað með oddhvössu áhaldi Þegar búið er að teikna mynd af kerinu er það mótað úr leirnum í höndunum. Síðan er svartur eða hvítur leirlitur borinn á það og myndir teiknaðar í leirlitinn með oddkvössu áhaldi þannig að rauði litirinn komi aftur í ljós. Kerin eru síðan brennd í sérstökum ofnum þegar búið er að skreyta þau. Þau eru líka glerjuð að innan en krakkarnir ráða því sjálfir hvort þau eru glerjuð að utan en þá þarf að gera það með penslum. Guðbjörg kennari segir að krakkarnir séu allir mjög áhugasamir og að þess vegna gangi þeim vel. Morgunblaðið/Árni Torfason Leir mótaður í höndum og vélum Kerið teiknað Baldur Kolbeinn Halldórsson, sem er tíu ára, er á sínu fyrsta námskeiði í Myndlistaskólanum og finnst það gaman. Á myndinni er hann með myndina sem hann teiknaði af kerinu sínu. Júlía Bjarnadóttir, sem er tíu ára, er á sínu fyrsta leirmótunarnámskeiði en hún hefur verið á teikninámskeiðum í Myndlistarskólanum frá því hún var sjö ára. Júlía var að móta kerið sitt þegar við komum í heimsókn. „Fyrst gerum við botninn með því að búa til litla skál. Svo búum við til litlar pylsur úr leirn- um og límum þær ofan á kerröndina með leirlími sem er búið til úr leir og vatni. Áður en við ger- um það verðum við samt að skrapa ofan af börmunum til að opna leirinn,“ sagði hún. Kerið mótað Tveir draugar giftust og níu mánuðum seinna eignuðust þeir vasaklút. MÁL Íslendingsins, sem sótti sér barnaklámsefni á ítalska vefsíðu, er nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Palermo á Ítalíu að því er kemur fram í frétt á vef Agenzia Giornal- istica Italia. Íslendingurinn er í hópi 68 einstaklinga sem verið er að rannsaka eftir að hafa heimsótt og sótt barnaklámsefni á síðuna Only- sex. Síðan, sem sett var upp í maí, var hins vegar tálbeita lögreglunnar í Palermo. Ákæruvaldið í Palermo rannsakar nú mál 62 Ítala, þriggja Þjóðverja, eins Íslendings, Pólverja og Ungverja vegna málsins. Fólkið er ákært fyrir að útbreiða og hafa undir höndum barnaklám. Í fjóra mánuði fylgdist lögreglan með vefsíðunni, en auk barnakláms- efnis var þar að finna ýmislegt ann- að, s.s. listatengt efni, til að hylma yfir raunverulegt hlutverk síðunn- ar. Ekki hefur enn verið leitað til lögreglunnar hér vegna málsins í Palermo en hins vegar barst lög- reglunni fyrirspurn frá Feneyjum fyrir nokkrum vikum vegna barna- klámsmáls sem talið er að Íslend- ingur tengist. Vefsíða með barnaklámi tálbeita ítölsku lögreglunnar Mál eins Íslendings er til rannsóknar SÉRA Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, blessaði Draugasetrið á Stokkseyri í gær. Sagði hann við það tækifæri að margar draugasögur gengju út á að kristin trú sigraði hið illa. At- höfnin hófst á því að Þór Vigfús- son, formaður stjórnar Drauga- setursins, bauð fólk velkomið og fór yfir aðdragandann að stofnun þess. Sagði hann meðal annars að það væri ekki ætlunin að standa í einhverju dufli við drauga og for- ynjur heldur eingöngu að skemmta fólki. Einnig kom fram fulltrúi frá Galdrasafninu á Ströndum og sagði að hér eftir, þegar galdra- menn kvæðu niður drauga, myndu þeir ekki lengur senda þá norður og niður heldur yrðu þeir sendir í Draugasetrið á Stokks- eyri og að því loknu kvað hann niður draug. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup flutti nokkur orð og sagði að nærvera hans þýddi ekki að upp væri kominn ágreiningur inn- an kirkjunnar, heldur sagði hann að margar draugasögur gengju út á að kristin trú sigraði hið illa. Að því loknu blessaði hann Drauga- setrið og bað menn um að ganga gætilega um sálir framliðinna. Það kom í hlut séra Kristins Ágústar Friðfinnssonar að opna Draugasetrið með formlegum hætti og það gerði hann með því að höggva með exi á líknarbelg. Því næst var fólki boðið að ganga í gegnum Draugasetrið og er óhætt að segja að það sé mögnuð reynsla. Benedikt G. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Draugaseturs- ins og einn af aðalhvatamönnum að stofnun þess, sagði að Drauga- setrið yrði opið um helgar fyrir almenning og aðra daga eftir samkomulagi. Morgunblaðið/Gísli Gíslason Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, blessaði Draugasetrið á Stokkseyri. Vígslubiskup blessaði Draugasetrið á Stokkseyri ALVARLEGT slys varð á Eiðis- granda við Rekagranda síðdegis í gær þegar tveir fólksbílar rákust á. Kona, sem ók öðrum bílnum, slasaðist alvarlega, en ungur drengur sem sat í bílstól í aftur- sæti slapp með minni háttar meiðsl. Ökumaður hinnar bifreið- arinnar slapp einnig án alvarlegra meiðsla. Báðir bílar voru gjör- ónýtir og fjarlægðir með kranabíl. Að sögn vakthafandi sérfræð- ings á gjörgæsludeild Land- spítalans – háskólasjúkrahúss í Fossvogi er ástand konunnar al- varlegt og var ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um líðan hennar. Lögreglan í Reykjavík auglýsir eftir vitnum sem varpað geti ljósi á tildrög slyssins, enda eru þau óljós. Kona alvarlega slösuð eftir árekstur AFNOTAGJÖLD Ríkisútvarpsins hækka um 5% næstu áramót. Ákvörð- un um þetta var tekin á ríkisstjórn- arfundi í gær. Afnotagjöld RÚV hækkuðu síðast 1. janúar 2003, þá um 7%. Hækkunin nú þýðir að afnotagjöld hækka úr 2.408 krónum í 2.528 krón- ur á mánuði, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. Áætlað hefur verið að hækkunin auki tekjur RÚV um 110 milljónir króna á árs- grundvelli. Samkvæmt upplýsingum mennta- málaráðuneytisins eru ástæður hækkunarinnar rökstuddar í bréfi út- varpsstjóra til menntamálaráðherra. Þar segir að á undanförnum áratug hafi afnotagjald RÚV rýrnað að raun- gildi um 20% miðað við verðlag og kaupgjald 2003, en á sama tíma hafi bein rekstrarútgjöld lækkað um 10% miðað við verðlagsforsendur 2003. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- málaráðuneytinu kemur einnig fram í rökstuðningi útvarpsstjóra að hækk- unarinnar sé m.a. þörf til að koma til móts við launahækkanir sem taka gildi um áramót og munu hafa áhrif á rekstrarkostnað RÚV. „Í viðræðum við fulltrúa fjármála- sviðs menntamálaráðuneytisins hafa verið færð rök fyrir nauðsynlegri hækkun afnotagjaldsins og sérstak- lega á það bent hve hlutur fjármagns- gjalda vegna aukinna lífeyrisskuld- bindinga, sem og framlag til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur farið hækkandi á undanförnum árum og bitnað á hinni eiginlegu dagskrár- starfsemi Ríkisútvarpsins,“ segir í bréfi útvarpsstjóra, Markúsar Arnar Antonssonar, til ráðherra. Afnotagjöld RÚV hækka um 5% TÓMAS Lemarquis hefur verið til- nefndur til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna sem besti leikarinn í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Nóa albínóa. Fimm aðrir eru tilnefndir í sama flokki: Jean Rochefort úr frönsku mynd- inni Maður í lest (L’Homme du Train), Chiwetel Ejiofor úr bresku myndinni Ljótleika fegurðarinnar (Dirty Pretty Things), Luigi Lo Cascio úr ítölsku myndinni Bernskubrek (La Meglio Giuventú) og Daniel Brühl úr þýsku myndinni Far vel, Lenin! (Good Buy, Lenin!). Tómas er einnig tilnefndur í vali fólksins á sömu kvikmyndahátíð en þessi tilnefning var gerð af evr- ópsku kvikmyndaakademíunni. Í vali fólksins er leikstjóri Nóa albín- óa, Dagur Kári Pétursson, einnig tilnefndur. Verðlaunin verða veitt í Berlín 6. desember nk. Evrópsku kvikmynda- verðlaunin Tómas tilnefndur Tómas Lemarquis er Nói albínói. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.