Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 45
gleðigjafar þó að lífshlaup þeirra hafi verið fullt af brekkum ekki síður en annarra. Ég man tónlistarástríðu hennar og þörf til að syngja. Man hvað hún var ótrúlega fljót að læra raddir, man alt röddina hennar, man dugnað hennar við að komast á söngæfingar í kvennakórnum okkar, oft í snjó og ekki ákjósanlegu veðri, jafnvel á stundum var dráttarvél eina farar- tækið sem við var komið yfir Fellið. Þá var Rikka komin með slit í hné, átti erfitt með hreyfingar en söng- gleðin og félagslyndið var óskert. Og svo góða lundin hennar. Ég man söngæfingu í Akureyrar- kirkju rétt áður en hún gekkst undir liðskiftingu í hné, hún settist á kirkjubekk og stjórnandi okkar bað hana að velja sér lag til að hlusta á. Hún vildi heyra ,,Til þín Drottinn hnatta og heima“ eftir Þorkel Sigur- björnsson. Þessi stund í kirkjunni, að syngja einmitt þetta lag og trúarljóð Páls V. G. Kolka, ásamt nær sextíu öðrum konum, syngja það fyrir Rikku gleymist mér ekki. En aldur og veikindi settu að lok- um mark sitt á hana og nú hefur hún kvatt. Það er mér ómetanlegt að hafa átt þessa móðursystur sem í svo mörgu minnti mig á mömmu mína. Ég er þakklát fyrir að hafa átt annað heimili hjá henni og Jóni. Þakklát fyrir að hafa verið náin börnum þeirra og eiga þau enn að vinum. Þeim og fjölskyldum þeirra sendum við Þórsteinn og börn okkar samúð- arkveðju svo og ættingjum okkar öll- um. Blessuð sé minning Friðriku móð- ursystur. Aðalbjörg Pálsdóttir. Lítil stelpa liggur háskælandi úti á túni, utan í halla svo bröttum að bannað er að velta sér þar fram af, krakkar fá af því hina hræðilegu garnaflækju. En þessi stelpa hafði ekki verið neitt að velta sér. Samt hafði hún verið skömmuð – ekki kannski alveg að ástæðulausu, en þó – hún hafði ekki gert neitt voðalega ljótt af sér að henni sjálfri fannst. Hún átti því að eigin dómi ofurbágt, engum þótti vænt um hana, allir voru henni vondir og foreldrarnir víðs fjarri. Hún skælir hástöfum. Þá finn- ur hún hönd lagða mjúklega á öxl sér og heyrir blíðlega rödd: Viltu ekki koma inn með mér, heillin. Ég á kannski eitthvað gott handa þér. Hættu nú að gráta. Stúlkan röltir þegjandi á eftir móð- ursystur sinni út í hús. Heimurinn er líklega ekki eins vondur og hún hélt. Ein og ein góð manneskja er þó til. Rikka frænka hennar gefur henni mjólkurglas og jólakökusneið. Þannig mundi ég lýsa Friðriku Jónsdóttur frá Fremstafelli: Hún var góð kona. Hún vildi alltaf hugga og gleðja, bæta það sem aflaga fór, styðja og styrkja. Ég held hún hafi erft skaplyndi móður sinnar, hennar Rósu ömmu. Þau hjón Jón og Friðrika hófu bú- skap á Mýri en fluttu fljótlega í Fremstafell og þar stóð heimili þeirra lengst. Starfsár frænku minn- ar sem bóndakonu hafa ekki verið létt, vélakostur enginn fyrstu bú- skaparárin, hvorki innan húss né ut- an. En dæturnar fóru að hjálpa til þegar kraftar leyfðu og víst gáfust líka gleðistundir og næðis. Friðrika hafði yndi af söng og þar sem endra- nær fóru hugðarefni þeirra hjóna saman. Að loknu dagsverki settist hún stundum við orgelið og heimilis- fólkið tók lagið saman, bækur voru lesnar og ræddar. Að lokum tók einkasonurinn við jörðinni, byggði upp og rak stórbú. Gömlu hjónin fluttust til Húsavíkur og þar andaðist Jón í hárri elli. – Og nú er Fremstafell komið úr eigu ætt- arinnar, allt nema gamla húsið þeirra Jóns og Rikku sem börnin þeirra hafa gert upp og haldið við. Það var ekki stórt í upphafi þetta hús, en samt var þar pláss fyrir sumar- krakka þegar bær afa og ömmu rúm- aði ekki fleiri. Og þar var gott að vera. Ég þakka frænku minni öll hennar hlýju orð og mjúku handtök. Ég veit hún hefur farið sátt af þessum heimi inn í ljósið fyrir handan. Kristín R. Thorlacius. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 45 ✝ Magnús Þor-bergsson fæddist á Þverá í Öxarfirði 11. janúar 1911. Hann lést á sjúkra- húsi Heilbrigðis- stofnunar Þingey- inga 2. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þor- bergur Tómasson bóndi og smiður, f. 27. nóvember 1873, d. 28. febrúar 1928, og Jóhanna Sigfús- dóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1876, d. 23. mars 1913. Systkini Magnúsar eru Sigfús, f. 6. apríl 1902, dó ungur á Vífilstöðum, Oddný, f. 22. ágúst 1906, d. 20. mars 1913 á Skinna- stað, Svanhvít Ingibjörg, f. 11. jan- úar 1911 tvíburasystir Magnúsar, d. 24. febrúar 1916 á Ærlæk, og samfeðra eru Svanhvít Jóhanna, f. um 1920, d. um 1924, og Sigurjón, f. 20. mars 1925, síðar forstjóri Tanga í Vopnafirði, d. 6. maí 1996. Seinni kona Þorbergs var Sigrún Sigurjónsdóttir ljósmóðir frá Hólmum í Vopnafirði. Magnús kvæntist 17. nóvember 1949 Ingibjörgu Kristrúnu Antons- dóttur frá Koti í Svarfaðardal, f. 15. september 1926, d. 26. júlí 1971. Hún var dóttir Antons Pálssonar frá Brúarlandi í Deildardal og Gunnlaugar Magnúsdóttur frá Anton, f. 4. júní 1997. Magnús fæddist að Þverá í Öxarfirði og átti heima þar í firðinum allra fyrstu æviár sín, en ólst aðallega upp að Fremri-Nýpum í Vopnafirði. Þar gekk Maggi eins og hann var kall- aður í barnaskóla og síðar eða árin 1931–1933 var hann tvo vetur við nám í alþýðuskólanum á Laugum í Reykjadal. Eftir námið á Laugum var hann við ýmiss konar vinnu svo sem byggingarvinnu, brúarvinnu og bókhald. Magnús gerðist bóndi á Ærlæk 1942–45 og kenndi börn- um í Svarfaðardal og á Hólsfjöllum þrjá vetur. Ingibjörg og Magnús byrjuðu síðan sína sambúð í Gamla-Lundi í Öxarfirði eftir að hafa kynnst í Svarfaðardal. Árið 1951 byggðu þau Víðines í Öxar- firði og stunduðu búskap þar í 11 ár. Frá Víðinesi fluttu þau 1963 í Ás við Kópasker 1963 og hann hóf störf hjá KNÞ og gegndi því starfi til ársins 1980. 1975 keypti hann Austur-Brún á Kópaskeri. Hann var deildarstjóri og löggiltur mats- maður garðávaxta og sá um slíkt mat fyrir kaupfélagið. Eftir 1980 stundaði hann ýmis störf hjá kaup- félaginu til starfsloka. Einnig sat hann í stjórn Ungmennafélags Öx- arfjarðar 1942–43 og var ritari verkalýðsfélagsins á Kópaskeri í nokkur ár. 1996 fluttist Magnús á dvalarheimilið Hvamm á Húsavík og dvaldist þar þangað til í mars 2001 er hann fór á öldrunardeild- ina þar sem hann lést að morgni sunnudagsins 2. nóvember 2003 eftir veikindi. Útför Magnúsar fer fram frá Skinnastaðarkirkju í Öxarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Koti í Svarfaðardal. Börn Magnúsar og Ingibjargar Kristrún- ar eru: 1) Gunnlaugur Lárus véliðnfræðing- ur á Akranesi, f. 24. febrúar 1950, d. 28. apríl 1989, kvæntur Kristínu Aðalsteins- dóttur bókara, f. 8. apríl 1957, dóttir þeirra er Lena, f. 31. janúar 1989. 2) Sigrún Jóhanna húsmóðir á Kópaskeri, f. 9. ágúst 1953, maður hennar Guðmundur Árnason rafvirkjameistari, f. 24. maí 1942, börn þeirra eru Ingibjörg, f. 3. október 1980, Árni, f. 15. maí 1982 og Lára Dagný, f. 26. maí 1988. 3) Einar Ófeigur skipstjóri á Húsavík, f. 16. ágúst 1959, var kvæntur Guð- rúnu M. Einarsdóttur en þau skildu og eru börn þeirra a) Kristrún Ýr, f. 18. júlí 1981, sonur hennar er Ey- steinn Orri Arilíusarson, f. 17. jan- úar 1999, b) Einar Magnús, f. 22. janúar 1983 og c) Garðar Þröstur, f. 2.2.1990. Seinni kona Einars er Sigríður Kristín Benjamínsdóttir bankastarfsmaður, f. 30. mars 1963, fyrir átti hún tvö börn, Benjamín Rúnar Þorsteinsson, f. 11. október 1981, og Málfríði Þor- steinsdóttur, f. 13. apríl 1985, en saman eiga þau Sólrúnu, andvana fædd 11. apríl 1996, og Bergþór Elsku afi. Kvöldið sem ég frétti að þú værir að fara var það fyrsta sem mér datt í hug að bruna norður svo ég gæti kvatt þig. Ég ákvað að leggja af stað strax daginn eftir, en þegar ég vakn- aði árdegis var það um seinan. Ég varð dapur í bragði vitandi að hafa misst af síðasta tækifærinu til að eiga með þér samverustund. Það er svo margt sem við áttum eftir að ræða um, margt sem ég vildi spyrja þig um og annað sem ég vildi segja þér frá. Á hinn bóginn vissi ég að þú vildir fara, þú varst orðinn þreyttur. Síðustu daga hef ég huggað mig við það að ef til vill var betra að þú skyldir fara svo snögglega eins og þú gerðir, sennilega hefði mér þótt ennþá sárar að sjá þig kveljast. Nú í haust þegar ég byrjaði í land- fræðinni í Háskólanum rifjaðist upp fyrir mér vísa sem þú kenndir mér þegar ég var drengur, raunar á þeim árum er ég taldi þig alvitran: Ég er kominn upp á það, allra þakkaverðast, að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. (Jónas Hallgrímsson.) Á þeirri stundu sem þú kenndir mér vísuna skildi ég að átt var við það að hægt er að ferðast í rúminu og fræðast um ókunn lönd og álfur í huganum. En það var ekki fyrr en nú að ég áttaði mig á því að hún á líka við um ferðalag hugans í gegnum óravíddir tímans. Nú nýti ég mér þessa vitneskju óspart það sem eftir er og ylja mér við minningar sem við eigum sameiginlegar. Megi minning þín lifa innra með mér að eilífu. Árni. Elsku afi minn. Eini afinn sem ég fékk að kynnast og sá besti. Það er mjög sárt að þú sért farinn og ég sakna þín mjög en þetta var langbest fyrir þig að fá að fara á betri stað. Þú ert nú mín besta minn- ing sem ég á. Þú varst mér alltaf góð- ur og ég var mikið hjá þér þegar þú bjóst á Kópaskeri og fannst mér skemmtilegast að taka á móti þér þegar þú komst í heim- sókn, hljóp á móti þér í forstofunni og faðmaði þig. Þú hlýjaðir mér alltaf á höndum og fótum þegar ég var búin að vera mikið úti og orðið kalt, kenndir mér ljóð og söngva sem þér fannst gaman að láta mig fara með. Eftir að þú fórst á Hvamm á Húsavík var alltaf gaman að heim- sækja þig og fá að halda í höndina á þér sem var alltaf hlý og gafstu okk- ur alltaf einhver sætindi. Elsku hjartans, Magnús afi, ég veit að það er vel tekið á móti þér og að þér líður vel. Þú átt alltaf sérstakan stað í hjarta mínu. Ástarkveðja, Lára. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn og mér finnst það svo skrítið að vita ekki af honum afa mínum á Húsavík, sem mér þótti svo vænt um. Ég var ekki mikið með þér, því ég á heima svo langt í burtu, en við mamma komum alltaf á hverju sumri norður. En þótt við höfum ekki verið mjög mikið saman á ég samt margar góðar minningar í hug- anum um þig. Það varst til dæmis þú, afi minn, sem kenndir mér að standa á haus. Þú sagðir: Fyrst búa til þríhyrning með höfði og höndum og svo að láta fæturna upp á hilluna sem myndast af höndunum og síðan rétta úr fót- unum. Þessa aðferð hef ég alltaf not- að. Svo man ég líka eftir því, þegar þú kenndir okkur Láru að syngja lagið „Hafið bláa hafið“ og ég get enn heyrt röddina þína syngja það. Þú kallaðir okkur líka alltaf litlu frænk- urnar þínar og ég á eftir að sakna þess að heyra það aldrei aftur. Já, elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín, en ég veit að nú ertu kom- inn til ömmu og pabba og þau munu taka vel á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín Lena. Þegar Árni bróðir stappaði niður fótunum fyrir framan húsið hjá þér á leið í leikskólann og sagðist ekki vilja fara lengra var það ekki að ástæðu lausu, því það var svo gott og nota- legt að vera hjá þér. Að fá kodda- morgunkorn, vera jafnvel boðið upp á Pepsa, sem reyndist síðan vera ósvikið Appelsín og ef heppnin var með mér fékk ég jafnvel jólakökur frá Gulla og Stínu þótt það væri kominn júní. Það var líka alltaf ákaf- lega ljúft að liggja við hliðina á þér í stóra fallega rúminu þínu og hlusta á Óskastundina sem þú last fyrir ólæsa barnið langt fram eftir aldri. Þú kenndir börnum þegar þú varst upp á þitt besta og hef ég litið á þig sem kennara í mörg ár þó að þú hafir ekki haft próf upp á það. Því get ég í raun viðurkennt að þú hafir haft áhrif á að ég hóf kennaranám. Þú sagðir mér líka oft söguna af því þeg- ar þú hittir lærimeistara bróður þíns á Akureyri og spurðir hann eftir frammistöðu hans: „Hvort hann væri ekki svona meðal skussi?“ En þá hefði kennarinn sagt: „Nei, hann er meira, hann er stærðfræðingur.“ Og eftir sögunni fylgdi ávallt: ,,Og má ekki segja það sama um þig?“ Þú kenndir mér fyrsta lagið sem ég lærði, það var Hafið bláa hafið og hefur vísan alltaf fyllt mig ævin- týraþrá og bjartsýni á gæsku heims- ins. Afi, þú tengdir mig þó reglulega við raunveruleikann, eins og þegar þú sagði mér að einhvern tímann myndi þú nú deyja og þá væri lítið eftir annað en minning. Þessa sögu sagðir þú mér líka oft í seinni tíð, þegar ég kom við hjá þér á Húsavík á leiðinni austur eða suður. Þú minntir mig á orðin sem ég lét falla og eiga ekki síst við nú: „En afi minn, það verður góð minning.“ Þín frænka, Ingibjörg. Elsku afi. Það er sárt að sjá þig fara en við vitum að þú ert hvíldinni feginn. Það er ekki hægt að hugsa sér betri afa en þig, þú áttir alltaf tíma fyrir okk- ur barnabörnin og þú varðir þeim tíma afar vel. Ég minnist þess þegar þú varst að kenna okkur Hafið bláa hafið, hugann dregur, og ég hélt að þetta væri örugglega lengsta lag í heimi en við lærðum það samt og við sungum það oft saman ásamt öðrum skemmtilegum vísum sem þú kennd- ir okkur. Þú hafðir alltaf tíma til að lesa fyrir okkur og þú tókst oft á móti okkur úr skólanum með sögu. Þú áttir alltaf svar við öllum spurn- ingum sem við komum með um und- ur veraldar. Ég man líka eftir göngu- túrunum okkar út í fjöru að skoða marglyttur eða tína skeljar, eins þegar við fórum bara út í búð. Þú kenndir okkur hvað stjörnurn- ar hétu og útskýrðir allt um norður- ljósin. Það var svo margt sem þú kenndir okkur og svo margt sem þú gerðir með okkur. Eitt er víst að aldrei fór maður svangur frá afa, alltaf var til eitthvað gott á borðum, sama hvað klukkan var. Þegar þú fluttir á Hvamm var allt- af til súkkulaði í skúffunni og þú varst alltaf svo glaður að sjá okkur. Þó það sé erfitt að horfa á eftir þér, elsku afi, þá minnumst við þín með gleði og höldum áfram að nýta okkur það sem þú kenndir okkur. Takk fyrir að vera besti afi sem hægt er að hugsa sér. Kristrún Ýr, Magnús, Garðar Þröstur, Jóhanna Margrét og Eysteinn Orri. MAGNÚS ÞORBERGSSON Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkæru móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU R. KRISTJÁNSDÓTTUR, Kaplaskjólsvegi 29, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 23. október. Kristján Jóhannsson, Elísabet Stefánsdóttir, Anna J. Hedegaard, John Hedegaard, Droplaug Jóhannsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Sigurður J. Jóhannsson, Kristín G. Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, dóttur, ömmu og fyrrverandi eiginkonu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Heiðarlundi 3G, Akureyri. Sérstakar þakkir fá allir þeir sem komu að flutningi tónlistar við útförina. Guð blessi ykkur öll. Jón Kristinn Sveinmarsson, Linda Björk Sigurðardóttir, Hólmfríður Sveinmarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sigurður Rúnar Sveinmarsson, Anna Sólmundsdóttir, Fjóla Sveinmarsdóttir, Ingvar Ívarsson, Sóley Sveinmarsdóttir, Pétur Már Björgvinsson, Sigrún Gunnarsdóttir, ömmubörn og Sveinmar Gunnþórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.