Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 47 ✝ Katrín Lillien-dahl Lárusdóttir fæddist á Akri í Grindavík 31. júlí 1928. Hún lést á heimili sínu í Víðihlíð í Grindavík hinn 2. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Val- gerður O. Lillien- dahl, f. 11. janúar 1907, d. 24. ágúst 1973, og Lárus Jóns- son, f. 15. ágúst 1904, d. 11. júlí 1975. Systir Katrínar er Camilla P. Lárusdóttir, f. 31. júlí 1934, gift Steinari Haraldssyni, f. 10. októ- ber 1929. Katrín ólst upp frá tveggja ára aldri í Bræðraborg í Grindavík. Hinn 8. febrúar 1947 giftist Katrín Helga H. Hjartarsyni raf- virkjameistara frá Akranesi, f. 14. des- ember 1922, d. 31. desember 1985. Son- ur þeirra er Hörður Gylfi, f. 9.10. 1950. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Ás- geirsdóttur, f. 6. júlí 1950. Þau eiga tvo syni, Helga Einar, f. 12. mars 1973, og Ármann Ásgeir, f. 31. júlí 1976. Sam- býliskona Ármanns er Ólafía Helga Arnardóttir, f. 8. nóvember 1978, og dóttir þeirra er Katrín Lilja, f. 15. apríl 2002. Útför Katrínar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þér kæra sendir kveðju með kvöldstjörnunni blá. Það hjarta sem þú átt en sem er svo langt þér frá, þar mætast okkar augu þótt ei oftar sjáum hér. Ó, Guð minn ávallt gæti þín. Ég gleymi aldrei þér. (W. Th. S.) Elsku Kaja frænka, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við söknum þín. Camilla, Viktoría og Leonard. Þú, sem að harmi þrungin stynur og þreytist undir byrði kífs, treystu því, að hinn tryggi vinur, er tímum ræður hels og lífs, þín muni græða sorgar sár og sérhvert þerra tár. (K. J.) Titrar við ómur af trega streng. Safnast í vestri svipþung ský. Veturinn nálgast með veðragný, berst fyrir hafsegli ljóð til þín. Kemst yfir húmið kveðjan mín. (O. J. S.) Elsku systir, þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur verið mér og mínum. Guð geymi þig, elsku systir mín. Kveðja. Camilla. Elsku amma, af hverju finnst mér þetta ekki rétti tíminn og þó veit ég að þú ert mér ekki sammála. Þú fórst eins og þú vildir fá að fara, en það átti ekki að vera strax því að þú hafð- ir aldrei verið hressari og kátari en nú síðustu árin, a.m.k. andlega þó að líkaminn segði annað, en þú varst ekki vön að hlusta á hann. Þú kvart- aðir aldrei, það var aldrei neitt að þér jafnvel þótt þú værir hálsbrotin. Hvernig átti maður að vita að þú færir nú? Þú varst reyndar nýbúin að segja það við mig að þú værir að fara og baðst mig um að segja Katrínu Lilju frá þér svo þú mundir ekki gleymast. Það er engin hætta á því að mann- eskja sem skipti mig svo miklu máli eins og þú munir gleymast og ég mun segja henni frá öllu sem þú gerðir fyrir okkur. Við skildum hvort annað og þú þurftir ekki að hylla mig með orðum því ég þekkti hjartalag þitt líkt og ég veit að þú veist hve heitt ég elskaði, virti og dáði þig. Það var varla að við Olla þyrftum að spyrja hvort við mættum flytja til þín, svo velkomin vorum við. Þú lést okkur líða vel og stjanaðir í kringum okkur þegar það átti að vera öfugt. En það var ekki hægt að stoppa þig, manni leið eins og á fimm stjörnu hóteli og ef við vildum launa þér greiðann sagðirðu að við ættum ekki að vera að þessu „veseni“. Engan þekkti ég kokkinn eins og þig. Það er ósjaldan að ég hugsa um reykta ýsu, gellur og kinnar eða pönnukökur þegar ég er svangur eða bara um allar stundirnar sem við átt- um saman á Helgafelli, þú sitjandi í stólnum að horfa á sjónvarpið og að hlusta á útvarpið á sama tíma, enda vissirðu allt, þú hafðir bara ekki hátt um það. Það voru sjaldan læti í kringum þig en þeim mun notalegra var að umgangast þig. Mér finnst eins og mér hafi verið ætlað að búa hjá þér og fá að læra af þér því þú kenndir mér ekki bara með orðum heldur líka í verki. Hjartalag þitt var einstakt og mig langaði að hafa þig lengur til að dóttir mín gæti kynnst þér betur, en því miður var það ekki hægt og ég verð bara að lifa við það. Það verður mér erfitt en ég vil bara að þú vitir að þú skildir meira eftir þig heldur en þú gerir þér grein fyrir og ég veit að guð geymir þig og að þú vakir yfir okkur og blessar. Bless, bless, elsku amma mín. Þinn Ármann. Mig langar að minnast ömmu minnar í nokkrum orðum. Ég held að fáir geti leiðrétt mig þegar ég segi að hún sagði aldrei nei, það var alltaf hægt að leita huggunar hjá henni og alltaf stóð hún með mér frá því ég fyrst man. Þegar ég hugsa til baka og minn- ingarnar fara af stað þá kom alltaf ákveðið sælubros á vorin því þá varstu að fara út í eyju (Knarrarnes) í sumarbústaðinn þinn innan um alla fuglana og sjórinn allt í kring og fyr- ir utan að hitta þína bestu vinkonu, hana Stellu, og bræður hennar. Það gat reynst erfitt að ná þér heim á haustin en síðustu tvö til þrjú árin gastu ekki verið eins mikið og þú vildir vegna veikinda þinna. Í sumar varðstu 75 ára og gast haldið afmæl- ið þitt úti í eyju alsæl með fjölskyld- unni þinni og vinkonum, Stellu og Stínu, sem þú kallaðir alltaf Stínu mím. Að ógleymdum sólargeisla þínum, henni Katrínu Lilju. Ég held hún hafi hreinlega haldið í þér lífi síðan hún fæddist. Þú vildir láta lítið fyrir þér hafa og hógværð og nægjusemin einkenndu þig. Allt sem þú skildir eftir handa okkur í minningunni um þig. Nú ertu komin til afa og ég veit að góður guð geymir ykkur og þið fylg- ist með okkur. Þinn Helgi Einar. Elsku Kaja frænka, nú þegar ég og fjölskyldan kveðjum þig hrannast upp minningar frá þeim stundum sem við áttum saman. Allt góðar minningar sem við munum geyma í hjarta okkar. Alltaf var vel tekið á móti okkur í Helgafelli og þar áttum við margar góðar stundir. Ég minnist þess úr æsku þegar þið hjónin komuð erlendis frá. Þá voru það gleðistundir hjá okkur systrum því alltaf fengum við eitt- hvað fallegt. Eins var það þegar ég stofnaði fyrst heimili, þá komuð þið Helgi í heimsókn og færðuð fjölskyldunni fallega gjöf. Mikið þótti okkur vænt um það. Það var yndislegt að finna samhuginn og gleðina þegar börn okkar fæddust, mikið varstu þá glöð, Kaja mín. Þú varst síðustu ár þín í Víðihlíð í Grindavík og það var alveg táknrænt fyrir þig, að það síðasta sem þú gerð- ir í föndrinu var jólagjöfin sem þú ætlaðir að gefa Leonard. Sú gjöf er okkur nú mikils virði og yljar okkur um hjartarætur. Elsku Kaja mín, það hefur verið okkur fjölskyldunni dýrmætt að hafa fengið að eiga með þér stundir þær er við áttum. Núna óskum við þess að þær hefðu verið fleiri en við því er ekkert að gera. Umhyggja þín fyrir þínum nán- ustu var alltaf í fyrirrúmi, þú barst aldrei veikindi eða rökkurstundirnar í lífi þínu á torg fyrir aðra heldur gerðir gott úr öllu. Já, Kaja mín, þú varst sönn hetja. Við viljum að lokum þakka þér fyr- ir allt það sem þú varst okkur og er- um þess fullviss að almættið tekur vel á móti þér hinum megin. Valdís og fjölskylda. Það eru orðin yfir 40 ár síðan kynni okkar hófust við fjölskylduna á Helgafelli. Helgi og Kaja komu með son sinn Hörð, sem átti að fá að vera hér í sveit í tvær vikur. Þessar tvær vikur urðu að sex sumrum og meiri og minni heimsóknum í annan tíma og ætíð síðan. Nú eru þessi heiðurshjón bæði lát- in. Helgi varð bráðkvaddur á gaml- ársdag 1985 en Kaja lést 2. nóvem- ber sl. Okkur langar að minnast hennar í fáum orðum til að þakka henni alla þá tryggð og vináttu, sem hún lét okkur í té gegnum árin. Alltaf var henni efst í huga að gera öðrum gott og láta gott af sér leiða. Kaja var kát og skemmtileg kona, fróð um menn og málefni og aldrei heyrði maður hana hallmæla nokkr- um manni. Eftir að Helgi maðurinn hennar dó var eins og lífsneistinn dofnaði. Dró hún sig þá mikið í hlé og vildi helst vera í einrúmi. Um það leyti fór heilsu hennar að hraka og þurfti hún oft að dvelja á sjúkrahúsum. Alltaf rofaði til á milli og þá var hennar helsta ósk að komast út í eyju og vera í húsinu sínu þar. Síðast komst hún þangað í sumar á afmæl- isdegi sínum. Mikið var hún þakklát fólkinu sínu fyrir alla hjálpsemina við sig. Ef maður spurði um heilsuna var svar- að: „Ég hef það gott, það hafa það margir verra en ég.“ Eitt er víst að þótt dauðinn sé óumflýjanlegur og stundum kær- kominn fylgir honum ávallt söknuð- ur. Fyrir kynni okkar við Kaju og hennar fjölskyldu erum við óendan- lega þakklát, hún átti ómældan kær- leika að gefa öðrum. Veri hún kært kvödd og guði falin. Elsku Sibba, Hörður og fjöl- skylda, innilegar samúðarkveðjur. Elín og Oddleifur. KATRÍN LILLIENDAHL LÁRUSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Það eru ófá skiptin sem Odda hefur verið nefnd móðir okkar skáta í Garðabæ. Það má með sanni segja því þegar ungur skáti fer í sínar fyrstu skátaútilegur er hjartað gjarnan lítið og saknar mömmu sinnar. Þá er gott að þekkja eina sem verður mamma manns þeg- ar maður fer í útilegu og sér til þess að maður borði góðan mat, klæði sig vel og brosi og skemmti sér. Þetta eru eflaust fyrstu kynni margra skáta af Oddu og þar á meðal mín. Síðan þá höfum við litlu skátarnir elst með hverju árinu og þó svo að við hefðum verið orðnar 18 og 20 ára, Vífladömurnar sem héldum á Gilwell í fyrrasumar, þá var ekki að spyrja HRAFNHILDUR ODDNÝ (ODDA) STURLUDÓTTIR ✝ HrafnhildurOddný (Odda) Sturludóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1949. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 28. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 5. nóvember. að því hver kom í heim- sókn til þess að kíkja á hagi dótturinnar og skátadætranna, með risastórt og þétt faðm- lag svo og nammipoka í farteskinu. Við Odda mynduðum ásamt fleirum, farar- stjórn Vífils á Lands- mót 2002. Þar voru þær margar yndislegar stundirnar. Prakkara- skapurinn var ekki langt undan þegar stríða átti nágranna- félagi með því að hífa okkar fána upp í tignarlegu, háu stöngina þeirra. Oddu fannst þetta prýðishugmynd og þegar ég var að renna á rassinn með þetta, af ótta við að fá skítkast til baka, gerði Odda mér nú fljótlega grein fyrir því að það yrði hvort eð er ekki ég sem þyrfti að svara fyrir þetta gagnvart hinni fararstjórninni á morgun. Svo var það daginn eftir að blóðrauðir ná- grannafararstjórar mættu í morgun- mat til okkar og báðu vinsamlegast um að fá að ræða við e-n í fararstjórn Vífils. Ég þorði ekki að opna munn- inn en Odda sá þarna alveg kjörið tækifæri til að koma af okkur allri sök með því að senda félaga okkar úr fararstjórn að útskýra málið. Þar með sluppum við báðar við frekari eftirmál. Í sumar tengdist ég Krókamýrar- fjölskyldunni enn meira þar sem vin- átta mín við þau systkini, Hemma og Hrafnhildi, varð enn þéttari og sterk- ari. Við unnum saman, ferðuðumst saman og gerðum nánast allt saman og þá oftar en ekki undir merkjum skáta. Sú sterka vinátta var stundum slík að mér fannst ég alveg jafn blóð- tengd þeim og þau hvoru öðru. Odda kíkti gjarnan ásamt annaðhvort Hemma eða Hrafnhildi í stutta heim- sókn til okkar í útilegu nú eða í skáta- heimilið og alltaf var hennar góða nærvist þægileg og skemmtileg. Minningin um góða konu mun lifa í huga mínum og hjarta um ókomin ár. Hvar þar sem skátar munu hittast og gleðjast verður Odda með okkur. Elsku Hrafnhildi, Hemma og fjöl- skyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi guð styrkja ykkur í gegnum erfiða tíma og hjálpa ykkur að takast á við þennan erfiða missi. Eva Mjöll. Það var fyrir um áratug að ég hóf störf með skátafélaginu Vífli í Garða- bæ. Þá kynntist ég fjallhressri skáta- mömmu sem vissi upp á hár hvernig ætti að elda ofan í heila félagsútilegu, hita skátakakó ofan í skátaskarann og skipuleggja skátakaffi á sumar- daginn fyrsta fyrir alla bæjarbúa. Odda gerði ekki rellu út af hlut- unum (nema einhverjum dytti í hug að gera hlutina öðru vísi en hún vildi að þeir væru gerðir ... og þeir komust fljótt að því hver réði) og gekk hratt og örugglega til verka. Dýrmætasta veganesti sem hún gaf skátunum og börnum sínum var að kenna þeim að standa á eigin fótum, vera sjálfstæð og virk. Í langvinnum og erfiðum veikindum lét hún ekki bilbug á sér finna og hvatti alla sem nálægt henni stóðu til dáða. Ég kveð þig, Odda, með hlýhug og þakklæti fyrir ljúf kynni. Hvíl í friði. Kæru vinir, Hrafnhildur, Hemmi, Ásta og Siggi Bjarni, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Grímsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.