Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 55 Rangt föðurnafn Torfi Lárus Karlsson var rang- nefndur í frétt og myndatexta á for- síðu blaðsins í gær. Rétt var farið með nafn hans í umfjöllun á miðopnu í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fundur Heilsuhringsins 16. nóvember Fundur Heilsuhringsins verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember í Norræna húsinu en ekki sunnudag- inn 9. nóvember eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Markvert á húsið Í frétt Morgunblaðsins á dögunum var ranglega sagt frá því að Verð- bréfastofan væri eigandi að húsnæð- inu við Stillholti 2 á Akranesi, áður Rauða myllan. Hið rétta er að fyr- irtækið Markvert ehf. keypti hús- næðið með samþykki lánardrottna til að byggja húsnæði fyrir aldraða. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Guðjón, ekki Guðni Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi, var rangnefndur Guðni í myndatexta á þingsíðu blaðsins sl. fimmtudag og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. LEIÐRÉTT Fótboltahátíð fyrir stelpur verð- ur haldin í Egilshöll í dag, laugar- daginn 8. nóvember kl. kl. 13–18. Allar stúlkur eru velkomnar á há- tíðina. Ýmislegt verður á boð- stólum s.s. knattþrautir, hver get- ur haldið knettinum lengst á lofti, fótboltatrúðurinn skemmtir, lög- reglan mælir skothörku stúlkn- anna og stjörnuleikur þar sem mætast Reykjavík og landið. Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) stendur fyrir hátíðinni í samvinnu við Orkuveitu Reykja- víkur, Egils, og Mastercard. Há- tíðin er liður í útbreiðsluátaki KRR og KSÍ. Markmið átaksins er að fjölga kveniðkendum í knatt- spyrnu. Lionshátíð á Eir í dag, laugardag- inn 8. nóvember kl. 14. Hátíðar- dagskrá á Torginu: Krakkakór Grafarvogskirkju syngur, stjórn- andi Oddný Þorsteinsdóttir, undir- leik annast Hörður Bragason. Lionsmaðurinn Ómar Ragnarsson fréttamaður skemmtir og syngur. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og veitingar. Lionsklúbbarnir Fold og Fjörgyn sjá um hátíðina. SAMFOK fundar um stærðfræði- kennslu SAMFOK (samband for- eldrafélaga og foreldaráða í grunn- skólum Reykjavíkur) stendur fyrir umræðu um stærðfræðikennslu í grunnskólanum í Reykjavík. Fund- urinn fer fram í dag, laugardag kl. 10–13, í Engjaskóla, Vallengi 14. Erindi halda: Haraldur Ólafsson, stjórnarmaður í SAMFOK, Þórunn Kristinsdóttir aðstoðarskólastjóri Hvassaleitisskóla, Guðbjörg Páls- dóttir, aðjúnkt í stærðfræði- menntun KHÍ og Aðalsteinn Ragn- arsson frá Íslensku menntasam- tökunum. Boðið verður upp á létta morgunhressingu. Þingið er opið öllum foreldrum grunnskólabarna og er aðgangur ókeypis. Verslunin GuSt og dísjón á Laugavegi 39 á eins árs afmæli um helgina, og verður afmælisfagn- aður í versluninni í dag, laugar- daginn 8. nóvember með veitingum og lifandi músík. Í DAG Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur basar á morgun, sunnudag- inn 9. nóvember, kl. 14 á Hallveig- arstöðum við Túngötu. Þar verður til sölu úrval af handavinnu, s.s. sokk- ar, vettlingar, barnapeysur, inni- skór, dúkar, leikföng, púðar, jóla- föndur o.fl. Einnig eru á boðstólum lukkupokar fyrir börn. Allur ágóði af sölu basarmuna rennur til líkn- armála. Þýska og breska sendiráðið minnast látinna hermanna Í tilefni af minningardegi (Volkstrauertag, Remembrance day) um látna her- menn, sem er á morgun, sunnudag- inn 9. nóvember, kl. 10.45 mun þýska sendiráðið minnast dagsins með breska sendiráðinu í hermannagraf- reitnum í Fossvogskirkjugarði. At- höfnin er haldin til að minnast þeirra sem létu lífið í fyrri og síðari heims- styrjöldinni. Séra Arngrímur Jóns- son stjórnar athöfninni og eru allir velkomnir. Félagið Ísland-Palestína boðar til fundar í Norræna húsinu sunnudag- inn 9. nóvember kl. 15.30, þar sem mótmælt verður aðskilnaðarmúrn- um sem verið er að reisa í Palestínu. Sýnd verður heimildarmyndin End- ing Occupation – voices for a Just Peace. Erindi halda: Björk Vil- helmsdóttir borgarfulltrúi, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Sigrid Valtingojer grafíklistamaður og Við- ar Þorsteinsson, varaformaður FÍP. Einnig verða umræður um frekari stuðning við baráttu Palestínu- manna fyrir mannréttindum og frelsi. Á MORGUN Hryggiktarnámskeið – að lifa með hryggikt Námskeið um hryggikt er að hefjast hjá Gigt- arfélagi Íslands í húsnæði félags- ins að Ármúla 5, annarri hæð, þar sem áhersla er lögð á þætti sem tengjast því að lifa með hryggikt. Um er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku, og byrjar námskeiðið miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19.30. Á námskeiðinu verður fjallað um sjúkdóminn, einkenni hans og áhrif á daglegt líf, mik- ilvægi þjálfunar o.fl. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Árni Jón Geirsson gigtarsér- fræðingur, Hrefna Þórðardóttir sjúkraþjálfari, Unnur Stefanía Al- freðsdóttir iðjuþjálfi og Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafi. Upplýsingar og skráning á nám- skeiðið er á skrifstofu Gigtarfélags Íslands. Námskeið um endurræktun grasflata og annað sem skiptir máli varðandi gras og umhirðu þess verður haldið í Garðyrkju- skólanum 14. nóvember nk. Erindi halda: Árni Snæbjörnsson, jarð- vegsráðunautur hjá Bændasam- tökum Íslands, Björn Gunnlaugs- son, tilraunastjóri Garðyrkju- skólans, Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Orkuveitu Reykja- víkur, Margeir Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja- víkur, Oddgeir Þór Árnason, garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, Magnús Jóhannsson, sérfræðingur frá Landgræðslu ríkisins, og Bald- ur Gunnlaugsson, garðyrkjustjóri útisvæða Garðyrkjuskólans. Námskeiðið verður haldið í húsa- kynnum Garðyrkjuskólans en skráning og nánari upplýsingar um það fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www.reyk- ir.is Fyrirlestur og kynning á Jemen og Jórdaníu Fimmtudagskvöldið 13. nóvember verður kvöldnám- skeið hjá Mími símennt þar sem Jóhanna Kristjónsdóttir verður með fyrirlestur og kynningu á Jemen og Jórdaníu. Verður eink- um talað um sögu landanna frá fyrri heimsstyrjöldinni en einnig frá fyrri tímum. Þá verða sýndar myndir og flutt tónlist frá þessum löndum. Viku síðar, 20. nóvember, verður sams konar kynning á Sýr- landi og Líbanon. Á NÆSTUNNI BORGARSKJALASAFN Reykja- víkur efnir til sýningar í dag, laug- ardaginn 8. nóvember, kl. 10–18, í verslunarmiðstöðinni Kringlunni, í tilefni af Norrænum skjaladegi. Sýnd verða gömul frumskjöl úr skjalasöfnum íþróttafélaga sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni, meðal annars um knattspyrnu, golf, hnefaleika og sund. Einnig má sjá skjöl sem tengjast heilbrigðismálum Reykjavíkur áður fyrr, meðal annars um lýsis- og mjólkurgjafir í skólum, ljósaböð, eft- irlit borgarinnar með hollustuhátt- um á heimilum og fyrirtækjum og fleira mætti nefna. Textar gefa stutt ágrip af sögu íþrótta og heilsu í Reykjavík. Öllum gestum verður boðið upp á lýsi og geta þeir spreytt sig á get- raun tengdu efni dagsins, með spennandi vinningum. Í tengslum við skjaladaginn vekur Borgarskjalasafn Reykjavíkur at- hygli á mikilvægi þess að skjölum íþróttafélaga í Reykjavík sé komið til safnsins. Þeir sem vilja koma skjöl- um til safnsins eru beðnir um að hafa samband við starfsmenn þess. Sýning á göml- um skjölum í Kringlunni HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu– og kökubasar í Perl- unni sunnudaginn 9. nóvember kl. 13. Þar verða til sölu margir mun- ir og heimabakaðar kökur. Basar- munir eru til sýnis í glugga Herragarðsins, Laugavegi 13. Jólakort Hringsins árið 2003 verða einnig til sölu í Perlunni. Kortið er hannað af myndlistar- konunni Jónínu Magnúsdóttur/ Ninný. Allur ágóði af fjáröflun fé- lagsins rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Hringskonur vilja þakka öllum velunnurum félagsins bæði einstaklingum og fyrirtækjum fyrir stuðning og traust sem fé- laginu hefur verið sýnt í gegnum árin. Morgunblaðið/Ásdís Jólabasar Hringsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.