Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMSÓKNARFLOKKURINN og auglýsingastofan Hér&Nú hlutu í gær fyrstu verðlaun í Effie- verðlaunasamkeppninni í flokki þjónustu, fyrir auglýsingaherferð flokksins fyrir Alþingiskosning- arnar síðastliðið vor. P. Sam- úelsson og Íslenska auglýs- ingastofan hlutu fyrstu verðlaun í flokki vöru fyrir auglýsinga- herferðina Yaris Mobile. Íslenska auglýsingastofan hlaut einnig önnur og þriðju verðlaun í flokki þjónustu. Hlaut stofan önn- ur verðlaun ásamt Flugfélagi Ís- lands fyrir herferðina Taktu flug- ið, og þriðju verðlaun ásamt Rekstrarfélagi Kringlunnar fyrir herferðina Kringlan er. Engar herferðir hlutu önnur eða þriðju verðlaun í flokki vöru, því ein- ungis ein herferð náði lágmarks- fjölda stiga í þessum flokki frá dómnefnd. Fyrstu Effie-verðlaunin hér á landi Effie-verðlaunin voru í fyrsta skipti veitt hér á landi í gær en þau eru upprunnin í Bandaríkj- unum þar sem þau hafa verið veitt frá árinu 1968. Verðlaunin eru veitt í 23 löndum í fjórum heims- álfum fyrir auglýsinga- og kynn- ingarefni, sem skara þykir fram úr. Effie-verðlaunin skera sig úr öðrum viðurkenningum sem veitt- ar hafa verið á þessu sviði hér á landi, þar sem til grundvallar úr- skurði dómnefndar keppninnar liggur greinargerð um markmið, leiðir og framvindu, ásamt stað- festum tölulegum upplýsingum um árangur. Samband íslenskra auglýs- ingastofa (SÍA) hefur ásamt Ímark haft forgöngu um að efna til Eff- ie-verðlauna hér á landi og notið til þess stuðnings frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Gallup, Ís- lands-pósti og Morgunblaðinu. Alls bárust 29 innsendingar í þá fjóra flokka sem ætlunin var að dæma í. Einungis voru þó veitt verðlaun í tveimur flokkum því fjöldi herferða í öðrum flokkum var ekki nægjanlegur. Í dómnefnd voru 25 manns, stjórnendur fyr- irtækja og markaðsfólk. Djúpt hugsuð tilfærsla á ímynd Bogi Pálsson, formaður Versl- unarráðs Íslands og formaður dómnefndarinnar, tilkynnti verð- launahafana á hádegisfundi í gær. Fram kom í máli hans að í inn- sendum gögnum til keppninnar varðandi herferð Framsókn- arflokksins, hafi verið eftirfarandi samantekt: „Framsókn vann stór- kostlegan varnarsigur í síðustu kosningum við erfiðar aðstæður. Með djúpt hugsaðri tilfærslu á ímynd flokksins skilaði markaðs- samskiptaherferð hans tilætluðum árangri, auknu fylgi meðal kvenna og yngra fólks, ásamt góðri samn- ingsstöðu og Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn.“ Í samantekt í innsendum gögn- um P. Samúelssonar og Íslensku auglýsingastofunnar til keppn- innar vegna fyrstu verðlauna í flokki vöru fyrir auglýsinga- herferðina Yaris Mobile sagði: „Strax á fyrsta ári sínu var Yaris söluhæsti bíllinn í sínum flokki og í lok árs 2001 var hlutdeildin orð- in 39,2%. Erfitt var að halda þess- ari hlutdeild vegna mikillar sam- keppni frá öðrum smábílum, auk þess að útlit bílsins var orðið þriggja ára gamalt og hlutdeild Yaris á árinu 2002 var því komin niður í 36%. Gripið var til sér- stakra aðgerða sem miðuðu að því að koma hlutdeildinni aftur í 39%, ekki með því að lækka verðið heldur með því að bjóða virðisauk- andi pakka, handfrjálsan búnað, álfelgur og vindskeið, auk þess sem nafni bílsins var breytt í Yar- is Mobile. Að herferðinni lokinni var hlutdeild Yaris komin í 50% innan mánaðar og 42% innan árs- ins sem var framar björtustu von- um.“ Effie-verðlaunin fyrir áhrifaríkustu auglýsingaherferðirnar veitt í fyrsta sinn                       ! "# $ ! "  %  &   !% '   Framsóknar- flokkurinn verðlaunaður Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafar Effie-verðlaunanna ásamt Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem afhenti verðlaunin, og Boga Pálssyni, formanni dómnefndar, sem er annar frá hægri. Á HEILBRIGÐISÞINGI í gær var veitt viðurkenning fyrir öflugt fram- lag til reykingavarna. Hlaut hana Þorvarður Örnólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krabbameins- félags Reykjavíkur, sem átti frum- kvæði að því árið 1975 að hafin var herferð gegn reykingum ungs fólks. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra afhenti viðurkenninguna og sagði við það tækifæri að um miðja síðustu öld hefði mönnum verið orðin ljós tengsl heilsubrests og reykinga. Í könnun á reykingum meðal grunn- skólanema í Reykjavík árið 1974 hefði komið fram að um 30% 12–16 ára reyktu. Í framhaldi af því hefði Þorvarður kynnt stjórn Krabba- meinsfélags Reykjavíkur hugmynd að umræddri herferð og var hann fljótlega ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Fór starfið af stað í sam- vinnu við Krabbameinsfélag Íslands og náði til skóla á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni. Ráðherra sagði herferðina hafa vakið mikla at- hygli og borið árangur. Í könnun 1978 hefði hlutfall 12–16 ára nem- enda sem reykti fallið í um 20% og hefði sú þróun haldið áfram; nú reyktu 6,8% nemenda á aldrinum 12–16 ára. Árangur af verki margra Heilbrigðisráðherra sagði að lok- um að árangurinn væri verk margra manna en á engan væri hallað þótt fullyrt væri að hlutur Þorvarðar Örnólfssonar væri mikill; eldmóður hans væri einstakur og fyrir það bæri að þakka. Í þakkarávarpi sínu sagði Þor- varður að það snerti sig notalega þegar aðrir teldu hann hafa unnið gott verk og ekki spillti að heyra það frá ráðherra á svo virðulegri sam- komu sem heilbrigðisþingi. Hann sagði tóbaksvarnir hafa skilað ár- angri fyrir verk margra manna og að stuðningur yfirvalda væri mikilvæg- ur. Enn væri verk að vinna, tóbak væri selt á hundruðum sölustaða, tugþúsundir væru háðar því og hundruð manna lægju í valnum á ári hverju af völdum þess. Hvatti hann ráðherra til þess m.a. að fylgja eftir þeirri stefnu sem fram kæmi í tób- aksvarnalögum að vernda fólk fyrir óbeinum reykingum. Þorvarður kvaðst að lokum líta á viðurkenn- inguna í sinn garð sem staðfestingu á gildi tóbaksvarna fyrir heilsuvernd þjóðarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra (t.v.) afhenti Þorvarði Örnólfssyni viðurkenningu fyrir frumkvæði að forvarnarstarfi á heilbrigðisþingi í gær. Heiðraður fyrir störf að tóbaksvörnum Hóf forvarnar- starf árið 1975 BOSNÍUMENNIRNIR Ivan Sok- olov og Predrag Nikolic sigruðu í Meistaraflokki Mjólkurskákmótsins á Selfossi. Sokolov, sem nú teflir fyr- ir Holland, og Nikolic voru efstir og jafnir fyrir lokaumferðina með 6,5 vinninga. Þeir gerðu jafntefli í hreinni úrslitaskák sín á milli í loka- umferðinni í gær og hlutu því báðir sjö vinninga. Rússinn Vladimir Malakhov varð þriðji með 6,5 vinn- inga. Hannes Hlífar Stefánsson varð í 8. sæti með 2,5 vinninga og Þröstur Þórhallsson í 9.–10. sæti með tvo vinninga. Sokolov kominn yfir 2.700 stiga múrinn Ivan Sokolov sagðist mjög ánægð- ur með niðurstöðuna. „Þetta er einn besti árangur sem ég hef náð á skák- ferlinum hingað til og ég næ að fara yfir 2.700 skákstig sem er afar gott enda skilur við þau mörk á milli þeirra allra bestu í heiminum og mjög góðra skákmanna. Ég er mjög ánægður með að þetta skuli hafa gerst hér á Íslandi, á móti sem tafl- félag mitt, Hrókurinn, stendur að,“ sagði Sokolov. „Ég er afar ánægður með frammi- stöðu mína,“ sagði Predrag Nikolic. „Af og til koma svona mót þar sem allt gengur vel. Ég vann nokkrar skákir og gerði einnig jafntefli á mótinu en tapaði ekki neinni skák og var raunar aldrei nálægt því. Ég tefldi í fyrsta sinn á Íslandi 1986 og þá gekk mér vel og raunar hefur mér nær alltaf gengið vel þeg- ar ég tefli hér. Mér líður mjög vel hérna og það er líklega ástæðan fyrir því að ég tefli eiginlega alltaf mjög vel á mótum hérna.“ Morgunblaðið/Sverrir Ivan Sokolov skoðar stöðuna á mótinu með Bent Larsen. Sokolov og Nik- olic urðu efstir og jafnir en með sigrinum komst Sokolov yfir 2.700 stig. Sokolov og Nikolic unnu Mjólkurskákmótið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.