Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA helgina er Hera stödd úti á landi,túrandi með hljómsveitinni Santiagoog trúbadúrnum Geir Harðar. Hera var efst þeirra sem valin voru úr hópi umsækj- enda hjá European Roadworks Music, en starfsemi þess miðast að því að fjölga tækifær- um fyrir söngvara og lagahöfunda til að koma sér á framfæri í Evrópu. Síðan fer Hera ein í fimmtán daga tónleikaferð til Ítalíu, Bret- lands, Íslands, Frakklands og Hollands í jan- úar og febrúar 2004 með tónlistarfólki frá Bretlandi og Ítalíu. Fjórða platan og þú bara rétt tvítug? „Já, (hlær) ... þetta er önnur platan sem ég geri hér á landi.“ Og sú fyrsta þar sem þú syngur á íslensku er það ekki? „Já ... það var frábær tilfinning að vinna plötuna þannig. Ég hef aldrei sungið á íslensku áður, ég hef aldrei unnið með öðrum söngv- urum og aldrei tekið tökulög áður. Þannig að það er margt nýtt í þessu.“ Kenndi í Nýja-Sjálandi Ákvaðstu strax að gera nýja plötu eftir síðustu plötu? „Já, en það var hins vegar ekki stefna að gera hana á íslensku. En allt í einu var komið lag á íslensku og svo bættust fleiri í sarpinn. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér. Þá var síð- asta plata dálítið samansafn frá liðnum árum. Þar eru nokkur eldri lög t.d. sem ég uppfærði. Núna eru þetta allt ný lög, samin á þessu ári. Plötuna vinn ég að mestu með Stríði og friði, þeim Gumma P., Jakobi Smára Magnússyni og Adda Ómars.“ Hvernig hefur þú eytt tímanum frá síðustu plötu? „Ég fór til Nýja-Sjálands í janúar á þessu ári og var þar fram í júní. Þar var ég spila úti um allt, í háskólum og svoleiðis. Svo tók ég að mér að kenna ellefu ára krökkum að semja tónlist. Það var í tengslum við verkefni sem kallast New Zealand Music Industry Commission. Ég var beðin um að taka þetta að mér og þetta var mjög gefandi.“ Það eru engir aukvisar sem syngja þarna með þér, Bubbi, Megas og KK. Hvernig kom það nú til? „Mig langaði til að taka lög eftir þá menn sem hafa haft mest áhrif á mig. Það eru tvö lög eftir Bubba, „Stúlkan sem starir á hafið“ og „Talað við gluggann“. Fyrra lagið hefur verið uppáhaldslagið mitt frá því ég var pínkulítil. Þegar ég fékk fyrsta gítarinn minn settist ég fyrir framan spegilinn og þóttist vera að leika það og syngja. Mér fannst því svolítið skrýtið að taka það upp núna og hafa Bubba með! Síð- an er það „Vegbúinn“ með KK en ég hef lengi verið hrifinn af því lagi. Ég var lengi með spólu í bílnum og þar voru þeir félagar; Bubbi, Meg- as, KK og Johnny Cash (hlær). Megas leyfði mér hins vegar að velja úr lögum sem ekki hafa komið út áður. Textinn í laginu („Söng- lausi næturgalinn“) er ansi magnaður.“ Getur ekki slett Þú virðist tala mjög góða íslensku, þrátt fyrir að hafa búið mestanpart ævinnar á Nýja-Sjálandi? „Við tölum alltaf saman á íslensku heima. Mér finnst ég jafnvel hafa haldið henni betur en margir sem ég heyri í hérlendis. Ég get nefnilega ekki slett því að við erum auðvitað einangruð frá því þarna úti!“ Hvað ertu að fjalla um í textunum? „Þetta er allt frekar persónulegt. Atburðir sem hafa hent mig nýverið og hafa haft áhrif á mig.“ Finnst þér ferillinn vera farinn að rúlla hjá þér? „Jaa .. ég er alla vega byrjuð að gera það sem mér finnst skemmtilegast. Þetta hefur verið stefnan allt frá því að ég var þrettán, fjórtán ára. Ég er bara mjög sátt við liðið – ég er að gera það sem mér finnst gaman að gera.“ Og hvernig líst þér svo á Evróputúrinn á næsta ári? „Ég veit nú ekki mikið um þetta enn þá. Það er verið að raða niður dagsetningum og svo- leiðis. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Fjórða plata Heru er Hafið þennan dag Myndin af Heru Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hafið þennan dag er fyrsta platan sem Hera syngur alfarið á íslensku. Hera og félagar verða í kvöld á Djúpavogi, á morgun á Höfn í Hornafirði og á þriðju- daginn verða þau á Draugabarnum á Stokkseyri. Miðvikudaginn 12. verða þau á Akranesi og fimmtudaginn 27. nóvember verða þau í Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík. Útgáfutónleikar Heru verða 20. nóvember á Nasa. www.herasings.com arnart@mbl.is Hera Hjartardóttir vakti verðskuldaða athygli á síðasta ári fyrir plötu sína Not your Type. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þessa ungu og hæfi- leikaríku söngkonu sem er rétt skriðin yfir tvítugt en á þó þegar langan feril að baki í tónlistinni. ÞAÐ var árið 2000 að færeyski bassaleikarinn Edvard Nyholm Debess hélt tónleika með tríói sínu GRISFO í Norræna húsinu. Þar blés Sigurður Flosason í saxófóna og Jim Milnes, sem býr á Grænlandi lék á pí- anóið. Þetta voru sosum ágætir tón- leikar en einhvern veginn féll sá am- eríski ekki inn í heildarmyndina og tónlistin var dálítið út og suður. Nú er GR-ið horfið og Kjartan Valdimars- son hefur leyst grænlenska Kanann af hólmi – tríóið hefur margeflst við það og ekkert rauf hinn norræna/evr- ópska blæ er hvíldi yfir öllu – meira að segja var blúsinn eftir giggið, sem þeir Sigurður og Edvard léku sann- færandi þótt lítill reykur og molluhiti svifi yfir höfði þeirra – svona einsog þegar evrópskir eru að leika Tenn- essee Williams. Stemningin var rifin upp með tangó sem Kjartan samdi fyrir Brunahanana, sosum ósköp venjulegur tangó en skemmtilega fluttur af þeim félögum. ISFO hóf leikinn á gömlu lagi eftir Kjartan: Í draumi dátar dansa, með nýklassísk- um blæ á köflum. Önnur lög á efnis- skránni voru eftir Sigurð og Edward utan þjóðlagið fræga um Flóvin Bænadiktsson með viðlaginu: Látum hann sofa í thína arma jomfrua. Það var mjög gaman að heyra túlk- un tríósins á Hjartarótum Sigurðar. Þessi ópus var á geislaplötu Sigurðar Gengið á hljóðið þar sem tveir Am- eríkanar voru um borð. Hún hljómaði líka í Norræna húsinu árið 2000, en hér var ballaðan svo hánorræn og svo skínandi fögur að maður fékk á til- finninguna að um nýtt verk væri að ræða. Það er mikill fengur að þessu tríói og vonandi á Debess eftir að hljóðrita með ISFO þegar þeir hafa spilað sig enn betur saman. Píanótríóið makalausa Thomas Clausen er einn fremsti djasspíanisti Norðurlanda um þessar mundir og ferillinn orðinn langur. Ég heyrði hann fyrst leika fyrir þrjátíu árum er hann lék með Joe Henderson á Montmartre og seinna með ýmsum öðrum bandarískum djassmeisturum. Árið 1980 stofnaði hann tríó með NHÖP og Aage Tanggaard sem gaf út tvær breiðskífur, aðra í Japan, og á henni heyrði maður fyrst Pomona- valsinn víðfræga, sem hefur verið á efnisskrá Clausens-tríósins síðan; í þetta skipti kryddaður tilvitnun úr Sound of Music. Árið1988 leystu Mads Vinding og Alex Riel þá NHÖP og Aage af hólmi og það tríó lék oft og hljóðritaði með Gary Burton, sem fyr- ir utan Bill Evans er einn helsti áhrifavaldur Tómasar. Ýmis verk Tómasar er hann lék með Burton voru á efnisskrá kvöldsins. Flest ang- urvær og klassísk en sum, og þá sér í lagi Green Grass, búgguð og blúsuð og brá næstum fyrir hinum klassíska ,,down home“ fílingi. Gaman var að tilbrigðum Thomasar um Autum Leaves sem hann nefndi Leaves og All the Things You Are sem bar nafn- ið Things You Are með réttu, því Tómas byrjaði leik sinn á tilbrigði um millikafla lagsins. Þar var djasssálin svört og sveiflan heit. Einn söngdans ómengaður var á dagskrá: Pepole Will Say eftir Richard Rodgers, aftur á móti fléttuðu Thomas og félagar Take the A Train Strayhorns inn í dansinn. Aukalögin voru tveir söng- dansar: Deep In Your Heart og My Favorite Things. Þetta tríó var stofnað 2001 og er þetta í fyrsta skipti sem ég er á tón- leikum hjá Clausen-tríói, því í þau skipti sem ég heyrði hann með Mads og Alex var Burton ætíð með í för. Ég hef verið á tónleikum hjá söngdans- atríói Keiths Jarretts og verð að segja að ekki naut ég þessara tónleika síð- ur. Thomas er einstakur píanisti, til- finningaríkur og skapandi, hljóma- gáfan mikil og næmið fyrir sveiflunni óbrigðult; að vísu hefir klassísk skól- un hans á stundum heft klassískt djassflæði en um leið gefið tónlistinni nýja vídd og auk þess að semja fyrir smásveitir sínar semur Thomas jafnt fyrir stórsveitir sem sinfóníur. Um Jesper Lundgaard þarf ekki að hafa mörg orð. Hann veldur auðveldlega því hlutverki er NHÖP og Mads gegndu í þessu tríói og sama má segja um þann sænska Peter Danemo. Hann fetar slóð Aage og Alex. Eins og flest bestu píanótríó djassins um þessar mundir byggir tríó Clausens á hefðinni frá Bill Evans. Menn leika saman – sex hendur, eitt hjarta. Þess- ir tónleikar voru mikið ævintýri og efast ég um að ég heyri betri djass leikinn á Íslandi þetta árið. Verst að djassþjóðin virtist ekki átta sig á hví- líkir tónleikar þetta yrðu því auð sæti mátti sjá í salnum. Kammerdjass af bestu sort Vernharður Linnet Djass NASA ISFO Sigurður Flosason sópran- og altósaxó- fón, Kjartan Valdimarsson píanó og Ed- vard Nyholm Debess bassa. Miðvikudagskvöldið 5.11. kl. 20.30. TRÍÓ THOMASAR CLAUSENS Thomas Clausen, píanó, Jesper Lund- gaard, bassa, og Peter Danemo, tromm- ur. Miðvikudagskvöldið 5.11. kl. 22.00. Púðursykur (Brown Sugar) Rómantík Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Öllum leyfð. (109 mín.) Leikstjórn Rick Fam- uyiwa. Aðalhlutverk Taye Diggs, Sanaa Lathan, Mos Def, Queen Latifah. Í ÞESSARI voða sætu mynd – næstum of sætu – svífur tvenns kon- ar rómantík yfir vötnum. Þessi hefð- bundna bíórómantík þar sem fallegt fólk fellur fyrir fallegu fólki en nær ekki saman vegna þess að annað fal- legt fólk þvælist í veginum. Sú róm- antík er hvorki meira eða minna sannfærandi en gengur og gerist í flestum rómantísk- um gamanmyndum nú til dags (þessi telst varla gaman- mynd þó því hún er eiginlega ekkert fyndin). Hin róm- antíkin er hins vegar að virka. En það er sú rómantík sem tengist æskuminningunni og örvæntingar- fullum tilraunum þeirra sem á miðj- an aldur eru að komast til að halda í hana og þær kenndir sem henni tengjast, allt sakleysið, allt þetta ein- falda og hreinræktaða sem ein- kenndi lífið þá. Hér eru það upphafs- ár hipp-hoppsins sem standa fyrir þessar æskuminningar en aðalper- sónurnar, tveir forfallnir hipp-hopp- unnendur og vinir frá barnsaldri, hann nú orðinn útgefandi en hún rit- stjóri hipp-hopp tímarits. Og það er í gegnum þessa einlægu hipp-hopp ástríðu sem blossinn kviknar loks á milli þeirra og bíður þess að verða að báli. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Hipp- hoppást Í ÞESSARI viku hefur Hrafninn flýgur, mynd Hrafns Gunnlaugsson- ar frá 1984, verið sýnd í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Morgunblaðið hafði samband við leikstjórann og bað hann um að velta vöngum yfir mynd- inni vegna þessa. Hvað finnst þér um myndina í dag, ef þú hugsar til baka? „Ég botna ekkert í því hvernig mér tókst að gera þessa mynd. Hún var gerð við þannig aðstæður að eng- inn óbrjálaður myndi reyna neitt slíkt í dag. Ég hlýt að hafa verið svo heltekinn af þessari hugmynd að hið ógerlega varð gerlegt.“ Hvernig finnst þér myndin hafa elst? „Hún yngist með hverju ári sem líður og verður æ einstakari, mun trúlega aldrei eignast aðra mynd sér líka. Ég myndi ekki geta gert svona mynd í dag. Ef ég gerði mynd um víkingatímann yrði hún allt öðruvísi. Það er óvinnandi vegur að reyna að herma eftir Hrafninum.“ Margir tala um myndina sem tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. Hvað finnst þér um það? Það voru tímamót fyrir mig, en ég sé ekkert í íslenskri kvikmyndagerð sem gerir þessa mynd að tímamótum – annað en það, að engin íslensk mynd kemst med tærnar þar sem þessi hefur hælana. Ég bíð enn eftir því að ungur kollegi komi fram og sæki efni í Íslendingasögurnar. Það hefur ekki gerst enn, en vonandi fer sú bið að styttast.“ Seinni sýning á Hrafninn flýgur verður í dag í Hafnarbíói „Hið ógerlega varð gerlegt“ Helgi Skúlason heitinn í hlutverki sínu í myndinni Hrafninn flýgur. Hrafninn flýgur er sýnd kl. 16.00 í Bæjarbíói í dag. Aðgangseyrir er 500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.