Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTIR 58 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir mjög óvíst hvort hann verði með í vináttulandsleiknum við Mexíkó sem fram fer í Kaliforníu í Bandaríkjunum 19. þessa mánaðar. Eiður sagði við Morgunblaðið í gær að forráðamenn Chelsea hefðu sett sig á móti því að hann færi í leikinn og eftir spjall Eiðs við Claudio Ranieri í gær kom það skýrt í ljós að knattspyrnustjórinn vill ekki að Eiður fari umrædda ferð til San Francisco. „Ég er ekki í góðri stöðu hvað þetta varðar. Ég er fyrirliði lands- liðsins og ég lít á það sem mikinn heiður að leika fyrir mína þjóð. Það er hins vegar slæm tímasetning á leiknum við Mexíkó. Þetta er langt og strangt ferðalag og við sem leik- um á Englandi verðum ekki komnir til æfinga hjá okkar liðum fyrr en á föstudag, degi fyrir leik og það er eitthvað sem forráðamenn Chelsea eru ekki sáttir við. Ég veit ekki hvernig þetta endar en satt best að segja þá er þetta erfitt fyrir mig, bæði gagnvart landsliðinu og Chelsea sem er minn vinnuveitandi og greiðir mér laun,“ sagði Eiður Smári. Það ætlar því að reynast harðsótt fyrir landsliðsþjálfarana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson að fá sitt sterkasta lið í Kaliforníuferð- ina. Ensku félögin Charlton og Reading eru heldur ekki áfjáð í að Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingi- marsson taki þátt í henni. Chelsea vill ekki að Eiður spili gegn Mexíkó öruggur með að halda sæti sínu í lið- inu sama hvað þú gerir í leiknum á undan? „Jú, auðvitað. Maður æfir alla vik- una til að vera tilbúinn á laugardegi og ef maður er kannski ekki í hópn- um þá molnar hjartað í manni. Þá er mikilvægt að geta hallað sér að fjöl- skyldunni þegar heim kemur og láta hana koma jákvæðninni inn í mann aftur. Við vissum það hins vegar allir að við ættum ekki sæti víst í liðinu leik eftir leik þar sem hópurinn er það stór. En það er bara spennandi að taka þátt í þessu og það sem mað- ur hefur reynt að gera er að nýta hvert einasta tækifæri sem maður fær. Leikurinn á móti Lazio í Róm var mjög jákvæður fyrir mig. Ég kom inná með hörkukraft og tókst að skora og eiga þátt í öðru marki.“ Þú segir í blaðaviðtali á Englandi að þú hafir haft áhyggjur af stöðu þinni í sumar þegar Crespo og Mutu voru keyptir en faðir þinn hafi talið þig á að vera áfram hjá Chelsea og berjast fyrir sæti þínu. „Það kom auðvitað upp spurninga- merki í sumar og mikil óvissa hjá öll- um leikmönnum liðsins. Ég spurði mig þeirrar spurningar þegar ljóst var að Mutu og Crespo væru að koma hvort nota ætti mig eitthvað meira og hvað væri í gangi. En eftir að þetta byrjaði að mótast þá sá ég að ég átti fullt erindi í liðið. Ég var í sambandi við pabba daglega og hann stappaði í mig stálinu og hvatti mig til að sýna þolinmæði og sýna hvað í Lið Chelsea hefur byrjað leiktíð-ina ákfalega vel en þetta stjörn- um prýdda lið situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildinnar og eftir glæsilegan sig- ur á Lazio í Róm í Meistaradeildinni í vikunni er liðið á toppi síns riðils. Sjálfur David Beck- ham lét hafa eftir sér að með sigr- inum í Róm hefði Chelsea sent að- vörun til annarra liða í Meistara- deildinni. Eruð þið ekki búnir að sýna og sanna að þið hafið alla burði til að fara langt og jafnvel vinna titla í vet- ur? „Við höfum farið vel af stað. Fyrir tímabilið var spurningamerki hvern- ig þetta myndi ganga með alla þessa nýju leikmenn og hvernig menn myndu taka samkeppninni. Ég held að við höfum sýnt með þessari byrj- un að það sem við höfum gert hefur heppnast vel. Það virðast allir vera jákvæðir innan hópsins og að vinna í sömu átt. Sigurinn á móti Lazio hef- ur vakið mikla athygli enda ekki mörg lið sem fara til Ítalíu og vinna þar, 4:0. Ég held að úrslitin þar hafi undirstrikað að við höfum lið sem getur barist um titlana.“ Eiður segir að Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Chelsea hafi tek- ist að halda öllum ánægðum. Hann hefur hrært mikið í liðinu milli leikja sem hefur þýtt að allir í hópnum eru í góðu leikformi og ávallt tilbúnir ef kallið kemur. Menn hafa greint léttleikann í hópnum en ert þú ekkert hræddur um að einhver óeining geti skapast í hópnum ef þið verðið fyrir mótlæti? „Nei, við verðum bara að læra að taka því og vinna með mótlætið ef það kemur upp. Ég er alveg sann- færður um að ef við lendum í mótlæti þá þjöppum við okkur bara betur saman. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við förum ekki í gegnum allt tímabilið án þess að einhverjir hnökrar verði á, og við vinnum ekki alla leiki. Ef eitthvað slær í baksegl- in þá verðum við bara að vera fljótir að rífa okkur upp líkt og við gerðum eftir ósigurinn á móti Besiktas.“ Ef þú talar frá hjartanu, er ekki svolítið pirrandi að geta aldrei verið mér býr. Ég hef farið eftir orðum hans enda pabbi gífurlega reyndur á þessu sviði.“ Nú eru þið fjórir framherjarnir að berjast um tvær stöður í liðinu. Hvar í goggunarröðinni finnst þér þú vera eða finnst þér Ranieri líta á ykkur sem jafningja? „Mér sýnist að Ranieri líti svo á að við séum jafningjar og hann velji þá tvo eftir því hver mótherjinn er hverju sinni. Hann hefur róterað okkur töluvert. Ég held að það sé engin sérstök forgangsröð hjá hon- um hvað þetta varðar. Við erum ólík- ir leikmenn og Ranieri hefur valið þá tvo sem henta leikstíl liðsins hverju sinni. Við höfum allir náð að skora nokkur mörk á tímabilinu og í nú- tímafótbolta þarf lið sem ætlar sér að ná langt að hafa fjóra góða fram- herja.“ Nú hafa oft og iðulega komið frétt- ir í ensku pressunni um að þú kunnir hugsanlega að vera á förum þegar opnað verður fyrir félagaskipti í jan- úar. Hvað segir þú um þessar frétt- ir? „Ég ætla að enda þessa umræðu hér og nú. Ég er ekkert á förum frá Chelsea nema að einfaldlega komi upp sú staða að þeir vilji selja mig og að þeir segi við mig að ég eigi ekki eftir að spila neitt meira með liðinu. Ég vil alls ekki fara enda ákaflega sáttur við allt sem snýr að mér og fé- laginu. Maður veit aldrei hvort ein- hverjar breytingar verða á hópnum og að keyptir verði nýir menn en ég hef ekki heyrt að neinn sé á förum.“ Það stefnir í baráttu ykkar við Arsenal og Manchester United um enska meistaratitilinn. Hvort lítur þú á Arsenal eða United sem meiri keppinaut? „Það er erfitt að segja. Þetta eru tvö frábær lið. Manchester United hefur verið ákaflega sigursælt mörg undanfarin ár og leikmenn liðsins hafa reynsluna af að vinna titla. Ég met þó stöðuna að Arsenal og Man- chester United séu jafnhættulegir mótherjar og erfitt að segja til um hvort liðið sé sterkara. Mér finnst sjálfum sáralítill munur á milli Chelsea, Arsenal og United og ég held að úrslitin ráðist ekki fyrr en á lokasprettinum. Aðalatriðið fyrir okkur er að taka hvern leik fyrir sig og reyna að ná í öll þau stig sem eru í boði og passa okkur á því að verða ekki það lið sem gefur eftir.“ Nú eigið þið leik á móti Newcastle á sunnudag (á morgun). Þér hefur gengið vel gegn þeim röndóttu. Þú skoraðir tvö gegn þeim á Stamford Bridge á síðustu leiktíð og tvö á St. James’s Park fyrir tveimur árum. Ætlar þú að halda uppteknum hætti? „Ég vona það en aðalatriðið er hvort ég verð í byrjunarliðinu eða ekki. Ranieri er ekki búinn að til- kynna liðið og hann hefur nánast alltaf þann háttinn á að halda mönn- um í spennu og tilkynna ekki liðið fyrr en klukkutíma fyrir leik. Ég verð klár ef kallið kemur.“ AP Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, á hér í baráttu við Giuseppe Favalli, leikmann Lazio, í Meistaradeild Evrópu – þegar Chelsea vann, 4:0. Eiður Smári fór að ráðum föður síns og berst fyrir sæti sínu í liði Chelsea „Ég vil alls ekki fara frá Chelsea“ EIÐUR Smári Guðjohnsen er mjög sáttur við stöðu sína hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea og þó samkeppnin um sæti í byrjunar- liðinu sé gríðarlega hörð þá er engan bilbug að finna á íslenska landsliðsfyrirliðanum. Hann ætlar að berjast til þrautar og segist ekki ætla að fara fet frá félaginu nema honum verði einfaldlega settur stóllinn fyrir dyrnar. Morgunblaðið sló á þráðinn til Eiðs Smára í gær er hann var rétt kominn af æfingu á æfingasvæði Chelsea-liðsins en liðið mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge á morgun. Guðmundur Hilmarsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.