Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S eðlabanki Íslands sendi nú í vik- unni frá sér haustútgáfu Pen- ingamála, þar sem gerð er grein fyrir mati bankans á þróun í þjóðhags- og verðlagsmálum næstu misserin. Samkvæmt mati bankans er framundan hér á landi nýtt hagvaxtarskeið sem getur, ef rétt er á málum haldið, haft í för með sér verulega lífskjarabót fyrir lands- menn alla. Þetta mat Seðlabankans er í sam- ræmi við fyrri spár bankans sjálfs og ann- arra opinberra aðila en helsta breytingin er fólgin í því að nú telur bankinn að hagvaxt- aráhrif, sem rekja má til virkjana- og stór- iðjuframkvæmda, komi seinna fram en gert var ráð fyrir í fyrri spám. Engu að síður er útlitið næstu árin afar jákvætt miðað við þær forsendur sem bankinn leggur til grundvall- ar, auk þess sem þar er ekki gert ráð fyrir jákvæðum áhrifum framkvæmda í tengslum við stækkun Norðuráls sem jafnvel gætu hafist strax á næsta ári. Áhyggjur af þenslu Helsta áhyggjuefnið á næstu árum er að að mati Seðlabankans að ofþensla verði í efnahagslífinu á þeim tíma þegar stór- iðjuframkvæmdirnar standa sem hæst með þeim afleiðingum að verðbólga fari úr bönd- unum. Bendir bankinn á að við þeirri hættu verði að bregðast með tvenns konar aðgerð- um, annars vegar varkárri stefnu í peninga- málum og hins vegar auknu aðhaldi í rík- isbúskapnum. Framkvæmd peninga- málastefnunnar er í höndum bankans sjálfs, fyrst og fremst með ákvörðun stýrivaxta, en ábyrgðin í ríkisfjármálum liggur auðvitað hjá ríkisstjórn og Alþingi. Seðlabankinn boðar að til vaxtahækkana kunni að koma innan skamms til að vinna gegn fyrirsjáanlegri þenslu. Undanfarin ár hefur bankinn fylgt afar varkárri stefnu í þeim efnum og hefur mörgum þótt bankinn bregðast of fljótt við uppsveiflu með vaxta- hækkunum en of seint við samdrætti með vaxtalækkunum. Vissulega ber bankanum að gæta varkárni, enda er það í samræmi við lögbundið hlutverk hans um að halda verð- bólgu innan marka. Hins vegar verður stofn- un á borð við Seðlabankann líka að gæta þess að beita aðhaldsaðgerðum ekki af of miklu afli enda getur of hátt vaxtastig reynst útflutnings- og samkeppnisgreinum atvinnu- lífsins þungt í skauti. Bankans bíður því sem endranær það vandasama verkefni að finna eðlilegan meðalveg í þessu sambandi. Mikilvægi aðhalds Varðandi stefnuna í ríkisfjármálum er að finna þarfar ábendingar í skýrslu Seðla- bankans. Þ fjárlaga fyr ferðar á Alþ hald í ríkisf er að líða og aðhald skili sér viðvöru gjöld ríkisin ráð fyrir. K vegna reyn haft tilhnei issjóðs umt varpið er la anlega sam er því þörf sem fáum þ ýmsum sto óska eftir a Þörf áminning um að Eftir Birgi Ármannsson ’ Aðher einn þess a fyrir þ skatta isstjór kjörtím S amfylkingin hefur ákveðið að heilbrigð- ismál verði næsta pólitíska stórverkefni flokksins þar sem ný og framsækin hugs- un verður innleidd með faglegri vinnu. Núverandi ríkisstjórn hefur forðast allar nauðsynlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu eins og heitan eldinn og skortir allt frumkvæði og hugrekki á því sviði. Ísland eyðir mest allra þjóða af opinberu fé í heilbrigðismál Ísland ver næstmest allra OECD-þjóða af op- inberu fé til heilbrigðismála á eftir Þýskalandi. Ís- land er hins vegar ein yngsta þjóð Evrópu og sé tek- ið tilliti til aldursdreifingar ver Ísland mest allra OECD-þjóða af opinberu fé til heilbrigðismála. Ís- land er því á toppnum í útgjöldum. Heildarútgjöld einstaklinga og hins opinbera til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu eru hæst á Íslandi af öllum Evrópuþjóðunum að teknu tilliti til aldursdreifingar þjóðanna. Opinber heil- brigðisútgjöld á hvern einstakling hækkuðu að raun- gildi um 61% frá árinu 1980 til 1998. Kerfið er á rangri braut Í ljósi þessara staðreynda hefur Samfylkingin tekið þá tímamótaákvörðun að viðurkenna að fjárskortur sé ekki endilega aðalvandamálið í heilbrigðiskerfinu. Það vantar ekki aukið fé í heilbrigðismálin heldur breytta stefnu. Íslendingar þurfa framtíðarlausn í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar. Það blasir við að núgildandi kerfi með tímabundnum plástrum gengur engan veg- inn upp. Staðan í heilbrigðismálunum er því mjög sérstök og ólík menntamálunum þar sem vantar beinlínis meira fé. Það má líkja heilbrigðiskerfinu við landbún- aðarkerfið þar sem fátækt ríkir hjá bændum þrátt fyr- ir að við búum við eitt mesta styrkjakerfi í heimi. Kerf- ið er einfaldlega á rangri braut. Þrátt fyrir mikið fé í heilbrigðiskerfinu eru þar þó alvarlegar brotalamir. Málefni geðsjúkra, meira segja geðsjúkra barna og afbrotamanna, eru í uppnámi ár eftir ár vegna fjárskorts, allt að 10 mánaða biðtími er eftir heyrnartækjum í kerfinu og allt að eins árs bið- tími er eftir hjúkrunarrými. Þrátt fyrir mikið fjár- magn er ljóst að fjárskortur er sums staðar vandamál. Meginvandi heilbrigðiskerfisins er þó að kerfið virkar ekki og dreifingu fjármagnsins er ábótavant. Fjölbreyttari rekstrarform Það eru fjölmargir hlutir sem þarf að skoða þegar kemur að endurbótum. Það þarf að skilgreina ít- arlega hvert hlutverk og þjónustustig einstakra heil- brigðisstofnana eigi að vera. Samfylkingin vill beita sér fyrir nýjum leiðum og fjölbreyttari rekstr- arformum, eins og einkaframkvæmd og þjónustu- samningum. Það er ekki einkavæðing. Samfylkingin er ekki að tala fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerf- inu þar sem forgangur hinna efnuðu er tryggður. Það er hins vegar stefna margra sjálfstæðismanna, m.a. ungra sjálfstæðismanna. Þessari stefnu hafnar Samfylkingin alfarið. Ríkið á að vera kaupandi heilbrigðisþjónustunnar en þarf ekki í öllum tilvikum að vera seljandi eða framleiðandi hennar. Í Svíþjóð hefur verið farin leið einkareksturs í mun meiri mæli en hérlendis. Þar er hins vegar tryggt að á bæði ríkisreknum og einka- reknum sjúkrastofnunum geta sjúklingar ekki keyp sér betri aðgang að þjónustu en aðrir hafa. Þar er markmiðið um jafnan aðgang enn tryggt. Kerfi fastra fjárlaga fyrir heilbrigðisstofnanir þar endurskoðunar við þar sem það tekur m.a. ekki nægjanlega tillit til breyttra kostnaðarhlutfalla og breyttrar eftirspurnar. Fjármagnið þarf að fylgja sjúklingum í meiri mæli í samræmi við kostn- aðargreiningu þarfa og þjónustu. DRG-kostn- aðargreining (Diagnosis Related Groups), sem er notuð í heilbrigðisþjónustu í mörgum löndum, stytti biðlista og hvetur til sparnaðar, hagkvæmni og skil- virkni án þess að bitna á aðgangi sjúklinga að þjón- ustunni. Landsspítalinn stefnir á að ljúka DRG- kostnaðargreiningu á næsta ári en þá er eftir að breyta skipulagi fjármagnsins en það er hlutverk stjórnmálamanna. Einnig þarf að skoða síhækkandi lyfjaverð til heil brigðisstofnana m.a. með hliðsjón af reglum um merkingar og skráningu. Það að hafa ,,útskrifaða“ sjúklinga eins og eldri borgara á hátæknisjúkra- húsum er fráleitt. Það mætti hugsa sér að viðkom- andi bæjarfélag þyrfti að standa straum af kostnaði við legu sjúklinga á sjúkrahúsum eftir að meðferð þeirra lýkur þar. Við það myndast hvati hjá bæj- arfélögum til að byggja hjúkrunarheimili þar sem hvert rúm er margfalt ódýrara en rúm á sjúkra- húsum. Forsendurnar fjórar Samfylkingin hefur lýst sig reiðubúna að taka þát í því að endurbæta heilbrigðiskerfið með opnum huga. En það er mikilvægt, og má alls ekki taka úr samhengi við þessa nýju hugsun Samfylkingarinnar að markmið jafnaðarstefnunnar standa óhögguð. Samfylkingin hefur sett sér eftirfarandi fjórar for- sendur fyrir breytingum í heilbrigðiskerfinu: Aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónust- unni verður að vera algerlega óháð efnahag. Þjón- usta við sjúklinga verður að batna. Kostnaður sjúk- linga má ekki aukast og kostnaður hins opinbera ekki heldur. Til að hægt sé að reyna nýjar leiðir í rekstri heilbrigðiskerfisins þurfa þessar fjórar for- sendur að vera uppfylltar að mati Samfylking- arinnar. Það hefur átakanlega skort pólitíska forystu í hei brigðismálum hérlendis, sérstaklega hjá núverandi ríkisstjórn. Samfylkingin er reiðubúin að taka þá for ystu. Nýja hugsun í heilbrigðismálin Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson ’ Íslendingar þurfa framtíð-arlausn í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Það blasir við að núgildandi kerfi með tíma- bundnum plástrum gengur engan veginn upp. ‘ Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. LANDSFUNDUR VINSTRI GRÆNNA Landsfundur vinstri grænna,sem hófst í Hveragerði í gær,sýnir, að flokkurinn sem slík- ur hefur eflzt mjög á síðustu tveim- ur árum. Þegar þessi landsfundur er borinn saman við síðasta landsfund flokksins er ljóst, að þetta er mun sterkari fundur, áberandi meiri breidd er í flokknum og umtalsverð- ur hópur af ungu fólki. Ef einungis er horft til landsfundarfulltrúa fer ekki á milli mála, að Vinstri grænir hafa náð að byggja upp öflugt flokksstarf á síðustu árum. Steingrímur J. Sigfússon flutti yf- irgripsmikla setningarræðu, þar sem hann fjallaði um flest þeirra mála, sem á döfinni hafa verið á undanförnum misserum. Hins vegar verður ekki sagt að fram hafi komið í ræðu flokksformannsins skýr póli- tísk lína eða vísbending um, hvert hann vilji að flokkurinn stefni á næstu árum. Kannski hefur það ekki verið ætlunin. Vel má vera, að Steingrímur J. Sigfússon líti svo á, að hann eigi ekki að vera leiðbein- andi landsfundarins í þeim efnum heldur eigi landsfundarfulltrúar að veita honum leiðsögn. Í flestum til- vikum er þó talið, að það sé eitt helzta verkefni formanns í stjórn- málaflokki að veita slíka forystu. Hugsanlega er vandi Vinstri grænna sá, að þeim hafi ekki tekizt að skilagreina sjálfa sig nægilega skýrt. Þeir eru vinstri flokkur, sá flokkur, sem er lengst til vinstri í litrófi stjórnmála okkar, en hvers konar vinstri flokkur? Hversu langt vilja þeir ganga? Í nafni flokksins felst, að þeir telja sig umhverfis- verndarsinna en hver er sannfær- ingin á bak við það, þegar formað- urinn telur, að baráttan gegn stóriðju hafi ekki „verið auðvelt veganesti í kosningabaráttunni“? Formaður Vinstri grænna átti í erfiðleikum með að útskýra niður- stöðu kosninganna fyrir landsfund- arfulltrúum. Fyrir nokkrum miss- erum var fylgi flokksins mikið í skoðanakönnunum en Vinstri græn- ir höfðu ekki úthald til að halda því fylgi í kosningum. Fyrir nokkrum misserum stóðu þeir nánast jafn- fætis Samfylkingunni í skoðana- könnunum. Hvers vegna glutruðu þeir niður þeirri stöðu? Í ræðu Steingríms J. Sigfússonar í Hveragerði í gær var ekki að finna vísbendingar um nýjar áherzlur í einhverjum þeirra mála, sem eru á döfinni. Flokkurinn er andvígur því, að einkarekstur komi til sögunnar í heilbrigðiskerfinu en hefur í sjálfu sér ekki fram að færa nýjar hug- myndir í þeim málaflokkum. Að vísu er lögð áherzla á forvarnir en það er í samræmi við þær meginhugmyndir sem nú eru uppi í heilbrigðiskerf- inu. Einhvern tíma hefði mátt búast við því, að vinstri menn skæru upp herör gegn því, að nokkrar stórar viðskiptasamsteypur legðu undir sig meginhluta atvinnulífsins. Þau vandamál voru ekki ofarlega á blaði í ræðu formanns Vinstri grænna, þótt að þeim væri vikið. Í umfjöllun sinni um utanríkis- og öryggismál sagði Steingrímur J. Sigfússon, að viðbrögð íslenzkra ráðamanna við hugmyndum Banda- ríkjamanna um breytingar á Keflavíkurflugvelli væru „niður- lægjandi“, þeir hefðu „knékropið“ fyrir Bandaríkjamönnum og „grát- beðið“ þá um að fara ekki. Hver er raunveruleikinn? Hann er sá, að ís- lenzka ríkisstjórnin hefur nánast sagt við Bandaríkjamenn: Ef starf- semi varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli tekur ekki mið af öryggishags- munum Íslendinga verður varnar- stöðinni lokað. Er þessi skýra og einfalda yfirlýsing „niðurlægjandi“ fyrir Íslendinga?! Þótt Steingrími J. Sigfússyni hafi ekki tekizt – eða hann ekki viljað – vísa Vinstri grænum veginn í setn- ingarræðu sinni í gær geta flokks- menn hins vegar verið ánægðir með þennan myndarlega landsfund, sem sýnir að þrátt fyrir vonbrigði í kosn- ingum og skort á skýrari pólitískri stefnumörkun hefur þeim tekizt að leggja grunn að stjórnmálaflokki, sem á að geta verið öflugur pólitísk- ur málsvari ákveðinna skoðanahópa í þjóðfélagi okkar. Og það er mik- ilvægt fyrir lýðræðið. LANDSSÖFNUN SJÓNARHÓLS Landssöfnun til styrktar Sjónar-hóli, fyrstu ráðgjafamiðstöðvar á Íslandi fyrir aðstandendur barna sem stríða við langvarandi veikindi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroskafrávik, nær hámarki í dag. Sjónarhóll er samstarfsverkefni helstu félaga og samtaka sem láta sig hag barna með sérþarfir varða, en þar munu ráðgjafar meðal ann- ars geta veitt foreldrum upplýsing- ar um þann stuðning sem þeir eiga rétt á frá opinberum aðilum og veita þeim aðstoð við að sækja hann. Í ráðgjafamiðstöðinni verður einnig staðið fyrir ýmsum námskeiðum og unnið að kynningar- og fræðslu- starfi. Ætla má að stofnun Sjónarhóls muni marka tímamót í þjónustu og ráðgjöf við aðstandendur lang- veikra, fatlaðra og þroskaheftra barna. Borið hefur við að foreldrar þessara barna hafi rekið sig á ýmsar hindranir í samskiptum við opinber- ar stofnanir og þeim reynst erfitt að fá úrlausn sinna mála, jafnvel þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða. Ráðgjafastöðin mun gegna mikil- vægu hlutverki með því að veita að- standendum leiðsögn um kerfið og stuðning við að notfæra sér þau úr- ræði sem fyrir hendi eru. Jafnframt má binda vonir við að stofnun Sjón- arhóls verði stjórnvöldum hvatning til að tryggja enn betur hag þessara barna og foreldra þeirra. Fötlun og veikindi barna eru aðstandendum nógu þungbær þótt þeir þurfi ekki einnig að heyja baráttu við kerfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.