Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær | „Loksins á unga fólkið hús sem hýsir þá sem vilja og nota ekki bús“, sungu Árni Sigfús- son bæjarstjóri og húsráð menning- armiðstöðvar ungs fólks í Reykja- nesbæ við formlega opnun 88 hússins síðdegis í gær. Húsráðið er skipað ungmennum, fulltrúum notenda 88 hússins. Það hafnaði ræðuhöldum við opnun menningarmiðstöðvarinnar en féllst á þá hugmynd Stefáns Bjarkasonar, framkvæmdastjóra menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráðs bæjarins, að fá bæj- arstjórann til að syngja opn- unarræðuna og sungu síðan með. „Við fögnum saman og vitum öll að vinir eiga hérna skjól,“ söng bæj- arstjórinn meðal annars í opn- unarræðunni. Áður hafði Hafþór Barði Birg- isson, forstöðumaður 88 hússins, kynnt starfsemina stuttlega og séra Helga Helena Sturlaugsdóttir blessað starfsemi hússins. Við at- höfnina var afhent breiðtjald sem kiwanisklúbburinn Keilir gefur menningarmiðstöðinni. Kom það strax í góðar þarfir í gærkvöldi þegar ungmennin fylgdust með Idol-stjörnuleitarþættinum í sjón- varpi. Bjarni töframaður skemmti og tónlistarmenn komu fram, með- al annars Rúnar Júlíusson. Hlutverk menningarmiðstöðv- arinnar er að bjóða ungu fólki í Reykjanesbæ upp á samverustað og afþreyingu. Miðað er við ungmenni á framhaldsskólaaldri, hvort sem það er í skóla eða tekur þátt í at- vinnulífi. Lögð er áhersla á þátttöku ung- menna í mótun starfsins og hefur sérstakt húsráð undirbúið dag- skrána í samvinnu við menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykja- nesbæjar. Fyrsta húsráðið skipa þau Arnar Már Halldórsson, Ari Th. Ólafsson, Arnar Tryggvason, Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir og Dóra Lilja Ósk- arsdóttir. 88 húsið er opið fimmtu- dags- til sunnudagskvöld, frá klukkan 20 til 23 eða 23.30 og auk þess er enski boltinn í beinni út- sendingu á laugardögum og sunnu- dögum. Menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ – 88 húsið – opnuð formlega við hátíðlega athöfn Loksins á unga fólkið sitt hús Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vinir eiga skjól: Árni Sigfússon og húsráð 88 hússins sungu opnunarræðu bæjarstjórans þegar menningarmiðstöðin var tekin í notkun í gær. TENGLAR .............................................. www.88.is kreppu í líkamanum, þar sem sykur hleðst upp í blóðinu og líkaminn nær ekki að nýta kol- vetnin. Sykursýkin er síðan greind með hækk- uðum sykri í blóði og þvagi. Á námskeiðinu sem haldið verður í Eldborg í byrjun febrúar verður farið yfir hvað hægt er að gera til að lifa með sjúkdómnum. Að sögn Borghildar Sigurbergsdóttur næringarráð- gjafa krefst sjúkdómurinn mikillar kunnáttu, meðal annars í mataræði. Á námskeiðinu verð- ur farið í hópvinnu þar sem fólk lærir að tak- ast á við veikindin. Þá skiptir miklu máli að maki sé meðvitaður um sjúkdóminn og sér- staklega ef viðkomandi er kokkurinn á heim- ilinu. Lögð er áhersla á að á námskeiðinu sé fólk á staðnum allan sólarhringinn þá tvo daga sem námskeiðið stendur. Fólk verður látið mæla blóðsykurinn á ýmsum tímum sólarhringsins, auk þess sem fólk mun læra á sinn eigin lík- ama. Að sögn aðstandenda námskeiðsins er góð reynsla af námskeiðum sem þessum á Norð- urlöndunum. Á námskeiðinu í Eldborg í Svartsengi er rými fyrir allt að 20 manns. Skráning fer fram dagana 12. til 16. janúar. Keflavík | Um 160 manns nýta sér þjónustu móttöku fyrir sykursjúka á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Stofnunin stendur fyrir nám- skeiði fyrir sykursjúka og aðstandendur þeirra dagana 5. til 7. febrúar næstkomandi í Eldborg í Svartsengi. Markmið þess er að auka þekkingu sykursjúkra og aðstandenda þeirra á sjúkdómnum, meðferð hans og fylgi- kvillum, með áherslu á lífsstílsbreytingar og ábyrgð einstaklingsins á eigin meðferð. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja opnaði mót- töku fyrir sykursjúka 1. mars 2001 og í dag nýta 160 manns á Suðurnesjum þjónustuna. Á móttökunni starfa læknir, hjúkrunarfræðing- ur, næringarráðgjafi og meinatæknar í teymi. Móttakan er opin einu sinni í viku. Að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur hjúkrunar- fræðings nýtir fólk sér þjónustuna að minnsta kosti á þriggja mánaða fresti. Alltaf er tekin blóðprufa og síðan farið í viðtal og skoðun hjá lækni og hjúkrunarfræðingi. Viðtal við nær- ingarráðgjafa er eftir þörfum hvers og eins. Flestir yfir miðjum aldri Reglulegt eftirlit er mikilvægt þar sem sjúkdómurinn breytist með tímanum og áherslur í meðferð þar með. Sykursýki greinist hjá fólki á öllum aldri en þeir sem nýta sér þjónustuna á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja eru flestir um og yfir miðjum aldri. Þá eru þeir flestir með syk- ursýki af tegund 2 sem áður var nefnd öldr- unarsykursýki. Gunnar Valtýsson, sérfræð- ingur í innkirtlasjúkdómum, starfar á móttökunni í Keflavík. Hann segir 90% þeirra sem hafa sykursýki vera með tegund 2. Þar af leiðandi eru 10% með tegund 1 en þar eru börn, unglingar og fólk undir 40 ára aldri í miklum meirihluta. Hins vegar er sykursýki af tegund 2 farin að sjást í meira mæli hjá yngra fólki og tengist þá oftar en ekki yfirþyngd. Dæmi eru um að fólk hafi lifað með syk- ursýki mánuðum og árum saman og síðan greinst fyrir tilviljun. Gunnar sagði fólk hafa verið með langtíma aukakvilla og í raun ekki áttað sig á hvað væri að gerast í líkamanum. Fólk aðlagast ýmsu og venst því. Einkenni um sykursýki eru slappleiki, þorsti, tíð þvaglát, þyngdartap, sveppasýkingar í húð við kynfæri og mikil þreyta. Sykursýkin veldur orku- 160 nýta sér nú sykursýkismóttöku Ljósmynd/Hilmar Bragi Taka á móti sykursjúkum: Borghildur Sig- urbergsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Gunnar Valtýsson skipuleggja námskeiðið. Njarðvík | Nokkrir vinir fuglanna á tjörn- unum á Fitjum í Ytri-Njarðvík koma þangað daglega til að gefa fuglunum brauð, auk þess sem starfsmenn Reykjanesbæjar sinna þessu verkefni reglulega. Vilmar Guðmundsson er einn þeirra sem hlúa að fuglalífinu á Fitjum með því að koma færandi hendi til andanna, gæsanna og svananna sem taka vel við brauð- inu en aðrar fuglategundir og frekari hugsa sér einnig gott til glóðarinnar. Ljósmynd/Helgi Hólm Hlúð að fuglalífinu Vogar | Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps ákvað við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar nýbyrjaðs árs að draga úr áformuðum hækkunum á holræsa- og vatnsgjaldi á fasteignaeig- endur. Álagningarstofn verður 0,17% á fasteigna- mat en í drögum að fjár- hagsáætlun var gert ráð fyr- ir 0,19% vatnsgjaldi og 0,20% holræsagjaldi. Þessi gjöld voru 0,15% hvort um sig á síðasta ári. Í rökstuðningi fyrir þess- ari breytingu sem meirihluti hreppsnefndar lagði fram á fundi í vikunni kemur fram að hún sé gerð í ljósi 15% hækkunar fasteignamats milli ára. Það þýði að 0,17% álagningarhlutfall vegna þessara skatta skili sömu tekjum og gert var ráð fyrir við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlunina. Dregið úr hækkun fasteignagjaldanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.