Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ T ilfinningarök hafa verið mikið í um- ræðunni undanfarið í hinum ýmsu mál- efnum. Ber þar hæst umræðuna um Kárahnjúkavirkj- un þar sem náttúruunnendur voru sagðir stjórnast um of af tilfinningum og því ekki mark á þeim takandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík orðræða ræður ríkjum í mikilvægum málefnum hér á landi. Þegar konur gerðu þá kröfu að komast á þing var því t.d. haldið fram að þær gætu aldrei orðið þingmenn einfald- lega vegna þess að þær væru of miklar tilfinningaverur til að geta tekið rökréttar ákvarðanir. En hvers vegna eru tilfinn- ingar svona lítils metnar í okkar hugum? Eitt sinn vann ég sem fótboltaþjálf- ari og kenn- ari í nokkrar vikur í fjar- lægu landi þar sem hugsanagangur og siðir eru ólíkir því sem við erum vön. Stundvísi og skipulag var ekki þýðingarmiklir þættir þar í landi og ekki óalgengt að kennslu- tímar eða fótboltaæfingar féllu niður með skömmum fyrirvara. Þegar boðið var út að borða var sjaldnast vitað klukkan hvað ætti að leggja af stað en þegar ég spurðist fyrir fékk ég engu að síður ótal svör. Fólk virtist frekar vilja giska en svara engu. Þetta olli skipulagsóða Íslend- ingnum að sjálfsögðu talsverðu hugarangri. En þrátt fyrir ýmis samskiptavandamál, hvort sem það var vegna mismunandi þankagangs eða tungumálaörð- ugleika, var eitt sem ég átti sameiginlegt með öllu fólkinu þarna. Það voru nefnilega til- finningar. Tilfinningar eins og t.d. ótti, gleði, skömm, von, kærleikur og hamingja. Ég skildi þrá gest- gjafa minna eftir öryggi, virð- ingu, ást og umhyggju. Ég fann þegar fólk var pirrað eða leið illa og ég sá þegar brosið náði til augnanna. Þegar ég skildi til- finningarnar sem bjuggu að baki átti ég mun auðveldara með að skilja viðbrögð þessara vina minna. Tilfinningar eru nefni- lega sammannlegar. Við höfum öll tilfinningar þó að við hlustum mismikið á þær. Því hlýtur að teljast óeðlilegt að útiloka þær úr allri umræðu um mikilvægar ákvarðanir. Á sumum sviðum höfum við viðurkennt gildi tilfinninga fram yfir hagsmuni. Til dæmis þykir eðlilegt að til skilnaðar komi hjá hjónum fremur en að þau lifi í óhamingjusömu hjónabandi ævi- langt. Þrátt fyrir að það henti vinum og vandamönnum mun betur að hjón séu gift þá áfellist þau enginn fyrir að skilja ef þau treysta sér ekki til að lifa í hjónabandi. Já, og jafnvel þótt fjárhag hjónanna væri mun bet- ur borgið ef þau héldu fast í ráðahaginn. En tilfinningar eru engu að síður útilokaðar sem rök í stórum málum sem varða þjóð- arheill. Þá þykir fínna að vitna í hagfræðilegar tölur og vísinda- legar rannsóknir. Þegar virkj- unarmál eru rædd skiptir áætl- aður hagvöxtur öllu máli. Fólk sem ekki vill fórna náttúrunni fyrir nokkrar krónur og tak- marka möguleika komandi kyn- slóða til annars konar uppbygg- ingar er sagt stjórnast af tilfinningum en það þykir víst ekki sérlega göfugt. Ég hef oft verið spurð að því hvers vegna ég sé femínisti og er svar mitt ævinlega það að ég hafi rekið mig á svo marga veggi sem ekki væru til staðar nema vegna kyns míns. Stund- um er ég spurð hvort einhverjar rannsóknir séu fáanlegar þar sem fram kemur að konur reki sig á veggi þannig að hægt sé að ganga úr skugga um að þetta sé ekki bara bull í mér. Sumir ganga svo langt að segja mér að þetta sé fullmikið bull í mér en þeir hinir sömu eru þá vanalega hvítir, gagnkynhneigðir, vel stæðir karlmenn, m.ö.o. menn sem einna minnstar líkur eru á að reki sig á áðurnefnda veggi. En sama hvað hver segir eru þessir veggir til staðar og ég veit það því að ég hef rekið mig á þá og það hefur stundum verið helst til óþægilegt. Að sjálfsögðu er miklu auð- veldara að afskrifa allt sem ekki hentar okkar ljósbleika veru- leika með því að segja fólk vera að bulla. En þótt ég halli mér aftur í mjúka hægindastólnum breytir það því ekki að veruleik- inn bankar upp á fyrr eða síðar. Það er í raun mikil óvirðing gagnvart tilfinningum okkar að afskrifa þær algjörlega. Rök- hugsun er góðra gjalda verð en það getur varla talist gott að byggja ákvarðanir eingöngu á henni. Tökum hjón sem dæmi. Ef hagvöxtur og rökhyggja stjórn- uðu öllu væri lífið kannski frek- ar grámyglulegt. Hjónin vökn- uðu á hverjum morgni á sama tíma enda er það vísindalega sannað að það er best að sofa í átta tíma og besta hvíldin næst milli 24 og 8 á morgnana. Mat- málstímar væru skipulagðir viku fram í tímann og innkaup um leið til þess að ná sem mestri hagkvæmni. Fæðan væri alltaf í fullu samræmi við markmið Manneldisráðs og unnið væri myrkranna á milli til þess að auka hagvöxt. Sérstakir heim- sóknartímar væru fyrir vini, með tímamörkum að sjálfsögðu, enda er það ekki gott fyrir hag- vöxt að eyða of miklum tíma í vitleysu. Kynlíf væri stundað reglulega þar sem rannsóknir sýna að það skili sér í auknum vinnuafköstum. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Það gefur auga leið að þetta hagkvæma líf byði ekki upp á mikla tilbreyt- ingu eða skemmtilegar skyndi- ákvarðanir. Tilfinningar lita lífið nefnilega á svo skemmtilegan hátt. Til- finningar eru þverpólitískar og eiga heima í öllum stéttum og öllum menningarheimum. Það er því fjarstæða að halda því fram að það sé göfugt að leggja til- finningarnar til hliðar þegar ákvarðanir eru teknar enda er það oftar en ekki hjartað sem finnur hvað er rétt og hvað er rangt. Af tilfinn- ingarökum Það er í raun mikil óvirðing gagnvart tilfinningum okkar að afskrifa þær algjörlega. VIÐHORF Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is Á ÞESSU ári eru liðin 120 ár frá því alþjóðleg hreyfing IOGT skaut rótum hér á landi. Þetta gerðist þegar góðtemplarastúkan Ísafold nr. 1 á Ak- ureyri var stofnuð 10. janúar 1884 Þetta er því afmælisdagur IOGT hér á landi. Margs að minnast Það er ekki ætlunin með þessu stutta spjalli að fjalla að neinu marki um störf og stöðu hreyfing- arinnar á þessum tímamótum. En ekki verður þó hjá því komist að benda á hversu samtökin voru oft öflug fyrr á árum í viðleitni þeirra til að knýja fram breytingar í áfeng- ismálum og á öðrum sviðum til hagsbóta betra mannlífi í landinu. Þar stendur hæst áfengisbannið sem stóð frá 1909 til 1934. Þá voru húsbyggingar stúkna um land allt stórvirki og áhrif templara í sam- bandi við stofnun annarra fé- lagssamtaka, eins og verkalýðs- félaga, leikstarfsemi o.fl. sem er kapítuli út af fyrir sig. Auðvitað er stundum gagnlegt að horfa til baka og skoða og hug- leiða þau skin og skúr- ir í starfi IOGT sem gengið hafa yfir frá einum tíma til annars. En fyrst og fremst ber að horfa til framtíðar um leið og forverum okkar er þakkað fyrir allt það sem þeir unnu af áhuga og fórnfýsi í þágu bindindismálsins. Þá er vert að minnast þess að á næsta ári, 2005, verður st. Einingin í Reykjavík 120 ára. Hún var stofn- uð 17. nóvember 1885 og starfar enn ! undir sömu formerkjum og alla tíð. Allir vita hvað mannsævin er löng. Hér er því um háan aldur að ræða miðað við hana enda er IOGT ein elsta félagshreyfing í landinu. Á s.l. ári hélt Einingin uppi góðu starfi og á komandi ári mun svo einnig verða og væntanlega verður afmælisár nýtt vel til eflingar starfinu. Víst má ætla að félagar okkar á Akureyri geri sér dagamun í tilefni af afmælinu. Er líklegt að þeir hitt- ist í Friðbjarnarhúsi (Steinssonar). Í því húsi var stúkan Ísafold stofn- uð, en viðhald og rekstur hússins er vitnisburður um fyrirmyndar rækt- arsemi við málefni og brautryðj- endur. Um leið og við sendum fé- lögum okkar norðan heiða bestu afmælisóskir, vonum við að IOGT- hreyfingin hér á landi nái að efla svo starf sitt í náinni framtíð að eft- ir því verði tekið. IOGT á Íslandi 120 ára Einar Hannesson skrifar um af- mæli bindindishreyfingarinnar ’Væntanlega verður afmælisárið nýtt vel til eflingar starfinu.‘ Einar Hannesson Höfundur er formaður Svæðisráðs IOGT. MIKIÐ hefur verið ritað og rætt um verðlagningu á eldsneyti við tilkomu Atlantsolíu á neyt- endamarkað. Forsvarsmenn þess félags hafa átt greið- an aðgang að fjöl- miðlum og hafa ítrek- að haldið því fram að þeir sem fyrir eru á markaðinum stundi fákeppni og reyni að hindra eðilega sam- keppni. Umfjöllunin hefur verið einhliða og oft á tíðum virðist hún byggjast á van- þekkingu. Eins og víðast ann- ars staðar ríkir fá- keppni á eldsneyt- ismarkaðinum á Íslandi. Íslenska hagkerfið er ákaflega lítið en það vill oft gleym- ast í hinni pólitísku og opinberu umræðu. Fólksfjöldinn er álíka mikill og í Árósum í Danmörku og vegna þess er eðlilegt að fyrirtæki leitist við að hagræða, ekki síst á neytendasviði þar sem dreifing- arkostnaður er mikill. Fákeppni á þessu sviði er því eðlileg afleiðing og það er mikill misskilningur að ekki geti ríkt virk samkeppni þó um fákeppnismarkað sé að ræða. Oft er samkeppni á fákeppn- ismarkaði einmitt mjög virk. Þar sem keppendur eru fáir og vitn- eskja um verðlagningu er mjög auðsótt er tilhneiging til að verð verði það sama enda geta menn ekki skapað sér sérstöðu með verðlagningu án þess að sam- keppnisaðilarnir fylgi á eftir. Sá sem er stærstur á markaði verður því oftast verðleiðtogi. Vegna stærðar sinnar á neytendamarkaði er Esso verðleiðtogi þegar um er að ræða verð á eldsneyti með fullri þjónustu en Orkan hefur hins veg- ar haldið velli sem leiðandi í lægsta eldsneytisverðinu. Þegar fyrirtæki á fákeppnismarkaði reyna að auka markaðshlutdeild sína með verðlækkun hefur það oftast í för með sér verðstríð þar sem verðlagning er svo sýnileg. Til skamms tíma hagnast neytendur á lægra verði en oft endar það með því að veikasti aðilinn á mark- aðinum gefst upp þar sem hann hefur ekki fjárhagslegan styrk til að halda verðstríðinu áfram. Oftar en ekki er það sá sem hóf verð- stríðið sem verður að gefast upp og því er spurning hvort um van- mat á markaðinum hafi verið að ræða þegar aðgerðir voru settar í gang. Það eru fjölmörg dæmi um þetta. Nýleg dæmi á Íslandi er FÍB bifreiðatrygging sem fór af stað með miklum látum, en varð að leggja upp laupana, Sam- vinnuferðir/Landsýn með sitt ferðafrelsi og Íslandsflug í innan- landsflugi. Slíkar aðgerðir fá oft sorglegan endi, fyrirtækin verða að loka og hætta rekstri, starfsfólk missir vinnuna og þjónusta við neyt- endur minnkar. Verð- stríðin eru fjár- mögnuð með því að dregið er úr kostnaði og það þýðir oft að staðir t.d. á lands- byggðinni eru lagðir af enda rekstur þeirra sjaldan arðbær. Olíu- félögin þrjú hafa lagt metnað sinn í að þjóna öllu landinu og tryggja aðgengi íbúa að eldsneyti t.d. með sjálfsalavæðingu. Atl- antsolía hefur ekki sýnt þeim markaði áhuga. Það vekur einnig furðu að Atl- antsolía fái að starfrækja eldsneyt- isafgreiðslu til almennings á birgðastöð fyrir eldsneyti í Hafn- arfirði þegar fyrir liggur að um- hverfisráðuneytið hafnaði þann 5. desember síðastliðinn að veita und- anþágu fyrir slíku starfsleyfi. Þegar Orkan kom inn á íslenska markaðinn árið 1995 var það yf- irlýst stefna fyrirtækisins að bjóða alltaf lægsta verðið. Um var að ræða mannlausar sjálfsafgreiðslu- stöðvar þar sem þjónustustigið var eingöngu bundið við eldsneyti. Í kjölfarið voru opnaðar ÓB-stöðvar og fyrir ca 2 árum opnaði Esso Express-stöðvar. Þrátt fyrir til- raunir þessara stöðva að verð- leggja sig á sama verði eða lægra en Orkan hefur það ekki tekist þar sem Orkan er trú sinni stefnu og býður alltaf lægsta verðið. Þess vegna er það furðulegt ef forsvars- menn Atlantsolíu, sem eru að fara inn á sama markað og Orkan, ÓB og Esso Express, búast við að þeir fái að staðsetja sig þar sem þeim hentar og vera í friði þar. Auðvitað er þeim mætt af fullri hörku. Ná- kvæmlega eins og Bónus-menn hafa varið sitt vígi að vera alltaf lægstir. Þó að nýjar keðjur komi inn á matvörumarkaðinn eins og Europris, þá víkur Bónus ekki til hliðar og segir gjörið svo vel, nú megið þið taka yfir! Hér á landi eins og annars staðar mun mark- aðurinn leita í ákveðið jafnvægi þar sem Bónus mun kappkosta að halda stöðu sinni sem ódýrasti val- kosturinn. Það sama gildir á elds- neytismarkaði. Orkan mun verja stöðu sína. Undanfarið hafa forráðamenn Atlantsolíu reynt að gera keppi- nauta sína tortryggilega fyrir það að bregðast svæðisbundið við. Það er hins vegar eðli samkeppninnar að verðstríð geta geisað á einum stað án þess að það taki til heild- armarkaðarins. Þannig er hægt að benda á langvarandi eldsneyt- isverðstríð á Akureyri, Akranesi og Selfossi. Þessi verðstríð tengj- ast þessum tilteknu mörkuðum vegna þess að þá er einn aðili að reyna að skapa sér sérstöðu á kostnað hinna. Allir vilja halda í sitt og því standa flestir í svipaðri stöðu að verðstríði loknu. Það er því ekkert lögmál né samkeppn- islög sem ákvarða hversu víðtæk verðstríð eiga að vera. Það eru ráðamenn á markaði á hverjum tíma sem velja það. Þannig hafa verðstríð þekkst á eldsneytismark- aðinum um árabil algjörlega óháð innkomu Atlantsolíu á þennan markað. Þess ber að geta að í september 1994 var fellt úr lögum ákvæði sem skyldaði olíufélögin til að selja olíuvörur á sama verði til allra viðskiptavina. Ári síðar opn- aði Orkan fyrstu sjálfsalastöðv- arnar í Reykjavík og Kópavogi. Fyrir þann tíma var verðlagning á ábyrgð ríkisins og mismunun í verði var bönnuð. Þess vegna er ótrúlegt að framkvæmdastjóri FÍB skuli halda því fram í útvarps- viðtali að það hafi verið áhugi Irw- ing Oil sem varð til þess að nýtt þjónustustig var boðið á Íslandi og upplýsir að slíkt hafi verið við lýði í áratugi erlendis. Á meðan ríkið réð verðlagningu á Íslandi mátti ekki mismuna í verði. Þess vegna var ekki boðið upp á mismunandi þjónustustig. Olíufélögin hafa sýnt og sannað að eftir að verðlagning og innkaup á olíu og bensínvörum voru gefin frjáls hefur samkeppni aukist til muna. Hér þurfti enga Irwinga til. Aukin markaðshlutdeild sjálfs- afgreiðslustöðva hefur leitt af sér harðnandi samkeppni á öllum elds- neytismarkaðinum. Þjónustustöðv- arnar bjóða hins vegar upp á ým- islegt fleira en eldsneyti og munu Shellstöðvarnar áfram verða í far- arbroddi að bjóða upp á góða þjón- ustu við viðskiptavini sem vilja þvo bílinn sinn, kaupa rúðuvökva,fá loft í dekkin eða koma inn og fá sér rjúkandi heitan nýlagaðan kaffi- bolla um miðja nótt. Samkeppni á bensínmarkaði Margrét Guðmundsdóttir fjallar um verðlagningu á eldsneyti ’Sá sem er stærstur ámarkaði verður því oft- ast verðleiðtogi.‘ Margrét Guðmundsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá Skeljungi og hefur starfað í yfir 20 ár á olíu- markaði hérlendis og í Skandinavíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.