Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing SEX flutningaþotur af stærstu gerð verða notaðar til að flytja 300 milljónir taflna af nýju samheitalyfi Pharmaco, hjartalyfinu Ramipril, á markað í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Lyfin eru að verðmæti 2,6 milljarðar króna, en í framhaldinu verður lyfið sett á markað í fleiri löndum. Pharma- co er fyrsta fyrirtækið í heiminum til að markaðssetja þetta samheitalyf, en keppi- nautar félagsins hafa margir keppst við að verða fyrri til að koma lyfinu á markað. Erfitt að leggja mat á áhrif Stefán Broddi Guðjónsson hjá greining- ardeild Íslandsbanka segir nýja lyfið ekki gefa tilefni til breytinga á mati félagsins. „Við hjá Greiningu Íslandsbanka höfum tal- ið að gengisþróun Pharmaco á síðustu mán- uðum einkennist af mikilli bjartsýni fjár- festa um tekjur og framlegð af sölu nýrra lyfja á þessu ári. Jafnvel að vöxtur og af- koma yrði talsvert umfram þau markmið sem félagið hefur sjálft sett sér. Erfitt er að leggja mat á áhrifin af Ramipril en benda má á að velta Pharmaco á nýliðnu ári var líklega um 29 milljarðar króna. Greining Ís- landsbanka spáir því að vöxtur og framlegð Pharmaco verði í samræmi við yfirlýst markmið félagsins og tilkoma Ramipril gef- ur ekki tilefni til að breyta þeirri spá. Mark- aðssetning lyfsins og þær litlu upplýsingar sem þegar liggja fyrir gefa því ekki tilefni til þess að fjárfestar leggi annað mat á virði fé- lagsins en þeir gerðu áður.“ Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Fyrsta flugvélin sem flytja á lyfjafarminn úr landi lenti í Keflavík í gærkvöldi. Sex stórar þotur sjá um flutninginn Pharmaco selur lyf út fyrir 2,6 milljarða OSTAR eru nánast í öllum til- vikum dýrari hér á landi en í Danmörku, Hollandi, Belgíu og Frakklandi samkvæmt könnun Neytendasamtakanna á osta- verði í fimm löndum í nóvember og desember síðastliðnum. Mun- ar þar yfirleitt 100–200 prósent- um í verði. Borið var saman verð á algengum ostum í fjórum flokkum sem í flestum tilfellum voru innlendir. Um var að ræða svokallaða fasta osta með og án skorpu, blámygluost og hvít- mygluost. Einnig var kannað verð á erlendum ostum sem fluttir eru inn og seldir hér á landi. Munar mest á mygluostum Þegar innlendir ostar eru ann- ars vegar munar mestu í verði á hvítmygluosti en kílóverðið á honum var lægst í Hollandi, kostaði 318 krónur, en dýrast á Íslandi og kostaði 1.497 kr. Mun- ar hér 371% á verði. Blámyglu- ostur var 207% dýrari hér á landi en í Danmörku og skorpu- laus ostur er 153% dýrari hér en í Hollandi. Í síðastnefnda dæm- inu var engu að síður um að ræða gouda-ost á tilboðsverði í verslun hér, að sögn Neytenda- samtakanna. Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, segir að þessi mikli verðmunur á ostum staðfesti það sem áður hafi komið í ljós og komi sér síst á óvart. Hann segir verðmun á ostum skv. könnuninni, einkum innfluttum, gersamlega út í hött og að ofurtollar skýri ekki þenn- an mikla mun. Málið verði ekki leyst til frambúðar nema með því að afnema tollkvóta og gefa innflutning frjálsan. Neytendasamtökin kanna verð á ostum í fimm löndum Evrópu Íslenskur ostur langdýrastur Morgunblaðið/Golli  Yfirleitt/4 ÞENNAN hval rak nýlega á Landeyjafjöru í Vestur- Landeyjum en hvalreki á þessum slóðum mun vera sjaldgæfur. Stefán Óskarsson, bóndi á Skipagerði, sem hér stendur við hræið þar sem það liggur í fjör- unni, man þó eftir því þegar mun stærri hval rak á land einmitt á þessum sömu slóðum fyrir nokkrum árum. Starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar hefur þegar verið gert viðvart um fundinn. Við fyrstu sýn virðist sem hér sé um búrhvalskálf að ræða en lengd dýrsins er á að giska tíu metrar. Morgunblaðið/RAX Sjaldgæfur hvalreki í Landeyjafjöru ÍSLENSKIR fjárfestar hafa keypt verslun Expert á Íslandi af Expert Norge ASA í Noregi. Expert mun áfram fá vörur frá Expert í Noregi og verður vöru- merkið hér á landi, en Expert Norge ASA starfrækir rúmlega 380 verslanir á Norðurlöndum og tengist innkaupasambandinu Expert Global. Þetta kemur fram á vefsíðu norskra fjármálatíðinda. Þar kem- ur fram að samkomulagið feli í sér sölu á vörubirgðum og rekstrarfé og yfirtöku á skyldum gagnvart starfsmönnum og leigusamning- um. Fram kemur einnig að kostn- aðurinn af því að leggja starfsem- ina niður sé talinn nema um 15–20 milljónum norskra króna eða 150– 200 milljónum íslenskra króna og verði hann afskrifaður á ársreikn- ingum fyrir árið 2003. Ástæða söl- unnar sé að árangurinn hafi ekki verið nægilega góður og ekki séu líkur á miklum tekjum af starf- seminni í framtíðinni. Reksturinn hér hafi íþyngt rekstri Expertsamstæðunnar á þriðja ársfjórðungi 2003 en tapið á Íslandi fyrir fjármagnsliði og skatta nam 12,9 milljónum norskra króna eða 130 milljónum íslenskra króna. Íslenskir fjárfestar kaupa Expert MENNIRNIR tveir sem frömdu vopnað bankarán í útibúi SPRON í Hátúni laust fyrir hádegi í gær sýndu mjög ógnandi framkomu í garð starfsfólks. Mennirnir brutu gjaldkerastúku og höfðu í hótunum áður en þeir fengu peninga af- henta. Annar ræningjanna fór inn fyrir afgreiðsluborð og tók peninga sem settir voru í tösku þeirra. Þeir komust á brott með peningana og flúði annar þeirra á reiðhjóli en hinn á harðahlaupum eftir að hafa skilið hjól sitt eftir. Slóð mannanna var rakin upp í Mjölnisholt og voru þeir ófundnir er blaðið fór í prent- un. Ræningjarnir voru dökkklæddir og höfðu hulið andlit sitt. Ránið í gær er fyrsta bankarán ársins og fylgir í kjölfar hrinu bankarána síðustu 10 mánuði. Bankaræn- ingja leitað Brutu gjaldkerastúku í Hátúni og höfðu á brott með sér peninga Myndir náðust af öðrum ræningjanum í eftirlitsmyndavél bankans. Hér sést ræninginn fá afhenta peninga frá gjaldkeranum eftir að hafa hótað honum og brotið glerið í gjaldkerastúkunni með barefli.  Sýndu mjög/4 Útvarpsþátt- urinn Tvíhöfði fer aftur í loftið í byrjun febrúar á útvarpsstöðinni Skonrokki. Um- sjónarmenn verða sem fyrr þeir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr. Þátt- urinn var lagður af í febrúar árið 2002 en þátturinn mun nú taka við af Zom- bie, sem þeir Sigurjón og Dr. Gunni hafa stýrt. Dr. Gunni hyggst nú sinna öðrum störfum og segist Sigurjón hafa verið ánægður með samstarfið við hann. Enn fremur fagnar hann endurkomu Jóns í útvarpið./74 Tvíhöfði snýr aftur VOPNAÐ rán var framið um áttaleytið í gærkvöld í söluturninum Egyptanum á Hellisgötu í Hafnarfirði, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Tveir ungir menn, sem huldu andlit sitt með tuskum einhvers konar, ruddust inn, ógnuðu starfs- stúlku með hnífi og barefli, tæmdu peninga- kassa og hlupu síðan á brott. Vopnað rán í sölu- turni í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.