Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólöf Óskarsdótt-ir fæddist í Sól- gerði á Höfn í Horna- firði 26. maí árið 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ósk- ar Guðnason og Kristín Björnsdóttir, þau eru bæði látin. Ólöf var næst yngst í sex systkina hópi, hin eru Guðni, látinn, Lovísa, tvíburarnir Knútur og Birgir, báðir látnir og Margrét Kristín. Ólöf giftist 10. apríl 1966 eft- irlifandi eiginmanni sínum Óla Björgvinssyni, f. á Djúpavogi 16. apríl 1942. Þau eiga tvö börn, þau eru: Er- lendur, f. 20. des. 1965, kvæntur Þór- eyju Dögg Jónsdótt- ur, þau eiga þrjú börn; Tinnu Dögg, Elvar Frey og Ólöfu Rún og Kristín, f. 13. ágúst 1972, gift Ing- ólfi Guðna Einars- syni, þau eiga tvö börn, Sævar Örn og Guðbjörgu Hall- dóru. Útför Ólafar verður gerð frá Djúpavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Um það leyti sem við kvöddum gamla árið og heilsuðum því nýja barst fréttin af andláti frænku minn- ar Ólafar Auðar Óskarsdóttur sem lést fyrir aldur fram þann 2. janúar sl. Árum saman hefur Ólöf glímt við erfiðan sjúkdóm af þvílíku æðruleysi að fá dæmi eru um slíkt. Hún var ein- staklega vel gerð og átti auðvelt með að sjá björtu og ekki síst broslegu hliðarnar og naut sín best þegar glatt var á hjalla. Aldrei kvartaði hún vegna veikindanna en fann frekar til með öðrum og lá ekki á liði sínu ef hún gat hjálpað náunganum. Ég átti því láni að fagna að vinna með Ólöfu á sýsluskrifstofunni á Höfn í nokkur ár. Oft mætti hún í vinnu fár- sjúk og vann undir miklu álagi, meira af vilja en mætti. Hún var einstaklega samviskusöm og nákvæm með allt sem hún tók að sér. Þá var hún hrók- ur alls fagnaðar á skrifstofunni og ómetanlegt hve góður andi var í kringum hana á vinnustaðnum. Hún var mikið fyrir tónlist og söng oft há- stöfum í vinnunni og stundum hafði maður það á tilfinningunni að hún syngi hæst þegar henni leið verst. Tónlistin var því oft meðalið hennar. Ólöf og Óli eiginmaður hennar komu sér upp sumarhúsi í Laxárdal í Lóni sem þau nefndu Gerði. Þetta var sannkallaður sælureitur hjá fjöl- skyldunni og þau Ólöf og Óli dvöldu þar öllum stundum þegar heilsan leyfði og nutu þess að fá þangað vini og vandamenn til sín. Samhent eins og ævinlega ræktuðu þau fallegan garð í kringum húsið. Eftir að dóttir Ólafar og Óla, Krist- ín og maður hennar Ingólfur, hófu rekstur veitingahússins Kaffi-Horns- ins hér á Höfn aðstoðaði Ólöf þau við reksturinn af fremsta megni. Hún að- stoðaði meðal annars við bókhaldið og lagði áherslu á að allur frágangur væri eins og best varð á kosið. Nú þegar við kveðjum Ólöfu að leiðarlokum lifir minningin um heið- arlega og góða konu sem öllum vildi hjálpa og öllum gott gera. Við sem áttum því láni að fagna að kynnast henni erum verulega ríkari. Við Guðbjartur og mamma sendum Óla og fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa þau og minningu Ólafar Auðar Óskarsdóttur. Agnes Ingvarsdóttir. Er sárust sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (Hallgr. Hallgr.) Hún Ólöf mín er farin, kjarnakon- an. Við sem þekktum hana munum minnast hennar geislandi af lífsorku og jákvæðni – endalausum dugnaði og krafti, sem átti sér varla takmörk. Margar eru minningarnar – ýmis- legt var brallað í hópi glaðra krakka hér á Höfn. Litli bærinn okkar var að fóta sig í tilverunni – iðandi af lífi. Þetta voru ljúfir dagar. Allir voru þátttakendur, ungir og gamlir, hlið við hlið. Tíminn leið, leiðir okkar lágu sinn- ar í hverja áttina til náms og starfa. Alltaf héldum við sambandinu frænk- urnar og alltaf var jafngaman að hitt- ast og margt að spjalla. Ólöf fann hann Óla sinn, þau reistu sitt bú á Djúpavogi og ólu þar upp börnin sín tvö, Erlend og Kristínu, fluttu sig um set – bjuggu um tíma í Borgarnesi. Fyrir nokkrum árum færðu þau sig aftur hingað austureft- ir og bjuggu sér fallegt heimili á Sandbakkanum, við fjörðinn, þar sem vesturfjöllin og jöklarnir spegla sig á kyrrum kvöldum. Fljótlega eftir komuna festu þau kaup á sumarbústað í Laxárdal, í Lóni. Þar undu þau sér mörgum stundum í sælureitnum sínum. Gott ef hún var ekki „hreppstjórinn“ á dalnum. Alltaf var eitthvað skemmti- legt í gangi þar sem Ólöf fór og alltaf var hún potturinn og pannan. Missir fjölskyldunnar er mikill. Biðjum Guð að gefa þeim öllum styrk. Ólöf mín, stríðið þitt stóð stutt, þú gerðir þetta með stæl eins og annað sem þú gerðir. Ég er þakklát fyrir tímann sem ég átti með þér á loka- sprettinum. Við lútum höfði um sinn, en höldum svo áfram, fetum veginn fátækari en áður. Ástvinum sendum við dýpstu sam- úðarkveðjur. Kærri frænku og vinkonu þakka ég samfylgdina. Hildigerður. Eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu er Ólöf dáin. Sjúkdómur sem greind- ist fyrir einum og hálfum mánuði varð ekki stöðvaður. Ólöf starfaði sem rit- ari í hálfu starfi við embættið frá 1998, en lengst af vann hún jafnframt á bókasafninu í hálfu starfi. Hún var ekki heilsuhraust allt frá 25 ára aldri, en þá greindist hún með ólæknandi sjúkdóm sem skerti starfsgetu henn- ar verulega. Þetta hefur vafalítið mót- að mikið lífsviðhorf hennar. Hún var ávallt glaðvær og hélt því staðfastlega fram að best væri að gera að gamni sínu þegar erfiðleikar steðja að. Ólöf var ekki sú manngerð sem gefst upp fyrr en í fulla hnefana og hún sýndi bæði áræðni og dugnað við að afla sér menntunar sem gat gagnast henni í starfi. Ólöf hafði unnið á ýmsum stöð- um áður en hún kom til okkar á sýslu- skrifstofuna, þar á meðal hjá starfs- mannahaldi SÍS, þá vann hún um tíma í Danmörku, hjá Pósti og síma á Höfn og síðan á Djúpavogi, en þangað flutti hún eftir að hún giftist Óla Björgvinssyni og þar bjuggu þau í 23 ár áður en þau fluttu til Borgarness 1988 þar sem þau bjuggu í 10 ár. Vegna þekkingar hennar á mönnum og málefnum hér á suðausturhorni landsins hef ég oft leitað fróðleiks hjá Ólöfu og kom þar sjaldan að tómum kofunum því hún þekkti víða til, fylgdist vel með, las mikið og hafði áhuga á öðru fólki. Hún var gagnrýn- in á hvað eina sem hún taldi mismuna fólki og fór þá ekki í launkofa með skoðanir sínar. Hún var áhugamaður um ræktun og sinnti því aðallega í sumarbústaðarlandi þeirra hjóna í Laxárdal í Lóni. Ólöf var hinn mesti morgunhani og mætti jafnan snemma til vinnu. Ef henni þótti samstarfs- fólkið daufingjalegt í morgunsárið þá hóf hún oft upp raust sína og söng einhvern slagara þar til allt slen var horfið. Ólöf átti ekki í ágreiningi við samstarfsfólk sitt og henni fylgdi góð- ur andi á vinnustað. Hún var þeirrar gerðar að hún skilur einungis eftir góðar minningar í hugum samferðar- manna sinna. Ég votta Óla og börnum þeirra og fjölskyldum mína dýpstu samúð við fráfall Ólafar Óskarsdótt- ur. Páll Björnsson. Það er erfitt að kveðja svo traustan vin sem Ólöf var okkur hjónum í gegn- um árin. Þessi lífsglaða kona sem hafði svo mikla útgeislun sem hún gaf frá sér, svo hress og kát. Þegar upphring- ingin kom um að Ólöf hefði kvatt þenn- an heim dimmdi yfir öllu því ég trúði því að við ættum eftir að hittast aftur á nýju ári. Ég varð þess aðnjótandi að kynnast Ólöfu í gegnum dætur okkar, þær Kristínu og Önnu Guðrúnu. Sumarið eftir fermingu hjá þeim stöllum buðu þau hjónin dóttur minni með sér í sum- arfrí með Norrænu og keyrðu þau um öll Norðurlöndin í 3 vikur sem var þeim vinkonunum ógleymanlegt. Mikill missir varð þegar þau Óli og Ólöf tóku sig upp og fluttu í Borgarnes frá Djúpavogi. Sorgin var mest hjá þeim Kristínu og Önnu Guðrúnu yfir því að hittast ekki á hverjum degi, sem varð til þess að dag einn hringdi Ólöf og sagði, það er ekki hægt að stía stelp- unum svona í sundur, hún Anna Guð- rún getur bara flutt til okkar og klárað níundabekkinn hér í Borgarnesi. Og endirinn var sá að hún flutti í Borg- arnes og bjó hjá þeim þann veturinn. Það hefðu nú ekki allir látið sér detta í hug að taka að sér ungling, en hún Ólöf mátti ekkert aumt sjá. Alltaf var gaman að hitta þau hjónin á heimili þeirra í Borgarnesi, samt stendur uppúr afmælið hennar Ólafar þegar allir mættu í Borgarnes til að samgleðjast með þeim hjónum á þess- um merku tímamótum. Ég vil þakka Ólöfu og Óla fyrir þá góðvild sem þau sýndu dóttur minni, sem er ólýsanleg. Ólafar verður sárt saknað. Elsku Óli, Kristín, Erlendur og fjölskylda, megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Síðan fyrst ég sá þig hér sólskin þarf ég minna. Gegnum lífið lýsir mér ljósið augna þinna. (Káinn.) Kveðja. Margrét Harðardóttir og fjölskylda. Við minnumst Ólafar með þakklæti fyrir hvað hún var glaðsinna. Hún ÓLÖF ÓSKARSDÓTTIR ✝ María Sigurðar-dóttir frá Hlíð í Ólafsfirði fæddist á Fjalli í Sléttuhlíð 7. ágúst 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 30. desember síðast- liðinn. María var dóttir hjónanna Sig- urðar Ásgrímssonar og Jóhönnu Lovísu Gísladóttur sem þá bjuggu á Fjalli. María var þriðja í röðinni af sjö börnum þeirra hjóna, sem öll eru nú látin. Eiginmaður Maríu var Jóhann Jónsson, f. í Málmey á Skagafirði 26. mars 1906, d. 26. október 1987. María eignaðist fjögur börn: Ástu Dómhildi, gift Ásgrími Gunnars- syni og búa þau á Akureyri; Hrönn, gift Einari Kristni Har- aldssyni, búsett í Grindavík; Sig- urð Jón, kona hans er Jóna Berg Garðarsdóttir og er heimili þeirra á Dal- vík og Gunnar Lúð- vík, hans kona er Svanfríður Halldórs- dóttir og búa þau í Hlíð í Ólafsfirði. Þá tóku þau María og Jóhann að sér Jó- hönnu Lovísu Stef- ánsdóttur er hún var tæplega ársgömul og ólst hún upp hjá þeim hjónum. Jó- hanna er búsett í Reykjavík. Barna- börn Maríu eru 16 og langömmubörnin eru 28 talsins. María og Jóhann bjuggu í Hlíð í 34 ár, frá 1933 til 1967, en þá fluttu þau að Vesturgötu 1 í Ólafs- firði. Síðustu æviárin dvaldi María á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði. Útför Maríu fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Nú þegar þú ert farin frá okkur viljum við minnast þín með nokkrum orðum. Minningarnar eru margar, þú varst stór hluti af lífi okkar. Það var gott að koma í Vesturgötuna, inni var verulega góður ylur og við fengum alltaf eitthvað gott í svang- inn. Þú gerðir besta steikta fiskinn í öllum heiminum og aðrar eins lumm- ur hafa hvergi verið bakaðar. Þið afi kennduð okkur að spila og oft var setið lengi við Blindtrú, Kas- ínu, Veiðimann eða Ólsen Ólsen. Það var eins og tíminn stæði í stað um leið og komið var inn úr dyrunum. Þar var aldrei neinn seinn og alltaf tími til að gera allt. Stundum lastu fyrir okkur upp úr bókum eða sagðir okkur sögur, oft þínar eigin og minn- isstæðust þeirra allra er sagan af Haga-Lalla. Sérstakar voru stund- irnar þegar við drógum Mannakorn úr dósinni á ofninum bak við hurðina í litla herberginu og þú last fyrir okkur upp úr Biblíunni versin sem við höfðum dregið og útskýrðir merkingu þeirra. Baðkarið þitt hafði einstakt að- dráttarafl á okkar yngri árum. Eitt af því besta sem við vissum var að fara til afa og ömmu í bað. Ekki bara venjulegt bað, heldur „furunála- sápukúlu-freyðibaðið“ hennar ömmu, en þar mátti gusa og skvetta í allar áttir og við ilmuðum eins og jólatré að baðinu loknu. Skápurinn á ganginum í Vestur- götunni var okkar ævintýrahöll. Þar eyddum við heilu dögunum í orrust- ur við skrímslið (ryksuguna), mátun á gömlum fötum og „endurskipu- lagningu“ á dótinu þínu. Og talandi um skápa þá var hveitiskápurinn í eldhúsinu mjög heillandi því hann geymdi gula rúsínubaukinn með blómunum á. Þú lagðir ríka áherslu á að við stæðum okkur vel í skólanum og fylgdist náið með því sem við vorum að gera hverju sinni. Það lá því bein- ast við að sýna þér manna fyrst ein- kunnablöðin þegar við fengum þau í hendurnar. Elsku amma, þú vissir líka hluti sem enginn annar vissi, þú réðir draumana okkar og last í bolla og ráðleggingum þínum gátum við allt- af treyst. Þú hefur gefið okkur ómet- anlegt veganesti sem endast mun okkur allt lífið. Systurnar í Hlíð, Hulda, Heiða og Jóhanna María. Mig langar til að minnast ömmu Mæu í nokkrum orðum, eins og ég man hana. Ég var aðeins á fimmta árinu þegar við fjölskyldan fluttumst frá Ólafsfirði til Grindavíkur og man, eðlilega, fremur lítið fram að þeim tíma. Þrjú og hálft ár liðu þar til við fluttum aftur norður og settumst að í Svarfaðardalnum. Það var mikil gleði fyrir alla fjölskylduna því þá varð svo ósköp auðvelt að skreppa út fyrir Múlann að heimsækja ætt- ingjana þar. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni fyrir okkur systkinin að fara til ömmu og afa í Vesturgöt- unni því þangað var yndislegt að koma. Og það var ekki bara ísinn eða annað tilfallandi góðgæti sem gerði það að verkum, heldur sú hlýja og at- hygli sem við nutum hjá ömmu og afa. Þau höfðu alltaf tíma til að tala við okkur börnin, spyrja um áhuga- málin og þá hluti sem okkur fannst skipta máli. Einnig átti afi það til að bregða á leik með okkur og það var nú ekki ónýtt. Einhver sumur man ég eftir því að við systkinin fengum að dvelja, eitt í einu, hjá afa og ömmu í 2–3 daga. Þetta eru mér ógleyman- legir dagar. Að eiga athygli þeirra óskipta og geta spjallað í ró og næði. Það var sko allt annað að hjálpa ömmu í eldhúsinu en að sinna sömu verkum heima fyrir. Eða að hjálpa afa að laga grindverkið á blómagarð- inum. En allra best var friðurinn og næðið, að geta bara legið í sófanum með bók eða hlustað á ,,Dúmbó og Steina“ á plötuspilaranum. Árin liðu og kynslóð barna- barnanna varð fullorðin. Flestir stofnuðu fjölskyldur og urðu upp- teknir við brauðstritið hver í sínu lagi. Þeir sem áður höfðu hist reglu- lega heima hjá ömmu og afa sáust kannski ekki svo árum skipti. En alltaf frétti maður af fólkinu hjá ömmu. Þegar afi dó (nokkuð skyndi- lega, haustið 1987) dimmdi mikið yfir ömmu. Veturinn sem í hönd fór var henni mjög erfiður og fyrstu árin á eftir. Ég bjó í Reykjavík á þessum tíma og samskipti mín við ömmu voru að mestu í gegnum síma og það var dapurlegt í henni hljóðið. En eins og oft bæði áður og síðar rétti amma úr kútnum og það birti aftur. Sí- stækkandi hópur langömmubarna sem og athafnir og fyrirtektir af- komendanna voru yfrið nóg að fylgj- ast með. Og alltaf gat maður gengið að fréttunum vísum hjá ömmu því hún fylgdist vel með hvað var að ger- ast hjá hverjum og einum. Hún hélt vandlega skrá yfir fjölda afkomenda og var afar stolt af hópnum sínum. Hlýja hennar, mildi og umhyggja gerðu það að verkum að eftirsókn- arvert var að heimsækja hana. Alltaf mætti manni glaðlega brosið hennar, faðmurinn útbreiddur og orð eitt- hvað á þessa leið „mikið er nú gaman að sjá ykkur“. Ófá eru þau handtökin hennar við að prjóna leista, vettlinga eða hvaðeina annað til að hlýja litlum fótum og höndum ömmu- og lang- ömmubarna. Og hlýja þessara hluta var ekki bara ullinni að þakka heldur líka þeim hug sem að baki bjó. Á síð- ari árum fór skrokkurinn að gera henni skráveifur og ýmislegt varð undan að láta sem kannski er við að búast þegar þessum aldri er náð. Ég veit líka að þessum skrokki hefur hún ekki hlíft í gegnum tíðina, dug- leg og ósérhlífin sveitakona. Það koma upp í huga minn línur úr kvæði Davíðs Stefánssonar (Konan sem kyndir ofninn minn) sem mér finnst eiga vel við ömmu Mæu: „Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð …“ Hendurnar hennar báru vinnu- seminni vitni svo hnýttar og hnú- skóttar. Kvöldið áður en hún kvaddi stóð ég stutta stund við sjúkrarúmið og hélt í þessar kræklóttu, mildu og góðu hendur. Það kvöld brosti amma ekki. Hún var svo óumræðilega þreytt og mér virtist hún tilbúin að kveðja þennan heim. Tárin sem ég græt eru aðeins merki um mína eig- ingirni, söknuðinn yfir að fá ekki að hafa hana til staðar sem hefur alltaf verið hluti af minni tilveru. Ég veit að ég þarf ekki að gráta hennar vegna því ég trúi að guð og afi hafi tekið fagnandi á móti henni og að hún hvíli sæl hjá þeim. Blessuð sé minning ömmu Mæu. Rósa María Sigurðardóttir. Elsku Mæa. Orðin ein fá ei þakkað þér fyrir all- ar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Þið Jói tókuð mér opnum örmum þegar ég kom inn í fjölskyld- una fyrir hartnær tveimur áratug- um, sem tengdasonur Gunnars Lúð- víks sonar þíns og Svanfríðar í Hlíð, og líf okkar allra sem nutum þeirra forréttinda að umgangast þig og elska varð ríkara og heilla af þeim samvistum. Börnin okkar Huldu, langömmubörnin þín, Gunnar Lúð- vík og María Dögg, áttu alltaf vísan stað hjá þér og söknuður þeirra er mikill líkt og okkar allra. Sjáumst síðar og kysstu Jóa frá mér. Haraldur Dean. MARÍA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.