Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gyða Hjálmars-dóttir fæddist að Mánaskál í A.-Húna- vatnssýslu 3. sept- ember 1913. Hún lést á Garðvangi í Garði 30. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anna Guðmunds- dóttir, f. 24.8. 1884, d. 13.1. 1964, og Hjálmar Þorsteins- son, f. 5.9. 1886, d. 20.5. 1982 frá Hofi á Kjalarnesi. Systkini Gyðu voru 12 og eru tvær systur eftirlifandi, Auður, f. 1914 og Ása, f. 1924. Gyða giftist 25.12. 1934 Kristni J. Guðjónssyni, f. 10.6. 1912, d. 3. 6. 1982. Börn þeirra eru: Erla, f. 24.10. 1931, Hjálmar, f. 1.1. 1933, Þórir, f. 19.11. 1934, Hlöð- ver, f. 12.6. 1938, Högni, f. 26.7. 1939, Guðjón, f. 25. 5. 1943, Hulda, f. 18.6. 1947, Sverrir, f. 4.12. 1949, d. 27.3. 1972, Sæunn, f. 11.6. 1953 og Garð- ar, f. 6.2. 1955, d. 7.4. 1971. Barna- börnin eru 26, tvö þeirra eru látin, langömmubörnin eru 47, eitt er látið og langa- langömmubörnin eru 2. Útför Gyðu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Gyða amma hefur kvatt okkur. Minningar mínar um hana eru að- allega tengdar þeim tíma er amma og afi bjuggu á Grund í Höfnum. Amma ólst upp í stórum systkina- hópi og ól sjálf tíu börn. Hún var því vön að hafa margt fólk í kringum sig. Oft var gestkvæmt í stóra eldhúsinu hjá ömmu enda notuðu þau stórt borðstofuborð þar svo nægt pláss væri fyrir alla. Það kom í hennar hlut að hafa til matinn og sjá til þess að alltaf væri nóg til. Ég dvaldi mörg sumur hjá afa og ömmu suður í Höfnum. Þetta var sveitin mín. Ekki mikið af dýrum nema hann Snati, fjaran, klettarnir, fiskibátar og svo var það kanasjón- varpið sem var ansi spennandi þá. Það var alltaf gott að vera þar. Hjá þeim var einhver blanda af frjáls- ræði og festu. Á jóladag kom öll fjölskyldan sam- an hjá afa og ömmu í Höfnunum. Það voru ekki jól í huga þeirra nema að hafa allan hópinn þennan dag. Ég á mjög ljúfar minningar frá þessum degi sem einkenndist af ilmi af hangikjöti, kassa af rauðum eplum, kössum af ölflöskum, s.s. appelsíni, malti, sinalco og kóka kóla, samveru með frændfólki og síðast en ekki síst þegar við dönsuðum í kringum jóla- tréð í stofunni. Amma vildi alltaf hafa snyrtilegt í kringum sig og lagði mikið upp úr því að hafa góð rúm og góðar sæng- ur, helst dúnsængur til að sofa með. Sjálf vildi hún alltaf vera vel til höfð. Hér áður saumaði hún talsvert af fatnaði og gerði það afar vel. Ég man eftir rauðu buxnadressi sem hún saumaði á mig eftir nýjustu tísku ár- ið 1970 sem ég átti að nota í mína fyrstu ferð til útlanda. Amma var af- kastamikil handavinnukona. Það eru ófáar útsaumaðar myndir sem til eru eftir hana, allar jafn fallegar. Líf ömmu snérist um fjölskyldu sína og afkomendur. Hún fylgdist vel með öllum hvar sem þeir voru hér á landi eða erlendis, hvað þau voru að starfa og nema. Það var henni mikið áfall þegar hún missti syni sína, Garðar og Sverri sem féllu frá í blóma lífssins. Nú er barátta ömmu lokið. Ég vil þakka henni fyrir allt. Guð veri með Gyðu ömmu. Gyða Þórisdóttir. Amma mín var sterk kona. Það má eiginlega líkja henni við klett í hafinu sem stormurinn fékk ekki haggað. Ég hef heyrt margar sögurnar af henni sem ungri konu með allan barnaskarann og lítil efni, en henni tókst að gera mikið úr litlu. Ég á góðar æskuminningar um ömmu í stóra eldhúsinu í Höfnunum, þar sem amma og afi bjuggu hluta af ævinni og þangað fórum við alltaf á jóladag þar sem stórfjölskyldan safnaðist saman og borðaði hangi- kjöt, síðan var dansað í kringum jóla- tréð. Hún var mikil handavinnukona. Alltaf sá maður hana með eitthvað í höndunum enda listakona á því sviði. Á veggjunum hjá afkomendum hennar má sjá fallegar myndir eftir hana. Svo hafði ég gaman af því hvað hún vildi alltaf vera fín, með vel lagt hárið og vel snyrt. Síðast þegar ég sá hana þá átti hún 90 ára afmæli og gleðin skein úr augum hennar því að þá rættist hennar ósk um að fá að sjá þennan stóra hóp afkomenda sinna. Ég sé hana þannig fyrir mér, fal- lega konu þrátt fyrir aldur, með fal- legu gullfestina sína sem afi gaf henni. Nú er þessi hetja farin frá okkur á betri stað og mér þykir gott til þess að hugsa að nú hefur hún fengið að hitta afa og syni sína Garðar og Sverri sem dóu á besta aldri. Guð geymi þig, elsku amma. Gerður. Nú er hún elsku amma Gyða búin að kveðja og eftir sitjum við og látum hugann reika til fortíðar, þegar við fórum reglulega til ömmu og afa í Höfnunum og síðar á Hringbrautina í Keflavík, þangað streymdu ætt- ingjarnir ávallt um helgar og á öðr- um hátíðisdögum og var glatt á hjalla og uppdekkað borð og tilheyr- andi. Þetta breyttist ekki fyrr en amma fór á Hlévang og þaðan á Garðvang. Hún spilaði oft vist við vini sína á Hlévangi og hafði gaman af, einnig var hún ávallt að sauma út fallegar myndir og erum við systurn- ar mjög þakklátar fyrir að hafa feng- ið mynd eftir hana til minningar. Ömmu fannst fátt mikilvægara en að fjölskyldan hittist reglulega og sá til þess ef hún átti þess kost, síðast þeg- ar hún hélt veglega upp á 90 ára af- mælið sitt í Sjávarperlunni þann 3. september síðastliðinn. Allt fram til síðasta dags fylgdist hún með af áhuga, öllu því sem var að gerast hjá börnum og barnabörnum, og var ávallt þakklát ef hún gat tekið þátt í því. Amma var ekki hrædd við að deyja og fannst okkur stundum skrítið hvað hún gat talað um það eins og ekkert væri, því hún var svo viss um hvað tæki við og gat vart beðið eftir að faðma drengina sína tvo sem dóu svo ungir og afa og alla hina ættingjana. Við minnumst hennar með þakklæti fyrir þá um- hyggju og hlýju sem hún hefur um- vafið okkur og fjölskyldur okkar í gegn um tíðina, og teljum víst að hún hafi fengið góðar móttökur í nýjum heimkynnum. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Kveðja Helga Margrét og Kristín Mikaelína Hreinsdætur. Elsku amma, þegar þetta er skrif- að er nýtt ár hafið og nýtt tímabil, tímabil þar sem þú ert ekki lengur á meðal okkar afkomenda og viljum við minnast þín í fáeinum orðum. Við eigum margar góðar minning- ar af þér og minnumst við helst hve góð þú varst við okkur. Þú tókst alltaf svo vel a móti okkur þegar við komum í heimsókn út í Hafnir og síðar á Hringbrautina þar sem þú og afi áttuð svo falleg og hlý- leg heimili. Alltaf fengum við góðar veitingar þar á meðal súkkulaðikök- una þína sem alltaf sló í gegn og ekki var það verra þegar við fengum að gista líka. Það voru ófáar stundinar sem við áttum saman í sófanum hjá þér á meðan þú prjónaðir og sagðir okkur sögur sem við fengum aldrei leiða á. Varst þú mikil handavinnukona og eigum við öll fallega muni eftir þig sem okkur þykir mjög vænt um og munu varðveitast sem minning um þig. Vitum við að afi og drengirnir þín- ir tveir munu taka vel a móti þér. Viljum við votta öllum vinum og vandamönnum okkar samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Garðar, Ásta Björg, Rakel, Kristinn og Anna Sveinborg. GYÐA HJÁLMARSDÓTTIR ✝ Hjörleifur Gísla-son fæddist í Langagerði í Hvol- hreppi, Rang., 16. apríl 1913. Hann lést á heimili sínu á Hvolsvelli 27. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 15.3. 1878, d. 3.7. 1961, og Gísli Gunnarsson, f. 1.11. 1868, d. 14.2. 1954. Systkini Hjör- leifs eru öll látin en þau voru Jón Alex- ander, Halldór, Júlía, Aðalheið- ur, Ingibjörg, Guðrún Ingibjörg og Ingólfur. Uppeldissystkin eru Ingibjörg Sveinsdóttir, látin, Hulda Sigurlásdóttir og Baldur Sigurlásson, látinn. Hjörleifur kvæntist 6.1. 1935 Ragnheiði Ágústu Túbals, f. 13.12. 1907, d. 17.2. 2001. For- eldrar hennar voru hjónin Guð- björg Aðalheiður Þorleifsdóttir, f. 27.7. 1870, d. 1958, og Karl Túbal Magnússon, f. 30.12. 1867, d. 1946. Börn Hjörleifs og Ágústu eru: 1) Guðbjörg Kar- lotta, f. 23.8. 1940, maki Hörður Björgvinsson, f. 25.6. 1940. Börn þeirra eru Hjörleifur, f. 27.6. 1961, maki Þórunn Alexand- ersdóttir, f. 21.2. 1963, þau eiga þrjú börn, og Ragnheiður Björg, f. 10.5. 1964, maki Ásgeir Arnar Jónsson, f. 23.4. 1964, þau eiga tvær dætur. 2) Júlí Heið- ar, f. 21.2. 1942, maki Auður Helga Jónsdóttir, f. 5.7. 1940. Dætur þeirra eru: Margrét, f. 22.2. 1964, maki Andrés Guðbjörn Kolbeinsson, f. 22.7. 1960, og eiga þau tvö börn; Anna Berglind, f. 27.8. 1968, maki Halldór Kristinn Viðarsson, f. 19.4. 1965, og eiga þau tvo syni. Þá átti Júlí fyrir dótturina Guðbjörgu, f. 23.11. 1961, sem ólst upp hjá þeim Hjörleifi og Ágústu. Maki hennar er Kristinn Jónsson, f. 2.4. 1960, og eiga þau fimm börn. Móðir Guðbjargar er Sig- ríður Konráðsdóttir, f. 20.2. 1937. Hjörleifur og Ágústa áttu sitt fyrsta heimili í Vestmannaeyj- um, en 1937 hefja þau búskap á Búðarhóli í Landeyjum. Árið 1946 flytjast þau í Fljótshlíðina, að Efri-Þverá og til Þorlákshafn- ar 1960, þar sem Hjörleifur stundaði sjómennsku og fleiri störf. 1985 flytja þau á dvalar- heimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Útför Hjörleifs fer fram frá Breiðabólstað í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á hátindi jólahátíðarinnar hófst undirbúningur tengdaföður míns að sinni hinstu för, sem hann að vísu taldi sig sjálfur löngu ferðbúinn til. Á jóladag var ljóst að hverju stefndi og kveðjustundin rann upp þriðja dag jóla, langri ævi lokið. Hjörleifur Gíslason var fæddur og uppalinn í Langagerði í Hvol- hreppi, næstyngstur barna þeirra mætu hjóna Guðrúnar Halldórs- dóttur og Gísla Gunnarssonar, sem þar bjuggu. Eins og önnur börn þess tíma fór hann fljótt að taka til hendinni og hjálpa til við bústörfin, eftir því sem aldur og kraftar leyfðu. Síðar var hann í vinnu- mennsku á ýmsum stöðum og var eftirsóttuur til allra starfa fyrir dugnað og ósérhlífni. Alla sína starfsævi var það hans háttur að geyma ekki til morguns það sem gera mátti í dag. Hinn 6. janúar 1935 kvæntist Hjörleifur Ágústu Túbals, frá Múla- koti í Fljótshlíð, og var þeirra fyrsta heimili í Vestmannaeyjum, þar sem hann stundaði sjómennsku, sem honum féll vel, en forlögin ætluðu honum ekki það hlutskipti að sinni. Þau fluttu upp á fasta landið og hófu búskap á Búðarhóli í Landeyjum, þar sem börnin þeirra tvö fæddust. Árið 1946 flytja þau að Efri- Þverá í Fljótshlíð, en þar búa þau til ársins 1960 að þau flytja til Þorláks- hafnar, þar sem kynni okkar hófust. Á þeim tíma var Þorlákshöfn enn ungt samfélag og smátt í sniðum. En þar var vinnan og margir voru sem litu þangað hýru auga í von um góða afkomu. Allir unnu að sama takmarki, að koma sér þaki yfir höf- uðið og samhjálpin var einstök. Að loknum venjulegum vinnudegi var oft farið í steypuvinnu eða annað til að aðstoða náungann við byggingu nýrra húsa, sem launað var með samskonar hjálp þegar á þurfti að halda. Þau Hjörleifur og Ágústa byggðu sér hús á Oddabraut 21 og komu upp fallegum garði, sem ýmsir töldu fráleitt að hægt væri að gera í fok- sandinum í Þorlákshöfn. Hjörleifur tók bílpróf á þessum tíma og eignaðist sinn fyrsta bíl árið 1964, og átti bíl alla tíð eftir það meðan heilsan leyfði. Nú gátu þau hjón látið eftir sér að nýta sumar- leyfin og ferðast um landið sitt, nokkuð sem ekki gafst tækifæri til áður. Síðar áttum við þess kost að fara með þeim í tvö skipti í utanlands- ferðir, sem þau nutu vel og endur- lifðu í myndum sem teknar voru. Hjörleifur vann lengi vel við sjó- mennsku, en síðar í fóðurblöndu SÍS og starfsævi sinni lauk hann sem bryggjuvörður í Þorlákshöfn. Í árslok 1961 tóku þau hjón son- ardóttur sína þá tveggja mánaða gamla og ólu hana upp, sem telja verður nokkuð í lagt hjá manneskj- um á þeirra aldri. Árið 1985 flytja þau hjón á dval- arheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli og voru fyrstu íbúar þar, komin á ný nálægt æskustöðvunum. Sonardótt- irin var orðin búsett í Fljótshlíðinni og hefur það eflaust verið ástæða þess að ákveðið var að á Hvolsvelli yrði þeirra síðasta heimili. Vel- gengni og hagur fjölskyldunnar var þeim alla tíð ofarlega í huga. Allt til hins síðasta fylgdist Hjör- leifur vel með hvernig gengi hjá barnabörnunum, og búskapurinn á Staðarbakka var honum afar hug- leikinn. Oft var tekinn upp síminn til að kanna hvernig gengi með sauðburðinn, eða hvort ekki væri kominn tími til að fara að bera á túnin. Konu sína missti Hjörleifur í árs- byrjun 2001, eftir langvarandi heilsuleysi, en eftir fráfall hennar var sem hann missti allan þrótt og lífsvilja. Sérstakar þakkir skulu starfs- fólki á Kirkjuhvoli færðar fyrir góða umönnun þeirra Ágústu og Hjör- leifs sem gekk að ýmsu leyti lengra en aðstæður heimilisins leyfðu. Að leiðarlokum vil eg þakka tengdaföður mínum góða viðkynn- ingu á 43 ára samleið og bið góðan Guð að blessa minningu hans um ókomin ár Hörður. Afi minn hefur núna fengið hvíld- ina sem hann var búinn að bíða eft- ir. Brosið, glettnin, hlýjan, iðjusem- in, hláturinn, tóbakslyktin, vasa- hnífurinn, smáflöskur, dugnaður- inn, stoltið, kókglasið, góðsemin, bílferðir, spilin, músahræðslan, gjafsemin, birtan, öryggið. Þetta ásamt svo mörgu öðru geymi ég í hjarta mínu sem minningu um góð- an og traustan mann, afa minn. Það er svo mikið sem kemur upp í hugann, eins og þegar hann var að kenna mér að leggja kapal og þegar maður var kominn í strand og þurfti að forfæra spilin til að geta haldið áfram þá sagði afi að þetta væri ekki að svindla, afar svindla ekki, heldur væri maður að bjarga sér. Afi var ekki mikið hrifinn af mús- um. Þegar við áttum að fara að ná í kartöflur út í kartöflukofa þá rölti hann með manni út að kofanum og sendi mann inn til að ná í poka á meðan hann stóð vörð fyrir utan. Margar nætur gisti ég hjá afa og ömmu í hjólhýsinu þeirra sem stóð í landi Múlakots. Það var alltaf mikið ævintýri að koma þangað. Einnig man ég eftir þegar ég fór með afa í heimsóknir til vina hans eins og til Uppsalabræðra, Sigga á Sámstöð- um, Sigursteins í Múlakoti, Reynis, Inga í Strýtu ofl. Stundum fannst mér afi eiga skrítna vini en þeir voru allir svo skemmtilegir og það var alltaf svo gaman að fara með afa. Hann átti marga góða vini sem honum þótti vænt um. Þegar ég var orðin eldri þá var ég í sumarvinnu á Kirkjuhvoli þar sem afi og amma bjuggu síðustu æviár- in. Þegar ég var í pásum þá var gott að geta skotist inn til afa og ömmu og fá sér kókglas og kjafta við afa. Það var alltaf svo gott að vera í kringum afa, það var svo mikið ör- yggi og hlýja sem einkenndi um- hverfið að ógleymdri glettninni sem hann var laginn við að bæta inn í. Hann stóð alltaf með manni, maður átti hann alltaf að og ég veit að ég mun áfram eiga hann að þótt hann sé núna kominn á annan stað. Ég hef alltaf fundið fyrir miklu stolti af því að fá að bera bæði nafn afa míns og ömmu minnar, og ég vona að ég eigi alltaf eftir að bera það með sóma. Afi var hjá okkur síðasta aðfanga- dagskvöld og ég er mikið þakklát að hafa fengið að njóta þessarar stund- ar með honum. Hann var eins og hann var vanur að vera, leit svo vel út, svo fallegur og hamingjusamur að sjá. Það virkilega geislaði af hon- um. Þannig mun ég muna eftir hon- um, besta vini mínum. Ég veit að núna er afi kominn til ömmu og allra vina sinna og bræðra sem hann hefur þurft að horfa á eft- ir einum af öðrum. Líklegt finnst mér að hann og amma séu komin í eitthvert ferðalag að skoða náttúr- una eins og þeim fannst alltaf svo skemmtilegt. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn, og hvíldu í friði. Ágústa Hjördís Kristinsdóttir. HJÖRLEIFUR GÍSLASON  Fleiri minningargreinar um Hjörleif Gíslason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.