Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 65 Fjarnám allt árið Skráning í fjarnám lýkur sunnudaginn 11. janúar www.fa.is Skólameistari Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudag SKÁKÞING Reykjavíkur 2004 hefst sunnudaginn 11. janúar kl. 14. Að venju verða tefldar 11 umferðir eftir hefðbundnu svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á 30 leiki + ½ klst. til að ljúka skákinni. Umferðir verða á miðvikudögum og föstudög- um kl. 19 og á sunnudögum kl. 14. Verðlaun í aðalkeppninni verða kr. 60.000, kr. 35.000 og kr. 20.000. Verðlaun fyrir bestan árangur skák- manna undir 2.000 Elo-stigum verða kr. 15.000, kr. 10.000 og kr. 5.000. Þátttökugjald verður kr. 3.500 fyrir 16 ára og eldri og kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri. Dagskrá mótsins: 1. umf. sunnud. 11. jan. kl. 14–18 2. umf. miðvd. 14. jan. kl. 19–23 3. umf. föstud. 16. jan. kl. 19–23 4. umf. sunnud. 18. jan. kl. 14–18 5. umf. miðvikud. 21. jan. kl. 19–23 6. umf. föstud. 23. jan. kl. 19–23 7. umf. sunnud. 25. jan. kl. 14–18 8. umf. miðvikud. 28. jan. kl. 19–23 9. umf. föstud. 30. jan. kl. 19–23 10. umf. sunnud. 1. febr. kl. 14–18 11. umf. miðvikud. 4. feb. kl. 19–23 Þátttakendur geta skráð sig á heimasíðu TR, www.skaknet.is, og í síma 896 3969. Fyrirlestur um breyttan lífsstíl Guðni Gunnarsson frá Los Angeles heldur fyrirlestur um breyttan lífs- stíl í dag, laugardaginn 10. janúar kl. 14 í húsnæði World Class í Laug- ardal. Hann hefur þróað nýtt hug- og heilsuræktarkerfi, sem kallast Ropeyoga og hefur nýverið verið markaðssett hérlendis. Ropeyoga kerfið hefur einnig verið markaðs- sett í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem það hefur verið í þróun í 13 ár, segir í fréttatilkynningu. Námskeið í notkun þess hefjast í næstu viku í World Class. Fyrirlest- urinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Í DAG LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.45. Þar rákust saman rauð Chrysler- fólksbifreið og grá Toyota-fólksbif- reið. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna. Þeir sem geta gefið upplýsingar um stöðu þeirra eru beðnir að hafa samband við lög- regluna. Lýst eftir vitnum NÝ útgáfa af Subaru Legacy verð- ur sýnd hjá umboðinu, Ingvari Helgasyni, um helgina. Nýja gerð- in ber ýmis merki fyrstu Legacy bílanna sem komu á markað árið 1989 en hefur samt sem áður nýtt og sportlegt útlit, segir m.a. í frétt frá umboðinu. Bíllinn verður sýndur í dag, laugardag og á morgun kl. 12 til 16 í húsakynnum Ingvars Helga- sonar við Sævarhöfða í Reykjavík. Í fréttinni segir einnig að breiðara sé og lengra milli hjóla í hinum nýja Legacy og að lögð hafi verið áhersla á léttari bíl og sparneytn- ari. Nýr Legacy sýndur um helgina Henryk Broder í Goethe-Zentrum þriðjudaginn 13. janúar, kl. 20, í húsi Máls og menningar, Laugavegi 18. Blaðamaðurinn, rithöfundurinn og Íslandsvinurinn Henryk Broder rabbar við Hjálmar Sveinsson fréttamann um Þýskaland, Evrópu og heiminn í dag. Spjallið fer fram á þýsku. Broder skrifar reglulega í dagblöð og tímarit og í ritgerðum sínum og bókum fjallar hann um þýskt sam- félag, einkum stjórnmál og menn- ingarmál. Hægt er að kynna sér Broder nánar á netinu: www.hen- ryk-broder.com Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins og Skaginn hf. bjóða til kynn- ingarfunda á niðurstöðum úr rann- sóknarverkefninu „Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka„ þriðjudaginn 13. janúar á Hótel KEA, Akureyri og miðvikudaginn 14. janúar í Sjávarútvegshúsinu í Reykjavík kl. kl. 13–15 báða dagana. Erindi halda: Sigurður Guðni Sig- urðsson framkvæmdastjóri Skagans hf., Emilía Martinsdóttir, deild- arstjóri á Rf., Þorvaldur Þórodds- son, sjávarútvegsfræðingur á Rf., Einar Brandsson Skaginn hf. og Einar Víglundsson framleiðslustjóri Tanga hf. Vopnafirði. Fyrirlestur á vegum Mannfræði- félags Íslands verður haldinn í húsakynnum Reykjavíkur Akademí- unnar að Hringbraut 121. 4. hæð þriðjudagskvöldið 13. janúar kl. 20. Á NÆSTUNNI Broddi Sigurðarson upplýsinga- fulltrúi í Alþjóðahúsi flytur erindi sem hann kallar Átökin á Norður- Írlandi. Broddi er með MA próf í mannfræði frá Manchester Univers- ity á Englandi, hann bjó í Belfast í fjögur ár og skrifaði mastersritgerð sína um átökin milli stríðandi afla á Norður-Írlandi. Þingmenn Vinstri grænna á ferð um Suðurkjördæmi Dagana 12. – 14. janúar verða þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs á ferð um uppsveitir Árnessýslu og hluta Rangárvallasýslu, hitta sveit- arstjórnarfólk, heimsækja stofnanir og fyrirtæki og bjóða upp á opna fundi. Mánudaginn 12. janúar verða þeir á ferðinni um Laugarvatn, Reykholt og Árnes þar sem verður opinn fundur kl. 20.30. Þriðjudaginn 13. janúar heimsækja þeir Flúðir og Hvolsvöll og efna til almenns fundar á Kaffi Langbrók í Fljótshlíðinni kl. 20. Miðvikudaginn 14. janúar heim- sækja þeir fólk og fyrirtæki á Hellu. KHI 1978 - Skakkir stigar, skil- vindur og skóslit B.Ed. kandídatar frá Kennaraháskóla Íslands 1978 koma saman á 2. hæð í Kaffi Reykja- vík föstudaginn 16. janúar í tilefni aldarfjórðungsútskriftarafmælis á árinu sem leið. Hátíðarræða, tónlist, gamanmál, bundið mál, skólamál o.fl. Tvírétta matseðill. Þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi tilkynni á eitthvert eft- irtalinna netfanga eigi síðar en 14. janúar: eirikur.hermannsson- @reykjanesbaer.is, gudbjorg@khi.- is, lilja@khi.is, meyvant@khi.is, saeli@ismennt.is. Aðrir mæti kl. 20.30. BÍLASALAN Hraun hefur afhent Ragnari og Ásgeiri í Grundarfirði tvær nýjar gámagrindur frá Flieghl sem eru sérstaklega smíðaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Í framleiðslulínu þeirra eru með- al annars vélavagnar, sturtuvagn- ar, malarvagnar og ýmis tæki tengd landbúnaði. Á myndinni eru Rafn A. Guðjónsson frá bílasölunni Hraun og Ásgeir Ragnarsson frá Ragnari og Ásgeiri. Afhentu nýjar gámagrindur Meira en 5000 ára saga... Orka - Lækningar - Heimspeki Hóptímar — einkatímar Kennarinn er prófessor í Wu Shu Art Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Hugræn teygjuleikfimi Hugræn teygjuleikfimi frá Kína er blanda af nútíma leikfimi og hefð- bundinni kínverskri leikfimi sem á sér aldagamla sögu. Hún eflir bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hún einkennist af afslöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga. Tai Chi fyrir byrjendur og lengra komna Eykur einbeitingu og jafnvægi - styrkir, sjálfsvörn... Kung Fu . Fyrir börn, unglinga og fullorðna Kynning í dag MALARFLUTNINGABÍLL valt rétt norðan við Fellabæ skömmu fyrir hádegið í gær. Ekki er vitað um meiðsl eða skemmdir á bílnum en ökumað- urinn fór á Heilbrigðisstofnun Austurlands til nánari skoðunar. Að sögn Sigurþórs Sigurðarson- ar, framkvæmdastjóra Malar- vinnslunnar, er algert neyðar- ástand vegna hálku á vegum á Austurlandi. Þetta hægir mjög á framkvæmdum sem eru í gangi víða á Héraði og hætt var að keyra á þungum bílum í Kára- hnjúka í gær vegna hálkunnar. Loftpúði undir malarflutn- ingabílnum sprakk við Urriða- vatnsendann og ætlaði bílstjór- inn að reyna að aka bílnum yfir í Egilsstaði til viðgerðar. Við Vegagerðarhúsið fóru að hringja viðvörunarbjöllur vegna loftleysisins. Bílstjórinn stöðv- aði vegna þessa, en þá skipti engum togum að bíllinn rann viðstöðulaust út á hlið niður fyr- ir veginn og valt þar á hliðina. Á annan tug manna hefur leit- að læknis á Egilsstöðum vegna þess að það hefur dottið í hálk- unni. Að sögn Péturs Heimis- sonar, læknis á Heilbrigðis- stofnun Austurlands, hafa sem betur fer fáir hlotið alvarleg meiðsli. Neyðar- ástand vegna hálku Malarvinnslan á Austurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.