Morgunblaðið - 10.01.2004, Page 65

Morgunblaðið - 10.01.2004, Page 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 65 Fjarnám allt árið Skráning í fjarnám lýkur sunnudaginn 11. janúar www.fa.is Skólameistari Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudag SKÁKÞING Reykjavíkur 2004 hefst sunnudaginn 11. janúar kl. 14. Að venju verða tefldar 11 umferðir eftir hefðbundnu svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á 30 leiki + ½ klst. til að ljúka skákinni. Umferðir verða á miðvikudögum og föstudög- um kl. 19 og á sunnudögum kl. 14. Verðlaun í aðalkeppninni verða kr. 60.000, kr. 35.000 og kr. 20.000. Verðlaun fyrir bestan árangur skák- manna undir 2.000 Elo-stigum verða kr. 15.000, kr. 10.000 og kr. 5.000. Þátttökugjald verður kr. 3.500 fyrir 16 ára og eldri og kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri. Dagskrá mótsins: 1. umf. sunnud. 11. jan. kl. 14–18 2. umf. miðvd. 14. jan. kl. 19–23 3. umf. föstud. 16. jan. kl. 19–23 4. umf. sunnud. 18. jan. kl. 14–18 5. umf. miðvikud. 21. jan. kl. 19–23 6. umf. föstud. 23. jan. kl. 19–23 7. umf. sunnud. 25. jan. kl. 14–18 8. umf. miðvikud. 28. jan. kl. 19–23 9. umf. föstud. 30. jan. kl. 19–23 10. umf. sunnud. 1. febr. kl. 14–18 11. umf. miðvikud. 4. feb. kl. 19–23 Þátttakendur geta skráð sig á heimasíðu TR, www.skaknet.is, og í síma 896 3969. Fyrirlestur um breyttan lífsstíl Guðni Gunnarsson frá Los Angeles heldur fyrirlestur um breyttan lífs- stíl í dag, laugardaginn 10. janúar kl. 14 í húsnæði World Class í Laug- ardal. Hann hefur þróað nýtt hug- og heilsuræktarkerfi, sem kallast Ropeyoga og hefur nýverið verið markaðssett hérlendis. Ropeyoga kerfið hefur einnig verið markaðs- sett í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem það hefur verið í þróun í 13 ár, segir í fréttatilkynningu. Námskeið í notkun þess hefjast í næstu viku í World Class. Fyrirlest- urinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Í DAG LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.45. Þar rákust saman rauð Chrysler- fólksbifreið og grá Toyota-fólksbif- reið. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna. Þeir sem geta gefið upplýsingar um stöðu þeirra eru beðnir að hafa samband við lög- regluna. Lýst eftir vitnum NÝ útgáfa af Subaru Legacy verð- ur sýnd hjá umboðinu, Ingvari Helgasyni, um helgina. Nýja gerð- in ber ýmis merki fyrstu Legacy bílanna sem komu á markað árið 1989 en hefur samt sem áður nýtt og sportlegt útlit, segir m.a. í frétt frá umboðinu. Bíllinn verður sýndur í dag, laugardag og á morgun kl. 12 til 16 í húsakynnum Ingvars Helga- sonar við Sævarhöfða í Reykjavík. Í fréttinni segir einnig að breiðara sé og lengra milli hjóla í hinum nýja Legacy og að lögð hafi verið áhersla á léttari bíl og sparneytn- ari. Nýr Legacy sýndur um helgina Henryk Broder í Goethe-Zentrum þriðjudaginn 13. janúar, kl. 20, í húsi Máls og menningar, Laugavegi 18. Blaðamaðurinn, rithöfundurinn og Íslandsvinurinn Henryk Broder rabbar við Hjálmar Sveinsson fréttamann um Þýskaland, Evrópu og heiminn í dag. Spjallið fer fram á þýsku. Broder skrifar reglulega í dagblöð og tímarit og í ritgerðum sínum og bókum fjallar hann um þýskt sam- félag, einkum stjórnmál og menn- ingarmál. Hægt er að kynna sér Broder nánar á netinu: www.hen- ryk-broder.com Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins og Skaginn hf. bjóða til kynn- ingarfunda á niðurstöðum úr rann- sóknarverkefninu „Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka„ þriðjudaginn 13. janúar á Hótel KEA, Akureyri og miðvikudaginn 14. janúar í Sjávarútvegshúsinu í Reykjavík kl. kl. 13–15 báða dagana. Erindi halda: Sigurður Guðni Sig- urðsson framkvæmdastjóri Skagans hf., Emilía Martinsdóttir, deild- arstjóri á Rf., Þorvaldur Þórodds- son, sjávarútvegsfræðingur á Rf., Einar Brandsson Skaginn hf. og Einar Víglundsson framleiðslustjóri Tanga hf. Vopnafirði. Fyrirlestur á vegum Mannfræði- félags Íslands verður haldinn í húsakynnum Reykjavíkur Akademí- unnar að Hringbraut 121. 4. hæð þriðjudagskvöldið 13. janúar kl. 20. Á NÆSTUNNI Broddi Sigurðarson upplýsinga- fulltrúi í Alþjóðahúsi flytur erindi sem hann kallar Átökin á Norður- Írlandi. Broddi er með MA próf í mannfræði frá Manchester Univers- ity á Englandi, hann bjó í Belfast í fjögur ár og skrifaði mastersritgerð sína um átökin milli stríðandi afla á Norður-Írlandi. Þingmenn Vinstri grænna á ferð um Suðurkjördæmi Dagana 12. – 14. janúar verða þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs á ferð um uppsveitir Árnessýslu og hluta Rangárvallasýslu, hitta sveit- arstjórnarfólk, heimsækja stofnanir og fyrirtæki og bjóða upp á opna fundi. Mánudaginn 12. janúar verða þeir á ferðinni um Laugarvatn, Reykholt og Árnes þar sem verður opinn fundur kl. 20.30. Þriðjudaginn 13. janúar heimsækja þeir Flúðir og Hvolsvöll og efna til almenns fundar á Kaffi Langbrók í Fljótshlíðinni kl. 20. Miðvikudaginn 14. janúar heim- sækja þeir fólk og fyrirtæki á Hellu. KHI 1978 - Skakkir stigar, skil- vindur og skóslit B.Ed. kandídatar frá Kennaraháskóla Íslands 1978 koma saman á 2. hæð í Kaffi Reykja- vík föstudaginn 16. janúar í tilefni aldarfjórðungsútskriftarafmælis á árinu sem leið. Hátíðarræða, tónlist, gamanmál, bundið mál, skólamál o.fl. Tvírétta matseðill. Þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi tilkynni á eitthvert eft- irtalinna netfanga eigi síðar en 14. janúar: eirikur.hermannsson- @reykjanesbaer.is, gudbjorg@khi.- is, lilja@khi.is, meyvant@khi.is, saeli@ismennt.is. Aðrir mæti kl. 20.30. BÍLASALAN Hraun hefur afhent Ragnari og Ásgeiri í Grundarfirði tvær nýjar gámagrindur frá Flieghl sem eru sérstaklega smíðaðar eftir óskum viðskiptavinarins. Í framleiðslulínu þeirra eru með- al annars vélavagnar, sturtuvagn- ar, malarvagnar og ýmis tæki tengd landbúnaði. Á myndinni eru Rafn A. Guðjónsson frá bílasölunni Hraun og Ásgeir Ragnarsson frá Ragnari og Ásgeiri. Afhentu nýjar gámagrindur Meira en 5000 ára saga... Orka - Lækningar - Heimspeki Hóptímar — einkatímar Kennarinn er prófessor í Wu Shu Art Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Hugræn teygjuleikfimi Hugræn teygjuleikfimi frá Kína er blanda af nútíma leikfimi og hefð- bundinni kínverskri leikfimi sem á sér aldagamla sögu. Hún eflir bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði. Hún einkennist af afslöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga. Tai Chi fyrir byrjendur og lengra komna Eykur einbeitingu og jafnvægi - styrkir, sjálfsvörn... Kung Fu . Fyrir börn, unglinga og fullorðna Kynning í dag MALARFLUTNINGABÍLL valt rétt norðan við Fellabæ skömmu fyrir hádegið í gær. Ekki er vitað um meiðsl eða skemmdir á bílnum en ökumað- urinn fór á Heilbrigðisstofnun Austurlands til nánari skoðunar. Að sögn Sigurþórs Sigurðarson- ar, framkvæmdastjóra Malar- vinnslunnar, er algert neyðar- ástand vegna hálku á vegum á Austurlandi. Þetta hægir mjög á framkvæmdum sem eru í gangi víða á Héraði og hætt var að keyra á þungum bílum í Kára- hnjúka í gær vegna hálkunnar. Loftpúði undir malarflutn- ingabílnum sprakk við Urriða- vatnsendann og ætlaði bílstjór- inn að reyna að aka bílnum yfir í Egilsstaði til viðgerðar. Við Vegagerðarhúsið fóru að hringja viðvörunarbjöllur vegna loftleysisins. Bílstjórinn stöðv- aði vegna þessa, en þá skipti engum togum að bíllinn rann viðstöðulaust út á hlið niður fyr- ir veginn og valt þar á hliðina. Á annan tug manna hefur leit- að læknis á Egilsstöðum vegna þess að það hefur dottið í hálk- unni. Að sögn Péturs Heimis- sonar, læknis á Heilbrigðis- stofnun Austurlands, hafa sem betur fer fáir hlotið alvarleg meiðsli. Neyðar- ástand vegna hálku Malarvinnslan á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.