Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ T íminn er afstætt við- fangsefni. Einu sinni var fortíðin nútíð – nútíðin framtíð. Seinna verður nútíðin fortíð – framtíðin nútíð. Meginþema sýningarinnar er nútíminn í augum framtíðarinnar. Hvað niðjar okkar munu grafa upp til minja um dvöl okkar á jörðinni,“ segir Rósa Gísladóttir myndlistar- kona í tilefni af opnun sýningar hennar, „Kyrralífsmyndir frá plast- öld“, í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ, við Freyjugötu kl. 14 í dag. Alls verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á sama tíma. Hinar sýningarnar tvær eru „Annarra manna staðaldur“ eftir Margréti M. Norðdahl og portrettmyndir úr gifsi eftir Kristin Pétursson úr eigu Listasafns ASÍ í Arinstofu. Plastumbúðir á víð og dreif „Kyrralífsmyndir frá plastöld“ samanstendur af þrívíðum gifsaf- steypum af plastumbúðum úr neyslusamfélagi nútímans. „Ég fékk hugmyndina á meðan ég stundaði MA-nám við Manchester Metropo- litan University í Manchester á ár- unum 2000 til 2002. Norður- Englendingar eru ótrúlega lítið meðvitaðir um umhverfi sitt þó ástandið hafi vissulega skánað á meðan ég bjó ásamt fjölskyldu minni í fjögur ár rétt sunnan við Man- chester. Plastumbúðir og hvers kon- ar umbúðir liggja eins og hráviði út um alla borgina. Ef hvessir þarf maður sífellt að vera að bægja frá sér rusli. Hérna er umgengnin mun betri. Ein af ástæðunum fyrir því hversu ástandið er ömurlegt er hvað ruslafötur eru sjaldséðar á götum úti og á almenningsstöðum, t.d. er mér enn í fersku minni hvað ég var lengi að leita að ruslatunnu til að fleygja í bananahýði á lestarstöð í Manchester. Þú setur bréfarusl og umbúðir í vasann og fleygir því við tækifæri í ruslafötu – bananahýði viltu losa þig við strax,“ segir Rósa og ygglir sig dálítið. „En á þessum ruslafötuskorti er skýring eins og öllu öðru. Yfirvöld eru hrædd um að hryðjuverkamenn eins og írski lýð- veldisherinn komi sprengjum fyrir í ruslafötunum.“ Nútíð með augum framtíðar Rósa segir að sýningin sé í raun sprottin upp úr MA-verkefni sínu í „Art as Environment“ (Umhverfis- list). Þar sé því velt upp hvaða aug- um framtíðin komi til með að líta nú- tíðina. „Ég skoðaði tímabil eins og járnöld og koparöld í tengslum við verkefnið og velti því upp á hvaða tímum nútímamaðurinn lifði. Plastið hélt innreið sína á millistríðsárunum eftir að óendurnýjanlegar náttúru- afurðir eins og fílabein og skjald- bökuskeljar tók að þrjóta og nú er svo komið að varla er hægt að ímynda sér nútímasamfélag án plastafurða,“ segir Rósa og veltir þeirri spurningu upp hvaða menjar um nútímann kynslóðir framtíðar- innar eigi eftir að grafa upp úr jörðu. „Ég er þarna að spá í svolítið svipað og í verki mínu „Steingervingar framtíðarinnar“ á sýningunni „Strandlengjan 2000“. Þar gerði ég afsteypur af skel, kuðungi og kross- fiski í þeim tilgangi að vekja athygli á sjónum og mengun í sjónum og því hvaða vitneskja um lífið á jörðinni í nútímanum myndi felast í steingerv- ingum framtíðarinnar. Við vitum heldur ekki hvaða breytingum lífið á jörðinni á eftir að taka þar til menjar um jarðvist okkar í nútímanum verða grafnar upp af komandi kyn- slóðum. Verða þá skeljar enn til og hafið á sínum stað?“ Náttúran allt um kring Hefur þú alltaf haft svona mikinn áhuga á umhverfisvernd? Rósa hik- ar aðeins. „Ég held að ég hafi í raun- inni ekkert meiri áhuga á náttúrunni en Íslendingar almennt. Við búum í svo miklu nábýli við náttúruna að við komumst eiginlega ekki hjá því að láta hana okkur varða. Þótt maður búi í 101 Reykjavík er náttúran ein- hvern veginn allt um kring. Hins vegar getur maður þurft að keyra í 2 til 3 tíma út úr miðborg Manchester til að komast í snertingu við náttúr- una. Fullt af fólki í dæmigerðum múrsteinsraðhúsum í miðborginni fer sjaldan eða aldrei út fyrir borg- armörkin til að njóta náttúrunnar,“ útskýrir Rósa. „Náttúran verður aldrei sama aflið í lífi þessa fólks og dæmigerðra Íslendinga.“ Ekki leitað langt yfir skammt Rósa er spurð að því hvernig hún vinni verkin. „Ég helli gifsinu ein- faldlega ofan í plastílátin. Eina vandamálið er að fjarlægja ílátin án þess að skemma gifsið. Plast og gifs vinna mjög vel saman, plastið skilur eftir sig svo fallega áferð í gifsinu,“ segir Rósa og viðurkennir að upp- haflega hafi hún verið að velta fyrir sér að vinna verkin úr öðru efni en gifsi. „Ég velti því talsvert fyrir mér hvort að ég gæti ekki gert afsteyp- urnar úr endingarbetra efni. Endir- inn varð sá að ég valdi gifsið bæði af því að áferðin er svo falleg og end- ingin góð ef ekki kemst raki að hlut- unum. Aftur á móti er harla ólíklegt að afsteypurnar mínar verði nokk- urn tíma að steingervingum,“ segir hún kankvís, „enda markmiðið ekki að búa til raunverulega steingerv- inga heldur aðeins að minna á stein- gervinga.“ Rósa segist ekki hafa leitað langt yfir skammt eftir plastílátum. „Við hjónin eigum þrjár dætur og þægi- legasti skyndibitinn er jógúrt. Utan af því koma þessar fínu plast- umbúðir eins og svo mörgu öðru matarkyns inni á heimilinu. Ég býst við að svona 60–70% af öllu rusli á heimilum séu einhvers konar um- búðir,“ segir Rósa og brosir þegar hún er spurð að því hvort að henni sé mjög illa við plast. „Ég á í svona ást- ar-haturssambandi við plast. Um leið og ég verð að viðurkenna að gerviefni hafa alltaf farið í taugarnar á mér á ég erfitt með að ímynda mér plastlaust samfélag. Maður getur heldur ekki litið framhjá því að auð- vitað er betra að nota plast heldur en efni eins og fílabein og slíkt. Við megum heldur ekki gleyma því að margar plastumbúðir eru afar eigu- legar enda liggur gjarnan að baki þeirra mikil vinna frábærra iðn- hönnuða.“ Rósa upplýsir að eitt af mark- miðum sýningarinnar „Kyrralífs- myndir frá plastöld“ sé að gefa fólki tilfinningu fyrir magni og marg- breytileika plastíláta. „Sýningar- gestir geta í rauninni ímyndað sér að þeir séu á einhvers konar framtíð- arsafni að skoða steingervinga af hversdagslegum hlutum á okkar tíma,“ segir hún og víkur tali sínu að þremur kyrralífsmyndum á sýning- unni. „Eins og þú sérð hef ég komið fyrir kyrralífsmyndum (uppstill- ingum) með nokkrum gifsafsteypum á þremur stökum hillum inni í saln- um. Ég hef lengi haft áhuga á kyrra- lífsmyndum og raunar snerist hluti MA-verkefnis míns um að skoða slíkar uppstillingar í nútímalegu og sögulegu samhengi. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt menn eins og franski dadaistinn Marcel Duchamp hafi talið sig vera að hrista upp í listaheiminum með því að setja sam- an jafn ólíka hluti og venjulegan koll og reiðhjól geta verk þeirra auðveld- lega talist til kyrralífsmynda. Af ís- lenskum listamönnum get ég nefnt að vel er hægt að telja konfektmola- verk Sigurðar Guðmundssonar til kyrralífsmynda. Innsetningar er oft hægt að telja til kyrralífsmynda og áfram mætti telja. Ólíkt því sem margir halda eru kyrralífsmyndir nefnilega mjög spennandi viðfangs- efni.“ Þrjár listsýningar verða opnaðar í dag í Ásmundarsal í Listasafni ASÍ við Freyjugötu ago@mbl.is Nútíminn í augum framtíðarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Rósa Gísladóttir við þrívíðar gifsafsteypur sínar af plastumbúðum úr neyslusamfélagi nútímans. Þrjár listsýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag. Anna G. Ólafs- dóttir ræddi við Rósu Gísladóttur um „Kyrra- lífsmyndir á plastöld“ og Margréti M. Norð- dahl um „Annarra manna staðaldur“. „ANNARRA manna staðaldur,“ er yfirskrift sýningar Margrétar M. Norðdahl á málverkum, teikn- ingum, hljóði og hlutum í Gryfj- unni. Margrét segist skilgreina staðaldur sem einstaklingsbundið ástand eða stað sem verði til í venjubundnum hversdagsleika eða rútínu daglegs lífs, sbr. að stað- aldri. Í íslenskri orðabók er orðið „staðaldur“ sagt merkja varan- leika, nú eingöngu í sambandinu að staðaldri, stöðugt, í sífellu, án af- láts, til lengdar. Margrét segir að upphaflega hugmyndin að því að fjalla um hversdagsleika fólks hafi kviknað á meðan hún var skiptinemi í Kuvat- aideakatemia-myndlistarakademí- unni í Helsinki árið 2001. „Af því að finnskur hversdagsleiki var ekki hluti af sjálfri mér eins og hversdagsleikinn á Íslandi upplifði ég hann mjög sterkt þennan tíma. Ég bjó meðal annarra útlendinga í eins konar verkamannahverfi og fór fljótlega að fylgjast með hvers- dagslegum athöfnum nágranna minna og Finna almennt. Endirinn varð sá að ég setti saman sérstaka sýningu til að koma upplifun minni á súrsætum veruleika Finna til skila,“ segir Margrét og útskýrir að sýningin hafi samanstaðið af myndskyggnum, hljóðupptökum og málverkum. „Ég sýndi slæds- myndir af fólkinu í hverfinu í sín- um daglega veruleika og spilaði undir hljóðupptökur frá karókí- stöðum. Finnar eru mjög hrifnir af karókí og snúa gjarnan enskum textum yfir á finnsku. Mörg þess- ara laga eru tangólög því Finnar eru miklir tangóunnendur.“ Margrét hélt áfram að vinna með sama efni eftir að hún sneri aftur heim til Íslands. „Ég hélt áfram að þróa hugmyndina eftir að ég kom heim og vann 10 daga á vinnustofu á Seyðisfirði ásamt nokkrum öðr- um. Hópurinn myndaði fljótt gott samband við íbúana í bænum. Þeir voru mér því ákaflega hjálplegir þegar ég gekk á milli húsa og bað fólk um að gefa mér einn hlut sem það notaði að staðaldri. Síðan steypti ég hlutunum saman í sýn- ingu í lokin,“ segir Margrét og bætir við að hún hafi enn bætt í sarpinn á ferðum sínum til Barce- lona og Parísar í sumar. „Ég fór ekki bara til þessara borga til þess að skoða hefðbundna ferða- mannastaði heldur til að virða fyrir mér hversdagslega hegðun íbú- anna eins og fram kemur hérna á sýningunni,“ segir hún og bendir á myndverk og smálega hluti á sýn- ingunni. Í tilefni sýningarinnar „Annarra manna Staðaldur“ hefur verið gefinn út geisladiskurinn Folksounds/Þjóðhljóð sem inni- heldur, eins og nafnið gefur til kynna, hljóð fólksins eða hljóð frá Staðaldri. Margrét tók að lokum fram að gestir mættu gjarnan taka þátt í sýningunni með því að gefa einn hlut sem það notaði að staðaldri til sýningarinnar. Gestum er frjálst að taka þátt í sýningunni með því að taka myndir með myndavél á sýn- ingunni, skipta um hljóð og spólu í myndbandi. Hugmyndin kvikn- aði í Finnlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg „Upplifun mín á súrsætum veruleika Finna,“ segir Margrét M. Norðdahl. Félagsvinurinn – Rit Ung- mennafélags Öræfa er komið út í tveimur samstæðum bókum. Félagsvin- urinn er blað sem Ung- mennafélag Öræfa gaf út handskrifað í 25 ár um miðbik síð- ustu aldar. Blaðið var ekki afhent til aflestrar heldur einungis lesið upphátt á skemmtunum félagsins. Höfundar efnis voru ungmennafélagarnir sjálf- ir; margir skrifuðu í blaðið þó sumir ötulli við ritstörf en aðrir. Efnið er af ýmsum toga: ferðasög- ur, ljóð, almennur fróðleikur og frá- sagnir úr daglega lífinu, gamansögur og verðlaunaþrautir. Uppistaðan er frumsamið efni en einnig er þýðingar þar að finna. Bækurnar eru prýddar myndum sem tengjast atvinnu- og menningarlífi Öræfinga. Útgefandi er Ungmennafélag Öræfa. Bækurnar eru samtals 656 bls., prentaðar í Odda hf. Kápurnar prýðir verk af Öræfajökli eftir Jón Þor- leifsson. Ungmenna- félagsrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.