Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 36
DAGLEGT LÍF 36 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ  VERKFÆRI| Hefill, sporjárn, borvél, fræsari, rennibekkur, bandsög, útskurðarvél, trésmíðavél, Sumir eru haldnir verkfæradellu á háu stigi og eru sífellt að sýsla og skapa eitt og annað. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við þrjá karla og eina konu um dundið og verkfæraáhugann. Ætli ég flokkist ekki undirþað að vera haldintækjadellu. Það mætti segja mér enda er ég bærilega sett- ur af tólum og tækjum, bæði heima og í vinnunni,“ segir Ævar Val- geirsson, 48 ára viðhalds- og við- gerðarmaður hjá Árvakri. Verk- færanotkun Ævars er mikil í vinnunni enda er hlutverk hans þar að sjá til þess að lyftarar og starf- semin í pökkunarsal, prentsmiðju og á ljósmyndadeild rúlli snurðu- laust fyrir sig. Uppáhaldsverk- færin hans eru hinsvegar ótengd vinnunni enda nefnir hann byssusafnið sitt þegar forvitnast er um hvaða verkfæri skemmtilegast sé að handleika. „Ég á mikið af byssum, sem ég nota eins oft og færi gefst við veiðar á gæsum, rjúpum, endum, hreindýr- um og nautum svo dæmi séu tekin. Ég fór ungur að fara á veiðar með pabba mínum sem var úr sveit og mikill veiðimaður. Svo má segja að verkfæranotkunin sé einnig mikil í bílskúrnum heima því eftir að vinnudegi lýkur, fer ég gjarnan í skúrinn og dunda mér við smíðar úr smíðajárni, bæði úr burstuðu stáli og ryðguðu, sem nú er mjög í tísku. Ég hef lengi verið með alls konar kertastjaka á vinnuborðinu og breyti útfærslum eftir tísku- sveiflum auk þess sem ég er nú að smíða engla úr þessum efniviði,“ segir Ævar, sem er bæði rennismið- ur og vélvirki að mennt. Smíðajárnið hefur lengi verið á áhugasviði Ævars og því er suðu- vélin það verkfæri, sem er Ævari kærast. „Suðuvélin mín er af dýrri og góðri gerð, bregst aldrei og ég sýð saman með henni allar gerðir af járni, bæði þunnt og þykkt.“ Spurður hvaða verkfæri sé efst á óskalistanum nú um mundir, svarar hann því til að það sé svo sem ekk- ert sem hann langi í umfram annað. „Mann langar samt auðvitað alltaf í eitthvað í verkfærabúðunum. Hvern langar svo sem ekki í bakk- elsi þegar komið er inn fyrir þrösk- uldinn í bakaríunum?,“ spyr Ævar að lokum. Morgunblaðið/Þorkell Ævar Valgeirsson, 48 ára Reykvíkingur Smíðar kertastjaka og engla úr járni Mér finnst voða gam-an að rölta umdótahillurnar í Byko og Húsasmiðjunni og pæla í öllum verkfærunum. Uppáhaldsverkfærið mitt þessa dagana er hinsvegar borvélin mín og helst má ég ekki skilja „lethermanninn“ við mig. Sjálf á ég svo sem ekki mikið af verkfærum og fyndist mér því alls ekki leið- inlegt að fá harða pakka í tækifærisgjafir,“ segir Inga Margrét Friðriksdóttir, 32 ára sjúkraþjálfari, sem nú stundar viðskiptafræðinám við Háskólann í Reykjavík með vinnu á Landspítalan- um. Inga Margrét keypti sér litla íbúð í Þingholtunum árið 2000 þar sem taka þurfti mjög til hendinni. Sjálf hefur hún alltaf haft áhuga á alls kyns viðgerðum og vílar því ekki fyrir sér að taka að sér slík verk fyrir sjálfa sig og aðra, sem til hennar leita. Hún hefur til að mynda sett upp tvær eldhúsinnréttingar fyrir Auði systur sína auk þess sem bræður hennar tveir hóa gjarnan í hana þegar vinna þarf einhver viðvik á þeirra heimilum. „Það má svo segja að íbúðin í Þingholtunum hafi öll verið í niður- níðslu þegar ég tók við henni. Ég reif niður veggi og hluta loftsins til að opna íbúðina meira, henti gömlu eldhúsinnréttingunni út og fékk mér í staðinn nýja frá Ikea sem ég setti upp sjálf og flísalagði svo á milli skápanna. Síðast en ekki síst reif ég öll gólfefnin af, sem lágu í mörgum lögum, þar til ég kom niður á upp- runalegu gólffjalirnar. Við það lækk- aði gólfið um 5-6 centimetra. Ég fjárfesti í bláum smíðabuxum með hnjápúðum, lagðist á gömlu fjalirnar og pússaði þær upp.“ Hún segist gjarnan leita ráða hjá kunnáttumönnum á þeim sviðum, sem hún ætlar að taka sér fyrir hendur hverju sinni. Svo leiti hún gjarnan í smiðju vinkonu sinnar, Kristínar Davíðs- dóttur hjúkrunarfræðings, þarfnist hún viðbótar verk- færa. „Hjá henni kemur maður aldrei að tómum kof- anum. Kristín á hjólsög, stingsög og allar aðrar græj- ur enda getur hún allt og er miklu flinkari en ég. Bústaður í Borgarfirði Inga Margrét seldi þessa fyrstu íbúð sína í haust og stækkaði við sig eftir að hafa farið í sambúð. „Nýja íbúðin, sem stendur við Vesturgötu, er hinsvegar svo nýleg og fín að við þurftum barasta ekk- ert að gera annað en að mála og flytja inn,“ segir Inga og bætir við að verkþörfinni verði svalað þegar tími gefist til því nýlega hafi hún fest kaup á húsi uppi í Borgarfirði sem þarfnist mikillar andlitslyftingar, en komi til með að þjóna sem sum- arbústaður í framtíðinni. „Ég hef í gegnum tíðina ekki svo mikið smíðað, en hef þeim mun meira verið í viðgerðum,“ segir Inga Margrét. Hún hefur þó ekki hugmynd um hvaðan þessi áhugi er sprottinn þar sem engir iðnaðarmenn eru í nán- ustu fjölskyldu. „Pabbi minn er læknir og starfar því við að laga fólk, eins og reyndar ég sem starfandi sjúkraþjálfari, en þó man ég eftir því að sem barn þótti mér alltaf miklu skemmtilegra að leika við stráka en stelpur.“ Inga Margrét Friðriksdóttir, 32 ára Reykvíkingur Gerði upp gamla íbúð Morgunblaðið/Jim Smart Ég smíða allt mögulegt og ómögulegt.Aðallega er ég að dunda mér við aðsmíða báta, kirkjur og sveitabæi, ým- ist eftir forskrift eða upp úr mér. Kirkjunar og sveitabæirnir eru með lituðu gleri og raf- magnslýsingu og tilvaldir til að hafa sem punt úti í garði,“ segir Erling Andersen, 67 ára íbúi við Lækjargötu í Hafnarfirði. Hann hefur komið sér upp myndarlegu safni verkfæra í bílskúrnum sínum sem hann segir að sé að- allega úr Húsasmiðjunni, versluninni Brynju og úr verslun Gylfa Eldjárns Sigurlinnasonar upp á Hrauni sem sé algjör gullnáma verk- færadellukarla. „Það er varla hægt að koma þangað án þess að fara út með nýtt verkfæri í höndunum því úrvalið er geysimikið og þrátt fyrir fremur lítið rými, virðist Gylfi endalaust geta bætt við. Hvað við kemur mínu verk- færasafni, finnst mér skemmtilegast að vinna með svæshefilinn, sporjárnið og bandsögina.“ Erling hafði alla sína starfstíð unnið sem háseti á sjó þegar hann, aðeins 48 ára að aldri, varð fyrir bíl árið 1984 sem olli straumbreyt- ingum í lífi hans. „Ég brotnaði allur í mjél ef hryggur og höfuð er undanskilið og lá í fjór- tán mánuði á spítala. Ekki gat ég farið aftur á sjóinn svona á mig komin, en þess í stað fékk ég vinnu hjá fyrirtæki, sem seldi landbúnað- artæki til bænda. Í því starfi var ég í tuttugu ár, en gafst svo bara upp fyrir fimm árum eft- ir að hafa étið verkja- og bólgueyðandi lyf all- an þennan tíma til að halda mér gangandi. Nú er ég orðin löggiltur ríkisstarfsmaður á örorkubótum og því má segja að bílskúrinn minn hafi alla tíð síðan verið mitt líf og yndi enda spyr eiginkonan mig stundum hvort ég vilji ekki bara taka sængina með þangað.“ Kannast við smíðagenin Erling hefur aldrei lært smíðar, en segist engu að síður hafa smíðagenin úr báðum ætt- um. Danskur faðir hans hafi verið skipasmið- ur og körfumublusmiður og afi hans í móður- ætt, sem bjó í Aðalvík á Ströndum, hafi sömu- leiðis verið liðtækur smiður. „Það var þó ekki fyrr en eftir slysið að ég fór að huga að þess- ari náðargáfu að ráði, en hef þó alltaf sjálfur vanið mig á að vinna sjálfur þau verk, sem vinna þarf á heimilinu. Til að mynda hef ég alltaf gert við alla mína bíla sjálfur. Ég gerði bílskúrinn minn upp fyrir fjórum árum, ein- angraði og klæddi með dyggri aðstoð tveggja sona og barnabarns. Ég hef parketlagt, skipt um alla glugga í húsinu og setti svo nýtt þak á í sumar með aðstoð tveggja barnabarna. Fyr- ir vikið verður maður mun ánægðari með verkin heldur en ef kalla þarf til utanaðkom- andi iðnaðarmenn.“ Að sögn Erlings er þó nokkurt rennerí í skúrnum. Gestir komi og fari, en sjálfur segist hann vera þeirrar manngerðar að þola ekki við í aðgerðarleysi. Það eigi við um virka daga jafnt sem helgar. „Ég fer á stjá í skúrn- um um tíuleytið á morgnana eftir morgun- matinn og lestur blaðanna, er svo að minna og meira með nokkrum hléum yfir daginn. Stundum fer ég í verslunarmiðstöðina Fjörð- inn og fæ mér kaffisopa með körlunum og svo má ekki gleyma daglegum bryggjurúnti sjó- arans. Oftast nær hverf ég svo í skúrinn að loknum fréttum á kvöldin og er þá gjarnan að til tíu. Ég verð að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni.“ Leikur sér með báta Erling segist engan áhuga hafa á tréút- skurði, en auk smíði kirkna, báta og bónda- bæja, hefur hann verið að fikra sig áfram með smíði kertastjaka, hillna, dótakassa og klukkna. Hann tók tvo félaga sína í læri í fyrra og segist svo á góðviðrisdögum fara með leiktækin sín, bátana sem búnir séu flott- asta fjarstýringabúnaði, á tjörnina við Hafnarfjarðarkirkju til að leika sér, líkt og börnin. „Ég get siglt bátunum mínum allt að þrjá klukkutíma í senn án þess að stoppa. Maður verður aldrei of gamall til að leika sér,“ segir Erling. Erling Andersen, 67 ára Hafnfirðingur Kirkjur, bátar og bóndabæir úr tré Morgunblaðið/Eggert el græjuð með erkfæradellu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.