Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 35 Smáauglýsingar á mbl.is Nú getur þú bæði pantað smáauglýsingu til birtingar á mbl.is eingöngu og einnig fengið auglýsinguna birta á smáauglýsingasíðum Morgunblaðsins. Smáauglýsingar á mbl.is, vinsælasta vefsvæði landsins, með yfir 150.000 gesti á viku. Frítt til 1. febrúar. Smáauglýsing sem eingöngu er birt á mbl.is vefnum er ókeypis til 1. febrúar. Innifalið er 160 stafa auglýsing með mynd og birting í einn dag. Forsíða Viðskipti Atvinna Fólkið Smáauglýsingar Laugardagur | 10. janúar | 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M BL 2 31 51 0 1/ 04 KONAN TÍSKUVÖRUVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 – SÍMI 544 4035 Í dag langan laugard. 50% afsl. af allri útsöluvöru. ATH. aðeins í dag. Útsalan í fullum gangi Stærðir 34 - 56 Þ að er erfiðara að finna milligrátt með því að blanda hvítu í svart, en svörtu í hvítt. Svart og hvítt eru litir Gauthiers Huberts, hver er litur Michaels Jacksons? Svartan mann dreymir um að klæðast gestapóbúningi, ameríska skallaörninn dreymir um að verða glæsilegur stílfærður örn á skildi nasistaforingjans og negrastrákar Rubens snúa sér við og verða hvítir. Allt eru þetta ímyndir, – ímyndir sem vilja breytast. Að umbreyta ímynd gæti nefnilega hæglega verið undirtitill sýningar belgíska lista- mannsins Gauthers Huberts sem verður opnuð í Nýlistasafninu í dag. En ummyndanir Huberts taka á sig fleiri myndir. Eins og svart og hvítt eru andstæður eru plat og al- vara andstæður; leikur og raun- veruleiki. Í þessum heimi er Hubert sagnamaðurinn; – andspænis svarta manninum íklæddum ges- tapóbúningnum segir Martin Lut- her King úr þögulli fortíð: „Ég átti mér draum.“ Núið hvarf með draumnum. Bush-feðgarnir eru þarna saman á mynd, nýútsprungnir í rósrauðu, undir yfirskriftinni: Like Father, Like Son. Hvað gerðist á Kennedyhöfða? Einhvers konar skot ... var það geimskot eða byssuskot? Og andspænis blóðugum raun- veruleikanum sest ég sjálf upp í flugvél og stefni henni rakleiðis á Tvíburaturnana í New York. Amer- ískir draumar verða að amerískri martröð, og ég er með í leiknum. Það er ekki hægt að segja annað en að sýning Huberts sé hlaðin táknum og táknmáli. Hann gagn- rýnir „ameríska harðstjórn“ í verk- um sínum, sem hann nefnir USA USE US. „Þessi skáldskapur legg- ur til sameiningu þriggja ríkja í eitt stærra og valdameira ríki. Ríkin, sem hafa nýlokið við að undirrita gagnkvæman samning, eru: The United States of Art, the United States of Esthetics, og Urban Services,“ segir Gauthier Hubert um verk sín sem sýnd eru norðan megin á báðum hæðum safnsins. Lykkja af lykkju Sunnan megin á báðum hæðum sýnir Guðný Rósa Ingimarsdóttir, en svo vill til að þau Gauthier Hu- bert eru hjón. Þótt sýningar þeirra séu gjörólíkar þá skapa þær saman ákveðinn samhljóm. Eftir átök and- stæðnanna hjá Hubert, leiðir Guðný Rósa okkur í sinn friðsæla heim, með fínlegum og smágerðum verkum. Víða má finna smámynstur sem endurtaka sig í sífellu: bróder- uð fruma, sem æxlast ótal sinnum yfir allt blaðið, prjónles – lykkja af lykkju af lykkju, lifandi form á vegg, – endurtekið augnablik, tím- inn stendur í stað eins og gömul manneskja rorrandi í ruggustól í sátt sinni við lífið. „Ég sest oft niður við eitthvað og endurtek, bæði í teikningunum mínum og öðrum verkum. Þetta er oft mjög lífrænt, og það er eitthvað sem ég hef aldrei getað barist gegn. Það er bara svo- leiðis.“ Samanhnýttar gúmmíteygj- ur liggja á borði, framan við mynd- band þar sem ung stúlka klippir sams konar verk niður í frumeindir sínar með skærum. Teygjurnar – teygja af teygju, hnútur við hnút, verða að einhvers konar lífveru, – risavaxinni amöbu, sem heldur áfram að hreyfa sig á eigin spýtur, eftir að þú hefur snert hana. Það er gott að taka þær upp og gæla við þær milli handanna meðan horft er á síendurtekna hreyfingu skæranna á skjánum. Ákveðnir hlutir á sýningu Guð- nýjar Rósu tengjast Íslandi og bera í sér einstaklinginn sem flutt hefur burt, og kemur heim sem gestur. „Ég er búin að vera búsett í Belgíu í bráðum tíu ár, og í sumum þessara verka leyfi ég mér að ferja landið mitt þangað. Ég leyfi mér ansi oft að fókusera öðru vísi á hlutina. Hér í þessu verki til dæmis er ég að leika mér með brauðdeig, og búa mér til eitthvað hraunkennt. Út- koman skiptir mig engu máli, það er athöfnin sjálf sem verður svolítið eins og ég sé með landið mitt í höndunum. Ég er að handfjatla það.“ Innri átök List Guðnýjar Rósu end- urspeglar hennar innri verund: minningar, áföll, ótta, drauma, lík- amlega reynslu; með öðrum orðum, öll innri átök, sem kunna að vekja upp spurningar eða verða kveikjur að nýjum rannsóknum. Guðný Rósa notar ýmsa miðla í innsetningum sínum til þess að búa til andrúmsloft og stemningu. Inn- setningar hennar eru aldrei ein- göngu í einu lagi heldur frekar sam- sett; hver ímynd, hver sjálfstæður hlutur, leggur til innsetningarinnar sem heildar og magnar ýmist spennu, kallar fram þögn, eða aðrar tilfinningar. Verk Guðnýjar Rósu hafa vakið mikla athygli og hún hefur sýnt víða í Evrópu á undanförnum árum. Í fyrra tók hún þátt í nokkrum sam- sýningum, meðal annars í sýning- unni Incarnés de textes, í galleríi Aline Vidal í París. Sama ár setti hún upp einkasýninguna Sint í Luk- asgalerij í Brussel. Meðal sýninga sem hún tekur þátt í á þessu ári er sýning í HISK stofnuninni í Ant- werpen sem opnuð var í gær. Sýning Guðnýjar Rósu og Gaut- hiers Huberts í Nýlistasafninu er opin til 8. febrúar milli kl. 14 og 18, miðvikudaga til sunnudaga. Á morgun bjóða þau til opinnar hring- borðsumræðu með þekktum er- lendum sýningarstjórum, lista- mönnum og listfræðingum. Meðal þeirra sem sitja í pallborði eru Cel Crabeels, myndlistarmaður frá Belgíu, Edith Doove, sýningarstjóri í MDD safninu í Deurle í Belgíu, Eva Wittocx sýningarstjóri í SMAK í Gent í Belgíu, Halldór Björn Run- ólfsson listfræðingur og myndlist- armennirnir Hlynur Hallsson, Ólaf- ur Elíasson og Þóra Þórisdóttir. Stjórnandi umræðna verður Hann- es Lárusson myndlistarmaður. Málþingið á morgun hefst kl. 14.30. Guðný Rósa Ingimarsdóttir og Gauthier Hubert sýna í Nýlistasafninu Morgunblaðið/ÞorkellGauthier Hubert og Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Ímyndir og endur- tekningar Svarti gestapómaðurinn á sýningu Gauthiers Huberts í Nýlistasafninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.