Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag kemur Cielo di Baffin og út fer Þern- ey RE. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag fer Rubicone frá Straumsvík. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið er opið alla virka daga frá kl. 9–17. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Þriðjudag- inn 13. janúar byrjar glerskurðarvinna. Miðvikudaginn 14. janúar kl. 10.30 „Gamlir leikir og dansar“ undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur. Upplýsingar á staðn- um og í síma 575 7720. Hraunbær 105. Getum bætt við í línudansinn á þriðjudögum kl. 15. Getum bætt við okkur á keramiknámskeiðið á mánudögum kl. 9. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. ITC Fífa. Fyrsti fund- ur á árinu er í kaffi- stofu Gerðarsafns í Kópavogi laugardag- inn 10. janúar kl. 12:00. ITC-félagar kynna tvær áhuga- verðar bækur o.fl. á dagskrá. Léttur há- degisverður. Allir vel- komnir. Skátamiðstöðin. End- urfundir skáta eru alltaf annan mánudag í mánuði. Næsta sam- verustund verður mánudaginn 12. jan- úar kl. 12. Súpa og brauð í boði gegn vægu gjaldi. Hrólfur Jónsson, slökkviliðs- stjóri Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins, segir frá starfi og skipulagi liðsins. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyr- ir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA – samtök spila- fíkla. Fundarskrá: Þriðjud.: Kl. 18.15 Sel- tjarnarneskirkja. Miðvikud.: Kl. 18 Digranesvegur 12, Kópavogi og Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30 Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: Kl. 20 Víðistaðakirkja, Hafnarfirði. Laugard.: Kl. 10.30 Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Gler- árkirkja, Akureyri. Kl. 19.15 Seljavegur 2, Reykjavík. Neyð- arsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis. Fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un/matarfíkn/ofát. Fundir alla daga. Upplýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi. Tart- anbrautir eru opnar almennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10–11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blod- bankinn.is. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520 1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkj- unni. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC-hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í s. 561 6117. Minning- argjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslu- korti. Allur ágóði fer til hjálpar nauð- stöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings málefnum barna fást afgreidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í s. 561 0545. Gíróþjón- usta. Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í s. 551 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er laugardagur 10. janúar, 10. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóh. 14, 15.)     Vefþjóðviljinn fjallarum viðleitni bíla- framleiðenda víðs vegar um veröld til að þróa og framleiða sífellt um- hverfisvænni bifreiðar. Hann vill meina að sú viðleitni hafi þegar skil- að miklum árangri og dregið úr mengun í heiminum.     Vefþjóðviljinn fær orð-ið: „Það segir nokkra sögu að Toyota Prius var valinn bíll árs- ins 2004 á alþjóðlegu bílasýningunni í Detroit í gær.     Prius er svonefndurblendingur. Hann gengur fyrir bensíni en safnar um leið raforku inn á rafhlöðu sem nýtt er þegar best hentar til dæmis við kaldræsingu og hægan akstur. Þegar meira afls er þörf tekur bensínmótorinn við. Þessi tækni gerir það að verkum að bíllinn eyðir aðeins um 5 lítrum á hundraðið.     Hann hefur notiðóvæntra vinsælda í Bandaríkjunum þar sem menn hafa ekki beinlínis verið frægir fyrir að velta sparneytni bíla mikið fyrir sér.     Annar bílaframleið-andi, Daimler- Chrysler, kynnti stefnu sína til næstu ára á sýn- ingunni og af henni að dæma mega ökumenn eiga von á ýmsum nýj- ungum í flestum gerðum bílvéla á næstu árum.     Mark Chernoby að-stoðarforstjóri fyr- irtækisins segir að „DaimlerChrysler muni ekki einbeita sér að einni ákveðinni tækni á næstu árum heldur muni bæði bensín- og dísilvélar, rafmagnsmót- orar, blendingar og efnarafalar leika hlut- verk í því að minnka þau áhrif sem bílar hafi á umhverfið“.     Þetta er í samræmi viðþað sem bílafram- leiðendur hafa verið að gera undanfarna ára- tugi en orkunýting bíl- véla og mengunarvarnir hafa tekið stórstígum framförum og þá um leið dregið úr þeim áhrifum sem bílar hafa á loftið sem íbúar í stór- borgum anda að sér.     Hvað sem öllumáhyggjum af um- hverfinu og spám um framtíðartækni líður valdi tímaritið American Woman Road & Travel hins vegar Cadillac XLR sem bíl ársins. Hann er með 320 hestafla 4,6L V8 vél og eyðir tvö- til þrefalt á við Prius. Blaðið hefur um 15 ára skeið helgað sig umfjöll- un um konur á vegum úti,“ segir Vefþjóðvilj- inn á andriki.is. STAKSTEINAR Tilraunir bifreiða- framleiðenda með umhverfisvæna bíla Hvað mætti betur fara? NÚ ætla ég að hnykkja á því sem betur mætti fara í okkar annars ágæta þjóð- félagi. Nú um hver áramót eyð- um við hátt upp í einn millj- arð í svokallaða flugelda. Viku áður hafa um 200 manns snætt kvöldverð á aðfangadagskvöld hjá Hjálpræðishernum. Fá- tækt virðist vera að aukast og bilið milli ríkra og fá- tækra einnig. Svona þarf ástandið sem slíkt ekki að vera. Við vitum flest að flugeldasala er helsta fjáröflun hjálpar- sveitanna. Nema hvað að nóg væri að láta 5–10% af slíkri sölu renna til þeirra sem hafa ekki efni á salti í grautinn fyrir jólin og leyfa starfsfólki hjálparsveit- anna þess í stað að snæða aðfangadagskvöldverðinn hjá hjálpræðishernum. Slíkt kæmi út á eitt. Stöndum saman í að bæta okkar þjóðfélag. Ólafur Þórisson. Góður Víkverji MIG langar að láta í ljós ánægju með skrif Víkverja í dag, þriðjudaginn 6. jan- úar, en Víkverji er að skrifa um leikritið Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í Borgarleikhús- inu. Ég er fastagestur í leikhúsinu og sá þetta leik- rit fyrir nokkrum dögum og var ég slegin yfir hvenig farið var með þetta snilld- arverk því það var gjör- samlega eyðilagt, en í leik- ritinu er Stanley gerður að nýnasista. Finnst mér sorglegt hvernig þessu verki er misþyrmt. Ólöf. Vil gefa fuglunum ÉG er eldri kona sem er vön að gefa fuglunum á vet- urna. Nú hef ég farið í 3 búðir til að fá fuglakorn en það var hvergi til. Var mér sagt í Hagkaup að það væri hætt að pakka þessu í litlar pakkningar. Því vil ég spyrja framleiðendur hvort ekki sé von á þessu korni í verslanir? Eldri kona. Tapað/fundið Gullhringur í óskilum MERKTUR gullhringur fannst fyrir utan Glæsibæ. Upplýsingar í síma 692 8159. Dýrahald Páfagaukur týndist HVÍTUR páfagaukur slapp frá Háaleitisbraut 37 sl. fimmtudag. Þeir sem hafa orðið varir við hann hafi samband í síma 568 2384. Kettlingar fást gefins KETTLINGAR, gullfalleg- ir, tvær læður og tveir fressar, 8 vikna og kassa- vanir, fást gefins. Upplýs- ingar í síma 898 2659. Kettlingar fást gefins ÁTTA vikna kettlingar fást gefins. Tveir högnar og tveir læður, snjóhvítir, kassa- vanir. Upplýsingar í síma 587 2161 eða 849 1926. Kettlingar fást gefins 2 KETTLINGAR fást gef- ins, kassavanir. Upplýsing- ar í síma 661 1920. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 höggs út í loftið, 8 öldu, 9 þoli, 10 grænmeti, 11 veiða, 13 vísa veg, 15 skammt, 18 mælieining, 21 hestur, 22 ósanna, 23 ungbarn, 24 óhemja. LÓÐRÉTT 2 duglegar, 3 tilbiðja, 4 iðinn, 5 æli, 6 áll, 7 ósoðna, 12 liðin tíð, 14 málmur, 15 svengd, 16 reiki, 17 fell, 18 vaxin, 19 héldu, 20 keyrir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 topps, 4 burst, 7 síðan, 8 teppi, 9 nýt, 11 apar, 13 bali, 14 úrill, 15 barm, 17 Ægir, 20 úti, 22 lýsir, 23 losti, 24 arðan, 25 neiti. Lóðrétt: 1 tuska, 2 peðra, 3 senn, 4 bætt, 5 rupla, 6 teiti, 10 ýmist, 12 rúm, 13 blæ, 15 bylta, 16 ræsið, 18 gusti, 19 reiki, 20 úrin, 21 ilin. Krossgáta  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Víkverji stendur í breytingum áíbúð og neyðist til að rífa niður gömlu og lúnu innréttingarnar. Þessu fylgir óhjákvæmilega hræði- lega mikil ruslsöfnun, sem er nátt- úrlega það allra leiðinlegasta við að standa í slíku strögli. Þar sem Víkverji er að sjálfsögðu umhverf- isvænn þá er allt ruslið keyrt sam- viskusamlega á næstu af- greiðslustöð Sorpu. Fín þjónusta þar á bæ. Afgreiðslustöðvar marg- ar og afgreiðslutími þægilega rúm- ur. En það sem skynsemissinnaður Víkverji á bágt með að skilja er hvers vegna verið er að rukka fyr- irmyndarskattgreiðendur fyrir það að sýna í verki slíka hollustu við umhverfi sitt. Það er nefnilega deginum ljósara að ef eitthvað virk- ar letjandi á almennan borgara, er hann veltir fyrir sér hvort hann eigi að drífa ruslið sitt í Sorpu eða bara losa sig við það í næstu sorptunnu eða hreinlega á víðavangi, þá er það sú staðreynd að hann þarf að borga fyrir það að breyta rétt. Reyndar þarf ekkert að greiða fyrir losun „venjulegs heimilis- úrgangs“ en einstaklingar þurfa oft að losa sig við annað og meira en það sem fellur undir þá skilgreiningu. Nú segir einhver við sjálfan sig:Auðvitað fara allir með ruslið sitt í Sorpu. Hver gæti mögulega verið svo forhertur og tillitslaus nú til dags að kasta ruslinu annað? Staðreyndin er bara sú að það er alltaf að gerast. Ef það lendir ekki á sorphirðum í þjónustu bæjarfélag- anna eða úti í fjöru eða móa þá bara í næsta gám sem tiltækur er, sama hver á hann. Víkverji þekkir einmitt dæmi um það síðastnefnda. Kunningi sem var að innrétta verslun við Laugaveginn fyrir nokkr- um árum leigði sér lítinn ruslagám og fékk að planta honum í nágrenni versl- unarinnar. Hann var varla byrjaður að nota gáminn sjálfur þegar hann var orð- inn fullur af drasli eftir aðra og okkar maður þurfti því að byrja á því að losa gáminn og punga út formúu fyrir annarra manna trassaskap. Vafa- laust eru til mýmörg við- líka tilfelli en þetta er tví- mælalaust ein af afleiðingum þess að verið sé að féfletta fólk fyrir það eitt að vera umhverfisvænt. Auðvit- að er eðlilegt að fyrirtæki greiði eitt- hvað fyrir stórfellda úrgangslosun en öðru máli á að gegna um ein- staklinga því það þarf að beita öllum mögulegum ráðum til að fá þá til að losa sig við ruslið sitt í Sorpu fremur en á öðrum óæskilegum stöðum. M.a. með því að hætta að heimta gjald fyrir þessa sjálfsögðu þjónustu við skattgreiðendur. Það er um- hverfisvæn stefna og hlýtur að vera sú hagkvæmasta á endanum. Morgunblaðið/Þorkell Hvað skyldi hún Siv nú hafa þurft að borga fyrir að losa sig við þetta skilti í Sorpu-gáminn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.