Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYNDIR um flutning grunn- þjónustu heilbrigðiskerfisins frá ríki yfir til sveitarfélaga voru til umræðu á ráðstefnu sem Landssamband sjúkrahúsa, heilbrigðisráðuneytið og Félag forstöðumanna sjúkrahúsa stóð fyrir í Svartsengi í gær. Nefnd er nú starfandi í heilbrigðisráðu- neytinu sem vinnur að því að kort- leggja möguleikana á yfirfærslu heilsugæslunnar og öldrunarþjón- ustu yfir til sveitarfélaganna. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra segist líta á flutning grunnþjónustu heilsugæslunnar og öldrunarmála yfir til sveitarfélag- anna sem skref í átt til að draga úr miðstýringu og gera stjórn þessa hluta heilbrigðisþjónustunnar lýð- ræðislegri. Sagði hann að góð reynsla hefði verið af því að tvinna saman heilsugæsluna, heima- hjúkrun og félagsþjónustu á Ak- ureyri og á Höfn, en slíkt hefði einn- ig verið lagt til í Reykjavík. „Auðvitað er það svo að þegar ákvarðanir eru fluttar frá hinu mið- stýrða ríkisvaldi og yfir á sveit- arstjórnarstigið þá er í raun verið að færa bæði ákvarðanir og eftirlitið með framkvæmdinni nær fólkinu. Og af hverju skyldi sá almenningur sem notar þjónustuna ekki hafa meira um hana að segja? Af hverju skyldu menn ekki takast á um það í sveitarstjórnarkosningum t.d. hvernig grunnheilbrigðisþjónustu menn vildu að sveitarfélagið veitti?“ spurði heilbrigðisráðherra. Hann sagðist telja það sjálfsagt að þessi þjónusta yrði útfærð í sveit- arfélögunum, alveg eins og bæjar- og sveitarstjórnir hefðu nú mikið um það að segja hvers konar þjón- ustu þær veiti grunnskólum. „Í þessu felst samkeppni um að koma til móts við óskir íbúanna og af sjálfu leiðir að sveitarstjórnarmenn- irnir eru á þessu stigi bærastir um að láta veita sem besta þjónustu við sem lægstu verði.“ Jón sagðist sannfærður um að í framtíðinni ættu flokkspólitísk átök á sveitarstjórnarstiginu um grunn- þjónustuna eftir að aukast og að að- hald borgaranna og kröfur á þessu sviði ættu eftir að aukast og verða sjálfsagður hluti af þróun skólamála í landinu. „Ég er líka sannfærður um að fyrir bragðið fáum við betri grunnskóla. Sama tel ég að gilda muni í grunnheilbrigðisþjónustunni. Yfirfærslan hefur í för með sér betri og skynsamlegri þjónustu. Hún verður sveigjanlegri, gegnsærri og í meira samræmi við óskir íbúanna sem notenda og skattgreiðenda,“ sagði Jón. Hátt hlutfall ríkis í opinberum útgjöldum Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði að hlutdeild ríkisins í op- inberum útgjöldum hér á landi væri mun hærri en annars staðar á Norð- urlöndum. Hér væri hlutur ríkisins hátt í 70%, en í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi á milli 30 og 40%. Unnið væri nú að því innan ráðuneytisins að efla sveitarstjórn- arstigið með aukinni valddreifingu hins opinbera og að flytja nærþjón- ustuverkefni frá ríki til sveitarfé- laga. Átak sem miði að því að fjölga verkefnum sveitarfélaga, stuðla að sameiningu þeirra og aðlaga tekju- stofna breyttum verkefnum og nýrri sveitarfélagaskipan, hefði hafist í lok síðasta árs og stefnt væri að því að ljúka því á kjörtímabilinu. Sagði hann að sveitarfélög gætu tekið ýmis verkefni að sér og nefndi ýmsa velferðarþjónustu, eins og málefni fatlaðra og aldraðra, heilsu- gæslu og heilbrigðisstofnanir. Ekki væri sjálfgefið að sömu lausnir hent- uðu alls staðar og því væri mik- ilvægt að ákveðinn sveigjanleiki væri til staðar. Kostur þess að flytja velferðarþjónustu til sveitarfélaga væri að flytja stefnumótun nær íbú- um og auka þar með lýðræði. Þannig mætti nýta staðbundna þekkingu við skipulag og ákvarðanatöku. Árni sagði að árangur reynslu- sveitarfélaga, t.d. Hornafjarðar og Akureyrar, hefði sýnt að hægt væri að bæta nýtingu fjármagns og auka um leið þjónustu við íbúa. Framtíð- arsýn í velferðarþjónustu væri að sveitarfélög veittu á einum stað heildstæða ráðgjöf um alla nærþjón- ustu og fjárhagsaðstoð sem ein- staklingar ætturétt á. Einnig að ábyrgð á að veita þjónustu og fjár- hagsleg ábyrgð verði á sömu hendi, þ.e. hjá sveitarfélögunum. Árni nefndi að kostnaður vegna málefna fatlaðra hefði numið um 6 milljörðum króna samkvæmt fjár- lögum þessa árs, málefni aldraðra um 14–15 milljörðum og heilsugæsl- an og heilbrigðisstofnanir öðrum 13–14 milljörðum. Samtals sé því um að ræða milli 30 og 35 milljarða út- gjöld, sem gætu flust frá ríki til sveitarfélaga, eða um 11–13% af áætluðum útgjöldum ríkisins árið 2004. Þannig gæti hlutfall sveitarfé- laga í opinberum útgjöldum farið upp í rúm 40%. Félagsmálaráðherra velti upp þeirri spurningu hvort sveit- arfélögin væru nógu burðug til að taka að sér þessi verkefni. Taldi hann að aukin verkefni mundu leiða til sameininga sveitarfélaga og að samvinna yrði óhjákvæmileg í ein- hverjum tilfellum. Framundan væri að velja þau verkefni sem hentaði að flytja frá ríki til sveitarfélaga. Hugs- anlegt væri að flutningurinn yrði í áföngum, t.d. að málefni fatlaðra og aldraðra yrðu strax flutt, en heilsu- gæslan biði um sinn. Mörg atriði væru alveg órædd enn sem komið væri, t.d. tekjustofnar sveitarfélaga. Verkefni verða aðeins flutt eftir hagkvæmniathugun, að sögn Árna. Einnig sagði hann mikilvægt að eiga samráð við alla hagsmunaaðila, jafnt starfsmenn sem notendur þjónust- unnar. Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Samband íslenskra sveitarfé- laga, sagði víðtækan stuðning við framgang málsins meðal sveit- arstjórnarmanna. Sveitarfélögin eigi að annast sem mest alla nærþjón- ustu við íbúana, þannig að ákvörð- unarvaldið sé sem næst íbúum með- an ríkið eigi að annast verkefni sem ekki sé hægt að fela staðbundnu stjórnvaldi. Verkefni eigi að vera annaðhvort í umsjá ríkis eða sveitar- félaga, en ekki í samstarfi. Þórður sagði að reynslan í Horna- firði, þar sem sveitarfélagið hefur farið með heilbrigðis- og öldr- unarmál, sem og málefni fatlaðra, til nokkurra ára, hefði verið að yf- irstjórn hefði orðið markvissari og einfaldari. Auðveldara hefði verið að bregðast hratt við og samnýta starfsfólk deilda og sviða. Þverfag- leg vinna jókst, sem og þjónustan og uppbygging hennar. Bið eftir fram- kvæmdum styttist og fjármunir voru betur nýttir. Þá voru skjól- stæðingar ánægðir, starfsfólk og stjórnendur. Mikilvægt er, að mati Þórðar, að tryggja sveitarfélögunum tekjur til að mæta nýjum verkefnum. Var það niðurstaða hans að sveitarfélögin væru tilbúin til að taka við fleiri verkefnum frá ríkinu, enda fylgi fullnægjandi tekjur og eins væri nauðsynlegt að endurskoða verk- efnin myndu forsendur breytast. Meira fyrir minna Halldór Jónsson, formaður Landssambands sjúkrahúsa, sagði breytt fyrirkomulag grunnheilbrigð- isþjónustu auka möguleika á fjöl- breyttari þjónustu, sem m.a. fáist með samningum við aðrar stofnanir og einkaðila. Ef stofnanir á stærra landsvæði yrðu sameinaðar þyrfti að tryggja starfsskyldur starfsmanna á mörgum þjónustustöðum á svæðinu við ráðningu þeirra. Betri nýting fjármuna mundi fást með samnýt- ingu á aðstöðu og búnaði og verk- kaupasamningum í stað fastrar ráðningar. Gallinn væri að sérhæfðu starfsfólki sem hefði búsetu á ákveðnum stöðum gæti fækkað. Þessi þróun hefði þó átt sér stað á undanförnum árum og mundi ef- laust halda áfram. Viðbrögðin hlytu að taka mið af því að tryggja þjón- ustuna í breyttu formi og jafnvel auka hana. Halldór sagðist telja að meira mundi fást fyrir minna með end- urskipulagningu. „Við eigum ekki að láta nein tækifæri ónotuð sem bjóða upp á meira fyrir minna. Í heilbrigð- iskerfinu eru engin vandamál en það er fullt af verkefnum sem þarf að vinna á hverjum tíma. Kerfið er og þarf að vera sveigjanlegt og mögu- leikar til breytinga, endurskipulagn- ingar og hagræðingar eru aldrei á enda. Gerum gott heilbrigðiskerfi betra. Verum opin fyrir breytingum og sveigjanleika,“ sagði Halldór. Flutningur grunnheil- brigðisþjón- ustu jákvæður Morgunblaðið/Jim Smart Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu sem og sveitarstjórnarmenn sátu ráðstefnuna sem fram fór í Svartsengi í gær. Kostir og gallar þess að flytja grunnheil- brigðisþjónustu frá ríki til sveitarfélaga voru ræddir á ráðstefnu um verkaskiptingu og rekstrarform heilbrigðisþjónustu. Ráðstefna haldin um málefni heilbrigðisþjónustunnar, verkaskiptingu og rekstrarform /& " "  4 '    +&    5 6  7    8+&  9 7 & /+:'; 6   * 9  /  57             GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir að það lífeyriskerfi sem Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sé að hvetja til að þjóðir heims taki upp hafi verið tekið upp á Íslandi fyrir mörgum áratug- um síðan fyrir 80% vinnumarkaðar- ins. Staðan hér á landi sé því allt önn- ur en meðal flestra iðnríkja, sem standi frammi fyrir miklum vanda. Í nýrri skýrslu OECD er hvatt til þess að eftirlaunaaldur verði hækk- aður úr 65 árum í 67 ár. Bent er á að breytt aldurssamsetning í vestræn- um ríkjum vegna færri barneigna og hærri lífaldurs eigi eftir að valda stór- auknum útgjöldum í velferðar- kerfinu. Hér á landi er miðað við að fólk fari á eftirlaun 67 ára og raunar eru margir sem hætta ekki að vinna fyrr en um sjötugt. Gylfi segir að það sé því ekki þörf á að hækka eftirlauna- aldur hér á landi. Í sumum nágranna- löndum okkar sé fólk hins vegar að fara á eftirlaun allt niður í 55 ára. „Í öllum meginatriðum er íslenska lífeyriskerfið fyrirmynd annarra þjóða. 80% af vinnumarkaðinum býr ekki við þennan sama vanda sjóð- þurrðar og skuldasöfnunar og blasir við öðrum þjóðum. Við höfum vissu- lega verið að leggja áherslu á að jafna réttinn, en lausnin í lífeyrismálum frá árinu 1969 hefur skapað gríðarlegan styrkleika í okkar hagkerfi. Það er því lítið í þessari umræðu sem á heima hér á landi.“ Á undanförnum árum hefur fólk í auknum mæli verið að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. Sú spurning vaknar hvort það muni ekki stuðla að því að fólk fari fyrr á lífeyri. Gylfi sagði að það kunni vel að vera en fólk sé þá líka búið að leggja peninga fyrir og þetta þurfi því ekki að leiða til vandamála. Það sé þá sparnaður landsmanna sem leyfi fólki að fara fyrr á eftirlaun og það sé gott mál. „Í Evrópu er staðan sú að fólk er að fara fyrr á eftirlaun, en það lendir á ríkissjóði og skattborgurunum að greiða það. Við bjuggum til kerfi sem byggist á því að fólk leggur sjálft til þennan sparnað sem þarf. Það er sú ráðgjöf sem menn OECD hafa verið með í meira en einn áratug. Þeim finnst það ganga hægt. Það á líka við um íslenska kerfið fyrir opinbera starfsmenn. Það gengur mjög hægt að breyta því,“ sagði Gylfi. Ekki til staðar hérlendis Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, tók undir þessi sjónarmið og sagði að þau vandamál í lífeyrismálum sem blöstu við öðrum þjóðum væru ekki til staðar hér á landi. Við hefðum sem betur fer tekið skynsamlegar ákvarð- anir í kringum 1970 um að byggja upp sjóðssöfnunarkerfi, en aðrar þjóðir byggðu margar hverjar á gegnumstreymiskerfi. Breytt aldurs- samsetning þjóða kæmi þungt við slíkt kerfi. Framkvæmdastjóri ASÍ um nýja skýrslu OECD um lífeyrismál Verið að hvetja aðrar þjóðir til að taka upp íslenska lífeyriskerfið RÚMLEGA tvítug stúlka á Ak- ureyri hefur í Héraðsdómi Norðurlands verið dæmd í tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuði skilorðsbundið til fjög- urra ára. Stúlkan er dæmd „fyrir stór- fellda líkamsárás aðfaranótt þriðjudagsins 17. júní 2003, á Glerárgötu, Akureyri með því að hafa slegið [ ] í háls með brotinni glerflösku með þeim afleiðingum að hann hlaut skurðsár neðan og framan við hægri eyrnasnepil og við horn neðri kjálka“, eins og segir í ákæruskjali. Ung stúlka dæmd fyrir stórfellda líkamsárás Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.